Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 7 GENGI VERÐBRÉFA 21. JÚNÍ 1981 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1 flokkur 1972 1 flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100.- 6.596.27 6.043.58 4.404,81 3.981.99 3.454.23 2.949.23 2.193,32 2.020,30 1.394,73 1.140,45 858.91 813,71 659.52 612,49 513,09 418.12 330,02 279,06 216.53 168,02 132,52 116,65 Meöalávöxtun spariskírteina umfram verö- tryggingu er 3,25—6%. VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Kaupgengi pr. kr. 100.- A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 2.245,05 1.848,92 1.579,91 1.345,95 926,81 926,81 620,72 593.33 454.34 424,10 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrsettisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. íslands hf. Kauptilboö óskast Sölutilboö óskast Sölutilboö óskast. VEÐSKULDABRÉF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun 2Vi% (HLV) umfram 1 afb./éri 2 afb./ári verötr. 1 ár 97,62 98,23 5% 2 ár 96,49 97,10 5% 3 ár 95,39 96,00 5% 4 ár 94,32 94,94 5% 5 ár 92,04 92,75 5%% 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69.47 70,53 8V4% VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Kaupgengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 65 66 67 69 70 82 54 56 57 59 60 77 46 48 49 51 53 72 40 42 43 45 47 69 35 37 39 41 43 66 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU nÚKfllMMráM ÍAMDf Hft VERDBREFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaöarbankahúsínu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16. SÍMASKRÁNA íMíöarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ® f * Hafið samband við sölumann. Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík Að drepa sjálfan sík er synd gegn lifsins herra. Að lifa sjálfan sík er sjöfalt verra. Svo kvað Hannes Hafstein. Um þann voðaverknað, að drepa sjálfan sig, hafa menn margvíslegt orðalag, gróft og mildað, óhátíðlegt eða við- hafnarmikið, einfalt eða margbrotið. Um jafnvið- kvæm efni og sjálfsmorð, kynlíf og annað þvílíkt búa menn til ýmiss konar veigr- unarorð, samsvarandi því sem útlendingar kalla euph- emisma. Þar sem ég ólst upp, hygg ég að algengast hafi verið að nota orðalagið að fyrirfara sér. Það er einfalt og ekki gróft né kaldranalegt. Þetta kemur í hugann vegna bréfs frá orðsnjöllum manni sem ætlast ekki til að nafn sitt verði birt. Hann segir svo m.a.: „Ósköp er leiðinlegt að sjá blessaða blaðamennina bögglast við að þýða enska orðatiltækið to comit suicide eða það danska at begá selvmord. Flestir þeirra ráða hreint ekki við það. Oftast nota þeir orðalagið að fremja sjálfs- morð, en þegar þeir ætla að vanda sig skrifa þeir: svipti sig lífi. Er það orðrétt þýðing úr dönsku og ekki íslensk málvenja. Nýlega mátti lesa enn eitt afbrigði þessara vandræðalegu þýðinga: stytti sér líf. Nú vill svo til að þetta má orða margvíslega samkvæmt íslenskri málvenju: að fyrir- fara sér, að farga sér, að granda sér, að gera út af við sig (jafnvel kála sér í óhátíð- legu máli). Einnig má segja, þegar meira er haft við, að maður ráði sér bana. Þá er og til að segja að maður hafi stytt sér aldur.“ Til viðbótar formálsorðum mínum hef ég þetta að segja í bili: Orðasambandið að fremja sjálfsmorð meiðir ekki málkennd mína, enda þótt ég sé öðru vanari úr foreldrahúsum. Orðin að fremja og sjálfsmorð þykja mér góð og gild hvort í sínu lagi. Sjálfsmorð er að vísu ekki gamalt í málinu, ég finn það ekki í eldri orðabók en Blöndal, en sögnin að fremja er ævaforn í breytilegri merkingu. Þegar ég lærði boðorðin, var eitt þeirra svo: Þú skalt ekki morð fremja, og því þykir mér, sem fyrr segir, verjandi að taka svo til orða, að maður fremji sjálfsmorð. Sögnin að fremja er og hefur verið notuð um að koma einhverju til leiðar, bæði góðu og illu. Menn hafa framið löst, seið og ofdrykkju, einnig tíðagerð, tíund, vígslu og jafnvel sund. I Rígsþulu segir um athafnir sem samboðnar þóttu höfð- ingja: Upp óx þar Jarl á fletjum, lind nam að skelfa, leggja strengi, álm að beygja, örvar skefta, flein að fleygja, frökkur dýja, hestum ríða, hundum verpa, sverðum bregða, sund að fremja. Um athöfnina að drepa sjálfan sig verða menn að hafa vald á fjölbreyttu og blæbrigðaríku máli, ef vel á að fara, og hafa til að bera þá smekkvísi sem segir mönnum hvað best á við Tiverju sinni. Einhæft og staðlað málfar á auðvitað ekki við hér fremur en endranær. Datt mér ekki hankabygg í hug? segjum við stundum hróðug í sömu merkingu og: Átti ég ekki á von? Af þessu orðalagi eru einnig tilbrigð- in: Átti ég ekki og vissi ég ekki bankabygg? Eg hef sannreynt að bankabygg er góður matur, en af hverju heitir það svo? Ekki kemur það úr bankanum, enda vís- ast eldra en hann. Þeir menn eru til, sem fært hafa rök að því, að náfnið á þessu korni sé dregið af sérnafni. Sir Joseph Banks (1743—1820) lét sig Island og Islendinga miklu skipta. Menn segja að hann hafi staðið að því að senda íslendingum þetta góða korn og telja síðan að það hafi verið látið heita í höfuðið á honum, sbr. orð eins og Grettistak og Þórðar- verk. En þessi skemmtilega tilgáta fær dræmar undir- tektir. Gunnlaugur Ingólfsson hjá Orðabók Háskólans telur, eins og Halldór Halldórsson í stafsetningarorðabók sinni, að bankabygg sé tökuorð úr dönsku: bankebyg. Það er gamalt í dönsku, snöggtum eldra en Sir Joseph, og var áður bankcd Byg. Fyrsta bókfesta dæmið, sem Órða- bók Háskólans hefur um bankabygg, er í bæklingi frá 1839. Þar er Jón Hjaltalín landlæknir að andmæla ein- hverju úr Fjölni sem hafist hafði þá fyrir fjórum árum. Niðurstaðan er sem sagt sú, að bankabygg sé tökuorð úr dönsku og þarna liggi sögnin banke (= berja) til grundvallar. I Orðabók Menningarsjóðs segir aðeins að bankabygg sé gróft bygg. Fyrr í þessum þáttum hef ég fjallað um orðið vertíð sem mér þykir mjög ofnotað, einkum í sambandi við íþróttir. Ég tíndi þá til ýms- ar samsetningar af orðinu ver = veiðistöð, en mér hafði alveg sést eða heyrst yfir eina, þangað til ég hlustaði á fréttir útvarpsins að kvöldi 13. þ.m. Þá var forstöðumað- ur sjómannaheimilis ekki spurður um vermenn, heldur vertíðarmenn, og ég get ekki annað en tekið ofan fyrir vertíðinni, einmitt núna þeg- ar „stúdentavertíðin" stend- ur sem hæst. Marantz means more Stillir = Tuner 91 49V 0.9 Micro V. FM næmni. 4 stiga FM stilliþéttir. Nákvæmt stöövaval með töluálestri og servo-læsingu. Ljósamælar fyrir móttöku- styrk og stillingu. Stýristíöni- kerfi. FM hljóölaus Stereo/ Mono-stilling. 3ja ára ábyrgð. Verð 3.371.- Greiöslu- kjör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.