Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 texti: Jóhanna Kristjónsdóttir „Það er ógerningur og raunar ekki rétt að ræða um, hver sé helzti munur á stjórn Sa Carn- eiro heitins og Pinto Balsemao, núverandi forsætisráðherra. Hafa verður í huga hinar ólíku aðstæður sem hvor um sig býr við. Sa Carneiro var óvenju- legur maður um margt, ósveigj- anlegur í ýmsu, en gæddur sérstaklega miklum persónu- töfrum. Hann og ríkisstjórn hans unnu mikið þrekvirki þá tíu mánuði, sem hann sat við stjórnvölinn, svo að Balsemao sezt í annað og betra bú. En þótt persónutöfrar Sa Carneiro væru óumdeilanlegir varð þetta honum erfiður tími, hann varð að heyja kosningabaráttu fyrir sig, aðra kosningabaráttu gegn mér og aukin heldur sinna stjórnun landsins .. Þessi mynd er á margan hátt óvenjuleg: fáar myndir eru til af Eanes þar sem hann er hlæjandi. Armando ljósmynd- ari AP sagði þetta í fyrsta skipti sem honum tækizt að mynda Eanes svona glaðlegan. Pinto Balsemao. Balsemao liggur undir nokkurri gagnrýni í Portúgal fyrir of mikinn sveigjanleika og hann sé ekki nægjanlega sterkur pólitíkus. Verður reyndar að því vikið síðar í viðtali við forsætisráðherrann. — Samvinna mín og Pinto Balsemao hefur einkennzt af gagnkvæmum heið- arleika og hreinskilni. Hann er töluvert öðruvísi maður — ég má segja diplómat- ískari og stjórn hans dregur dám af því. Rikisstjórnin hefur sínar starfsreglur og ég mínar og í starfi mínu á ég að styðja stjórnina. Því gæti ég aldrei unnið gegn löglega kjörinni ríkisstjórn landsins og hún verður einnig að virða löglega kjörinn forseta. Balsemao hefur nú fjögur ár upp á að hlaupa, Sa Carneiro voru ekki gefnir nema nokkrir mánuðir. Balsemao hefur við ýmsan innanflokks- vanda að glíma: AD vann eina baráttu og tapaði annarri, eins og þér vitið. Það er ekkert bogið við þótt einhvers staðar séu sárindi. Balsemao er líka forsætisráð- herra á betri tíma: þjóðarframleiðslan hefur aukizt, viðskiptahallinn sem var 34 „Það hvarflaði aldrei að mér, að ég tapaði í forsetakosningunum ...“ Það var klukkan tíu um kvöldið, að blaðafulltrúi Eanesar forseta, Joaquim Letria kom með bílstjóra sinn á Hótel Altis að sækja mig og Armando, ljós- myndara frá AP. Þeir höfðu ætlað að koma klukkan hálf tíu, en tíminn leið og það bólaði ekki á þeim. Hótel Altis er við götu samsíða aðalgötu Lissabon, Av. de Liberdade, en þar er ekki tiltakanlega mikil umferð hvunndags. En þarna var allt í einu orðið morandi í bílum, sem rétt mjökuðust áfram. Armando ljós- myndari gaf mér skýringu: hann sagði að það væri hátíðisdagur St. Antoníusar og fólk dansaði á götum og skemmti sér hvarvetna. Av. de Liberdade hefði verið lokað og því væri ómögulegt að vita hvenær okkar bíll kæmi. En síðan birtist Letria og mér skildist, að ég ætti hálftíma viðtal við forsetann, við færum ekki á skristofu hans, því orðið væri svo áliðið, hann tæki á móti mér heima og vonandi væri hann búinn að borða, því að annir hans væru miklar og hann hefði orðið seinn fyrir. Við ókum síðan til Belemhallar og bílstjórinn var hreinasti snillingur í að finna þá leið sem fáförnust væri á þessu glaða kvöldi. Við hliðið að hallarportinu gengu tveir verðir úr skugga um, að við værum meinlaust fólk og ekki komin þarna í þeim tilgangi að skjóta Eanes. Það gekk fljótt fyrir sig að sannfæra þá. Síðan var vopnaður lögreglumaður*við innganginn í höllina og sýndi ekki lit á að meina okkur að stíga inn. Okkur var vísað inn í mikil salarkynni, þar var hátt til lofts og vítt til veggja, og þar voru málverk af öllum forsetum Portúgals, þar trónaði Spínóla með einglyrnið sitt, fyrsti forseti eftir bylt- inguna 1974. Þarna var einnig mynd af Costa Gomes, umdeildum hæglæt- ismanni, sem þótti láta það óátalið að kommúnistar kæmust til óeðlilegra áhrifa. Myndin af Eanes hefur ekki verið máluð enn. Síðan kom virðulegur þjónn og til- kynnti okkur að nú mættum við ganga upp stigana í setustofuna og tylla okkur, forsetinn væri rétt að klára að borða. Okkur voru bornar veitingar, karlmenn- irnir drukku viskí, ég bað ekki um sætt púrt til að vera kvenleg, heldur af því að mér þykir viskí vont. Og án þess að nokkrir kallarar blésu í lúðra eins og í ævintýrunum skáskaut Antonio Ramahlo Eanes sér inn og eftir eilítið formlega kynningu, sem Letria annaðist settist forseti í sófann og gaf okkur bendingu: við máttum sem sé setjast líka. Eanes talaði aðeins portú- gölsku, svo að Letria túlkaði. Eanes bar engin þreytumerki utan á sér þrátt fyrir langan vinnudag, hann er maður hærri og grennri en ég hafði ímyndað mér, og hann byrjaði með nokkrum velvöldum kurteisisorðum að segja mér, að honum væri sönn ánægja að taka á móti mér, hvort tveggja væri að hann bæri hina mestu virðingu fyrir íslandi, hann væri afar hrifinn af Kristen Thorberg Sa Machado, íslenzkri konu búsettri í Portú- gal, sem hann hefði hitt nokkrum sinnum ásamt Victor manni hennar, sem er einn af forstjórum Gulbenkian og fyrrv. utanríkisráðherra. Auk þess hefði starfs- mannastjóri sinn og fyrrverandi sendi- herra í Noregi og á Islandi, dr. Fernando Reino sótt það mjög fast að hann veitti þetta viðtal. Það er altalað að Eanes sé maður einkar alvörugefinn, feiminn og hlé- drægur. En nú brá hann síðan á glens, minntist á að St. Antoníusardagur hefði löngum orðið tilefni þess að menn stofnuðu til kynna við konur með tilheyrandi afleiðingum og það væri út af fyrir sig afleitt að ég skyldi þurfa að vera að vinna á slíkum degi. Mér þótti ekki annað sæma en segja forsetanum að þetta væri nú fimmta eða sjötta för mín til Portúgals og enn hefði St. Antoníus ekki litið til mín í verulegri náð. Þá skellihló Eanes og Armando smellti af honum þessari mynd sem með greininni fylgir. Eg spurði hann um hlutverk forseta Portúgals. — Eg vil auðvitað líta svo á, að hlutverk forseta 'Portúgals sé að vera sameiningartákn, en framhjá því verður ekki vikizt, að litið hefur verið með nokkrum pólitískum svip á þetta emb- ætti, enda eiga Portúgalir ekki langa lýðræðishefð að baki enn. Og ég vil ítreka — og þar með er ég ekki að gagnrýna landa mína — að mér finnst oft sem skorti lýðræðiskennd, þegar ýmis mál koma upp. Það er ekki neitt óeðlilegt. En ég hef viljað líta á mig sem forseta allrar portúgöisku þjóðarinnar og þess vegna afþakkaði ég stuðning pólitískra flokka fyrir síðustu kosningar, þótt sumum fyndist það tvíbent ráðstöf- un. Ég fann að þjóðin studdi mig, hvað sem flokksforingjar sögðu. Hvort ég hafi einhvern tíma í kosn- ingabaráttunni haldið, að ég myndi bíða lægri hlut? Hann hristi höfuðið og brosti hæ- versklega: — Ég skal vera hreinskilinn, það hvarflaði aldrei að mér. Ég tel mig hafa haft gott samband vlð almenning í þessu landi og fann traustið hvarvetna frá þorra manna. En svo að við tölum nú ögn meira um hlutverk Portúgalsforseta vil ég gjarnan ítreka, að forseti skal vissulega vera sameiningartákn og standa vörð um lýðræði. En í svo ungu lýðræðisríki verður forseti að hafa afskipti af fleiru. Hann verður að vera félagslega meðvit- aður og réttlætiskennd verður að ráða. Ég vil, að forsetinn hafi vald til að vera þessum hugsjónum trúr. Það hefur þjóðin einnig viljað og samkvæmt heill hennar, tek ég afstöðu og ekki öðru. — Hvernig myndi forsetinn skýra ástæðurnar fyrir því að PSD og CDS ásökuðu hann um að hafa á fyrra kjörtímabili færzt til vinstri og jafnvel orðið hallur undir kommúnista? — Það væri kannski rétt að fá miðil, til að útskýra það, sagði Eanes þurrlega, en hefur sennilega ekki fundizt þetta viðkunnanleg yfirlýsing, því hann flýtti sér að bæta við, að að vísu væri nær að fá Freitos do Amaral til að skýra það. Altént hefði hann enga skýringu á því. — Allir sem hafa fylgzt með ferli mínum vita að þetta á sér enga stoð. Þessi málflutningur fékk heldur ekki hljóm- grunn meðal fólksins, úrslitin í kosning- unum sýndu það. Það er svo annað mál, að ég viðurkenni fúslega, að ég myndi ekki taka kommúnista og loka þá inni í gettói, í lýðræðisríki á að vera rými fyrir mismunandi skoðanir. Ég hef sagt, að það var enginn hægðarleikur fyrir Sa Carneiro að taka við og lyfta því grettistaki sem hann gerði. Og það er ekkert óeðlilegt þótt menn deili, það er heldur ekkert óeðiilegt þótt mönnum falli misjafnlega að starfa saman ... það þarf alls ekki að vera neitt bogið við það og það getur ríkt gagnkvæm virðing og kurteisi milli viðkomandi, þótt náin samvinna væri óhugsandi. Sa Carneiro var ekki allra, heilindi hans sem lýðræð- issinna verða ekki dregin í efa. Ég vil að öðru leyti helzt ekki ræða ágreining okkar nú að honum látnum. — En þeir sem hófu þann áróður, að ég hafi hneigzt til vinstri voru öfgasinnar til hægri og virðast ekki skilja, að menn eiga að búa saman og það á ekki að gera kommúnista að einhverjum annars flokks borgurum. Það er til þess fallið að ala á sundrungu og það er ógnun við lýðræði að halda fram slíkum málflutn- ingi. Við vorum að missa lýðræðið úr höndum okkar í nóvember 1975 þegar framgangur kommúnista var stöðvaður og ég hef ekki trú á því að þeir verði í bráð eða lengd neitt ógnunarafl í Portú- gal. Ég vil gæta þess að vera hlutlaus og fá að taka afstöðu í samráði við mína eigin samvizku og læt þá enga sérhags- muni flokka stjórna gerðum mínum. Ég spurði hann um samvinnu hans og milljónir dollara fyrir rúmu ári er nú kominn í eina milljón plús. Við þessar aðstæður er sjálfgert að starfið verður öðruvísi. — Hver er persónan að baki þessa alvörugefna manns, Eanesar forseta? — Það er nú dálítið erfitt fyrir mig að svara því, sagði hann og brosti út í annað munnvikið. Ég hlæ ekki bara til þess að hlæja, en ég nýt lífsins prýðilega. Ég hef gaman af að skrifa og yfirleitt finnst mér það heillandi viðfangsefni að fara með orð. Ég les mikið, þó minna nú en ég vildi, en einkum hef ég lagt mig eftir að fylgjast með portúgölskum nútímabók- menntum. Og með alþjóðamálum fylgist ég bæði af áhuga og skyldu. Nú birtist Manuela, eiginkona forset- ans, til að heilsa upp á okkur, hún er brosmild og grænklædd og maðurinn hennar verður hlýr í augunum þegar hann horfir á hana. Manuela er ættuð frá Almeda, handan Lissabonbrúar og þau hjón eiga tvö börn, 6 og 9 ára. Eftir stutt og kurteisleg orðaskipti bað Manu- ela mig að hafa sig afsakaða, hún þyrfti að koma börnunum í rúmið. — Hvort hann viti eitthvað um ísland fyrir utan að þar séum við baki brotnu að verka saltfisk handa Portúgölum? — ísland er ekki mikið þekkt í Portú- gal að þessu frátöldu, sagði hann. — Við þyrftum að stórefla samskipti okkar, ekki sízt á sviði menningar. En þótt ég viti ekki nándar nærri eins mikið um ísland verð ég að segja að persónu- lega dái ég þetta land sem hefur á svo óbifandi hátt sýnt sjálfstæði og skapað menningu sem við öll getum dregið lærdóm af. Mér er kunnugt um sterka lýðræðishefð landsins, um hernaðarlegt mikilvægi landsins þarf ekki að fjölyrða. En ég vona sannarlega að við getum aukið kynni milli landanna. Ég spurði Eanes um afstöðu hans til Atlantshafsbandalagsins. — Ég tel nauðsynlegt að Portúgalir séu í NATO, sagði hann. — NATO er nauðsynleg mótvægi við Varsjárbanda- lagið. Því vil ég að við leggjum fram þann skerf sem við getum til að efla starf þess. Hinu er ekki að leyna, að enda þótt það hljómi kannski barnalega vildi ég helzt, að þjóðir heims gætu leyst sín mál með samningum en ekki valdbeitingu. Klukkan var orðin meira en miðnætti, þegar skrafi okkar lauk. Forsetinn fylgdi okkur fram á stigapall til að kveðja. Það barst í tal, að níu ára gömul dóttir mín væri heima á hóteli og líklega orðin úrvinda af syfju. — Kyssið hana á vangann frá mér, sagði forsetinn. Þegar ég kom heim á hótel sat Kolbrá sljó og syfjuð við sjónvarpið. Ég kyssti hana á kinnina. — Koss frá Portúgals- forseta, sagði ég. Hún lét sér fátt um finnast, og geispaði ógurlega. í kvöldheimsókn hjá Eanes forseta Portúgals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.