Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 3
„Þjálfun mín hefur miðast
við þetta eina augnablik“
— sagði ólafur Sigurðsson, sem var skip-
herra í þyrluflugi Landhelgisgæslunnar, er hún
leitaði að týndum veiðimanni við Kleifarvatn
„LÍÐAN mannsins er betrl og hann er úr allri hættu, en ekki er enn
vitað hvað olli veikindum hans en verið er að rannsaka manninn,"
sagði Arnaldur Valgarðsson læknir á Borgarspitalanum, er hann
var spurður um líðan mannsins, sem fannst veikur i bil sinum við
ólafur Valur Sigurðsson við þyrluna sem flutti hinn veika mann á
Borgarspitalann.
Kleifarvatn siðastliðinn sunnudag.
Eins og komið hefur fram í
fréttum, stöðvaðist öndun
mannsins eftir að hann kom um
borð í þrylu landhelgisgæslunnar,
sem átti að flytja hann upp á
Borgarspitala, en skipherra þyrl-
unnar, Ólafi Val Sigurðssyni,
tókst að blása lífi í manninn.
Morgunblaðið hafði samband
við Ólaf Val Sigurðsson og bað
hann að segja frá atburðinum.
„Við vorum í gæsluflugi og á
vesturleið yfir Þykkvabæ, þegar
við fengum skeyti um að leita að
bifreið við Kleifarvatn. Skyggni
var afar lélegt frá Þorlákshöfn og
að Kleifarvatni eða 100—500
metrar. Þegar við komum á
vettvang var lögreglan í Hafnar-
firði nýbúin að finna bílinn og
maðurinn sat ennþá undir stýri.
Stýrimaðurinn og ég drifum
manninn út í þyrluna og lögðum
hann á gólfið. Maðurinn var með
meðvitund, þegar við færðum
hann upp í þyrluna, en við
flugtakið hætti hann að anda og
byrjaði að blána. Ég blés þá
nokkrum sinnum kröftugiega í
vit mannsins og tók hann þá
fljótt við sér og öndunin varð
róleg og jöfn í þær 11 mínútur,
sem það tók að fljúga með
manninn upp á Borgarspítala."
— Hvernig tilfinning var það
að vinna að lífsmark var aftur
með manninum?
„Það er vart hægt að lýsa þeirri
tilfinningu í orðum. Ég hef fengið
mjög góða þjálfun hvað varðar að
lífga menn úr dái með blásturs-
aðferðinni. Ég hef meðal annars
verið í læri á skurðstofu þar sem
mér var kennt allt um öndun og
öndunarfæri mannsins. Mín
þjálfun að þessu leyti hefur því
stefnt að þessu eina augnabliki."
— Hefur þú í þínu starfi áður
lent í svipaðri aðstöðu?
„Nei aldrei. Auðvitað hefur
ýmislegt komið fyrir í en aðstæð-
ur hafa verið aðrar og þá fremur
á þann veg að menn hafi verið
það illa farnir, að blástursaðferð-
in hefur ekki komið að neinu
gagni.“
Aðdragandinn að umræddu at-
viki var sá að um miðnætti
aðfararnótt sunnudags var til-
kynnt til lögreglunnar í Hafnar-
firði að maður, sem talið var að
hefði farið að renna eftir fisk
hefði ekki komið heim til sín
síðan snemma um daginn, en ekki
var vitað hvert maðurinn ætlaði
til veiða. Lögreglan fór strax að
leita mannsins en án árangurs.
Eftir hádegi á sunnudag kröfðust
ættingjar mannins að gerð yrði
önnur tilraun til að hafa upp á
manninum. Við nánari eftir-
grennslan kom í ljós að maðurinn
hafði keypt veiðileyfi í Kleifar-
vatni. Hélt lögreglan þangað og
fannst maðurinn klukkan 3 á
sunnudag, eins og áður hefur
verið greint frá.
Kjaramálaráðstefna Alþýðusambands Vestfjarða:
Kaupmætti samning-
anna frá 1977 verði náð
Vilja semja heima í héraði
„Aðalkrafan er sú að almenn grunnkaupshækkun komi á alla taxta
og hún verði miðuð við að kaupmætti sólstöðusamninganna frá 1977
verði náð. en þetta eru tillögur til félaganna um kröfugerð i
væntanlegum samningum,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða i samtali við Morgunblaðið, en hann var
spurður um niðurstöðu kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands 'Vest-
fjarða, sem haldin var um helgina. „Önnur aðalkrafan er, að almenn
fiskvinna verði greidd samkvæmt 13. launaflokki, i staðin fyrir 8.
launaflokki áður, en það munar 10%, eins og dæmið er i dag“ sagði
Pétur.
hann með, og því finnst mér hærri
kröfumörkin eðlilegri," sagi Pétur.
Þá sagði Pétur að Alþýðusam-
bandi Vestfjarða fyndist eðlilegt
að það semdi sér, en ekki með
heildarsamtökunum. „Sú var
niðurstaða ráðstefnunnar, en síð-
an er meiningin að fara með þetta
út í félögin og ræða málin þar, en
ég á ekki von á öðru en þar verði
sami andinn. Þetta var það ein-
Pétur Sigurðsson
dregið á ráðstefnunni. Við teljum
að þessi samflot hafi ekki verið
samflot, þau hafi ekki verið heil-
steypt, heldur hefur útúrboru-
háttur verið meira og minna í
þeim alla tíð,“ sagði Pétur. Spurn-
ingu um hvort þetta væri van-
traust á ASI-forystuna, sagði
Pétur að hann liti ekki svo á,
þetta væri ekki vantraust á hana.
„Forysta ASÍ hefur bara gengt
því hlutverki sem henni var falið
á sínum tíma, að halda þessu
samfloti í gangi. Okkur finnst nú
aö þetta fyrirkomulag sé ekki
heppilegt, en við erum ekki þar
með að dæma að það hafi ekki
skilað neinu. En við álítum að
eins og málin standa í dag, að
eðliiegra sé að reyna annað, enda
hafa ákveðnir hópar innan ASÍ
gert það og fengið meira út úr
því,“ sagði Pétur Sigurðsson.
Aðspurður sagði Pétur að mán-
aðarkaup samkvæmt 8. launa-
flokki eftir eins árs starf væri
4305 krónur, en kaup samkvæmt
13. launaflokki væri það 4754
krónur. „Síðan gerum við kröfur
um að eftirvinna falli út úr
samningum, en það er búið að
vera krafa í tugi ára, og leggjum
við til að það gerist á einu ári í
áföngum. Einnig krefjumst við
þess að næturvinna verði aftur
100% af dagvinnu, en hún er 80%
nú. Þá gerum við kröfu um lengra
sumarfrí til handa þeim, sem
starfað hafa í tíu ár hjá sama
fyrirtæki, eða í sömu atvinnu-
grein, og að matartímar á laugar-
dögum og sunnudögum verði
greiddir, eins og gert hefur verið
hjá iðnaðarmönnum i áratugi.
Þetta eru svona lagfæringar sem
ætti ekki að þurfa að biðja um í
dag,“ sagði Pétur.
Spurningu um hve mikið kaup
þyrfti að hækka til að kaupmætti
samningnna frá 1977 yrði náð,
sagði Pétur, að menn mætu það á
mismunandi hátt og færi það eftir
þeim forsendum sem menn gæfu
sér. „Þetta er á bilinu 6—11%, en
það fer eftir því, hvað félagsmála-
pakkar síðustu ára eru mikils
metnir," sagði Pétur. Pétur sagði
að ef fullt tillit væri tekið til
félagsmálapakka og skattalækk-
anna, þá þyrfti 6% kauphækkun
til að ná kaupmætti samninganna
frá 1977, en ef ekki væri tekið
tillit til þessa, þá þyrfti 11%
hækkun á kaupi. „Ég hef tilhneig-
ingu til að segja, þó ég ætli ekki
að vanþakka t.d. þennan félags-
málapakka með veikindapakkan-
um, að hann hefði átt að koma
fyrr eða síðar, án þess að menn
gæfu eftir í launum. Þess vegna er
kannski ekki eðlilegt að telja
Jón Páll Halldórsson, formaður Viimuveitendafélags Vestíjarðæ
Ekki svigrúm
til kauphækkana
„VIÐ MUNUM hafa samflot með Vinnuveitendasamhandinu I
samningagerðinni, það liggur alveg ljóst fyrir,“ sagði Jón Páll
Ilalldórsson formaður Vinnuveitendafélags Vestíjarða i samtali
við Morgunblaðið. „Gn það er alveg ljóst að ef gengið verður að
þessum kröfum Alþýðusambands Vestfjarða, þá þýðir það aukna
verðbólgu og gengislækkanir i takt við það.“
Þorsteinn PáLsson, framkvæmdastjóri VSI:
Kröfugerðin byggir ekki
á raunhæfum forsendum
VSÍ mun semja sem ein heild
„ÉG HELD að óhætt sé að segja að þessi kröfugerð er ekki
byggð á raunhæfum forsendum, hún byggir ekki á auknum
þjóðartekjum á þessu ári, og er að því leyti óraunhæf,“ sagði
Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands
íslands í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á
þeirri kröfu Alþýðusambands Vestfjarða, að kaupmætti
samninganna frá 1977 verði náð í næstu kjarasamningum.
ræðst af öðrum aðstæðum í
þjóðarbúskapnum, þannig að
þessi viðmiðun við óraunhæfa
„Kaupmáttur verður aldrei
tryggður í samningum, hann
Aðspurður sagði Jón Páll, að
vinnuveitendur á Vestfjörðum
væru ekki farnir að ræða sínar
kröfur í komandi kjarasamning-
um, enda hefði samningum enn
ekki verið sagt upp. „Það er vitað
mál að frystiiðnaðurinn sem er
ein megin uppistaðan í atvinnu-
lífinu hér á Vestfjörðum, hefur
verið rekin með halla á þessu
ári, þannig að öllum hlýtur að
vera ljóst að á sama tíma er ekki
svigrúm til kauphækkana," sagði
Jón Páll Halldórsson.
Jón Páll Halldórsson
kjarasamninga frá 1977 er
auðvitað alveg út í bláinn,"
sagði Þorsteinn.
Spurningu Morgunblaðsins
um álit hans á þeim tilmælum
Alþýðusambands Vestfjarða
til aðildarfélaganna, um að
næstu samningar fari fram
heima í héraði, svaraði Þor-
steinn: „Varðandi það, með
hvaða hætti samningarnir
fara fram, er lítið hægt að
segja á þessu stigi. Það er
auðvitað þeirra mál ef þeir
vantreysta Alþýðusambandinu
til þess að hafa forystu fyrir
sínum málum, en Vinnuveit-
endasambandið mun að sjálf-
sögðu semja sem ein heild, þó
að Alþýðusambandið riðlist."
Þorsteinn sagði að vinnu-
veitendur reiknuðu ekki með
öðru en að verkalýðshreyfing-
Þorsteinn Pálsson
in tæki mið af efnahagslegum
aðstæðum í komandi samning-
um, en eftir síðustu samninga
hefði reynst óhjákvæmilegt að
taka þá kauphækkun aftur
sem um var samið, til þess að
koma í veg fyrir verðbólgu-
áhrif samninganna. „Þannig
að ég held að það sé full
ástæða fyrir alla aðila að
horfa á þetta verkefni af
raunsæi, en ég sé ekki annað
en að grunnkaupshækkanir
leiði til aukinnar verðbólgu,"
sagði Þorsteinn Pálsson.