Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 26
 34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Grenimel 15, Reykjavík, lést 31. maí. Jón Gunnar Arnason, Þuríóur Fannberg, Svavar Arnason, Ingunn Ólafsdóttir, Steinþór Árnason, Inga Ásta Ólafsdóttir, og barnabörn. t Moöir okkar, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, fró Hafnarnesi, Fáskrúósfírói, til heimilis aö Fagurhóli, andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. maí. Börnin. t Móöir mín, SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR, Fornhaga 26, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aö morgni 31. maí. Fyrir mína hönd og ættingja. Víóir H. Kristinsson. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Stigahlíó 18, Reykjavík, lést aöfaranótt sunnudagsins 31. maí á Borgarspítalanum. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigrún Jónsdóttir, Stella J. Miller, Frank P. Miller, Kristján H. Jónsson, Ásdís G. Konráós, Jón Konráð Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Björn Svavarsson, Kristján R. Kristjánsson, Stella Kristjánsdóttir, Ragnar F. Kristjánsson, Kristján Ómar Svavarsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS HANNESSON, rafvirkjameistari, Hagamel 25, Reykjavík. andaöist 30. maí. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, Hannes Nordal Magnússon, Magnús Þór Magnússon, Margrét Oddný Magnúsdóttir. t Bróöir okkar, INGIMUNDUR VIGFÚS SIGURJÓNSSON. Suðurgötu 77, Hafnarfiröi, lést af slysförum á Spáni 29. maí. Fyrir mína hönd og bræöranna. Svanhildur Sigurjónsdóttir. Systir okkar, t ÁSTA JÓNSDÓTTIR VASSBOTN, Vardö, Noregi, andaðist 30. maí. Systkmi hinnar látnu. t Konan mín og móöir okkar, ÚNDÍNA SIGMUNDSDÓTTIR, Hagamel 51, lést aö heimili sínu 19. maí. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hinnar látnu. Öllum er auösýndu samúö og heiöruöu minningu hennar, sendum viö einlægar þakkir. Guö blessi ykkur öll. Guómundur Sölvason, Eygló Guðmundsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Sigmundur Bírgir Guömundsson, Guörún Jónsdóttir. systkini og barnabörn. Árni E. Blandon Minningarorð Fæddur 17. desember 1891. Dáinn 22. maí 1981. ^Hófum vid ifonKÍrt til kóós Kötuna fram eítir ve>{?“ Undanfarna áratugi hefur ís- lenskt þjóðlíf tekið miklum stakkaskiptum. Sú kynslóð sem skilaði arfi aldanna til okkar daga, er að hverfa af sjónarsvið- inu og erlend menningaráhrif streyma inn í landið í sjónvarpi, kvikmyndum og fjölprenti. Eftir nokkur ár eigum við ef til vill enga sér-íslenska menningar-arfleið, Barbapabbi, Boney M, Skonrokk og Dallas taka við af ferskeytl- unni, þjóðtrúnni, guðstrúnni og barnagælunni. Kerti og spil eru ekki lengur gildar jólagjafir held- ur mótorhjól (fyrir tveggja ára og upp úr), flugvélar, plastdót og pjátur. Þegar drengurinn minn, sem er þriggja ára í dag, verður orðinn afi, getur þá verið að barnabarn hans kveðji hann með þeim trega, sem felst í því að hafa það á tilfinningunni að maður sé að fylgja íslenskri þjóðmenningu til grafar? Okkar tímar einkennast af vís- indum, fréttum, stríði, óöryggi, trúleysi, efa. Gamli tíminn, sem afi minn lifði og flutti með sér til mín, einkenndist af öryggi, trú- festu, tengslum við náttúruna og lífið. Börnum er mikilvægt að finna einhvers staðar slíkt öryggi. Dagheimili og sjónvarp koma ekki í stað stunda sem maður átti á hné afa síns þegar hann raulaði: Riður friður rekkurinn rjúður, móður vel húinn keyrið hlakar klárinn sinn kvikar vakur (ákurinn. í dag fáum við verksmiðju- fjöldaframleiðslu, verðbólgu og hlutadýrkun í stað álagabletta, físibelgs og loga sem vex í glæðum eða flökkufólks sem kenndi börn- um vísur og sagði sögur. Hvert stefnum við? Hvernig líður okkur? Hvernig verður framtíð barna okkar? Þessar spurningar leita á hugann þegar afi minn er farinn. Hlýja hans, rósemi, öryggi, kimni voru ekki einungis meðfæddir kostir, heldur voru þeir ræktaðir í uppvextinum og í því umhverfi sem landið bjó honum. Líf afa míns gaf mér styrk og traust, fráhvarf hans skilur mig eftir rótlausan og fullan efa- semda. Mér finnst ég ekki geta gefið syni mínum það veganesti, sem afi minn gaf mér. Þá er eina bótin að geta kallað fram minn- ingar og seitt fram þau svör sem þú myndir gefa. Þau svör voru aldrei beinskeytt og fordómafull eins og nútíminn, heldur hafði hann hirt upp mannvitsmola í hundruðum ferskeytlna sem hann og hans kynslóð kunni. Mér líður strax betur þegar ég heyri svar hans, í gamalli vísu, sem segir jafn mikið með því sem hún ekki minnist á: „Veit úk boinn minn veKur er veróur neinn ei skaóinn kemur einn þá annar (er unjfur sveinn i staöinn." Árni Blandon -Haíóu Jesú mÍK í minni. maViu ok dauúans hrellinK stytt. born min hjá þér forsjón finni. frá þeim ollum vanda hritt. láttu standa'á lifslxik þinni líka þeirra nafn sem mitt.“ (H. Pétursson.) Þetta vers var eitt af því síðasta sem heyrðist frá afa mínum áður en hann dó. Einmitt það lýsir svo vel hvernig hann var og hugsaði. Þegar ég lít á líf ömmu og afa þá sé ég kærleika, umhyggju, trú- festi, samlyndi og prúðmennsku, og, ég er Guði svo þakklát fyrir öll þau ár og allar þær stundir, frá því að ég var lítið barn, sem ég hef fengið að vera samvistum við þau. Frá barnæsku minni eru skýrast- ar minningar af Háteigsveginum, þegar þau bjuggu þar. Þar var svo gott að vera. Eg man hvað ég kom oft að deginum til, eftir skólann og fékk að drekka hjá ömmu. Hún átti alltaf jólaköku því afa þótti hún svo góð. Svo biðum við eftir að afi kæmi úr vinnunni. Stundum beið ég eftir honum úti við hlið, og sá hann koma gangandi með skjalatöskuna sína. Ég leit mikið upp til afa míns og reyndi að temja mér ýmislegt í fari hans. Oft gengum við saman um gólfin í borðstofunni með hendur fyrir aftan bak og hugleiddum lífsins mál. Og á hnjám hans lærði ég margar vísur. Ég vildi líka alltaf hörfræ út á skyrið eins og hann. Hann var líka svo mikill félagi. Á Háteigsveginum leiddist engum, afi kenndi kapla og afi átti alltaf nóg af blaðarenningum til að teikna á og hann yddaði blýantana vel með vasahnífnum sínum. Oft lagði ég leið mína niður á Skatt- stofu til að vera i návist afa, því þar leið mér vel. Ekki má gleyma jólunum. Á aðfangadagskvöld kom öll fjölskyldan saman hjá afa og ömmu. Enginn vildi missa af þessum kvöldum og enginn lét sig vanta sem gat komið, því þau voru eitthvað alveg sérstakt. Frá því að ég man eftir voru alltaf litlir pakkar handa börnunum sem margt fannst í, en aldrei vantaði litlu kertin og ömmusokka eða ömmuvettlinga. Afi og amma voru þau samrýndustu hjón sem ég hef þekkt. Þau voru eitt í öllu og því er erfitt að skrifa minningargrein um afa, án þess að minnast á ömmu, og ég er mjög hreykin af því að heita í höfuðið á þeim báðum. Já, kærleikurinn samein- aði þau, enda áttu þau trúna á frelsarann Jesú Krist. Við hjónin áttum margar yndislegar stundir á Þinghólsbrautinni síðustu ár afa og erum við þeim af hjarta þakklát. Guð varðveiti og styrki þig elsku amma mín og blessi minningu afa míns. Árný Björg Föstudaginn 22. maí lést afi konu minnar, Árni E. Blandon eftir langvarandi veikindi, á ní- tugasta aldursári. Mann setur ætíð hljóðan er fregnin um lát einhvers berst sem maður metur mikils og er annt um, enda þótt þetta sé gangur lífsins. Maður staldrar gjarnan við og tínir upp úr fjársjóði góðra minninga sem oft eru of margar til þess að gera þeim öllum skil. Fundum okkar Árna heitins, eða afa í Kópavogi eins og hann var alltaf kallaður, bar saman fyrir tólf árum síðan er ég fór með konu minni, Valgerði Selmu, að heimsækja hann og ömmu, Þor- björgu Blandon. Hitti ég þar fyrir þau öndvegishjón og hélst kunn- ingsskapur okkar frá þeim degi og ætíð síðan. Árni heitinn var höfðingi heim að sækja, hlýr í viðmóti, marg- fróður, en auk þess góður hagyrð- ingur. Var gaman að sitja og rabba við hann um liðna tíð og brá þá oft fyrir fjörglampa í augum gamla mannsins er hann rifjaði upp gömul atvik og frásagnir af löngum liðnum atburðum. Þá var hann hátt á áttræðisaldri og var unun að sjá í ellinni slíka reisn sem sjá mátti hjá honum og konu hans, og hélt hann þessari reisn til síðasta dags, enda þótt hann ætti við vanheilsu að stríða. Það yrði of langt mál að telja upp öll þau atriði sem vert væri í þessari stuttu grein en endur- minningin um þennan sanna heið- ursmann mun ætíð standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, og því koma mér i hug þessar fornkveðnu og sígildu ljóðlínur úr Hávamálum. Deir íé. deyja frændur. deyr sjálíur ið sama; en oröstir deyr aldregi. hveim er sér góóan Ketur. Blessuð sé minning Árna E. Blandon. Guðbjörn Björgólfsson. Það var í kennslustund í Kenn- araskólanum hjá séra Ingólfi Guð- mundssyni að augu mín opnuðust fyrir því að jarðarfarir gætu verið ánægjulegar. Mér þótti þá dálítið einkennilegt þegar hanp sagði eitthvað á þessa leið: „Ein fjörug- asta jarðarför sem ég hef verið viðstaddur var jarðarför séra Friðriks Friðrikssonar." Séra Ing- óifur hélt áfram að lýsa þessari jarðarför séra Friðriks. Hann ætl- aði sér með þessu að hjálpa okkur, nemendum sínum, að horfast í augu við þá staðreynd að dauði og fæðing eru jafn eðlilegir hlutir í lífi mannsins. Hann spurði okkur hvort ástæða væri til að vera hnugginn þegar kvaddur væri aldurhniginn maður sem ætti að baki langt og gott ævistarf. Ég hafði aldrei hugsað um jarðarfarir á þennan hátt, en ég veit að ég man svona sérstaklega eftir orðalagi séra Ingólfs, „ein fjörugasta jarðarför", vegna þess að fram að þeim tíma hafði ég verið hrædd við allt sem viðkom dauðanum. Það losnaði um hræðsluna hjá mér við þessar hugleiðingar. Ég er honum þakk- lát og sporin verða mér því léttari í dag þegar ég fylgi vini mínum Árna É. Blandon til grafar. Ég hitti Árna fyrst fyrir sjö árum, þá var hann áttatíu og tveggja ára en ég tuttugu og tveggja. Þessi sjö ára kynni okkar eru mér mikils virði. Árni var mjög skemmtilegur maður. Ein fyrsta kvöldstundin sem ég átti með honum var laugardagskvöld á Þinghólsbraut haustið 1974. Ég var nýbyrjuð að vera skotin í nafna hans og við Þorbjörg kona hans spiluðum vist við Árnana. Danslögin í útvarpinu fylltu stof- una af söng, það var glatt á hjalla. Eitthvert okkar spilaði djarft og þá sagði Árni þessa ágætu máls- grein: „Þegar gera á betur en vel, fer oft ver en illa.“ Árni sómdi sér vel í hlutverki langafa. En börnin okkar eru svo ung að þau muna hann líklega ekki. Það er leiðinlegt. Sjálf man ég vel eftir að hafa setið löngum stundum við rúmstokkinn hjá langafa mínum og haldið í æða- bera hönd hans. Hann varð aldar gamall og Árni minnti mig oft á hann. Mér þótti gaman að hlusta á langafa minn segja mér sögur. Börnin okkar fara á mis við þetta, en þá er ómetanlegt að eiga á prenti minningabrot Árna frá fyrri tíð. Það voru skemmtileg vetrarkvöldin 1978 þegar þau Þor- björg og Árni kepptust við að segja okkur frá leikjum og störf- um fyrri ára. Þegar við segjum börnum okkar frá lífi og starfi langafa, verður gaman að sýna þeim litla kvikmynd sem var tekin af þeim hjónum 1976. Þá var Árni fljótur að bregða á leik, náði í plastglasið sitt og spilið og lék fyrir kvikmyndavélina. Honum leiddist að hafa flugur á sveimi inni í íbúðinni en ekki vildi hann drepa þær. Þess vegna notaði hann þetta litla plastglas og spil til að veiða þær og hleypa þeim út í sumarið. Hann býður líka Þor- björgu sinni upp í dans á þessari mynd og þau taka nokkur spor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.