Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 pltrgiwi Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Gleði Guðrúnar Undir lok maí hældist þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins Ólafur R. Grímsson um af því, hve umsvifamiklir stjórnarliðar hefðu verið í setningu laga á nýloknu Alþingi. Taldi hann síðasta þing hið athafna- mesta í tæp 140 ár og sagði: „Ríkisstjórnin hefur haft forystu um þessa veigamiklu lagasetningu og voru þeir málaflokkar, sem Alþýðu- bandalagið fer með í ríkis- stjórninni, veigamestir." Þessari yfirlýsingu hefur ekki verið andmælt af öðrum stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar. Forsætisráð- herra dr. Gunnar Thorodd- sen hefur með þögninni lagt blessun sína yfir þessa full- yrðingu eins og hann með þögninni lýsir blessun yfir skipun Inga R. Helgasonar gullkistuvarðar Alþýðu- bandalagsins í forstjórastarf hjá Brunabótafélagi íslands. Bregst forsætisráðherra óneitanlega á annan hátt við í því máli heldur en þegar hann á síðasta sumri dró taum kommúnista í átökum við Ólaf Jóhannesson utan- ríkisráðherra um embættis- færslu hans á Keflavíkur- flugvelli. Gleði kommúnista yfir áhrifum og völdum í ríkis- stjórninni setur ekki aðeins svip sinn á yfirlýsingar Ólafs R. Grímssonar. Nú hefur borgarfulltrúinn og alþingis- maðurinn Guðrún Helga- dóttir kvatt sér hljóðs í Þjóðviljanum og sagt: „Al- þýðubandalagið er einungis þriðjungsaðili að þessari rík- isstjórn og etur þar kappi við sterk íhaldssöm öfl. Með til- liti til þessara aðstæðna er núverandi ríkisstjórn alls ekki afleit. Hún hefur nú þegar komið fram ýmsum merkum málum. Ég hygg, að ekki sé á neinn hallað, þó ég segi, að þar hafi ráðherrar Alþýðubandalagsins verið fremstir í flokki ... Ég tel ennfremur, að á meðan ríkis- stjórnin er trú þeirri stefnu, sem þar var mörkuð (við gerð stjórnarsáttmálans, innsk.) sé ekki ástæða fyrir Alþýðu- bandalagið að endurskoða stjórnarþátttöku sína.“ Miðað við þá varnarstöðu, sem forsætisráðherra dr. Gunnar Thoroddsen hefur farið í síðustu vikur, þegar vakið hefur verið máls á óeðlilegum völdum kommún- ista í ríkisstjórn hans, geta kommúnistar varla gert hon- um meiri óleik en þann, sem felst í „unaðslegri" sjálfs- ánægju Ólafs R. Grímssonar og fölskvalausri gleði Guð- rúnar Helgadóttur. Eða er sjálfshrósið ef til vill haft í frammi að höfðu samráði við forsætisráðherra til að berja framsóknarmenn til hlýðni? Nú í vikunni sagði einn varaþingmanna framsóknar, í kjördæmi Steingríms Her- mannssonar flokksformanns, sig úr Framsóknarflokknum, þar sem hann taldi flokkinn alltof linan og ekki nægilega auðsveipan til vinstri. Réðist varaþingmaðurinn fyrrver- andi í því sambandi sérstak- lega á utanríkisráðherra Ólaf Jóhannesson eins og kommúnistar hafa gert. Það er greinilegt, að bæði innan Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar er háð valdabarátta, þar sem kommúnistar reyna leynt og ljóst að skara eld að eigin köku. Flokksformaðurinn Svavar Gestsson er orðinn jafn öruggur með sig og þau Guðrún Helgadóttir og Ólaf- ur R. Grímsson. Hann rýkur úr landi strax eftir að hann hefur ögrað samstarfs- mönnum sínum og þó sér- staklega Friðjóni Þórðarsyni dómsmálaráðherra og stjórnarmanni í Brunabóta- félaginu með því að skipa Inga R. Helgason. Valdhroki hans kemur þó skýrast fram í fjarveru, á meðan neyðar- ástand er að skapast á sjúkrahúsunum. Eða eins og Magnús Páll Albertsson læknir á slysadeild Borg- arspítalans sagði í Morgun- blaðinu á laugardaginn: „Skemmtilegra hefði til dæmis verið að æðsti yfir- maður þessara mála, Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefði ver- ið á landinu meðan verið er að semja." Varla er unnt að lýsa því í styttra máli, að kommúnistar gera allt það, sem þeim sýnist í þessari ríkisstjórn. s- Reikningar BUR Davíð Oddsson formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna vakti máls á því á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í vikunni, að reikningar Bæjarútgerðar Reykjavíkur fyrir árið 1980 væru ekki gerðir í samræmi við landslög. Endurskoðunar- deild Reykjavíkurborgar gerði þær athugasemdir við reikninga BÚR, að aðferðin, sem notuð væri við útreikn- ing verðbótafærslu, væri ekki í samræmi við lög um tekju- og eignaskatt. Sé þetta leið- rétt og reiknaðir vextir af skuld BÚR við Fram- kvæmdasjóð, sem ekki er gert í reikningunum, verður 1600—2000 millj. gkr. halli á fyrirtækinu á síðasta ári, en samkvæmt reikningunum, sem vinstrimeirihlutinn hef- ur státað sig af, er sagt, að fyrirtækið skili tæplega 137 millj. gkr. í hagnað. Eftir að Davíð Oddsson hafði vakið máls á þessum reikningskúnstum og gagn- rýnt þær, brá svo við, að sjálfur forseti borgarstjórn- ar Sigurjón Pétursson mælt- ist til þess að fá að flytja tillögu með Davíð Oddssyni, um að í öllum eintökum ársreikninga borgarsjóðs fyrir 1980 verði þessi mistök leiðrétt og sérreikningar BÚR endurprentaðir leið- réttir. Líklega er þess ekki að vænta, að talsmenn vinstri- meirihlutans eigi eftir að biðjast opinberlega afsökun- ar á sjálfshólinu vegna af- komu BÚR. Og þess er því miður ekki heldur að vænta, að vinstrimeirihlutinn sé jafn auðveldlega tilbúinn til að sjá að sér á öðrum sviðum, þar sem óhönduglega hefur verið að málum staðið. Tekur Hjörleif- ur sinna- skiptum? Ahrifamiklir aðilar í Alþýðu- bandalaginu eru að veikjast í andstöðu við stóriðju. Fremstur í flokki þeirra er Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, en honum fylgja ýmsir sérfræðingar og tæknimenn, sem eru að átta sig á því, að ómögulegt er að hagnýta auðlindir fallvatnanna án þess að byggja iðjuver, sem nota mikla raforku. Til marks um að Hjörleif- ur er að veikjast í andstöðu við stóriðju eru hugmyndir, sem nú er unnið að á hans vegum um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Þar er um tiltölulega lítið iðjuver að ræða en ráðherr- anum er áreiðanlega ljóst, að hin miklu virkjunaráform, sem nú er rætt um, til aldamóta eru óraun- hæf án verulegrar stóriðju; Þess vegna mun fleira fylgja á eftir kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. . Hjörleifur hefur ekki meiri- hlutafylgi í Alþýðubandalaginu fyrir stóriðju. I kjördæmi hans sjálfs, Austurlandskjördæmi, er hörð andstaða innan flokks hans gegn stóriðju, þótt allur almenn- ingur á Austurlandi sé bersýni- iega fylgjandi stóriðju í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. í þingflokki Alþýðubandalagsins er sterk and- staða við stóriðju og búast má við að hai'ka færist í leikinn, þegar flokksmenn Alþýðubandalagsins gera sér grein fyrir því, að iðnað- arráðherra er orðinn blendinn í trúnni. í Alþýðubandalaginu er djúpstæður ágreiningur um þessi mál og hann mun koma upp á yfirborðið í vaxandi mæli á næstu mánuðum. Járnblendiö og Magnús Kjartansson Þegar samningurinn var gerður um álverið snerist Alþýðubanda- lagið af mikilli hörku gegn þeim samningi. Ein helzta röksemd talsmanna þess á þeim tíma var sú, að álverið mundi gera ísland að láglaunasvæði. Hið svissneska stórfyrirtæki mundi beita miklum áhrifum sínum til þess að halda kaupgjaldi niðri í landinu. Eins og kunnugt er hefur reynslan orðið þveröfug. Álverið borgar svo há laun, að það hefur valdið íslenzk- um atvinnufyrirtækjum erfiðleik- um af þeim sökum, þar sem þau eiga erfitt með að keppa við álverið um góð launakjör. Þannig hefur farið um fleiri röksemdir kommúnista frá þeim tíma er álsamningurinn var gerður. Magnús Kjartansson varð iðn- aðarráðherra Alþýðubandalagsins 1971 og gegndi því starfi til 1974. Áður en hann varð ráðherra hafði hann rekið þann áróður í Þjóðvilj- anum og í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 1971, að við gætum virkjað orku fallvatnanna án þess að byggja stóriðjuver með því að nota raforkuna til húsahit- unar. Menn muna vafalaust þær miklu umræður, sem fóru fram á þessum árum um raforku til húsahitunar. Nú er hins vegar ekki lengur talað um húsahitun sem markað fyrir stórvirkjanir framtíðarinnar. Gunnar Thorodd- sen vakti athygli á því í 17. júníræðu sinni, að nú búa um 170 þúsund landsmanna við húsahita frá hitaveitum. Stórt stökk var tekið í hitaveituframkvæmdum utan Reykjavíkur í tíð ríkisstjórn- ar Geirs Hallgrímssonar 1974— 1978. Eftir að Magnús Kjartansson hafði setið nokkurn tíma í sæti iðnaðarráðherra gerði hann sér ljóst, að boðskapur hans um stór- virkjanir til þess að hita upp hús með raforku var dæmi, sem gekk ekki upp. Og svo fór, að þessi einarði talsmaður gegn stóriðju á tímum Viðreisnarstjórnarinnar tók upp viðræður vð bandarískt risafyrirtæki um byggingu járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga. Áður hafði hann notið gistivináttu Svissneska álfélags- ins og kunni bersýnilega vel við sig í félagsskap forráðamanna þessara miklu auðhringa. Bréf, sem birt voru opinberlega á árinu 1974, sýndu glögglega, að Magnús Kjartansson var reiðubú- inn að skrifa undir samning um byggingu járnblendiverksmiðju í Hvalfirði með aðild hins banda- ríska stórfyrirtækis. Ábyrgðin, sem ráðherradómurinn hafði lagt á herðar hans, hafði gert honum ljóst, að stórvirkjanir voru útilok- aðar án stóriðju. En það fór svo fyrir Magnúsi Kjartanssyni, að hann lenti í minnihluta í eigin flokki. Meiri- hluti Alþýðubandalagsins var ekki tilbúinn til þess að fallast á stóriðjustefnu hans og hann var knúinn til þess að taka upp andstöðu við þá hugmynd, sem hann sjálfur hafði gerzt talsmað- ur fyrir. Fremstir í flokki þeirra sem snerust gegn Magnúsi Kjart- anssyni á þessum tíma voru Lúð- vík Jósepsson og Jónas Árnason. Ef vinstri stjórnin hefði ekki fallið vorið 1974 er ómögulegt að segja til hvers konar átaka hefði komið milli Magnúsar Kjartanssonar og félaga hans í Alþýðubandalaginu. Nú stendur Hjörleifur Gutt- ormsson í svipuðum sporum. Hon- um er Ijóst þar sem hann situr í stól iðnaðarráðherra, að virkjana- áform landsmanna fram til alda- móta eru óhugsandi án stóriðju- vera. Hann er að byrja a& gerast talsmaður stóriðju og fer að með sama hætti og Magnús Kjartans- son, að hann gerist taismaður tiltölulega lítils stóriðjuvers í fyrstu, en hann veit að meira fylgir á eftir. Nú á eftir að koma í ljós, hvort Hjörleifi tekst að knýja fram stefnubreytingu hjá Alþýðu- bandalaginu, þannig að flokkurinn sem heild gefist upp á andstöðu við stóriðju og taki upp fylgi við þá stefnu í stóriðjumálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað og fylgt fram til sigurs, eða hvort Hjörleifs bíða sömu örlög og Magnúsar Kjartanssonar að verða knúinn af flokki sínum til þess að snúast gegn eigin hug- myndum um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði! Kísilmálmur á að friða Austfiröinga Á ráðstefnu, sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi efndi til á Hallormsstað um síðustu helgi, flutti Hjörleifur Guttorms- son ávarp, sem var athyglisvert fyrir það eitt, að hann gaf í skyn, að til greina gæti komið að byggja kjsilmálmverksmiðju á Reyðar- firði áður en Fljótsdalsvirkjun yrði byggð og mundi þessi nýja verksmiðja þá fá rafmagn með byggðalínu m.a. frá Kröflu. í þessari yfirlýsingu Hjörleifs felst tilraun til þess að friða Austfirð- inga vegna þess, að ráðherrann getur ekki staðið við þau fyrirheit, sem hann hefur gefið kjósendum sínum, að ráðizt verði í byggingu Fljótsdalsvirkjunar á næstunni. Ráðherrann og flokkur hans standa nú mjög höllum fæti á Austurlandi m.a. af þessum sök- um. I stórum dráttum er augljóst að eftirfarandi stefnumörkun er að verða til í orkumálum og stóriðju- málum: fyrst verður virkjað við Blöndu en til þess að sætta Austfirðinga við það verður byggð 30 þúsund tonna kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði, sem gæti hafið rekstur 1984 eða 1985. Þegar Blanda er komin vel á veg verður hafizt handa um Fljótsdalsvirkjun en forsenda hennar er álver við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.