Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 ^ 9
ííprðltlrl
Vallarmet Ragnars
færði honum
sigur á Nesinu!
Geir Svansson klúðrar siðasta „púttinu" og verður því aö láta sér lynda annað sætið.
Ljósm. óskar Sæm.
Sigurður P. nálgast metió í 5 km
SIGURÐUR P. Sigmundsson úr FH og námsmaður við Edinborgar-
háskóla í Skotlandi hleypur ekki fimm kilómetra hlaup þessa
da^ana öðru vísi en að setja ný og ný persónuleg met. og ef svo
heldur fram sem horfir. gerir hann vafalaust harða hríð að
íslandsmetinu í þessari grein.
Sigurður hljóp um helgina á 14:38,83 mínútum á meistaramóti
Austur-Skotlands, sem haldið var á Meadowbank i Edinborg og
varð sjoundi af 15 keppendum. Bætti Sigurður sinn bezta árangur
um fimm sekúndur, en i ár er hann búinn að bæta sinn fyrri
árangur þrisvar, alls um 19 sekúndur.
RAGNAR Ólafsson setti vallar-
met á Nesvellinum um helgina,
er hann sigraði i hinni árlegu
Johnny Walker-keppni i golfi.
Leiknar voru 72 holur, 36 á
laugardaginn og 36 á sunnu-
daginn og lék Ragnar á samtals
287 höggum. Keppnin var æsi-
spennandi og fleiri en einn
keppandi með sigurvon þegar
komið var að siðustu holunni.
Geir Svansson og Eirikur b.
Jónsson voru hangandi um
hálsinn á Ragnari, en Geir
klúðraði „pútti" á örlagastundu
og Eiríkur skemmdi fyrir sér er
hann ætlaði að stytta sér leið
yfir órækt, með þeim afleiðing-
um að hann lék siðustu holuna
á 7 höggum i stað færri.
Eiríkur og Geir háðu því
grimmilegan bráðabana sem
lauk ekki fyrr en á fjórðu holu
með sigri Geirs. Þeir félagar
léku því báðir á 288 höggum.
Björgvin Þorsteinsson varð
fjórði og stóð sig geysilega vei,
var aðeins tveimur höggum á
eftir Ragnari og lék eina 18 holu
törnina á 68 höggum, sem er
besti árangur sem náðst hefur á
Nesvellinum eftir breytinguna
sem á honum var gerð. Aður en
lengra er haldið skulum við líta
á röð efstu keppenda:
1. Ragnar Ólafsson 287
2. Geir Svansson 288
3. Eiríkur Jónsson 288
• Ásgeir leikur sinn siðasta
leik með Standard.
4. Björgvin Þorsteinsson 289
5. Sigurður Hafsteinsson 289
6. Sigurður Sigurðsson 290
7. Hannes Eyvindsson 291
8. Magnús Jónsson 294
9. Sveinn Sigurbergsson 295
10. Óskar Sæmundsson 297
11. Júlíus Júliusson 297
Eins og komið hefur fram, gaf
keppni þessi stig til landsliðs og
sölsaði Ragnar undir sig bróð-
urpartinn af þeim stigum. Hann
fékk alls 40,85 stig fyrir sigur-
inn, en þeir félagarnir Geir
Svansson og Eiríkur Þ. Jónsson
gátu einnig vel við uppskeru sína
unað. Þeir fengu 34,45 stig hvor,
en aðrir færri.
Loks má geta þess, að veitt
voru sérstök verðlaun fyrir að
komast næst þriðju og sjöttu
holu báða dagana. Fyrri daginn
fékk Jón Ó. Guðmundsson verð-
launin á 3. holu og Sigurður
Pétursson á 6. holu, en á sunnu-
deginum þeir Ragnar Ólafsson á
3. holu og Sigurjón R. Gíslason á
„ÞAÐ yrði stórkostlegt að ljúka
ferlinum hjá Standard sem bik-
armeistari", sagði Ásgeir
Sigurvinsson i spjalli við blaða-
mann i gær, eftir að Standard
Liege hafði tryggt sér sæti i
úrslitum bikarkeppninnar í
Belgíu á sunnudaginn. En til að
draumur Ásgeirs verði að veru-
leika þurfa leikmenn Standard
að leggja Arnór Guðjohnsen og
félaga hans hjá Lokeren að velli
i úrslitaleiknum og það verður
ekki létt verk, því Lokeren
hefur verið i mikilli framför
upp á siðkastið. En eitt er þó
víst, að úrslitaleikurinn verður
tsiendingaslagur og að tslend-
ingur mun i leikslok standa
uppi sem bikarmeistari. Hvort
verður það Ásgeir eða Arnór ?
Svar við þeirri spurningu fæst
á sunnudaginn.
Standard lék við Waterschei á
heimavelli á sunnudaginn og á
sama tima lék Lokeren á heima-
velli við Lierse. Lokeren vann
öruggan sigur 4:0 og vann því
samanlagt 5:1. Standard vann
sömuleiðis sigur 3:2, mun örugg-
íslandsmetið í 5 km hlaupi á
Sigfús Jónsson ÍR, sett á
Meadowbank á skozka meistara-
mótinu 1975. Árangur Sigurðar
er þriðja bezta afrek íslendings
frá upphafi, á milli hans og
Sigfúsar er Kristleifur Guð-
ari sigur en tölurnar gefa til
kynna, og Standard vann sam-
anlagt 8:4 i báðum leikjunum.
Arnór var í byrjunarliði Lokeren
en skoraði ekki í leiknum en hins
vegar var Ásgeir á skotskónum,
skoraði annað mark Standard
með þrumuskoti.
Staðan í leik Standard var
orðin 3:0 eftir aðeins 15 mínútur.
Wellens skoraði fyrsta markið á
7. mínútu, Ásgeir skoraði annað
markið á 10. mínútu með þrumu-
skoti langt utan af velli og
Edström skoraði þriðja markið á
15. mínúútu. „Eftir þriðja markið
vórum við öruggir í úrslitin og
tókum því lífinu með ró. Wat-
erschei skoraði úr víti skömmu
fyrir hálfleik og annað mark á
lokamínútunni. Við áttum mý-
mörg tækifæri sem ekki nýttust
og leikurinn hefði alveg eins
getað endað 10:2", sagði Ásgeir í
gær. Að sögn Ásgeirs verða tvær
æfingar á þriðjudag og miðviku-
dag, frí fimmtudag og á föstu-
daginn fer liðið á mótel og
dvelur þar fram að leiknum á
sunnudaginn. Úrslitaleikurinn
björnsson er lengi átti Islands-
metið, 14:32,0 mínútur.
Sigurvegari í hlaupinu um
helgina var Skotinn Alastair
Hutton, sem hljóp á 13:59,5
mínútum, en þriðji til fimmti
maður voru skammt á undan
fer fram á Heysel-leikvanginum
í Bruxelles, sem rúmar 60—70
þúsund áhorfendur.
Ásgeir sagði aðspurður að Ule
Hoeness, framkvæmdastjóri
Bayern Múnchen væri væntan-
legur til Liege á miðvikudag til
viðræðna við Petit, fram-
kvæmdastjóra Standard. „Petit
er mjög stífur í þessu máli og
dregur enga dul á það að hann
vilji ekki sleppa mér. Ég hef
verið harður á móti og sagt að ég
muni grípa til minna ráða ef
ekki semst milli Stjndard og
Bayern. Ég hef sagt honum að
úrslitaleikurinn gegn Lokeren
verði minn síðasti leikur fyrir
Standard og ég muni ekki undir
neinum kringumstæðum endur-
nýja samninginn við félagið.
Áhorfendur hafa tekið illa frétt-
um um að ég sé á förum frá
Standard og þeir hafa gert hróp
að Petit og kenna honum um allt
og hann er því úrillur mjög
þessa dagana," sagði Ásgeir að
lokum. SS.
Sigurði. I samtali við Mbl. sagði
Sigurður, að heitt hefði verið í
veðri og hraði góður, t.d. hljóp
hann fyrstu þrjá kílómetrana á
8:39 mínútum, en það er aðeins
tveimur sekúndum frá hans
bezta árangri á þeirri vegalengd.
Fyrir skömmu tók Sigurður
þátt í 1500 metra hlaupi og hljóp
á 4:02,3 mínútum, sem er aðeins
sekúndubroti frá hans bezta á
þeirri vegalengd. Sennilega hefði
Sigurður sett persónulegt met í
hlaupinu hefði hann ekki hlaup-
ið 800 metra hlaup rúmri
klukkustundu fyrr.
• Arnór yngsti atvinnumaður
tslendinga.
6. holu. —gg.
Ásgeir og Arnór mætast í
úrslitum belgíska bikarsins
„Stórkostlegt að kveðja Standard
á þennan hátt,“ segir Ásgeir