Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 23 Fram — ÍA 1:1 Áhorfendur voru farnir að streyma af vellinum. Leiknum var alveg að ljúka. Þrátt fyrir mikla pressu á mark Fram, hafði leikmönnum ÍA ekki tekist að skora. En á lokaminútunni, barst boltinn út i vítateÍKÍnn til Árna Sveinssonar ÍA og hann var ekki að tvinóna við hlutina. Tók bolt- ann viðstöðuiaust með vinstra fæti, ok boltinn þaut i bláhorn marksins alveg niður við jörð. Jafntefli, 1 — 1, varð þvi í leik Fram og ÍA. Guðmundur Bald- ursson sýndi stórleik i marki Fram allan leikinn. En undir lok hans réði hann ekki við skot Árna. Leikur liðanna var bráð- skemmtileKur, mikii og góð tii- þrif og marktækifæri hjá báðum liðum. Fjöldi hættulegra marktækifæra Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því að spenna skapaðist í leik Fram og ÍA. Strax á fyrstu mínútu leiksins átt' Pétur Ormslev gott marktækifæri, en það rann út í sandinn. Þetta var forsmekkurinn af því sem koma skildi. Hvert dauðafærið af öðru kom í fyrri hálfleiknum. Á 8. mínútu komst Guðbjörn Tryggva- son einn innfyrir vörn Fram. Brunaði í átt að markinu og náði að skjóta en of laust. Skot hans fór beint í fætur Guðmundar mark- varðar. Leikmenn Fram voru öllu sprækari í upphafi leiksins en töluverður sóknarþungi var þó hjá báðum liðum. Fram skorar: Á 17. mínútu brunaði hinn sókndjarfi bakvörður Fram, Trausti Haraldsson, upp kantinn. Hann komst alveg upp að endalínu og gaf þar vel fyrir markið. Halldór Arason var við nærstöng- »' V> • Síðasta markskot leiksins. Árni Sveinsson tók boltann viðstöðulaust og fast utanfótarskot hans hafnaði i bláhorni marksins. óverjandi fyrir Guðmund. LhWun. GuAjón B. Það mátti ekki tæpara standa Arni jafnaði á 90. mínútu Knattspyrna ina og kastaði sér fram skallaði boltann í jörðina og í markið. Var vel að þessu marki Fram staðið. Bjarni markvörður kom engum vörnum við þrátt fyrir góða til- raun. Fallegustu til- þrif leiksins Á 25. mínútu fyrri hálfleiksins sáust falleg tilþrif hjá leik- mönnum beggja liða. Mikil pressa var á mark Fram. Ekki færri en þrír leikmenn ÍA skutu á markið en ávallt var bjargað. í síðasta skiptið náði Marteinn að hreinsa frá á marklínu. Boltinn barst út að hliðarlínu, og góð fyrirgjöf kom inn í markteig Fram. Þar kastaði Sigurður Lárusson sér niður og náði að skjóta mjög föstu við- stöðulausu skoti á mark Fram. Flestir sáu boltann í netinu. En svo varð ekki. Eins og elding var Guðmundur Baldursson mark- vörður Fram búinn að kasta sér niður og handsama boltann á marklínu. Fengu þeir Sigurður og Guðmundur Iangvinnt lófaklapp frá hinum fjölmörgu áhorfendum, sem kunnu vel að meta þessi glæsilegu tilþrif. Guðmundur sýndi þarna mikla snerpu, og markvörslu eins og hún gerist best. Heilladísirnar með Fram Leikmenn ÍA áttu þrjú góð marktækifæri það sem eftir var hálfleiksins. Á 36. mínútu varði Elnkunnagjöfln • Guðmundur Baldursson markvörður Fram varði mjög leiknum, og var besti maður vallarins. Lið Fram: Guðmundur Baldursson 9 Trausti Haraldsson 7 Ágúst Hauksson 6 Marteinn Geirsson 7 Sverrir Einarsson 7 Gunnar Guðmundsson 6 Viðar Þorkelsson 6 Albert Jónsson(vm) 6 Halldór Arason 6 Guðmundur Steinsson 6 Pétur Ormslev 7 Sighvatur Bjarnason(vm)5 Guðmundur Torfason 5 Lið ÍA: Bjarni Sigurðsson 6 Björn H. Björnsson 6 Guðjón Þórðarson 6 Sigurður Halldórsson 6 Jón Áskelsson 6 Sigurður Lárusson 7 Árni Sveinsson 8 Kristján Olgeirsson 7 Guðbjörn Tryggvason 6 Gunnar Jónsson 5 Sigþór ómarsson(vm) 5 Jón Alfreðsson 7 Guðmundur vel frá Gunnari Jónssyni sem var í afbragðs marktækifæri. Árni Sveinsson sýndi gott einstaklingsframtak á 41. mínútu er hann lagði boltann vel fyrir sig en þrumuskot hans fór nokkuð yfir þverslá. Og loks á 44. mínútu bjargaði Marteinn Geirsson á marklínu skoti frá Guðjóni Þórðarsyni. Það leit út fyrir að ÍA ætti alls ekki að skora í leiknum. Guðmundur varði hvað eftir annað skot Skagamanna Skagamenn virtust vera ákveðnir í því að jafna metin og ná sér í að minnsta kosti í annað stigið í leiknum. Það var mikill kraftur í þeim í síðari hálfleiknum og liðið lék vel. En vörn Fram er ávallt erfið við að eiga. Og Guð- mundur markvörður átti öll skot sem á markið komu. Það var fyrst og fremst stórleik- ur hans sem kom í veg fyrir að ÍA skoraði. Árni Sveinsson átti þrumuskot á 57. mínútu. Guð- mundur var mjög vel staðsettur og varði skotið meistaralega. Á 68. mínútu skall hurð nærri hælum við mark Fram. Guðbjörn Tryggvason komst einn í gegn. Brunaði upp og inn í vítateig Fram. Guðmundur hljóp á móti. Guðbjörn lyfti boltanum yfir Guð- mund, en gott skot Guðbjörns fór rétt framhjá stönginni. Leikmenn Fram átti eitt og eitt skyndiupphlaup í síðari hálfleik en fá góð marktækifæri. Á 80. mínútu átti Guðmundur Steinsson þrumuskot eftir fallegt upphlaup Fram. En skot Guðmundar fór yfir. Skagamenn gáfust ekki upp og börðust eins og ljón. Og undir lok leiksins tókst þeim loksins að jafna. Þeir áttu það fyllilega skilið. En til þess þurfti fallegt og hnitmiðað skot. Skot Árna var mjög fast og óverjandi, fyrir Guðmund. Liðin Lið Fram lék vel í fyrri hálfleik. En í þeim síðari virtist nokkuð af liðinu dregið, og um of var stílað upp á að halda fengnum hlut og ná skyndisóknum. Besti maður Fram var Guðmundur Baldursson. Guð- mundur var kosinn maður leiksins og átti það fyllilega skilið. Þetta er án efa einn besti leikur hans fyrr og síðar. Rólegur og öruggur í markinu. Og staðsetningar hans og grip voru mjög góð. Vörnin var nokkuð traust. Marteinn yfirveg- aður og ávallt þess viðbúinn að gripa inn i á réttum augnablikum. Sverrir og Trausti voru duglegir. Pétur var mjög hættulegur í framlínunni og átti margar falleg- ar sendingar. í lið ÍA átti Árni Sveinsson góðan leik. Þá var Kristján Olgeirsson sívinnandi og byggði vel upp. Jón Alfreðsson stóð vel fyrir sínu. Lið IA barðist af miklum dugnaði þrátt fyrir mót- lætið í leiknum. Mikill kraftur var í sókn liðsins en leikmenn með eindæmum óheppnir í dauðafær- um. Það var einna helst að hjá í A hve miðjuleikmennirnir slitnuðu úr tengslum við framlínuna og svo aftur varnarleikmennina. En ljóst var á leik beggja liðanna, að það var mikið í húfi. Enda er hvert stig nú dýrmætt í hinni hörðu baráttu um toppinn. Í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur Fram — ÍA 1-1 (1-0). Mark Fram, Halldór Arason á 17. mínútu. Mark ÍA Árni Sveinsson á 90. mínútu. Gult spjald enginn. Áhorfendur 2380. Dómari Rafn Hjaltalín og dæmdi hann leikinn ágætlega ásamt línuvörðum sínum þeim Grétari Norðfjörð og Garðari Guðmundssyni. - ÞR. islandsmitlö i. delld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.