Morgunblaðið - 11.08.1981, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
174. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nifteindasprengjan:
Framleidd vegna
yfirburða Rússa
Skipst á tillögum
í ef nahagsmálum
WashinKton. 1‘aris. lO.águst. AP.
TALSMENN Bandaríkjastjórnar
s(>nðu í daK. að sú ákvörðun
RraKans forseta að hefja fram-
leiðslu nifteindasprenKjunnar,
sem mælzt hefur misjafnleKa
fyrir um heim alian, væri nauð-
synleK veKna yfirburða Sovét-
manna á sviði vopnabúnaðar, en
hins veKar væri ekki hægt að
halda þvi fram með rökum. að
ákvörðunin hefði orðið til að
auka likur á kjarnorkustríði.
Larry Speakes, aðstoðarblaða-
fulltrúi Hvíta hússins, sagði, að
engar áætlanir væru uppi um að
koma upp birgðum af nifteinda-
sprengjum í Evrópu, þótt hún
væri fyrst og fremst hugsuð til
notkunar gegn skriðdrekum Sov-
étmanna þar. Hann vildi ekki
segja hversu langan tíma tæki að
koma sprengjunni til Evrópu ef
hennar yrði þörf þar, né hversu
mikið framleiðsla hennar kostaði,
hvort tveggja væri leyndarmál.
Caspar Weinberger varnar-
málaráðherra kom fram í útsend-
ingum þriggja sjónvarpsstöðva í
dag til að verja ákvörðun forset-
ans um að hefja framleiðslu
sprengjunnar. Hann sagði hama-
gang Sovétmanna af þessu tilefni
eins og við hefði verið að búast,
því nifteindasprengjan væri bezta
vörn sem kostur væri á gegn
skriðdrekum og þungavopnum
Sovétmanna.
Weinberger sagði Sovétmenn
hafa fjórum sinnum fleiri skrið-
dreka í Evrópu en Vesturveldin,
eða 45 þúsund á móti 11 þúsund,
og að nauðsynlegt væri að draga
úr þessu misvægi, sem Sovétmenn
hefðu stöðugt verið að auka, með
því að framleiða nifteindasprengj-
una.
Weinberger sagðist jafnframt
álíta, að tilkoma nifteindasprengj-
unnar beinlínis drægi úr líkunum
á kjarnorkustríði, þar sem erfið-
ara yrði fyrir óvininn að leggja út
í styrjöld eftir að hún væri komin
til sögunnar.
Charles Hernu, varnarmálaráð-
herra Frakklands, sagði í dag, að
Sovétmenn hefðu gert tilraunir til
að smíða nifteindasprengju.
Sjá nánar á bls.19.
Er Atlants-
hafsflug að
stöðvast?
Ottawa, Lisxabon. París. 10. áa. AP.
KANADÍSKA dómsmálaráðu-
neytið hóf i dag undirhúning að
málsokn á hendur flugumferðar-
stjórum, sem neitað hafa að
sinna flugvélum á leið til <>k frá
Bandarikjunum. Aðgerðir kana-
disku fluKumferðarstjóranna
hafa valdið truflunum á óllu
fluKÍ til <>k frá Bandarikjunum i
dag. þ.á m. Atlantshafsflugi. sem
fer að mestu leyti um kanadiskt
fluKstjórnarrými.
Sum flugfélög tilkynntu að flug
þeirra yfir Atlantshafið félli ekki
niður, þar sem flogið yrði sunnan
við kanadíska svæðið, en eftir að
portúgalskir flugumferðarstjórar
ákváðu í dag að hætta að sinna
flugvélum á leið til og frá Banda-
ríkjunum frá og með næstu helgi,
stefnir allt í að allt flug milli
Bandaríkjanna og Evrópu leggist
niður einhvern næstu daga, ef
deila bandarísku flugumferðar-
stjóranna leysist ekki von bráðar.
Franskir flugumferðarstjórar,
sem ákváðu fyrir helgina að
afgreiða ekki flugvélar á leið til
Bandaríkjanna, tóku þá ákvörðun
í dag, að láta af aðgerðum sínum,
eftir að hafa verið fullvissaðir um
að flugöryggi hefði ekki minnkað
í bandarísku loftrými, þrátt fyrir
verkfall flugumferðarstjóranna,
en í þeirra stað hafa flugumferð-
arstjórar úr heraflanum tekið við
flugumferðarstjórn.
Varsjá. lO.áKÚst. AP.
Efnahag.sráðgjafar pólsku
stjórnarinnar <>g fulltrúar Sam-
stöðu skiptust i dag á hugmyndum
um leiðir til að leysa efnahags-
vanda Póllands á fundi i Gdansk.
sem stofnað var til i þeim tilgangi
að reyna að sporna við frekari
mótmælum vegna matvælaskorts i
landinu. Leiðtogar Samstöðu hafa
verið sakaðir um áhugaleysi á
lausn efnahagsvandans i Póllandi.
<>g þvi hafa þeir nú lagt fram
tillögur til úrbóta. Miðstjórn
pólska kommúnistaflokksins hefur
verið boðuð saman til „kreppu“-
fundar á morgun, þriðjudag. þar
sem efnahagsvandi landsins, og
einkum hinn alvarlegi matvæla-
skortur, verður til umfjöllunar
Lech Walesa leiðtogi Samstöðu
varð um helgina fyrir harðri gagn-
rýni háttsettra ráðamanna, sem
sökuðu hann um múgæsingar og
ábyrgðarleysi í sambandi við mót-
mælaaðgerðir vegna matvælaskorts
að undanförnu. Svaraði Walesa
fyrir sig í dag og sagði viðkomandi
ráðamenn hafa meiri áhuga á að
þrefa um pólitík en því hvort
landsmenn hefðu nóg að bíta og
brenna.
Ástandið í Póllandi er að sögn
þrungið mikilli spennu, og vegna
„spennuástands" aflýsti Samstaða
um helgina fyrirhugaðri „hungur-
göngu“ kvenna. Walesa latti félaga í
Samstöðu til mótmæla meðan við-
ræður um úrlausnir í efnahagsmál-
um færu fram.
Viktor Kulikov yfirmaður herja
Varsjárbandalagsins átti viðræður
við ráðamenn í Varsjá um helgina, á
sama tíma og sovézki herinn er við
landgönguæfingar rétt við Pól-
landsstrendur, og í kjölfar um-
fangsmikilla mótmæla um allt Pól-
land er beinst hafa gegn stjórninni.
Málgagn pólska hersins sagði frá
því í dag, að pólskar, sovézkar og
tékkneskar hersveitir væru nú við
„stríðsleiki" í suðurhluta Póilands,
og austur-þýzka fréttastofan ADN
sagði, að pólskar og a-þýzkar her-
sveitir hefðu nýlega lokið sameigin-
legum æfingum.
Concorde
hætt komin
Ncw York, lO.áKúst. AP.
TVEIR hjólbarðar á brezkri
Concorde-þotu sprungu i þann
mund er flugstjórinn ætlaði að
hefja þotuna á loft frá Kennedy-
flugvelli í dag, og fór þá loft
sjálfkrafa úr öðrum hjólum þot-
unnar.
Fyrir snarræði flugmannanna,
sem drógu af hreyflum þotunnar og
stöðvuðu hana áður en flugbrautin
var á enda, sakaði engan farþega, en
þeir voru 96.
Brezka blaðið The Sun sagði að
hefði bilunin orðið fjórum sekúnd-
um seinna, hefði stórslys hlotist af,
því þá hefði flugbrautin ekki dugað
til að stöðva vélina.
Mál Raoul Wallenberg:
„100% viss um að Brezhnev
stjórnaði handtökunni44
— segir formaður Wallenberg-nefndarinnar í Svíþjóð
Frá (áuðfinnu kagnarsdóttur. fréttarit-
ara Mbl. i Stokkhólmi. 10. áffÚHt.
SÆNSKA rikisstjórnin hefur
beðið sænska sendiráðið i Tel
Aviv að hafa nú þegar samband
við Yaakov Menaker, fyrrverandi
liðsfuringja 1 sovézka hernum, til
þess að fá nánari fregnir af
vitnishurði hans um hvarf Raoul
Wallenbergs. Sænska kvöldblað-
ið Aftonbladet birti á laugardag
viðtal við Menaker, sem stað-
hæfði að Leonid Brezhnev, forseti
Sovétrikjanna, hefði verið yfir-
maður þeirrar hersveitar, sem
tók Wallenberg í Búdapest 1945.
Raoul Wallenberg hafði starfað á
vegum Rauða krossins við að
bjarga ungverskum gyðinKum
undan klóm nazista.
Wallenberg Brezhnev
„Það voru kunningjar mínir úr
18. herdeildinni, sem tóku Wallen-
berg til fanga undir stjórn Leonid
Brezhnevs. Síðan hefur allt verið
gert til að þagga niður í þeim, sem
tóku þátt í handtöku Wallenbergs
í Búdapest," sagði Menaker.
„Sá sem skýrði mér frá hand-
tökunni var vinur minn, Peantelej
Kolotilo, en hann tók sjálfur þátt í
að skipuleggja handtökuna," sagði
Menaker ennfremur.
„Við munum gera allt til að
komast að því, hvort Leonid
Brezhnev hefur verið viðriðinn
handtökuna," sagði Leif Lande,
ritari ríkisstjórnarinnar. „Því vilj-
um við hitta Menaker að máli,
heyra frásögn hans og bera hana
saman við vitneskju um afdrif
Raoul Wallenbergs eftir handtök-
una í Búdapest,” bætti Linde við.
„Við höfðum af því spurnir
siðastliðið haust, að Leonid Brezh-
nev hefði gefið skipunina um
handtöku Wallenbergs," sagði
formaður Wallenberg-nefndarinn-
ar, Ingrid Gjerde Widemar,
hæstaréttarlögmaður. „Við vildum
ekki skýra frá þátttöku Brezhnevs
til að torvelda ekki rannsókn
málsins. Við höfum frétt þetta frá
mörgum aðilum, meðal annars í
Sovétríkjunum. Ég er 100% viss
um, að Brezhnev stjórnaði hand-
tökunni," bætti Ingrid Gjerde
Widemar við.
„Leonid Brezhnev var formaður
pólitísku deildarinnar í 18. her-
deildinni, sem staðsett var í Ung-
verjalandi. Hann sá meðal annars
um stjórnmálaáróður, undirróð-
ursstarfsemi og handtökur. Hand-
taka Raoul Wallenbergs var vel
undirbúin. Sovétmenn voru sann-
færðir um, að hann væri þýzkur
eða handarískur njósnari," sagði
Gjerde Widemar að lokum.