Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 13 rekja smitið til síns upphafs. Og við íslenskar rannsóknir í eldis- stöðvum þessum varð hvorki vart sýkingar fyrir né eftir útflutning- inn, enda þótt beitt væri aðferð- um, sem sérstaklega miða að því að koma upp um leynda smitbera. Hitt er alkunna, að fullkomið öryggi í þeim efnum er óhugsandi, og skal því ekkert um það fullyrt, að uppruni smitsins hljóti að hafa verið norskur. Islensk og norsk fisksjúkdómayfirvöld hafa haft samband sín á milli um þetta mál. Þess skal getið, að svipað af- brigði af kýlaveiki fannst í seiðum einnar íslenskrar eldisstöðvar, en þeim var öllum lógað, áður en til dreifingar kæmi. Sömu sýki hafði einnig orðið vart í norskum eld- isstöðvum, án þess að rakin yrði til íslands. Kollafjarðarstöðina kallar Jak- ob V. Hafstein „lokaða" og kveður þar „auðvitað ekkert vitað um heilsufar". Það segir hann að sé „ekki fögur lýsing — en sönn“. Svo fróm sannfæring þyrfti að vera reist á traustum grunni, en því fer fjarri. Kollafjarðarstöðin hefur ætíð verið mér opin og starfsmenn hennar hafa sýnt full- an samstarfsvilja. Sama er að segja um fleiri íslenskar eldis- stöðvar og starfsmenn þeirra. Að öðru leyti er einmitt æskilegt, að eldisstöðvar séu sem allra mest lokaðar fyrir óviðkomandi um- gangi, svo brýnt sem það er að verja þær eftir föngum fyrir smiti. Fiskrækt er viðkvæm atvinnu- grein, og ber margt til. Smitsjúk- dómar eru þar veigamikill þáttur; en við íslendingar eigum því láni að fagna, að hér hefur ekki orðið vart annarra alvarlegra sjúkdóma í laxi en nýrnaveiki og tiltekins afbrigðis af kýlaveiki. Það er mjög mikilvægt, að menn nái samstöðu um sem öruggastar varnir gegn smitsjúkdómum, og sem betur fer virðist mér skilningur fiskeld- ismanna á því fara vaxandi. 22. maí 1981. 14. júní: Göngudagur ung- mennafélaganna Ungmennaíélag íslands heíur ákveðið að efna til „Göngudags fjöl- skyldunnar“ öðru sinni hinn 14. júní næstkomandi. Til þessa dags var í fyrsta skipti efnt á sl. ári og þótti takast það vel. að sögn Sigurðar Geirdal fram- kvæmdastjóra UMFÍ. að ekki þótti ásta^ða til annars en að gera þetta að árlegum atburði í starfi ungmennafélag- anna. Merki Göngudags UMFÍ. Sigurður kvað í mörgum tilfell- um þátttakendur í göngunum hafa verið fleiri en þá sem skráðir voru í það félag sem fyrir göngunni gekkst. Nefndi hann sem dæmi Umf. Víkverja í Reykjavík. í því félagi væri skráður félagafjöldi um 120, en þátttakendur í göngu félagsins voru um 150, en alls kvað hann um fjögur þúsund manns á öllum aldri hafa gengið á göngu- deginum í fyrra í um 70 ung- mennafélögum um allt land. „Göngudagurinn var í fyrra frumraun, en segja má að frábær árangur hafi náðst, eins og tölur um þátttöku bera með sér. Búast má við að á einhverjum stöðum verði gengið þann 13. júní vegna þess að þann 14. ber upp á sjómannadaginn og hætt er við að þetta tvennt rækist á, að öðrum kosti," sagði Sigurður. Þá sagði hann að á þeim stöðum sem Ferðafélag íslands væfi með deildir yrði haft samráð við þær um göngur t.d. hér í Reykjavík, enda hefur FÍ gengist fyrir svip- uðum göngum um nokkurra ára skeið. „í mörgum tilfellum voru í fyrra samdar all skemmtilegar leiðar- lýsingar þar sem koma fram lýsing á gönguleið, örnefni, saga, þjóðsögur, þjóðtrú og ýmislegt fleira sem tengdist þeirri göngu- leið sem farin var hverju sinni. , Þá held ég, að þetta sé upplögð aðferð til þess að virkja það fólk sem ekki næst til í gegnum hinar hefðbundnu íþróttagreinar s.s. fótbolta og handbolta," sagði Sig- urður að lokum. Sigluíjörður: Tvær verslanir lagðar niður 'Siidufirði. 2fi. maí. TVÆR smásöluverslanir hættu starfsemi sinni ekki alls fyrir löngu. Er þar um að ræða vefnað- arvöruverslunina Brá og raftækja- búðina Rafbæ, en hún hefur einnig verslað með íþróttavörur. Tvö skip Þormóðs ramma, Stálvík og Siglu- vík, komu hér inn í dag eftir stutta útiveru og var hvort skip með um 160 tonn. m.j. Aímællsf lug til fyrir aðeins1850krónur! Föstudaginn 26. júní fara Flugleiðir í fyrsta sinn til Amster- dam frá því Loftleiðir flugu þangað fyrirtæpum 14árum. Fyrsta ferðin verður því eins konar afmælisferð á sérstöku afmælisverði -1.850 krónur. Verðið innifelur flugferð þann 26. júní til Amsterdam, en flugferðin til baka frá Amsterdam eða Luxembourg má vera hvenær sem er. Betra afmælisboð er varla hægt að hugsa sér. Afmælisboðið gildir aðeins fyrir fyrsta flugið, en í sumar verða ferðir á hverjum föstudegi fyrir þá, sem komast ekki með afmælisferðinni. Því miður verður ekki hægt að endurtaka afmælisflugið, þess vegna er ráðlegt að láta skrá sig nú þegar hjá sölu- skrifstofum okkar, umboðsmönnum eða á næstu ferða- skrifstofu. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.