Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 29 VEBJIÐ HðSIÐ RAKA 00 STEYPUSKEMMDUM Ein hagkvæmasta og varanlegasta lausnin ef hús er farið að leka, er að klæða það áli. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanleg í mörgum litum, sem eru innbrenndir. Auk þess að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, gefur A/klæðning nýtískulegt útlit og veitir húseiganda oryggi. Kynnist kostum A/klæðningar. Látið okkur gera verðtilboð eftir teikningum, þér að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: Þótt Adda og Elli hafi verið gæfumanneskjur í lífi sínu og sambúð, hafa þau samt ekki frek- ar en flestir aðrir sloppið við heimsókn hryggðar og erfiðleika. En öllu andstreymi hafa þau mætt af æðruleysi og manndómi, og í trú og handleiðslu æðri máttar í blíðu og stríðu. Þótt ekki verði ofsögum sagt af mikilli heimilismennsku Ragn- hildar og Samúels, væri þó synd að segja, að þau hefðu látið lífið utan sinna persónulegu véa af- skiptalaust. Bæði tóku þau mikinn þátt í félagslífi á ísafirði. Óvenju- legs félagslyndis þeirra beggja gætti víða í þátttöku og oftast forystu. Bæði störfuðu þau saman í mörgum félagssamtökum, eins og t.d. Skógræktarfélaginu og Leikfélagi ísafjarðar, þar sem Samúel var stjórnarformaður um margra ára skeið, að ógleymdu Norræna félaginu, sem á þeirra árum vestra var mjög virkt og tók m.a. þátt í gagnkvæmum vina- bæjamótum með öllu því um- stangi sem þeim fylgir. í félagslegu tilliti rís þó Ragn- hildur trúlega hæst sem forystu- manneskja í samtökum kvenna. Hún var árum saman í stjórn kvenfélagsins Hlífar á Isafirði, og þar af formaður í 12 ár. Alla tíð hefur það félag verið vakandi og virkt kringum margháttuð mann- úðar- og menningarmál, og m.a. staðið traustan vörð um hagsmuni Húsmæðraskólans ÓSKAR. Á vegum félags síns var Ragnhildur líka þráfaldlega fulltrúi á þingum Kvenréttindafélags íslands og Kvenfélagasambands Vestfjarða. Sjálfstæðisflokkinn hefur frænka mín alla tíð stutt af alefli og ekki dregið af sér, og þá hvað sízt, er mest lá við. Var það einkum á þessum punkti, sem mér á sínum títna var minnst um dugnað hennar gefið, líklega af því, að á þeim punkti kenndi ég helzt nokkurrar afbrýðisemi með- an ég, ungur maður, var svolítið og hét krati í minni sveit. Að sjálfsögðu varð þetta þó aldrei okkur að teljandi misklíðarefni. Marga landsfundi sjálfstæð- ismanna sat hún, var árum saman ein fyrirferðarmesta valkyrja flokksins vestra, og ekki stóð á að ganga í Hvöt strax og hún kom suður! Engin furða er, þótt Ragnhildur eigi slíkan félagsmálaferil að baki. Hún er ágætlega máli farin, and- stæðingum gat fundist jaðra við ofstæki. En allur hennar ferill til orðs og æðis einkennist af lifandi vilja til þess að láta gott af sér leiðá og taka þátt í mannlifinu. Þar velur hver sitt einstigi að umdreymdu takmarki og ekkert við því að segja. Hitt er svo annað mál, að þráfaldlega — einkum í seinni tíð — renna upp þær stundir efans, að „vér vitum ei, hvers biðja ber“, og um það erum við frænka mín núorðið sammála. Mörgum er í minni sú reisn, sem jafnan var yfir Ragnhildi. Mér er , til efs, að margar kynsystur henn- ar hafi á hennar beztu dögum gengið um götur ísafjarðar frjáls- mannlegri, djarfari og með meira höfðingjafasi en þessi uppruna- lega kotstelpa úr Djúpinu. Meðan hún var glæsilegust fannst mér hún hafa drottningarlegt yfir- bragð, enda klæðaburðurinn jafn- an í samræmi við það. Og hver man ekki Öddu, þegar hún á hundrað ára afmæli ísafjarðar- kaupstaðar steig á pall frammi fyrir hundruðum áheyrenda og mælti fram af skörungsskap há- tíðarljóðið, klædd sínum fagra og tilkomumikla skautbúningi? Á þessum heiðursdegi Ragn- hildar Helgadóttur flyt ég henni og hennar beztu árnaðaróskir með þakklæti fyrir liðna tíð. í sam- bandi við hana oftar en aðrar konur hafa mér dottið í hug þessi sannleiksorð séra Matthíasar: MörK í vorum djupu dolum drottninK heíur honda íæöst.*4 Baldvin Þ. Kristjánsson Austurvölliir kalinn Austurvöllur hefur ekki farið varhluta af ísalögum vetrarins. Kalblettir eru víða á vellinum eins og sjá má á þessari mynd sem Ólafur K. Magnússon tók í gær. Deildarstjóri ráðuneytis jafníramt íþróttafulltrúi - samráð við ISI og Ungmennafélag Islands Hér fer á eftir svar Ingvars Gíslasonar menntamálaráð- herra við fyrirspurn þing- mannanna Eggerts Haukdal og Friðriks Sophussonar um stöðu íþróttafulltrúa ríkisins, skömmu fyrir þinglausnir. Fyrirspurnin er þannig: „Fram hefur komið í fjöl- miðlum. að Þorsteinn Ein- arsson íþróttafuiltrúi ríkis- ins hafi sagt stöðu sinni iausri og hættir hann störfum 1. júní nk. Staðan hefur ekki verið auglýst til umsóknar, en aðeins ráðið í hana til bráðabirgða. Ilvaða ástæður liggja því til grundvallar. að staðan er ekki auglýst? Er von á skipulagsbreyt- ingum í ráðuneytinu? Oskað er skriflegs svars.“ Þorsteinn Einarsson, sem gegnt hefur starfi íþrótta- fulítrúa síðan 1941, er sú staða var stofnuð, fór þess á leit með bréfi, dags. 27. febrúar sl. að verða leystur frá starfinu frá 1. júní 1981, en hann verður sjötugur 23. nóvember nk. í bréfi, dags. 9. mars sl., tók hann fram, að uppsögnin næði einnig til starfs deildarstjóra í íþrótta- og æskulýðsmáladeild ráðuneytisins, en í það emb- ætti var Þorsteinn skipaður frá 1. maí 1978 að telja, þegar honum jafnframt falið að gegna starfi íþróttafulltrúa um sinn. Þess má geta, að engin ákvæði eru um það hvenær staða þessi skuli auglýst og verður henni um sinn gegnt eins og áður af deildarstjóra íþrótta- og æskulýðsmála- deildar ráðuneytisins. Verður það að teljast æskilegt fyrir- komulag, að deildarstjóri íþróttadeildar ráðuneytisins sé jafnframt íþróttafulltrúi í skilningi íþróttalaga, enda hefur sú skipan gefist vel eftir að hún var upp tekin og ekki vitað, að neinn hafi fundið að þeirri skipan. Æskilegt væri, að slíkt fyrirkomulag yrði lögfest. Verður það atriði kannað nánar og í því sam- bandi leitað samráðs við að- ilja, sem telja má að eigi hér mestan hlut að máli, s.s. íþróttasamband íslands, Ung- mennafélag Islands og íþróttanefnd. nefnd deild var mynduð í ráðuneytinu og gegndi íþrótta- fulltrúastarfinu jafnframt. Var Þorsteini að eigin ósk veitt lausn frá störfum þess- um 29. apríl 1981 frá 1. júní nk. að telja. Þegar Þorsteinn Einarsson fékk lausn frá störfum sínum, var Reynir G. Karlsson æsku- lýðsfulltrúi settur deildar- stjóri í íþrótta- og æskulýðs- máladeild ráðuneytisins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.