Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 36
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 Rúmur helmingur launa- hækkunar er þegar f arinn b/ER VERÐHÆKKANIR, sem komið hafa til framkvæmda nú um mánaðamótin vigta í framfærsluvisitölu 4,6% og er það 56% af þeirri hækkun framfærsluvísitölunnar, sem veitti launahækkun nú 1. júní í mynd verðbóta. Verðbætur undir 7.681 krónu hækkuðu um 8,1%, en sá hluti launa, sem er yfir þeirri tölu, hækkaði um 7,4%. bannig hækkuðu 10.000 króna mánaðarlaun um 7,94%. Verðhækkanirnar vigta í vísi- tölunni þannig, að búvöruhækkun- in hækkar F-vísitöluna um 2,7%, gengisbreytingin hækkar F-vísi- töluna á næstu vikum um 0,8%, bensínhækkunin, sem kemur til framkvæmda í dag, hækkar vísi- töluna um 0,6% og hækkun áfeng- is og tóbaks, sem einnig hækkar í dag, myndi hækka vísitöluna um 0,5%, ef hún mældist í F-vísitöl- unni. Áðurnefndar hækkanir, sem eru ekki inni í útreikningi verðbóta nú eru: • Búvöruhækkunin, var á bilinu 15 til 30%. • Gengislækkunin, sem hafði í för með sér hækkun erlends gjaldeyris um 4%. Bensínhækk- unin, sem er 15,13%. • Hækkun á verði áfengis og tóbaks, sem er 10%. • Póstburðargjöld, sem hækka nú um 8%. Sígarettupakki kostar nú 15,60 og brennivín 152 kr. ÁFENGI og tóbak var hækk- að nú um helgina um 10 prósent. Algengustu tegundir af sígarettum sem áður kost- uðu 14 krónur og 20 aura kosta nú 15 krónur og 60 aura. Sem dæmi um hækkanir á vindium kostuðu Fauna vindlar áður 19 krónur og 50 aura en kosta nú 21 krónu og 50 aura. íslenskt brennivín sem áður kostaði 138 krónur kostar nú 152 krónur. Algengustu tegundir af whiskey kostuðu áður að meðaltali um 192 krónur en kosta núna 211 krónur. Algengustu tegundir af Póstburðar- gjöld hækk- uðu um 8% vodka kostuðu 197 krónur en kosta nú 217 krónur. Síðasta áfengis- og tóbakshækk- un var 1. apríl og nam hún þá sex prósentum. Póstburðargjöld hækkuðu i gær um 8% að meðaltali, en stjórnvöld gáfu leyfi fyrir þessari hækkun í hyrjun maí. Hækkunin er á hilinu frá 5% upp í tæplega 13%. Pósthurðargjöid á almenn bréf hækka um 5,5%, úr krónum 1,80 i 1,90. Mest er hækkunin á bögglum og þungum hréfum. 22 laxar komnir úr Norðurá „ÞETTA er með því bezta svona fyrsta daginn. I>að komu 11 laxar á land fyrir hádegi og ég veit um aðra 11 eftir hádegið.“ sagði Karl Ómar Jónsson, er Mbl. ræddi við hann í veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfirði í gærkvöldi. Karl ómar sagði laxana vera 8—10 punda. „Það hefur verið mjög gott veður þennan fyrsta veiðidag í Norðurá," sagði Karl Ómar. „Svalt, en bjart oggott. Fiskurinn virðist vera að ganga. Aðalveiðistaðirnir í dag voru Stokkhylsbrotið, þar sem fengust 6 laxar og 13 fengust upp undir Lax- fossi.“ Göngufæri leitar- manna hefur verið mjög erfitt, snjór eða leðja í miðja leggi til skiptis. (Ljósm. Brynjar örn). Leitin að TF-ROM: Einkaaðílar afla f jár fyrir benzínkostnaði Um 30 flugvélar til leitar í dag GERT ER ráð fyrir víðtækri stórleit áfram í dag að TF-ROM og hafa nær 30 flugvélar tilkynnt þátttöku í dag, en vilyrði hafa verið gefin yfir því af einkaaðilum að kosta bensín við a.m.k. þann hluta leitar úr lofti sem eftir er og einnig standa vonir til að ýmsir aðrir aðilar taki þátt í þessum beina kostnaði, en mikill fjöldi aðila í einkaflugi hefur tekið á sig mikinn kostnað vegna þessarar umfangsmiklu leitar og var svo komið að menn áttu hreinlcga ekki fyrir bensíni á flugvélarnar. Verður því allt gert sem unnt er áfram til þess að finna skýringu á hvarfi vélarinnar. Þrettán vélar tóku þátt í leitinni í gær án árangurs, en þrátt fyrir bjartviðri norðanlands eru leitar- skilyrði mjög erfið vegna leysinga, Bensínið hækkar um 90 aura í dag —- þar af rennur sextíu og einn eyrir til rikisins snjóskafla á hálendinu og ísingar í björgum og giljum. Að sögn leitar- stjórnar tilkynna allflestar flug- vélar um allt að 15—20 staði sem þeir telja nauðsynlegt að kanna betur og sama er að segja um fólk sem kannar á jörðu niðri. Til dæmis tilkynnti kona ein í Húna- vatnssýslu að hún sæi væng vélar í gili nokkru og flugvél sem var fengin til að fljúga yfir taldi einnig að þar væri um flugvél að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var snjóskafl í fjarska að ræða sem leit nákv- æmlega út eins og flugvél. Tröllaskaga, skaganum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og allt suður undir Hofsjökul, en þær myndir fóru i framköllun í nótt og verða skoðaðar í dag. Skyggni til leitar var mjög gott á svæðinu. Sjá frásögn, viðtöl og myndir i miðopnu. Lézt af slys- förum á Spáni TÆPLEGA sextugur ís- lendingur lézt aí slysför- um á Spáni síðastliðinn föstudag. Hann hét Ingi- mundur Vigfús Sigurjóns- son og var til heimilis að Suðurgötu 77 í Hafnar- firði. Ingimundur var fæddur 28. júní 1922. VERÐ á bensíni hækkar í dag um 90 aura, þar af rennur 61 eyrir til ríkissjóðs eða tæplega 68% hækkunarinnar. Bensin kostar nú 6,85 krónur hver litri, en kostaði 5,95 krónur. Hækkunin er 15,13%. Verðlagsráð hefur tvisvar sinn- um samþykkt hækkun á bensín- verði, í marz um 5%, en ríkis- stjórnin hafnaði þeirri samþykkt. Hinn 4. maí samþykkti Verðlags- ráð síðan 15,1% hækkun, sem nú kemur til framkvæmda. Var þetta eina verðhækkunin, sem ráðið hafði samþykkt, sem hafði ekki komið til framkvæmda. Bensín er eina fullunna afurðin, sem innflutt er, ekki framleidd í iandinu og er undir verðlags- ákvæðum. Gengisbreyting hefur því veruleg áhrif á bensínverð, en inni í þessari hækkun, sem verður í dag, er ekki gengisfellingin, sem gerð var gagnvart dollar fyrir helgina. Hún hækkar verð dollars um 4%. Það má því búast við, að olíufélögin muni áður en langt um líður óska eftir frekari hækkun- um, auk þess sem dráttur á framkvæmd samþykktra hækkana hefur aukið á hækkunarþörf fé- laganna. Ein af þyrlum Varnarliðsins leitaði í gær í Húnavatnssýslu og í Skagafjarðardölum og fór m.a. í mörg þröng gljúfur sem flugvélar komast ekki í, en leiðsögumaður varnarliðsmanna var Ómar Ragn- arsson fréttamaður og flugmaður, en hann gjörþekkir landið. Þá flaug Elíeser Jónsson á flugvél sinni og tók loftmyndir af öllum Ingimundur fannst á botni hót- elsundlaugar á Costa del Sol á föstudag og var þá meðvitundar- laus. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar á laugarbakkanum og komst Ingimundur til meðvitund- ar. Hann var fluttur á sjúkrahús, > en lézt þar um tveimur stundum eftir að hann fannst á botni laugarinnar. Nánar er ekki vitað um tildrög slyssins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.