Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981
3
Landlæknir:
Varar fólk við
Spánarferðum
í FRÉTT sem landlæknisembœttið hefur sent frá sér kemur m.a. fram
að í síðustu viku hafi 3 af 180 íslenskum Mallorkaforum veikst af
siúkdómi. sem nú herjar á Spánverja ok hefur einkum orðið vart í
krin^um Madrid.
Þá ráðlegRur landlæknir eldra
fólki, ungbörnum, fólki með
hjarta- og lungnasjúkdóma og
fólki með ofnæmi fyrir sýkla-
lyfjum að velja ekki Spán sem
sumarleyfisland a.m.k. í bili.
Fréttatilkynning landlæknis fer
hér á eftir.
„Nýlega bárust landlæknisemb-
ættinu fregnir um öndunar-
færasjúkdóm á Spáni. Þessa sjúk-
dóms hefur einkum orðið vart í
Madrid en í minna mæli í öðrum
héruðum landsins. Samkvæmt
upplýsingum Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar er hér um
óþekktan öndunarfærasjúkdóm að
ræða.
f flugvél, sem kom frá Mallorca
í síðustu viku höfðu 3 af 160
farþegum veikst. Við rannsókn á
þeim kom í Ijós að þeir voru með
berkjukvef, sem virðist þó ekki
Steinn Lárusson:
vera bráðsmitandi. Berkjukvef
getur orðið nokkuð erfiður sjúk-
dómur, einkum getur hann komið
illa niður á ungbörnum, eldra fólki
og fólki með hjarta- og lungna-
sjúkdóma.
Þar til nánari fregnir berast
ráðleggur landlæknir eldra fólki,
ungabörnum, fólki með hjarta- og
lungnasjúkdóma og fólki með
ofnæmi fyrir sýklalyfjum að velja
ekki Spán sem sumarleyfisland
a.m.k. í bili. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin telur þó ekki nauð-
synlegt að stöðva ferðir til Spánar.
Enginn hefur verið lagður inn á
sjúkrahús hér á landi, en vakthaf-
andi læknum og héraðslæknum
hefur verið gert viðvart. Þá hafa
sérstakar ráðstafanir verið gerðar
á Borgarspítalanum og Vífils-
staðaspítala til þess að taka á móti
slíkum sjúklingum ef þörf gerist."
Engin tilfelli komið
upp á helstu stöðunum
„ÉG VEIT ekki til þess að
nokkur heilbrigðisyfirvöld á
þessum ferðamannastöðum.
hvort sem það eru Mallorka eða
Costa del Sol. hafi orðið vör við
eitt einasta tilfelli af þessari
sýki sem hefur verið í kringum
Madrid.“ sagði Steinn Lárus-
son. formaður Félags islenskra
ferðaskrifstofa i samtali við
Morgunhlaðið i gær.
„í Madrid er álitið að um 2000
manns hafi fengið snert af
þessum sjúkdómi, en Madrid er
milljóna borg, þannig að þetta er
ekki faraldur sem tekur að tala
um. Þá virðist að þetta sé í
rénum nú og spönsk yfirvöld
halda því statt og stöðugt fram
að um útbreiðslu hafi ekki verið
að ræða. Eftir því sem ég
fregnaði í dag, hafa ekki nein
heilbrigðisyfirvöld í Evrópu gef-
ið út yfirlýsingar eins og land-
læknisembættið um þetta mál,“
sagði Steinn. Að lokum gat
Steinn þess að samkvæmt upp-
lýsingum sem aflað hefði verið
hefðu engin tilfelli komið upp á
helstu ferðamannastöðunum og
virtist sjúkdómurinn vera í
Madrid og á takmörkuðu svæði
þar í kring.
Ingólfur Guðbrandsson:
Verið að hræða fólk
að ástæðulausu
„Ferðamannastraumurinn til
Spánar er stöðugur og óbreytt-
ur. A ferðalagi mínu til Costa
del Sol fyrir hálfum mánuði. og
til Madrid og Mallorka fyrir
viku síðan. heyrði ég ekki
minnst á þennan sjúkdóm enda
er hann ekki litinn alvarlegum
augum þar, samkvæmt upplýs-
ingum frá Spáni i dag,“ sagði
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar, i samtali við Morgun-
blaðið i gær.
„Landlæknisembættið stað-
festir í frétt sinni að Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin hafi ekki
séð ástæðu til að vara fólk við
Spánarferðum. Samkvæmt frétt
frá ferðamálayfirvöldum á
Spáni er veikin bundin við Madr-
id og nágrenni, og ekki bráðsmit-
andi, enda ekki vitað um nema
2000 manns sem hafa tekið
veikina á 5 milljóna íbúa svæði.
Veikin líkist helst inflúensu og
er talin í rénun. Ekki er kunnugt
um nein tilfelli á Costa del Sol.
Ég tel að með tilkynningu þess-
ari sé verið að hræða fólk að
ástæðulausu. Engar breytingar
hafa orðið á ferðamanna-
straumnum til Spánar af þessum
sökum, en gífurleg aukning hef-
ur orðið á ný á ferðalögum til
vinsælustu baðstranda Spánar í
ár, á Costa del Sol og Mallorka,
svo að enga gistingu er þar að fá
i júlí- og ágústmánuði. Þetta
verður eins og með sprengjuher-
ferðina sem mest var slegið upp
í íslenskum blöðum um árið, en
Spánarfarar vissu fyrst um
þetta þegar þeir sáu íslensku
blöðin, en höfðu ekki heyrt
minnst á það meðan á ferðinni
stóð,“ sagði Ingólfur Guð-
brandsson.
Frá setningu myndlistarþings, en meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. og Egill Skúli
Ingibergsson, borgarstjóri. Ljósm. Mbi. Emilia.
Myndlistarþing:
Sterkur vilji að mynda heildarsamtök
MYNDLISTARÞING stóð um
helgina. hófst kl. 10 á laugar-
dagsmorgun og lauk kl. 6.30 á
sunnudag. Samkvæmt upplýsing-
um sem Morgunblaðið fékk hjá
Sigrúnu Guðjónsdóttur mynd-
listarmanni. formanni Félags
myndlistarmanna. var unnið í
fimm umræðuhópum á laugardag
og hafði hver hópur verkefni til
úrvinnslu. Síðan skilaði hver
hópur af sér áliti á sunnudag. Þá
fóru fram umræður um álit
hópanna.
Sigrún sagði að á þinginu hefði
komið fram mjög sterkur vilji
myndlistarmanna til að mynda
sterk heildarsamtök. sem síðan
myndu vinna að hagsmunamál-
um þeirra.
Læknaþjónustan sf.:
Bíður átekta
vegna
reikninga
La“knaþjónustan sf. hefur
sent reikninga fyrir unnin
læknisverk til fjármálaráðu-
neytisins, en Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að þeir hefðu
ekki verið greiddir enn þá.
Sagði hann lækna vissulega fá
endurgjald fyrir störf sín. er
þeir inntu af hendi á vegum
Læknaþjónustunnar sf. en
ósamið væri þó um taxta.
„Það er mjög erfitt að segja
nokkurn skapaðan hlut meðan
málin eru í þessari óvissu,“ sagði
Jóhann Heiðar Jóhannsson for-
maður stjórnar Læknaþjónust-
unnar sf. „Þarna er ráðherrann
náttúrulega að gefa vissa vilja-
yfirlýsingu um að hann vilji semja
við Læknaþjónustuna. Ráðherra
hefur lýst því yfir að samninga-
fundur muni hefjast í fyrramálið
og sjálfsagt að bíða átekta og sjá
hvað gerist á þeim fundi. Þá
verður félagsfundur hjá okkur
annað kvöld og þetta mál verður
væntanlega tekið til umræðu þá —
en núna sem stendur hef ég heldur
lítið um málið að segja."
Kjaramálaráðstefna Sjómannasambandsins:
Ríkisvald og yfimefnd
taki fullt tillit til
krafna sjómanna
ANDAMAMMA lenti í hinum
me.stu vandræðum í umferðinni
í miðhorg Reykjavíkur í ga*r.
Fjöldi fólks. bilar og aftur bílar
rugluðu hana i ríminu og ung-
unum hennar 9 leist ekkert á
hávaðann í þessum heimi. Það
var ekki fyrr en goðhjartaður
lögregluþjónn tók við stjórn-
inni. að skriður komst á ferða-
lagið og öll náðu þau að Tjörn-
inni í fylgd fjölmargra áhorf-
enda. Er bakkanum var náð
stukku ungarnir hver af öðrum
út i vatnið og syntu síðan á
braut eins og þeir hefðu aldrei
gert annað.
(Ljósm. Emilia)
í lögreglufylgd
um miðborgina
Viðræður við lækna hef jast í dag
SAMKOMULAG hefur orðið milli
fulltrúa fjármálaráðuneytisins og
Læknafélags íslands um að hefja
skuli viðræður um starfskjör
sjúkrahúslækna i skjóli þess
ástands, sem skapast hefur á
sjúkrahúsunum. Þorvaldur Veig-
ar Guðmundsson formaður LÍ og
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sendu frá sér yfirlýsingu í
gær þar sem segir m.a.:
„Aðilar eru sammála um að
þessar viðræður, sem nú eru að
hefjast, snúist ekki um grunn-
kaupshækkanir til lækna umfram
gildandi kjarasamning skv. dómi
Kjaradóms. Fram hefur komið, að
á nokkrum sviðum félagslegra
réttindamála njóta læknar lakari
réttar en aðrir ríkisstarfsmenn og
munu því viðræðurnar.snúast um
lagfæringar á þeim þáttum og
öðru er varðar réttindi og skyldur
sjúkrahúslækna. í trausti þess að
viðræðurnar leiði til viðunandi
lausnar fyrir báða aðila munu þeir
sameiginlega stuðla að því að
starfsemi sjúkrahúsanna gangi
snurðulaust fyrir sig og yfirstand-
andi deila bitni ekki á sjúkling-
um.
Ragnar Arnalds og Þorvaldur
Veigar Guðmundsson sögðu að þar
sem átt væri við lakari kjör lækna
á nokkrum sviðum réttindamála
mætti nefna ýmislegt, lífeyris-
sjóðamál, tryggingamál, veikinda-
rétt, kostnað við bílaafnot og
fyrirframgreiðslu launa, en lækn-
ar hafa ekki fengið laun greidd
fyrirfram eins og aðrir ríkisstarfs-
menn.
Gert er ráð fyrir að fyrsti
samningafundurinn fari fram í
dag.
SJÓMANNASAMBAND íslands hélt síðastliðinn laugardag
kjaramálaráðstefnu og urðu þar miklar umræður um kjaramáí
sjómanna í sambandi við fiskverðsákvörðun, sem taka átti gildi
lögum samkvæmt í gær, en náðist ekki fram, m.a. vegna þess að
ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið að hve miklu leyti hún ábyrgist
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins.
Samkvæmt upplýsingum Emils kröfu til yfirnefndar Verðlagsráðs
Páls Jónssonar, ritara Sjómanna-
sambandsins spunnust umræð-
urnar um fiskverðsákvörðun, þar
sem ljóst væri, að ríkisvaldið
ætlaði að skammta sjómönnum
minni hækkun en aðrir landsmenn
hafi fengið. í framhaldi af því, var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Kjaramálaráðstefna Sjó-
mannasambands íslands, haldin í
Reykjavík 30. maí 1981, gerir þá
sjávarútvegsins, að við ákvörðun
um nýtt fiskverð, sem taka á gildi
1. júní næstkomandi, verði fullt
tillit tekið til þeirra skoðana
sjómanna, að hækkun fiskverðs
verði ekki minni en almennar
verðbætur. Þá lýsir kjaramála-
ráðstefnan eindregnum stuðningi
við fulltrúa sjómanna í yfirnefnd-
inni og þá kröfu, sem hann hefur
lagt fram.“