Morgunblaðið - 11.08.1981, Side 18

Morgunblaðið - 11.08.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Beisbolta- verkfalli er lokið Cleveland. 10. áxúst. AP. FIMMTÍU daga beisboltaverkfalli lauk opinberlega í Bandaríkjunum í gærkvöldi, hinu lengsta i sögu íþrótta. Rúmlega 76.000 áhorfendur mættu við fyrsta leikinn á keppn- istímanum í Cleveland og það var met. Þúsundir flýja átökin í Guatemala TeKUcÍKalpa. Ilondúras. 10. áKÚst. AP. AÐ MINNSTA kosti tvö þúsund flóttamenn frá Guatcmala flýðu yfir landamærin til Ilondúras um hclgina og fcr nú flóttamanna- straumur vaxandi frá Guatemala vcgna vaxandi átaka i landinu. Flóttamennirnir, flestir smá- bændur, flýðu frá héraðinu Zac- apa, en þar hafa undanfarið verið hörð átök milli stjórnarhersins og vinstri sinnaðra skæruliða. í síðustu viku tilkynnti Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna, að nú væru um 70 þúsund flóttamenn frá E1 Salvador í Hondúras. Þá eru einnig margir flóttamenn frá Nicaragua í Hond- úras. Stjórnvöld í Hondúras hafa vaxandi áhyggjur af auknum flóttamannastraumi til landsins. Samsæri í Líberíu Monrovia. 10. áicÚKt. AP. VALDAMIKLIR menn í ríkisxtjórn Vestur-Afríkuríkisins Lfbcrfu gerðu með sér samsæri um byltingu og verða leiddir fyrir herdómstól. að sogn þjóðarleiðtoga Liberiu, Samuel Doe liðþjálfa. Doe sagði í útvarpsávarpi að staðgengill sinn, Thomas Weh Syen hershöfðingi, hefði stjórnað bylt- ingartilrauninni. Syen hugðist myrða Doe og þrjá aðra valdamikla ráðherra og hrifsa síðan völdin, að sögn Doe. Þetta er þriðja tilraunin til bylt- ingar gegn Doe síðan hann steypti stjórn William Tolbert forseta 12. ágúst 1980. Tolbert beið bana í byltingunni. Tilræði i 3 borgum Aþcnu. 10. áKÚNt. AP. TVÆR sprengjur sprungu i sendi- ráði Ísraels í Aþenu í morgun og ollu eignatjóni en ekki manntjóni. Sprengjur sprungu einnig í ísra- elska sendiráðinu í Vín um svipað leyti og í skrifstofu ísraelska flugfé- lagsins El A1 í Róm. I sprengjutilræðinu í Róm særðist ítalskur starfsmaður E1 Al. Engin samtök hafa lýst sig ábyrg á tilræðunum. Kuzmin vann á Indlandi Banxalore. Indlandi. 10. áxúst. AP. SOVESKI stórmeistarinn Gennady Kuzmin sigraði á alþjóðlegu skák- móti, sem lauk um helgina f Banga- lore á Indlandi. Kuzmin hlaut 9'A vinning i 13 umferðum. Annar varð Eugene Torre frá Filippseyjum með 9 vinninga. Torre gerði jafntefli við tékkneska stórmeistarann Miroslav Filip í síðustu umferðinni. Kuzmin náði fyrsta sætinu í næstsíðustu umferðinni þegar hann vann Torre á fimmtudag. Þessir tveir háðu einvígi um sigur í mótinu. FJÖGUR HUNDRUÐ FERÐAMÖNNUM var bjargað þegar ferjunni Prince Ivanhoc hlekktist á og henni var siglt í strand á grynningum undan Port Eymon i Wales. Einn maður lézt af völdum hjartaáfalls eftir björgunina. Leiðtogi Portúgala leggur niður völd Lissabon. 10. ágúst. AP. Forsætisráðherra mið-vinstri- stjórnarinnar í Portúgal, Franc- isco Pinto Balsemao. tilkynnti i dag að hann mundi hiðjast lausnar þar sem hann hefði ekki fengið einróma stuðning i flokki sinum, Sósfaldemókrataflokknum, sem er klofinn. Francisco Pinto Balsemao 57 Frakk- ar fljúga frá Iran Paris. 10. átcúst. AP. FIMMTÍU og sjö franskir ríkisborgarar. sem var mein- uð brottför frá Teheran sl. fimmtudag, flugu til Parisar á mánudagsmorgun. Francois Mitterand, Frakklandsforseti, bað alla Frakka i íran að yfirgefa landið á miðvikudag, eftir að Abolhasan Bani-Sadr, fv. forseti íran, var veitt landvistarlcyfi i Frakklandi. Þremur Frökkum var enn meinuð brottför i dag. 140 Frakkar voru í íran í síðustu viku. Örfáir þeirra hafa ákveðið að vera þar um kyrrt og nokkrir eru enn við störf í sendiráði Frakklands. Tveir þeirra, sem fengu ekki að fara í dag, áttu í fjármálaúti- stöðum í Teheran, en sá þriðji er írönsk kona, gift frönskum manni, sem ekki hafði tilskilda vegabréfsáritun. Forsætisráðherrann neitaði að halda áfram í embætti þegar at- kvæðagreiðsla í landstjórn flokksins sýndi að ýfingar mundu halda áfram í flokknum. Forsætisráðherr- ann sigraði í atkvæðagreiðslunni með 37 atkvæðum gegn 15, en hann sagði að úrslitin gerðu það að verkum að honum væri „ógerningur að halda áfram í embætti". Allir flokkarnir þrír, sem standa að stjórninni, ítrekuðu samstöðu sína seinna um daginn og lýstu því yfir að stjórnin mundi sitja út kjörtímabilið þrátt fyrir lausnar- beiðni Balsemao forsætisráðherra. Osló. 10. áxúst. AP. LÍK Vestur-þýzka njósnarans, Paul Fuchs, virðist vera fundið, tveimur mánuðum eftir að hann týndist í Norður-Noregi að sögn Ódd Enevold. lögrcglustjóra I Hammerfest. Hann sagði að líkfundurinn virt- ist staðfesta þá kenningu lögregl- unnar að Fuchs hefði lent í slysi. Fuchs var í leyfi ásamt öðrum Vestur-Þjóðverjum í Skoganvarre þegar hann hvarf. Orðrómur komst á kreik um að hann hefði stungið af til Sovétríkjanna eða að sovézkir útsendarar hefðu rænt honum. Enevold segir að Fuchs virðist Tel Aviv, Beirút, 10. áicÚHt. AP. SIMCIIA Erlich. sem gegnir for- sætisráðherraem bætti í ísrael I f jarveru Menachem Begins, sagði í dag„ að friðartillögur Saudi- Araba í Mið-Austurlöndum yllu straumhvörfum I sambandi land- anna, þar sem að þetta er f fyrsta sinn sem Saudi-Arabar viður- kenna tilverurétt ísraela. Hann sagði hins vegar, að ekki yrði hægt að ganga að tillögunum þar sem að þær myndu á endanum leiða til upplausnar ísrael. Erlich er landbúnaðarráðherra Leiðtogar flokkanna komu saman til fundar þegar Balsemao hafði tilkynnt ákvörðunina og létu í ljós bjartsýni um að samvinna flokk- anna gæti haldið áfram. Fundahöld eru hafin í flokkunum til að leggja grundvöll að nýrri stjórn. Balsemao mun afhenda Antonio Ramalho Eanes forseta lausnar- beiðni sína í fyrramálið. Diogo Freitast do Amaral úr CDS, sem er íhaldssamur flokkur, lét í Ijós undrun á lausnarbeiðninni. Goncalo Ribeiro Teles, leiðtogi kon- ungssinna (PPM), lagði áherzlu á nauðsyn samstöðu flokkanna. hafa verið á göngu til vatns sem heitir Efravatn. Til þess að stytta sér leið til Skoganvarre hljóti hann að hafa reynt að fara yfir straum- harða á sem rennur úr Efravatni í Neðravatn og dottið í ána. Líkið fannst á reki i Neðravatni, aðeins 3 km frá Skoganvarre. Ekkert benti til þess að átök hefðu átt sér stað. Fuchs var yfirmaður þeirrar deildar Bundesnachrichtendienst, sem stjórnar aðgerðum í Austur- Þýzkalandi. Samstarfsmenn hans höfðu litla trú á því að hann hefði farið alla leið til Norður-Noregs ti) að strjúka. ísrael. Hann er leiðtogi frjáls- lyndaarmsins innan Likud-band- alagsins. Yitzhak Shamir, utan- ríkisráðherra ísrael, er öllu íhaldssamarii og sagði á sunnu- dag, að ekkert nýtt væri í tillögum Saudi-Araba. Hann sagði þær hættulegar ísrael. Yitzhak Ber- man, orkumálaráðherra ísrael, fagnaði tillögunum og kallaði þær „sólargeisla". Saudi-Arabar lögðu til á laugar- dag, að Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu friðaráætlun, þar sem að tilveruréttur ísrael er viðurkennd- Gripinn með 2 kg af heróíni ChicaKo. 10. áKÚst. AP. TOLLVERÐIR í Chicago fundu 2 kg af heróíni, sem er um 2 milljón dollara virði, í fórum ísraela á O’Hara-flugvelli á laugardag. Heróínið var falið í botni skjalatösku mannsins og í þremur innkaupapokum, sem hann hélt á. Sadat og frú snæða á Britanníu I/ondon. 10. áffúst. AP. ANWAR Sadat, Egyptalands- forseti, og kona hans munu snæða kvöldverð um borð í Britanniu í boði prinsins og prinsessunnar af Wales á mið- vikudag. Buckingham-höllin greindi frá þessu á laugardag, en annars hefur verið þagað þunnu hljóði um ferðir kon- unglegu hjónanna, sem eru á brúðkaupsferð í Miðjarðarhafi. Engar myndir af Yaobang Pekinx. 10. áxúst AP. KÍNVERJAR hafa ákveðið að hengja ekki upp myndir af Hu Yaobang, formanni Kommún- istaflokksins, á almannafæri. Það er skref í átt frá persónu- dýrkun, sem hefur tíðkast í Kína um áraskeið. Eyrað á sinn stað Cheltenham. Kniclandi. 10. áicúst. AP. TVEIR lögregluþjónar í Eng- landi þustu 25 mílur á bílum sínum á sunnudag til að koma eyra af konu, sem hafði lent í bílslysi, á sjúkrahúsið, sem konan hafði verið flutt á. Eyrað hafði gleymst á slysstað, en barst í tíma til að vera saumað aftur á konuna. ur í skiptum fyrir sjálfstætt ríki Palestínumanna á Vesturbakkan- um og á Gaza-svæðinu. Ihaldssamari arabaþjóðir og frelsissamtök Palestínumanna, PLO, fögnuðu tillögunum um helgina og álitu þær vel til þess fallnar að sameina araba-þjóðirn- ar gegn stefnu Bandaríkjamanna í Mið-Áusturlöndum. Diplómatar frá Vesturlöndum telja, að tillög- urnar geti komið í stað Camp David-samninganna, sem araba- þjóðirnar hafa gagnrýnt harðlega. Lík þýzka njósn- arans er f undið Friðartillögum Saudi- Araba misvel tekið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.