Morgunblaðið - 21.06.1981, Page 22

Morgunblaðið - 21.06.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 Fjármál fjölskyldunnar Umsjón: Gunnar Helgi Hálfdanarson neyslu og fjárfestingar, í þeim mæli sem þeir koma fyrir í raunveruleikanum. Þannig sam- sett vísitala ætti að fara nærri um þróun heildarverðlags verðmæta- ráðstöfunar í þjóðarbúinu, eða þjóðarútgjalda. Fyrir þessu er séð í lánskjaravísitölunni með því að vega framfærsluvísitölu að % hlutum á móti byggingarkostnaði, að 'A hluta. Byggingar eru aðeins hluti fjárfestingarinnar svo að byggingarkostnaður hefur í reynd ekki svo mikið vægi. Hve tíðar eru verðmælingar? Hvor vísitalnanna, framfærslu- og byggingarkostnaðar, er reiknuð fjórum sinnum á ári. Við fremur hæga verðbólgu, t.d. um 10% á ári, má þetta teljast nægilegt til notkunar við uppgjör fjárkrafna. Við 30—50% verðbólgu eða þaðan af meiri, getur hins vegar stafað af þessu veruleg röskun, svo að brýn nauðsyn er á mánaðarlegum viðmiðunum. Úr því má bæta með því að tengja vísitölurnar saman, Mestu varðar þó, að með því að byggja vísitöluna á mánaðar- legum gildum er ekki gefið færi á að verulegt frávik frá verðlags- þróun safnist fyrir og skekki uppgjörin. Er ein vísitala „hagstæðari“ en önnur? Nokkuð ber á þeirri skoðun manna, að byggingarvísitalan reynist eigendum fjárkrafna hag- stæðari en framfærsluvísitalan eða blanda beggja, lánskjaravísi- talan. Reynslan staðfestir þó enga Vegna þrálátrar verðbólgu hér á landi frá stríðslokum og lágraun- vaxtastefnu stjórnvalda á sama tímabili, er ljóst að erfitt hefur verið að tryggja raungildi fjár- krafna, en með fjárkröfum er hér átt við peninga, bankainnistæður og verðbréf, s.s. veðskuldabréf. Af þessum sökum hefur vaxið sífellt sú tilhneiging að tengja greiðslur við verðlagsþróun og hafa í því sambandi verið notaðir ýmsir mælikvarðar til að meta hækkun verðlags á milli ákveðinna tíma- punkta. Þessi tenging greiðslna vegna fjárkrafna við vísitölu er nefnd verðtrygging. Með verð- tryggingu er með öðrum orðum átt við að sérstakt ákvæði sé tekið upp í samning þar sem kveðið er á um breytingar á samningsbundn- um peningagreiðslum til samræm- is við almennar verðlagsbreyt- ingar. Markmið verðtryggingar er að skapa svipaðar aðstæður og eru við stöðugt verðlag. Sem dæmi um notkun verð- tryggingar má nefna, að frá upp- hafi útgáfu spariskírteina ríkis- sjóðs árið 1964 hafa þau, ásamt vöxtum af þeim, verið verðtryggð með vísitölu byggingarkostnaðar. Tilraunir hafa verið gerðar með beitingu annarra verðlagsmæli- kvarða á öðrum sviðum, og þá einkum vísitölu framfærslukostn- aðar eða kaupgjalds, sem í miklum mæli fylgir hinni fyrrgreindu. Atti það einkum við um húsnæð- islán og ákvörðun verðbótaþáttar almennra vaxta. Til þess að koma á samræmi og öryggi á lánamark- aðnum í heild var á árinu 1979 hafinn útreikningur og birting mánaðarlegar lánskjaravisitölu. Er því útgáfa spariskírteina ríkis- sjóðs nú tengd svonefndri láns- kjaravísitölu. Jafnframt hefur Seðlabanki Islands heimilað teng- ingu höfuðstóls skuldabréfa með fasteignaveði, handveði, sjálf- skuldarábyrgð eða annarri ör- uggri tryggingu við þessa vísitölu, sem Seðlabankinn reiknar út og auglýsir mánaðarlega. Skuldabréf þessi skulu skráð á nafn og skal lánstími vera eigi skemmri en 2‘/í ár. Vextir eru eftirá-greiddir og breytilegir samkvæmt ákvörðun Seðlabankans, og mega því vera nú hæstir 2V4% á ári skv. vaxtatiikynningu Seðlabanka ís- lands dags. 29. maí 1981. Þar sem talsvert vantar á að þessi mál hafi verið kynnt al- menningi sem skyldi, er áberandi að misskilningur og vanþekking er of útbreidd meðal þeirra, sem í viðskiptum eiga. Er hér reynt að varpa Ijósi á þau helstu óvissuat- riði sem á góma ber í umræðu um þessi mál. I fyrri hluta greinar- innar er stuðst að verulegu leyti við gögn frá Seðlabanka íslands og í þeim síðari við gögn frá Fjárfestingarfélagi Islands hf. meginkosturinn við lánskjaravísi- töluna. Helsta ástæðan til vantrúar á vísitölu framfærslukostnaðar er þó íhlutun stjórnvalda með niður- greiðslum o.þ.h., en þessi íhlutun hefur oft nokkru meiri áhrif á vísitöluna en verðlagið. Þessi áhrif eru þó tímabilsbundin og jafnast yfirleitt út þegar yfir lengri tíma er litið. Talsverður áhugi virðist vera fyrir því að festa þetta hlutfall, svo að sem minnstum sveiflum valdi. Til glöggvunar skal hér sýndur samanburður árlegrar meðal- hækkunar lánskjaravísitölunnar, svo sem hún hefði reiknast síðustu 5, 10, 12 og 15 ár, við hækkun beggja vísitalnanna, sem hún tek- ur mið af, framfærslukostnaðar og byggingarkostnaðar yfir sömu tímabil. Eins og fram kemur af þessu, er ógerlegt að ráða í, hvor vísitalan muni hækka meira á komandi árum. ÁrloK moAalha-kkun i % MoAal FramlaTNlu-ByKKlnKar- Lánskjara- vÍNÍtala: koNtnaáar kimtnaáar visitolu Síðustu 5 ár 41,8 40,2 40,6 Síðustu 10 ár 33,1 35,1 33,2 Síðustu 12 ár 30,4 32,5 30,7 Síðustu 15 ár 26,0 27,6 26,1 Heimild: Hagtíðindi og Hagtölur mánaðarins. Hvað þýðir verðtrygaing lána fyrirþig? Hvað er lánskjaravísitala ojf hvað á hún að mæla? Verðtrygging fjárkrafna snýr annars vegar að verðlagi neyslu- vara og þjónustu, sem frestað er að njóta, meðan sparnaður varir, og hins vegar að verðlagi fasta- fjármuna, sem að öðrum kosti yrði fjárfest í. í lánskjaravísitölunni er tekið tillit til þessara þátta, svo sem gert er með lánskjaravísi- tölunni. Falla þá til átta nýjar mælingar á ári, en þá fjóra mánuði hvers árs, sem hvorug vísitalan er reiknuð, er miðað við áætlun Þjóðhagsstofnunar um gildi þeirra eftir næsta útreikn- ing. Með þessu móti er sjaldnast byggt á spá, og þá aðeins til svo skamms tíma, að hún sé sæmilega áreiðanleg. fasta reglu í þessu efni, heldur sýnir lítinn og gagnstæðan mun á mismunandi tímabilum. Stafar það m.a. af því, að einstakar vísitölur hafa tilhneigingu til rykkjóttra breytinga, þegar þætt- ir, sem mikið vægi hafa, taka miklum breytingum. Notkun tveggja eða fleiri vísitalna í sam- vigtun, stuðlar að jafnari og ör- uggari vísitöluferli, og er það einn Hækka kauptaxtar laun- þega til jafns við verðiagshækkanir? Framangreind spurning vaknar eðlilega við lántöku þegar rætt er um verðtryggingu fjárskuldinga (lána) a.m.k. hjá þeim sem verða í hlutverki greiðandans. Því er til að svara að íslenskt efnahagslíf einkennist af nokkuð reglubundn- um og stundum snörpum sveiflum, m.a. vegna þess að þjóðartekjur landsmanna eru í eðli sínu óstöð- ugar. Þetta hefur svo áhrif í sömu átt (oft ári síðar) á tekjur laun- þega og verðiag. Þegar þjóðartekj- ur vaxa leiðir það til hækkandi tekna launþega, sem vaxa þá umfram verðlagshækkanir. Hið gagnstæða gerist þegar þjóðar- tekjur minnka. Þannig má þegar til skamms tíma er litið ýmist sýna umtalsverðar kauphækkanir umfram verðlagshækkanir eða hið gagnstæða. Hvort tekjur launþega eða verðlag hækki meira að með- altali er því einungis hægt að svara með því að líta til lengri tíma og athuga hver meðalþróun- in hefur verið, og meta framtíðar- horfur í þessum efnum. Til glöggvunar skal hér sýndur samanburður árlegrar meðal- hækkunar lánskjaravísitölu við hækkun vísitölu kauptaxta laun- þega og vísitölu ráðstöfunartekna einstaklinga á mann: ÁrloK moAallia-kkuR I % MoAul Kuupturta LáttNkJara- KtMHt.tokna laankoKa vtxitala oitwtald. á mann Síðustu 5 ár 43,6 40,6 46,3 Síðustu 10 ár 35,7 33,2 40,2 Síðustu 12 ár 32,7 30,7 36,8 Heimild: Hagtölur mánaðarins og áætlun Þjóðhagsstofnunar um kauptaxta og ráðstöfunartekjur fyrir árið 1980. Eins og frem kemur í ofan- greindum samanburði hafa kaup- taxtar og ráðstöfunartekjur hækkað talsvert umfram verð- lagshækkanir eins og þær eru mældar samkvæmt lánskjaravísi- tölunni. Eins og áður sagði geta þó verðlagshækkanir verið meiri en kauphækkanir þegar litið er til skamms tíma. Þannig hefur t.d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.