Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981
Fjölmennur fundur um
málefni Alþýðublaðsins
MIKIÐ fjolmcnni var á opnum fundi þeirra Vilmundar Gylfasonar,
afleysintíaritstjóra, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, ritstjóra Alþýðu-
blaðsins, á Hótel Sógu í gærkvöldi, sem þeir boðuðu til vegna málefna
Aiþýðublaðsins. Gestur fundarins var Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins, en auk hans voru viðstaddir flestir forystumanna
flokksins.
Vilmundur Gylfason rakti laus-
lega aðdraganda deilnanna um Al-
þýðublaðið og kom þar meðal annars
fram, að Helga Má Arthúrssyni hafi
verið boðin ritstjórastaða við blaðið
og launahækkun af forystu flokks-
ins, en hann hafnað hvorutveggja.
Einnig sagðist Vilmundur ekki
halda, að það væri aðeins „grínblað-
ið“, sem hafi valdið deilunum. heldur
Grunaðir um f jár-
svik og skjalafals
ÞRÍR menn voru handteknir á
sunnudaginn fyrir fjársvik og
skjalafals og voru tveir þeirra
úrskurðaðir f gæsluvarðhald.
annar til 18. ágúst. en hinn til 25.
ágúst. Mennirnir brutust inn í
bóndabæ á Rangárvollum um
helgina. stálu þar blöðum úr
ávísanahefti og seldu falsaðar
ávisanir í Hveragerði.
Þá héldu þeir til Reykjavíkur og
þar heltist einn úr lestinni og gaf
sig fram við lögregluna, en tveir
héldu afbrotum áfram. Þegar
mennirnir voru teknir, kom í ljós
að þeir voru með tvö seðlaveski í
fórum sínum með ávisanaheftum
og skilríkjum, og talið er að þeir
hafi falsað ávísanir úr heftum
þessum. Avísanaheftin voru frá
Landsbankanum á Akureyri.
Annar maðurinn var tekinn
fyrir ölvunarakstur, en skömmu
áður hafði hinn maðurinn lent í
árekstri á sama bíl. Voru þeir á bíl
sem þeir höfðu tekið á leigu.
verkalýðsforingjar Alþýðuflokksins,
sem bola vildu honum frá vegna
skrifa hans í blaðið um verkalýðs-
mál.
Jón Baldvin Hannibalsson rakti
málið frá sínu sjónarhorni og skýrði
afstöðu sína. Velti hann þeirri
spurningu fyrir sér hvort flokkurinn
væri að klofna. Sagði hann tilefni
þessa fundar vera það, að koma
baktjaldamakkinu fram í dagsljósið.
Sagði hann, að ef ekki yrði fundin
lausn á þessu, þá yrði að skipta um
ritstjóm. Nefndi hann nokkrar
lausnir í málinu, meðal annars að
skipta um blaðstjórn, draga upp-
sagnarbréf blaðamannanna til baka
og að núverandi ritstjórn héldi
áfram.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
í gærkvöldi voru enn margir á
mælendaskrá, umræðum því ekki
lokið og engin niðurstaða komin
fram.
Útitafl í mótun. Unnið hefur verið af miklu kappi að gerð útitaflsins við Bernhöftstorfuna
að undanförnu og er nú svæðið farið að nálgast endanlega mynd. Tröppur og
áhorfendastæði eru þegar komin upp og nú er verið að undirbúa steypuvinnu taflsins sjálfs.
Þrátt fyrir hinn mikla kraft, sem lagður hefur verið í framkvæmdirnar, eru þó litlar líkur
á að þeim verði endanlega lokið fyrir þann 18. eins og áætlað hafði verið.
Yona að útreikningar Flugleiða
sýni að aðeins vanti 2 millj. dollara
Athyglisvert að nú tala þeir um 4 milljónir í stað 6 áður, segir fjármálaráðherra
Guðjón ólafur Guðjónsson
Maðurinn sem fórst
LÁTINN er í Reykjavík Guðjón
Ólafur Guðjónsson, til heimilis að
Kambaseli 65 i Reykjavik. Guð-
jón varð fyrir bil á Suðurlands-
hraut um verzlunarmannahelg-
ina, en hann fékk höfuðáverka i
slysinu og komst ekki til meðvit-
undar. Guðjón heitinn var fædd-
ur 21. júní 1953.
„ÉG IIEF vakið athygli á því, að
áður var talað um og gengið út
frá þvi að Flugleiðir vantaði 6
milljón dollara aðstoð til að geta
áfram haldið uppi flugi yfir
Atlantshafið, en nú þegar ljóst er
að Luxemborgarar leggja aðeins
Svavar í opin-
berri heimsókn
í Sovétríkjunum
SVAVAR Gestsson félagsmála-
ráðherra er nú staddur í Sovét-
ríkjunum i opinberri heimsókn,
boðinn af sovéska félagsmála-
ráðuneytinu. Svavar fór utan i
gær, sunnudag, en hin opinbera
hfimsokn hefst i dag.
Með félagsmálaráðherra fóru
utan Jónína Benediktsdóttir,
kona hans, Arnmundur Bach-
mann, aðstoðarmaður ráðherra,
og Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Hinni
opinberu heimsókn lýkur á
fimmtudag, og eru ráðherrann og
fylgdarlið hans væntanleg heim
aftur síðdegis á föstudag, segir í
frétt frá blaðafulltrúa ríkis-
stjórnarinnar.
til eina milljón, þá segja Flugleið-
ir skyndilega að þeir þurfi ekki
nema fjórar milljónir,“ sagði
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra f samtali við Morgunblaðið
i gær, er hann var spurður um
styrk isienskra rikisins til Flug-
leiða.
Ragnar Arnalds sagðist vona,
að ef Flugleiðir settust nú enn
niður og reiknuðu, þá kæmi í ljós
að þörf þeirra væri aðeins tvær
milljónir dollara, það er ein frá
hvoru landi, Islandi og Luxem-
borg. Sagðist fjármálaráðherra
vilja undirstrika það, að alltaf
hefði verið talað um hliðstæða
fjárhæð frá báðum þjóðum. Út-
reikninga frá Flugleiðum hf.
vegna þessa máls sagðist Ragnar á
hinn bóginn enga hafa séð, og því
vildi hann ekki tjá sig um málið á
þessu stigi.
Ráðherrann var einnig spurður,
hvort ekki gæti komið til greina að
hans áliti, að íslendingar styrktu
Atlantshafsflugið meira en Lux-
emborgarar, þar sem það væri
okkur mikilvægara en þeim, hugs-
anlega þannig að íslenska ríkið
legði fram þrjár milljónir dollara
á móti einni frá Luxemborg.
Fjármálaráðherra sagðist ekki
vilja kveða upp úr með það á
þessari stundu, en það hlyti mjög
að fara eftir því hvernig yrði
háttað millilendingum hér í flug-
inu milli Evrópu og Bandaríkj-
anna. Yrði ekki um millilendingar
í Keflavík að ræða væri nánast
eingöngu um atvinnu flugliða að
ræða, en með millilendingum
kæmu fleiri hagsmunir íslendinga
til, svo sem gjöld af flugvellinum,
ferðamannastraumur og tekjur af
fríhöfninni, svo dæmi væru nefnd.
Afstaðan hlyti því mjög að fara
eftir þvi, hvort um miliilendingar
hér á landi yrði að ræða eða ekki í
áframhaldandi Atlantshafsflugi.
Hagsmunir íslendinga
meiri en Luxemborgara
— segir Steingrímur Hermannsson um
styrk til Atlantshafsflugs Flugleiða
ÞAÐ ER augljóst að hagsmunir
okkar íslendinga eru mun meiri
en Luxemborgara i þessu máli,
og það tel ég hafa verið i huga við
ákvörðun um styrk til Flugleiða,
sagði Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra i samtali við
Morgunblaðið í gær, er hann var
spurður álits á þeim ummælum
Ragnars Arnalds, að eðiilegt
væri að tslendingar iegðu fram
sömu upphæð i þessu skyni og
Luxemborgarar.
Steingrímur sagði rétt að minna
á að um 400 manns hefðu atvinnu
Vinnueftirlitið krefst að Hvalur hf. fari að lögum:
„Verið að hengja bakara fyrir smið44
— segir Kristján Loftsson framkvæmdarstjóri Hvals hf.
„ÞEIR STARFSMENN, sem vinna hjá Hval hf., hafa getað fengið frí,
þegar þeir hafa óskað eftir því með tveggja daga fyrirvara. Ef
starfsmenn hafa hins vegar ekki hug á að taka sér fri, þá höfum við
talið, að þeim væri það í sjálfsvald sett,“ sagði Kristján Loftsson,
framkvæmdastjóri Hvals hf., en Vinnueftirlitið hefur krafist þess að
farið verði eftir lögum um lágmarks hvíldardaga hjá fyrirtækinu.
Kristján Loftsson sagði enn-
fremur:
„Aðdragandinn að þessu máli er
sá, að síðastliðið föstudagskvöld
komu starfsmenn Vinnueftirlits-
ins upp í hvalstöð og innsigluðu
þar löndunarkrana á þeirri for-
sendu að ekki væri farið að lögum
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi árið 1980, en
komu til framkvæmda um síðustu
áramót. í lögunum segir, að á
hverju sjö daga tímabili skuli
starfsmenn fá að minnsta kosti
einn vikulegan frídag. í reynd
hafa þessi lög veitt það svigrúm að
hægt er að veita tveggja daga frí á
tveggja vikna fresti. Telur Vinnu-
eftirlitið, að Hvalur hf. hafi virt
þessi lög að vettugi og sé skylt að
fara eftir fyrirfram ákveðnu
skipulagi, sem Vinnueftirlitið svo
samþykki. Innsiglið á löndunar-
krananum var því ekki rofið fyrr
en ég og trúnaðarmenn starfsfólks
höfðum undirritað yfirlýsingu
þess efnis, að tillögur um breyt-
ingar á núverandi fyrirkomulagi
yrði komið á eigi síðar en á hádegi
á mánudag.
Finnst mér þessar aðfarir
Vinnueftirlitsins ómaklegar og
þarna sé verið að hengja bakara
fyrir smið, því það er starfsfólkið
sjálft, sem kosið hefur núverandi
fyrirkomulag á frídögum."
v
Sagði Kristján ennfremur: „Það
er ekkert vandamál hjá Hval hf.,
þó starfsfólkið taki sér þessi
lögbundnu frí, því þó mikið sé að
gera, þá er alltaf hægt að leita til
varavinnuafls, sem er tiltækt og
er þar einkum um að ræða fólk,
sem starfað hefur hjá Hval hf.
áður og er fúst til tímabundinna
starfa."
Helgi Sigurðsson, starfsmaður
hjá Hval hf., sagði er hann var
spurður um þessi mál: „í upphafi
hvalvertíðar þann 11. júní þá
ræddum við starfsmennirnir um
það við yfirmenn Hvals hf., að við
fengjum að ráða okkar frídögum
sjálfir, því almennt er það ósk
manna að fá að taka fleiri frídaga
í einu. Einnig er hér margt
starfsfólk, þar á meðal námsfólk,
sem vill reyna að vinna sér inn
eins miklar tekjur og mögulegt er
meðan á vertíðinni stendur og vill
því ekki taka sér nema takmarkað
frí. Ef þetta fólk þyrfti aftur á
móti að taka sér frí einu sinni í
viku, þýddi það launaskerðingu.
Flestir starfsmenn hafa þó tekið
sér eitthvað frí þær átta vikur,
sem hvalvertíðin hefur staðið yfir.
Af þessu má sjá, að það er ekki við
yfirmenn Hvals hf. að sakast í
þessum efnum, heldur er hér farið
að óskum okkar starfsmannanna."
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlitsins, sagði: „Núver-
andi staða í þessu máii er sú, að
Vinnueftirlitið hefur gefið Hval
hf. annan frest til að Ijúka samn-
ingum í þessu máli, en fresturinn
rennur út í kvöld.“
af fluginu hér, og margvíslegir
aðrir hagsmunir væru í veði, svo
sem ferðamannastraumur hingað
frá Bandaríkjunum. Þetta yrði að
hafa í huga þegar ákvörðun um
styrk vegna Atlantshafsflugsins
yrði tekin. Steingrímur sagði því á
hinn bóginn ekki að leyna að
ákvörðun stjórnvalda í Luxem-
borg hefði valdið sér vonbrigðum,
og upphaflega hefði verið talað um
sama styrk frá báðum þjóðum.
Það hefði þó verið sett fram af
íslendingum í og með til að sÆtja
þrýsting á Luxemborgara, en
hagsmunir íslendinga hlytu auð-
vitað að ráða því, hvað gert yrði.
Að öðru leyti sagðist Steingrím-
ur ekki vilja tjá sig um þetta mál,
fyrr en skýrsla kæmi frá Flugleið-
um, þar sem kæmi betur í ljós
hver fjárþörfin væri, og hverjar
áætlaðar framtíðarhorfur fyrir-
tækisins væru.
Eimskip leigir
danskt skip i
stað Berglindar
Eimskipafélagið hefur tekið
danskt skip á leigu i þrjá mánuði í
staðinn fyrir gámskipið Berglindi,
sem sökk út af Nova Scotia fyrir
nokkru, eftir árekstur við danska
skipið Charm. Skipið heitir Junior
Lotto og er 180 gáma skip. Danska
skipafélagið Lehmann á skipið.
Lotto fer frá Portsmouth áleiðis
til Reykjavíkur í sína fyrstu ferð 26.
ágúst nk. I byrjun þessa mánaðar
tok Eimskip Junior Longo á leigu í
eina ferð til að halda uppi áætlun í
staðinn fyrir Berglindi.
Sjópróf hafa enn ekki farið fram í
Danmörku vegna áreksturs Charm
og Berglindar.