Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JUNI1981 Smábátabryggjan á Nes- kaupstað liggur rétt utan við bæinn. I»ar var ekki margt um manninn er blaðamaður og Ijósmyndari áttu leið um fyrir stuftu. enda kalt í veðri. Á hryggjunni hittum við þó fyrir Jón Einarsson, en hann var að huga að trillunni sinni. sem er 5 tonn og her nafnið Ilrönn NK 11. Sagðist Jón vera nýbúinn að kaupa hana. en hefði þó ekkert getað róið cnnþá. þar sem hún væri búin að vera i ólagi. „Trillan leggst ekki vel í mig i og ég finn á mér að ég á ekki eftir að fiska vel á henni. Ætli | það sé ekki best að ég selji hana > fljótlega aftur," sagði Jón og bætti því við að hann dreymdi i oft fyrir góðri veiði. Á síldarár- unum dreymdi hann til dæmis oft þannig að hann tók sig út úr öðrum og héldu þeir þá að hann væri eitthvað undarlegur. „Ég man til dæmis eftir einu tilfelli er ég hafði lagt upp við 1 Grímsey. Leyfði ég tveimur stelpum, sem voru kokkar hjá mér, að fara í land, þar sem halda átti ball um kvöldið. Ixjfuðu þær að vera komnar aftur um tvöleytið um nóttina, en þegar þær voru ekki komnar til baka klukkan þrjú, lét ég sækja þær, því út þurfti ég að komast. Þegar við vorum komn- ir út á miðin, virtist vera nóg af síld og bátarnir voru sem óðast að hífa. Ég ákvað að leggja ekki þarna og sigldi áfram, en menn botnuðu ekkert í því hvers vegna ég færi ekki að kasta. Keyrðum við í austur og ákvað ég þá að leggja mig. Ég var ekki búinn að sofa í meira en 10 mínútur er mig dreymdi að ég var kominn á Vopnafjörð og sá þar fyrir mér bát fullan af sjó og með rifin net. Við héldum siglingunni áfram og er við vorum komnir að Langanesi var komin bölvuð bræla og leist mér satt að segja ekkert á blikuna, en hélt samt áfram. Þegar við náðum Vopna- firði var komið Iogn og ákvað ég nú að kasta. Fyllti ég bátinn í einu kasti og var það 1000 mála kast, en það var með stærstu köstum sem náðust í þá daga, því næturnar voru svo lélegar. Ég get ekki sett þessa heppni í samband við neitt annað en drauminn og miðað við þá reynslu sem ég hef af draumum hlýt ég að trúa á þá. Hins vegar veit ég ekki hvernig þeir verða til og eflaust er sá maður ekki fæddur á íslandi, sem getur útskýrt það.“ Jón sagðist hafa stundað sjó- mennsku af og til frá því hann var 17 ára, en einnig hefði hann I unnið í síldarbræðslu. „Ég hef alltaf verið viðriðinn sjóinn og var lengi skipstjóri á síldarbátum. Á síldarárunum leigði ég til dæmis færeysk skip hingað til lands og gerði út. Vissulega er margt öðruvísi í útgerðinni en var þegar ég byrjaði. Þá var til dæmis tíska að trassa bátana og það voru ekki einu sinni björgunarbelti í þeim. Ég er viss um að ég myndi drukkna ef ég færi í sjóinn, því ég er búinn að týna sundvott- orðinu mínu. Reyndar var það nú falsað á sínum tíma,“ sagði Jón og hló við. „Nei, ég hef aldrei verið hræddur á sjó, en ég var hins vegar ofsalega sjóveikur í eina tíð. Fyrstu vertíðina mína kom ég ekki niður matarbita. Eigin- Jón Einarsson á Neskaupstað tekinn tali „Myndi drukkna ef ég færi í sjóinn“ lega hafði ég ráðið mig sem beitingamann í landi, en skip- stjórinn rak tvo menn rétt áður en vertíðin byrjaði og ég var þá drifinn um borð. Olíufýlan í lúkarnum var alveg að drepa mig og ég myndi ábyggilega æla ef ég kæmi ofan í slíkan dall í dag. Ég var orðinn svo illa haldinn að ég var farinn að æla galli, en karlinn sparkaði mér áfram. Þetta var ekkert sæld- arlíf, en sjóveikin hefur þó elst af mér. Ég skil ekki sjóveika menn sem geta róið árum sam- an. Ég er reyndar ekki frá því að karlmenn hafi verið hraustari í þá daga en nú tíðkast, því ekki lifðu nema þeir hraustustu. Nú sjá læknarnir til þess að lífinu er haldið í öllum. Það er kannski allt í lagi svo langt sem það nær.“ Aðspurður taldi Jón að nauð- synlegt væri að takmarka fisk- veiðarnar, því búið væri að ganga svo nálægt þeim fiski- stofnum sem væru við landið. „Annars hef ég oft verið tekinn í landhelgi og það sagði við mig varðskipsstjóri um dag- inn að ég yrði að fara að byrja að róa aftur svo þeir hefðu eitthvað að gera. Þetta var nú það sem tíðkaðist í þá daga, því þegar veðrið var vont var bara keyrt upp að landi og togað þar. Þó að menn væru teknir var ekki gengið sérlega hart eftir sektum, málið var aðeins þvælt í ráðuneytinu og síðan ekki söguna meir. Ég borgaði til dæmis aldrei neina sekt, en fór þó einu sinni í ráðuneytið til að kanna málið. Ég átti að borga 150 þúsund krónur, sem var mikið í þá daga, en var búinn að prútta upphæðinni niður í 5 þúsund krónur. Þegar ég að lokum sagðist ekki eiga neina peninga, en eftir mér biði áhöfn og bátur, sögðu þeir mér bara að hypja mig, en sektin var aldrei borguð. Ég leyni því þó ekki að ég hafði alltaf gaman af því, þegar varðskipin voru að reka bátana út. Þeir voru eins og mý á mykjuskán og svartreyktu á undan varðskipunum. Oft var það líka svo að skipstjórarnir notuðu dulmál sín á milli til að láta vita ef þeir hefðu séð til flugvéla eða varðskips," sagði Jón og var augljóslega skemmt við að rifja upp gamlar minn- ingar. „I dag er þessu hins vegar öðru vísi farið. Nú eru bæði veiðarfæri og bátar betri, þann- ig að hægt er að vera mun lengra úti við veiðar þótt veðrið sé vont. Nútíminn gerir líka miklu meira mál úr öllum hlutum." A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.