Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 25 Bayern skoraði sjö mörk gegn Frankfurt! - og náði 3 stiga forystu í deildinni EKKERT virðist geta komið i veg fyrir að vestur-þýska meist- araliðið Bayern Miinchen verði þýskur meistari annað keppnis- tímahilið i röð, en liðið náði um helgina 3 stiga forystu i deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Sijfur liðsins um helffina var en>;in smásmiði, 7—2 gejfn Eintrakt Frankfurt. Bayern var ekki eina liðið sem skoraði 7 mörk í þýsku deildarkeppninni, Borussia Mönchengladbach gerði slíkt hið sama gegn botnliðinu Bayer Uerdingen. En úrslit leikja urðu sem hér segir: Stuttgart — 1860 Miinchen 2—1 Karlsruhe — Hamburger SV 1—1 Bayern Milnchen — Frankfurt 7—2 B. Dortmund — FC Köln 2—2 Schalke 04 — Niirnberg 1—1 Bielefeldt — Duisburg 2—1 Mönch.gladbach — Uerdingen 7—0 B. Leverkusen — Bochum 2—0 Diisseidorf — Kaiserslautern 0—2 Paul Breitner skoraði þrennu fyrir Bayern, sem lék stórkostlega sóknarknattspyrnu. Karl Heinz Rummenigge skoraði tvívegis og þeir Bernd Krause og Dieter Ilér að neðan má sjá hvað tölurn- ar merkja í einkunnagjöf Mbl. 10. Heimsmælikvarði 9. Framúrskarandi 8. Mjög góður 7. Góður 6. Frambærilegur 5, Þokkalegur 4. Lítt áberandi 3. Slakur 2. Mjög slakur 1. Fyrir neðan allar hellur. Höness hvor sitt markið. Borchers og Cha Bum skoruðu mörk Frank- furt eftir að staðan var orðin 5—0, en það merkilegasta við úrslit þessi er sú staðreynd, að í hálfleik var staðan 0—0! Borussia Mönchengladbach var einnig í miklum ham á laugardag- inn og botnliðið Bayer Uerdingen átti ekkert svar við stórkostlegri sóknarknattspyrnu gamla stór- veldisins. Bruns, Matthaus, Nickel (2), Hannes (2) og Lienen skoruðu mörk BMG. En Hamburger SV gaf enn eftir, mistök hjá Franz Beckenbauer kostuðu HSV annað stigið gegn Karlsruhe, hann missti knöttinn klaufalega frá sér rétt utan víta- teigs og Uwe Dittus refsaði með góðu marki. Thomas Von Heesen jafnaði seint í leiknum, en mögu- leikar HSV verða nú að teljast hverfandi. Atli, Magnús og félagar hjá Borussia Dortmund máttu sjá af öðru stiginu til Kölnar. Geyer og Votava skoruðu mörk heimaliðs- ins, en Knöppfel og Willmer svör- uðu fyrir Köln. Sem fyrr er fjör í botnslagnum, en þar virðist óumflýjanlegt, að Schalke 04 falli í 2. deild í fyrsta skiptið í 77 ár. Staðan er nú þannig, að Bayern hefur forystu í deildinni, 49 stig og markatöluna 81—40. HSV er í öðru sæti með 46 stig og markatöl- una 71—42. Stuttgart er í þriðja sæti með 43 stig. Neðst er Bayer Uerdingen með 22 stig, Schalke 04 hefur 23 stig og 1860 Munchen 24 stig. Síðan koma Niirnberg og Fortuna Dusseldorf með 25 stig hvort félag og Armenia Bielefeldt, sem var lang neðst lengi framan af móti, með 26 stig. • Paul Breitner skoraði þrjú mörk gegn Frankfurt. AZ’67 hefur nú skorað 100 mörk AZ ’67 Alkmaar skoraði 100. mark sitt í hollensku deildar- keppninni i knattspyrnu um helgina. er jafntefli varð gegn Roda JC Kerkrade. Kurt Welzl skoraði 100. markið. en ef hol- lenska bikarkeppnin og UEFA- keppnin eru taldar með. eru mörkin langt yfir 100. Úrslit leikja urðu sem hér segir: PSV — Excelsior 4—1 Nac Breda — Groningen 4—2 Wageningen — Den Haag 1—2 Roda JC — Alkmaar 2—2 GAE Deventer — Pec Zwolle 3—3 FC Utrecht — Nec Nijmegen 0—1 Willem 2. — Ajax 1 — 3 Feyenoord — Maastricht 4—2 Tvente — Sparta 0—3 AZ ’67 Alkmaar hefur leikið 33 leiki, unnið 26 stykki, gert 6 jafntefli og tapað aðeins einum leik. Markatalan: 100—30! 1 Knaltspyrna 1 Wales er enn í forystu í riðlinum - gerðu jafntefli við Rússland WALES og Sovétríkin skildu jöfn i markalausum leik, er þjóðirnar mættust í undankeppni HM í Wrexham um helgina. Liðin leika i 4. riðli, þeim sama og íslendingar. Þetta var hörkuviðs ureign og jafntefli sanngjörn- ustu úrslitin. Wales er enn tap- laust eftir fimm leiki og hefur enn ekki fengið á sig mark. Þjóðin á eftir heimaleik gegn íslandi og útileiki i Tékkó- slóvakíu og Sovétrikjunum. Sovétmenn áttu fyrsta tækifær- ið í leiknum, strax á 8. mínútu, en þá átti David Kipiani fallegan skalla naumlega fram hjá. Hins vegar voru það heimamenn sem höfðu lengst af frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru um 30.000 áhorfendur ánægðir með það. Sov- éski markvörðurinn Dasaev varði glæsilega þrumuskot Carls Harris á 11. mínútu og þó að Wáles hafi ekki skapað sér verulega hættuleg tækifæri eftir það, sótti liðið mjög stíft. Voru einkum þeir Mick Thomas og Terry Yorath í fylk- ingarbrjósti og sýndu snjallan leik. En í síðari hálfleik snerist dæmið við, a.m.k. framan af hálf- leiknum. Þá voru það Rússarnir sem sóttu og fjórum sinnum á fyrstu mínútunum var liðið ná- lægt því að skora, Oganesyan, Blochin og Andreyev voru þar á ferðinni. Kipiani var síðan aftur á ferðinni með skalla naumlega fram hjá, en smám saman jafnað- ist leikurinn að nýju og þar sem velska vörnin var sterk fyrir virtist markalaust jafntefli óum- flýjanlegt. Liðin: Wales: Davies, Ratcliff, Price, Phillips, Jones, Nicholas, Flynn, Thomas, Yorath, Walsh, Harris. Charles og Giles komu inn á. Rússland: Dasayev, Sulakvel- idse, Chivadse, Burovski, Bal- atcha, Buryak, Andreyev, Bess- onov, Kipiani, Oganesyan og Blochin. Og staðan í riðlinum er nú sem hér segir: Wales 5 4 10 10- 0 9 Tékkóslóv. 4301 11— 2 6 Sovétríkin 3 2 1 0 7— 1 5 ísland 5 1 0 4 5—18 2 Tyrkland 5 0 0 5 1—13 0 Enska landsliðið í knattspyrnu er að missa af - óvænt tap gegn ENSKA knattspyrnulandsliðið fékk sannarlega á baukinn í Sviss um helgina. en þá mættust þjóðirnar í undankeppni HM og fór heimaliðið með sigur af hólmi. 2—1 urðu lokatölur leiks- ins og skoruðu Svisslendingar bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Fjöidi enskra áhorfenda á leik- vellinum í Basel gekk berserks- gang í tilefni dagsins og margir voru handteknir. Ölvun þeirra Englendinga var nokkuð almenn. Svisslendingar gátu vart stært sig af stórkostlegri velgengni fram að leiknum, í 17 síðustu leikjum sínum hafði lið þeirra unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 12 leikjum. En það kom ekki að sök, liðið lék mjög skynsamlega og agað gegn Englendingum, sem sóttu allan tímann eins og þeir ættu lífið að leysa. Bæði mörk Svisslendinga komu á tveggja mínútna leikkafla, nánar tiltekið á 28. og 29. mínútunúm. Fyrst skor- lestinm Sviss um helgina aði Scheiwiler með skoti af 7 metra færi eftir slæm mistök í vörn Englendinga. Og á 29. mín- útu bætti Claude Sulser öðru marki við, lék á fjóra varnarmeijn Englands áður en hann skoraði með þrumuskoti. Mark Englands skoraði Terry McDermott á 9. mínútu síðari hálfleiks, en hann kom inn á í hálfleik fyrir Trevor Francis. Mögpaleikar Englendinga á því að hreppa annað af tveimur sæt- um riðilsins sem gefa sæti á lokakeppni HM fara minnkandi. Liðið er reyndar enn í öðru sætinu, með fimm stig eftir fimm leiki. Forystu hafa hins vegar Ung\erjar með 5 stig að þremur leikjum loknum. Rúmenía hefur 4 stig áð fjórum leikjum loknum og Norðntenn og Svisslendingar hafa 3 stig hvor þjóð að fjórurn leikjum loknum. Næsti leikur í riðlinum er viðureign Ung\-erja og Englend- inga í Búdapest um næstu helgi. fótboltaskór meö föstum tökkum Puma „World Cup“ Puma „Allround" Stæröir: 5—9 Verö 448 kr. Stæröir 31/2-10 Verö: 340 kr. Puma „Rainer“ Stæröir: 41/2—9 Verö: 180 kr. Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, sími 11783.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.