Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 21 Þrjú glæsimörk Lárusar færðu Víkingum góðan sigur gegn Val LÁRUS GuðmundNNon, VíkinKNmiðherjinn ungi. sá um að afjfreiða Val í 1. deid íslandsmótsins i knattspyrnu á sunnudagskvoldið. en þá sigraði Víkingur lið Vals 3—2. Lárus skoraði þrennu í leiknum. þrjú glæsileg mörk og lagði þannig grunninn að góðum sigri Vikings. Hér var um sanngjörn úrslit að ræða, Víkingar komust í 3—1 og þó að Valsmenn hafi kannski ekki leikið beinlinis illa. þá voru Vikingarnir þeim mun framar að þessu sinni. Óvænt forysta Víkingarnir voru strax í byrjun meira með knöttinn, fljótari og sterkari í návigunum og þar af leiðandi meira í sókn. Fyrsta færið kom strax á 5. mínútu, er Ragnar Gíslason komst i nokkuð gott skotfæri eftir klóka auka- spyrnu Helga Helgasonar. En skot Ragnars fór fram hjá. Tíu mínút- um síðar átti Helgi Helgason þrumuskot naumlega yfir markið og því kom það nokkuð gegn gangi leiksins er Valsmenn náðu foryst- unni á 18. mínútu leiksins. Var það verulega fallegt mark og Þorsteinn Sigurðsson að verki. Hann fékk sendingu frá Hilmari Sighvatssyni rétt utan vítateigs Víkinga. Síðan gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og lék á hvern Víkinginn af öðrum, alls fjóra, beinlínis labbað í gegn og skoraði loks með þrumuskoti upp undir þaknetið, 1-0. Víkingar gefa sig ekki Hafi Víkingur verið sterkari aðilinn fram að marki Valsmanna, þá er óhætt að segja að eftir það hafi liðið ráðið lögum og lofum á vellinum. Er ekki fráleitt að segja að Víkingsmark hafi legið í loftinu og reyndar urðu þau þrjú talsins áður en að liðið gaf loks eftir og sætti sig við fenginn hlut. Það voru einkum Heimir Karlsson og Lárus Guðmundsson sem gerðu vörn Vals lífið leitt og samvinna þeirra var oft. eitruð. Heimir lagði upp góð færi fyrir Lárus á 28. og 41. mínútu, en í báðum tilvikum fór knötturinn naumlega fram hjá marki Vals. En á 42. mínútu kom loks markið sem hefði átt að vera löngu komið. Lárus fékk þá knött- inn í dauðafæri rétt innan víta- teigs og skaut þrumuskoti að marki. Olafur Magnússon varði stórkostlega, en hélt ekki knettin- um sem hrökk aftur til Lárusar, sem afgreiddi knöttinn þá um- svifalaust í netið með föstu skoti í bláhornið. Á síðustu mínútu hálf- leiksins þurfti Ólafur aftur að taka á honum stóra sínum, auka- spyrna Heimis frá hægri rataði þá á kollinn á Ómar Torfasyni, en Ólafur varði mjög vel. Fleiri mörk Víkingar hófu siðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri eða með stórsókn og strax á 47. mínútu renndi Lárus knettinum inn á Jóhann Þorvarðarson sem brunaði að markinu. En Ólafur kom vel út á móti og varði skot Jóhanns mjög vel. Aðeins mínútu síðar kom Ólafur hins vegar eng- um vörnum við, er Lárus skoraði verulega glæsilegt mark, prjónaði þá fram hjá varnarmönnum Vals út undir endalínu vinstra megin og spyrnti síðan þrumuskoti úr þröngu færi yfir höfuðið á Ólafi markverði og efst í hliðarnetið fjær. Glæsimark, 2—1. Víkingar gáfu í engu eftir þrátt fyrir að forystan væri nú gengin í lið með þeim. Þeir sóttu áfram látlítið og á 62. minútu skoraði liðið enn. Ómar sendi knöttinn þá rúmlega hálfa vallarlengd fram á Lárus sem hafði betur í kapp- hlaupi við Sævar Jónsson og renndi knettinum fram hjá út- hlaupandi markverðinum. Valsmenn sækja loks Nú var að duga eða drepast fyrir Valsmenn og það vissu þeir greinilega, sókn liðsins þyngdist. Hilmar Sighvatsson átti gott skot rétt yfir á 63. mínútu og tveim mínútum síðar varði Diðrik mjög vel fasta aukaspyrnu Hilmars. I stórsókninni gleymdist vörnin illa á 70. mínútu og brenndi Heimir Karlsson þá af eftir að Lárus hafði sent knöttinn laglega til hans. En það voru Valsmenn sem áttu lokasprettinn og Diðrik varði mjög vel skot frá Njáli Eiðssyni og Þorvaldi Þorvaldssyni áður en að Jón Gunnar Bergs skoraði annað mark liðsins undir lok leiksins. Markið kom mjög óvænt, Jón fékk knöttinn við vítateigslínuna og skot hans hafnaði neðst í bláhorn- inu án þess að Diðrik kæmi vörnum við. 3—2 urðu því lokatöl- ur í þessum fjöruga leik. Þetta verður að teljast með betri leikjum vorsins, mikið var Víkingur — Valur um kapp án forsjár og talsvert af spyrnum mótherja á milli. En inn á milli, meira að segja oft, brá fyrir góðum fléttum hjá báðum liðum, sérstaklega þó Víkingi. Vart þarf að taka fram, að Lárus Guðmundsson bar af öðrum leik- mönnum á vellinum að þessu sinni. Oft hefur verið um hann sagt, að hann geti ekki skorað, sé fjandanum duglegri að prjóna sig í gegn og koma sér fyrir á réttum stað við markið, en geti síðan ekki nýtt það til fullnustu. Ekki bar á þeim kvilla hjá honum að þessu sinni, mörkin þrjú tala þar sínu máli. Auk þess að skora, gerði Lárus margháttaðan usla í vörn Vals og var illviðráðanlegur. Ekki langt að baki Lárusar kom Heimir Karlsson, en hann átti einnig stórleik að þessu sinni, maðurinn á bak við flestar hættulegustu sóknarlotur Víkings. Aðrir voru jafnir og ekki sanngjarnt að taka einn fram yfir annan. Valsmenn léku ekki eins vel og þeir best geta að þessu sinni, þó verður ekki sagt að þeir hafi verið slakir. Víkingarnir voru hreinlega grimmari og það gerði gæfumun- inn. Einkum skein það í gegn þegar varnarmenn Víkings hlupu hvað eftir annað inn í miðvall- arspil Vals og höfðu knöttinn á brott með sér. Vörn Valsmanna var afar völt í sessi að þessu sinni, þar náðu hinir sterku leikmenn ekki saman. Ólafur Magnússon varði oft vel í leiknum og verður tæpast sakaður um mörkin, hins vegar voru þeir einna sterkastir þeir Hilmar Sighvatsson og Njáll Eiðsson. Hilmar ógnandi mjög í hvert skipti sem hann var með knöttinn og Njáll afar duglegur baráttujaxl. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: Víkingur:Valur (3—2 (1—1). Mörk Víkings: Lárus Guð- mundsson 42., 48. og 62. mínútu). Mörk Vals: Þorsteinn Sigurðs- son (18. mín.) og Jón Gunnar Bergs (89 mín.). Áminningar: Þorvaldur Þor- valdsson Val, Grímur Sæmundsen Val og Ómar Torfason Víkingi. Dómari: Sævar Sigurðsson,— gg. Samræmd þjálfun yngri flokka Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur nú farið inn á þá braut að samræma þjálfun yngri flokka félagsins. Er þetta mjög athygl- isvert. Aðalþjálfari Víkings, Youri Sedov, hefur nú lagt fram áætl- un eða nokkurs konar námskrá um samræmda þjálfun yngri flokka félagsins. Hver aldurs- hópur fær ákveðið prógram til að vinna eftir. Megináhersla verður iögð á tæknilega hlið þjálfunarinnar, en að sjálfsögðu þannig að verði við hæfi hvers aldurshóps. Með þessu hafa Vík- ingar hugsað sér að vinna skipu- legar að knattspyrnuþjálfun en áður hefur tíðkast. Aðalþjálfarar yngri flokkanna hafa verið ráðnir og munu þeir starfa eftir námsáætlun Youris, þannig að í framtíðinni þá vita þjálfarar hvaða þjálfun dreng- irnir hafa fengið og því geta þeir betur gert sér grein fyrir hvar best verður að hnykkja á. Auk tæknilegrar þjálfunar verður að sjálfsögðu lögð áhersla á leiðsögn í knattspyrnunni sem hópíþrótt, samvinnu leikmanna. Það má fullyrða, að sú braut sem Víkingar eru að fara inná nú, marki tímamót í þjálfun hér á landi. Youri Sedov er einn menntaðasti þjálfari sem hingað hefur komið. Hann hefur þjálfað landslið Sovétríkjanna og hann var, áður en hann kom hingað til lands, yfirmaður þeirrar stofn- unar í Sovétríkjunum, sem sam- ræmir tækniþjálfun í Iandinu. Einkunnagjöfin Lið Víkings: Diðrik ólafsson 6 Þórður Marclsson 6 Magnús Þorvaldsson 6 Ragnar Gíslason 6 Ilelgi Helgason 6 Jóhannes Bárðarson 6 Jóhann Þorvarðarson 6 Ómar Torfason 6 Lárus Guðmundsson 9 Aðalsteinn Aðalsteinsson 5 Heimir Karlsson 8 Lið Vals: ólafur Magnússon 6 Þorgrimur Þráinsson 5 Grimur Sæmundsson 5 Dýri Guðmundsson 5 Sævar Jónsson 5 Njáll Eiðsson 6 Jón G. Bergs 5 Hilmar Harðarson 4 Þorsteinn Sigurðsson 6 Hilmar Sighvatsson 7 • Lárus Guðmundsson hefur snúið á Sævar Jónsson og skorar annað mark sitt með þrumuskoti. Ljosm. Kri.stján. Þriðja mark Lárusar í uppsiglingu • Á meðfylgjandi myndasyrpu skorar Lárus Guðmundsson þriðja mark sitt. Á efstu myndinni hefur hann rennt knettinum fram hjá Ólafi Magnússyni markverði og Sævar Jónsson kemur hlaupandi til. Á miðmyndinni hefur Sævari mistekist að komast fyrir knöttinn og á neðstu myndinni fylgist Lárus spenntur með kapphlaupi Sævars og knattarins. Knötturinn hafði betur. Ljosm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.