Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 33 kynning á þeirri bráðnauðsynlegu og ágætu starfsemi, sem fram fer á sjúkrahótelinu, hefði átt að fá verulegt rúm í dagskrá, sem sér- staklega var tileinkuð hjálpar- starfi Rauða krossins. Væri rík ástæða til að fyrir þá ráðamenn RKÍ, sem hér áttu hlut að máli — að bæta fyrir yfirsjón sína varð- andi sjúkrahótelið með því að helga því síðar sérstakan kynn- ingarþátt. Á hann yrði áreiðan- lega hlustað, jafnmargir og búnir eru að njóta dvalar og þjónustu á sjúkrahótelinu — margir, sem komu þangað inn mikið veikir og máttvana, en hlutu þar fró og styrk og endurunnu í fjölmörgum tilfellum heilsu sína og lífsvilja. Þetta er fólk hvaðanæfa að af landinu, úr öllum stéttum og í ólíkustu stöðum, búandi við sund- urleitustu aðstæður. Það þekkir sig í Skipholti 21, blessar heimilið þar í orði og bæn og ber hróður þess til sinna heimabyggða. En í sjálfri höfuðborginni munu þeir vera margir, sem ekki vita að þessi stofnun er til. Fjölmiðlar hafa hér þagað þunnu hljóði. Fréttamenn þeirra og ljósmyndar- ar munu ekki hafa slitið skóm sínum á göngunni þangað, né heldur eitt bensíni á bílinn til að fara og sjá með eigin augum staðinn, eiga viðtöl við þá, sem þar stjórna og starfa, og einnig við þá, sem þar una í dvöl — og leyfa síðan almenningi að njóta árang- urs þeirrar heimsóknar — í máli og myndum. Ef dæma má eftir framkomu þeirra manna, sem stóðu að út- varpsþættinum þann 7. maí sl. um Hjálparstarf Rauða krossins, er helzt að sjá, sem sjúkrahótelið sé olnbogabarn þeirra, sem þeir vilji ekki kannast við, hvað þá kynna, í stað þess að það ætti að réttu lagi að vera óskabarn þeirra, hvers veg þeir vilji sem mestan. Sann- leikurinn er sá, að af fjölmörgum nytjaverkum RKI var stofnun sjúkrahótelsins eitthvað hið ágæt- asta og starfræksla þess gildur þáttur í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Það var í nóvembermánuði 1974 að sjúkrahótelið var sett á stofn. Tiltölulega fljótt kom í ljós að örðugt myndi verða með rekstur þess, og það svo, að til tals kom að leggja yrði það niður sökum fjár- skorts. En auðna réði að til þess kom ekki. Þau stjórnvöld, sem hér áttu hlut að, sáu sóma sinn í að bjarga þessu í tæka tíð. Reynslan af starfsemi sjúkra- hótelsins varð fljótt sú, að það þótti ómissandi, ekki síst vegna Athugasemd við útvarpsþátt og nokkrar skýringar þess, að öll sjúkrahús í Reykjavík og grennd voru þá, sem nú, ofhlaðin, og þar af leiðandi henda þau skjólstæðingum sínum iðu- lega út, oft sárþjáðum og fyrr en þeir eru færir um að standa á eigin fótum. Hótelið er ætlað sjúklingum, sem ýmist bíða eftir sjúkrahúsrúmi, eða koma af sjúkrahúsi og þurfa á eftirliti eða eftirmeðferð að halda, s.s. göngu- deildarþjónustu, endurhæfingu eftir meiðsli eða aðgerðir, eða þurfa í rannsóknir eða reglu- bundna meðferð á deildum sjúkra- húsa. Oft er þetta fólk mjög illa á sig komið heilsufarslega, líka þreytt og kvíðafullt og er því í ríkri þörf fyrir hvíld og kyrrð og góða aðbúð. Þegar hótelið var sett á stofn, mun það fyrst og fremst hafa verið hugsað sem hæli fyrir fólk utan af landi, sem leyta þarf til Reykjavíkur vegna lækniserinda (samanber sérfr. þjónustu), en þarf ekki endilega á sjúkrahúsvist að halda, nema þá skamma hríð, en er gjarnan bundið í eftirliti eða einhverskonar meðhöndlun um lengri eða skemmri tíma. Þetta fólk á iðulega engan að á höfuðborgarsvæðinu, sem það get- ur leitað til með dvöl. Slíku fólki er og verður griðastaður sem sjúkrahótelið hrein guðsgjöf. Auð- vitað á fólk í Reykjavík og grennd hér einnig sinn rétt og þessi hlutföll varðandi dvalargesti sjúkrahótels úr höfuðborg og utan af landsbyggð munu vísast hafa jafnast allverulega á síðustu ár- um. Margir eru einstæðir í henni Reykjavík og sjálfum sér ónógir og verður fátt til bjargar þegar áföll heilsubrests eða slysa henda. Dvöl við hinn hlýja arin sjúkra- hótels RKÍ, þótt í fæstum tilfell- um geti varað nema um stundar- sakir — fær þá oft miklu bjargað, og mun slíkt seint fullmetið. Hér er ekki út í bláinn mælt. Hér mæli ég af eigin dýrmætri reynslu. Atvik hafa hagað því svo að á allra síðustu árum hefi ég þurft að sækja læknisþjónustu til Reykja- víkur hvað eftir annað, og í sambandi við slíkt hefi ég átt langar dvalir á sjúkrahóteli RKÍ. Hefur mér óvíða, þar sem ég hef dvalið um lengri tíma utan eigin heimilis, liðið betur. Er ég bundin þessu ágæta heimili traustum böndum og bið því hags og heilla á hverri tíð. Þar er góður andi ríkjandi, og hin fyrsta kennd, þegar komið er þar inn úr dyrum er, að maður unir sér — finnur sig heima. Það er mín sterka tilfinn- ing, og um hið sama hefi ég heyrt marga fallega vitnisburði. Þarna er matargerð, reglusemi, hrein- læti og snyrtimennska til fyrir- myndar og einstök er stundvísi, háttprýði og elskusemi starfs- fólks. Hinn vanheili og oft fram- andi og langt að komni gestur finnur að hann á hér vinum að mæta, að hann er hér velkominn og lögð er stund á að þrýsta hönd hans með þeim hætti að hann fái kennt hlýjunnar sem lengst. Megi forstöðukona sjúkrahótelsins, frú Bryndís Jónsdóttir, og starfsfólk hennar, njóta í samræmi við það, sem gefið er. Og megi þeir menn, sem eru í fyrirsvari fyrir RKI vera sér þess meðvitandi að í Skipholti 21 er griðastaður sjúkum og öldn- um, sem þangað leita, dýr hlekkur í festi fjölþættrar hjálparstarf- semi, — og megi þeir bera gæfu til að viðurkenna það í orði og verki. 11. maí 1981. I STUTTU MALI Vilja vopnahlé og samninga? Ik'lKrad. Nikósiu. 2!). mai. AP. Aðstoðarforsa'tisráðherra írak skýrði Veselin Diurnovic frá því. að írakar vildu að gert yrði vopnahlé í stríði írana og lraka. og að sezt yrði að samningahorðum til að reyna að útkljá deilumál ríkjanna með samningum í stað vopna. að því er hin opinhera frétta- stofa Tanjug skýrði frá í dag. Átökin halda þó enn áfrant á landamærum ríkjanna, og sagði útvarpið í Baghdad, að Irakar hefðu skotið niður sjö phant- om-orrustuþotur fyrir Írönum í meiriháttar loftbardaga yfir suðurhluta víglínunnar í dag. Sagði í tilkynningu úvvarps- ins, að íraskar þotur hefðu farið í árásarferð og skotið á skot- mörk á Bao-svæðinu, gert mik- inn usla og snúið allar heilu og höldnu heim. Útvarpið sagði, að 86 íranskir hermenn hefðu fallið í dag og að 199 íraskir hermenn hefðu fall- ið síðustu 24 klukkustundirnar. Prinsessan giftist gegn vilja foreldranna Brussol. AP. MARIE-CHRISTINE, þrítug belgísk prinsessa, gekk að eiga fráskilinn Kanadamann. Brúð- kaupið fór fram á laun og var ástæðan sú að foreldrar henn- ar, Leópold fyrrum Belgíukon- ungur og Liliane prinsessa, hafa verið á móti ráðahagnum. Marie-Christine er hálfsyst- ir Baldvins konungs. Eigin- maðurinn er 43ja ára píanó- leikari, að nafni Paul Drake, en hann er búsettur á Flórida. Líttu inn hjá okkur Langholtsvegi 111, símar 37010 og 37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.