Morgunblaðið - 11.08.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981
5
Þorsteinn Sveinsson
lögmaður látinn
Fyrirspurnum eftir spar-
neytnum bílum f jölgar
NOKKUR aukning heíur orðið á eftirspurn sparneyt-
inna bíla eftir að leýfisgjöld á þeim voru lækkuð fyrir
skömmu. Fyrirspurnir um verð bílanna hafa aukizt
verulega og salan byrjuð að aukast nokkuð, en þess ber
að geta, að 1982-árgerðirnar eru væntanlegar á
markaðinn innan skamms og gæti það dregið nokkuð úr
bílakaupum nú.
AÐ MORGNI fimmtudagsins 6.
þessa mánaðar lést í Heilsuhæli
NLFÍ í Hveragerði Þorsteinn
Sveinsson lögmaður, 67 ára að
aldri. Þorsteinn var fæddur 20.
desember 1913 á Hvítsstöðum í
Álftaneshreppi, Mýrasýslu. For-
eldrar hans voru Sveinn Helgason
bóndi þar og s.k.h. Elísabet Guð-
rún Jónsdóttir. Þorsteinn varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1934 og cand. juris frá
Háskóla íslands 27. maí 1939.
Stundaði lögmannsstörf í Reykja-
vík 1939—1940. Bæjarstjóri á ísa-
firði 1940-1943. Fulltrúi á
skrifstofu verðlagsstjóra og lög-
maður Landssmiðjunnar samhliða
sjálfstæðum lögmannsstörfum
næstu ár. Skrifstofustjóri á
skrifstofu Húsameistara ríkisins
1956—1974, en stundaði sjálfstæð
lögfræðistörf eftir það meðan
heilsa leyfði.
Þorsteinn var mikill félags-
málamaður. Hann starfaði um
skeið að bindindismálum. Ritari
Sólveig Eggerz Brownfeld
Sólveig Eggerz
varði doktorsrit-
gerð í vetur
SÓLVEIG Eggerz Brownfeld
varði sl. vetur doktorsritgerð við
„Catholic University of America“
og hlaut doktorsnafnbót i mai sl.
— Ritgerð sína ncfnir Sólveig:
The Tradition of Anti-Feminist
Satire in German and English
Medicval Literature.
Verkið fjallar um gagnrýni á
kvenfólk í bókmenntum frá forn-
öld fram á seinni hluta miðalda.
Sólveig útskrifaðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1963 og
hélt síðan til náms í Bandaríkjun-
um. Hún starfar nú sem blaða-
maður í Alexandríu í Virginíu-
fylki, auk þess sem hún stundar
kennslu.
Sólveig er gift Allan Brownfeld,
blaðamanni, og eiga þau tvö börn,
Alexöndru Ingu og Pétur Egil.
Sólveig er dóttir hjónanna Péturs
Eggerz, sendiherra, og Ingibjarg-
ar Pálsdóttur. _______
Hraunprýði í Garða-
bæ skemmdist af eldi
Á stinnudaginn klukkan
liðlega 22.00 var Slökkvilið
Hafnarfjarðar kvatt að hús-
inu Hraunprýði i Garðabæ, á
horni Ilafnarfjarðarvegar og
Reykjanesbrautar.
Húsið er tveggja hæða timb-
urhús, en íbúar hússins voru
að horfa á sjónvarp, þegar
þriggja ára drengur náði að
komast yfir eldspýtur og
kveikja í fataskáp í milligangi.
Þegar fólkið varð vart við reyk
í ganginum, var eldurinn orð-
inn svo magnaður, að það fékk
ekkert við ráðið.
Slökkvistarf gekk greiðlega
eftir að reykkafarar fóru inn í
húsið, en eldur hafði náð að
breiðast út og urðu skemmdir
miklar á neðri hæð hússins og
innbúi, sem var óvátryggt.
Efri hæð hússins slapp við
skemmdir, að öðru leyti en því,
að nokkurn reyk lagði upp..
Þingvallanefndar frá 1955 til
dauðadags. Átti sæti í stjórn
Tónlistarfélagsins 1948—1952.
Formaður Borgfirðingakórsins
1953—1955 og einn af stofnendum
Þjóðleikhúskórsins 1953 og for-
maður þess kórs í aldarfjórðung.
Þorsteinn var hagmæltur vel og
birtust ljóð hans í blöðum og
tímaritum, auk þess sem hann gaf
út eina ljóðabók, „Gengin spor“,
1980. Hann var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
17. júní 1979 fyrir störf að söng-
málum.
Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, Þórunn Sveinsdóttir,
lést 1969. Þau eignuðust fjögur
börn, sem öll eru uppkomin.
Seinni kona hans er Sigríður I.
Þorgeirsdóttir kennari og lifir hún
mann sinn.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 13. ágúst nk. kl.
15.00.
Hjá Fordumboðinu Sveini Eg-
ilssyni fengust þær upplýsingar,
að um greinilegt afturhvarf væri
að ræða frá amerískum bílum,
bæði vegna verðhækkana vegna
styrkrar stöðu dollarans og
rekstrarkostnaðar. Því hefði salan
á Suzuki-bílum aukizt nokkuð,
talsvert af þeirri gerð væri til á
lager og gengi vel að selja þá bíla
nú, þrátt fyrir að næsta árgerð
væri væntanleg á markaðinn inn-
an skamms.
Hjá Daihatzu-umboðinu feng-
ust þær upplýsingar að fyrir-
spurnum hefði fjölgað verulega og
væri þá fólk mest að velta verðinu
fyrir sér, en bein söluaukning væri
enn ekki orðin mikil. Fólk virtist
vera að bíða eftir nýju árgerðun-