Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981
Kristinn Þórðarson
vélstjóri -
Fa*ddur 24. maí 1913.
Dáinn 29. júlí 1981.
Aðfaranótt miðvikudagsins 29.
júlí sl. liggur ferðbúið glæsilegt
skip í höfn, en vélstjórinn er hinn
rólegasti heima í notalegri íbúð
sinni og ræðir við eiginkonuna um
næstu framtíð, hvað skuli gera í
sumarfríinu og að því loknu var
ákveðið að frúin færi með í næsta
túr. Að loknum þessum hvers-
dagslegum umræðum er lagst til
svefns. En fyrir vélstjóranum á
ekki að liggja að hvílast lengi, því
nú bíður skipið ekki lengur og það
er enginn tími til að kveðja eða
taka með sér fatnað eða aðra
nauðsynlega hluti, en andlegt
veganesti er gott, eða eins og
stendur í Fjallræðunni „Sælir eru
hjartahreinir því þeir munu Guð
sjá“.
Vélstjórinn var kannski ekki í
fyrstu klár á þessu skipi, eða hvert
það var að fara, en tók þá brátt að
gera sér grein fyrir því, er áhöfn
þess var öll skipuð gömlum og
gengnum skipsfélögum hans. Vél-
stjórinn og sjómaðurinn er við
kveðjum nú er Kristinn Þórðarson
fæddur 24.5. 1913 að Hávarðarkoti
í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður Pálsdóttir, ættuð
úr Vestmannaeyjum og Þórður
Kristinn Ólafsson frá Hávarðar-
koti, en það var föðurleifð hans.
Hann bjó í Reykjavík frá 1902—
1905 en settist síðan að í Hávarð-
arkoti og bjó þar til 1934, eftir það
í Reykjavík til dauðadags 5. sept-
ember 1941. Hann þótti merkur og
framsýnn atorkumaður. T.d. eftir
heimkomuna 1905 stofnaði hann
smjörsamlag sem síðan var breytt
í rjómabú. Einnig var hann aðal-
hvatamaður þess að kirkjan var
flutt frá Háfi til þykkvabæjar og
einn af forvígismönnum þess að
Djúpós var stíflaður og fyrir
atbeina hans var reist hið mikla
skóla- og samkomuhús Þykkva-
bæjar. Meðan hann bjó í Hávarð-
arkoti þótti ekki ráðum ráðið
nema hans álits væri leitað. Þeim
hjónum varð 10 barna auðið en
eitt dó i frumbernsku. Kristinn
Minning
eða Kiddi eins og allflestir er til
hann þekktu kölluðu hann var 16
ára er hann fór fyrst til sjós.
Hann byrjaði á litlum bát frá
Þorlákshöfn á vertíð. Síðan lá
leiðin til Vestmannaeyja, en á
vertíð frá Eyjum var hann í yfir
20 ár. Einnig var hann á bátum
gerðum út frá Akranesi, Hafnar-
firði, Grindavík og víðar og ávallt
í góðum plássum, enda var hann
eftirsóttur af útgerðar- og skips-
stjórnarmönnum vegna hæfni
sinnar sem bátasjómaður og vél-
stjóri.
Sem slíkur var hann búinn að
reyna margt og keyra hinar ýmsu
vélar, allt frá hinum einföldustu
glóðarhausvélum, þar sem reyndi
mjög á hæfileika vélstjórans að
halda gangandi, að hinum full-
komnustu dieselvélum með hinum
flóknasta útbúnaði. Við gæslu
allra hinna ýmsu véla stórra og
smárra sl. 40 ár reyndist Kiddi
ávallt starfi sínu vaxinn. Ráðgóð-
ur varðandi viðhaldi véla og vel-
virkur viðgerðarmaður og farsæll
í starfi.
Ekki hafði hann síður hæfileika
til að umgangast samstarfsmenn
sína. Þeim reyndist hann alltaf
hinn besti bróðir, traustur og hlýr.
Það leið öllum vel í návist hans,
enda maðurinn með eindæmum
hógvær og lítillátur. Sem dæmi
um hógværð hans má nefna að ef
menn voru að ræða einhverjar
bilanir og orsakir þeirra og voru
ekki á eitt sáttir, að hann af
lítillæti kom með sína athuga-
semd og menn sögðu „nei heldurðu
að það geti verið", þá hló hann
góðlátlega og sagði, ,ja ég veit nú
svo lítið, en það má athuga þetta".
Yfirleitt var það nú svo að hann
sem vissi svo lítið hafði rétt fyrir
sér og menn báru virðingu fyrir
honum, jafnt í starfi sem í leik. Ég
sem þessar línur rita hafði því
miður ekki löng kynni af Kidda, en
þó við sigldum ekki saman nema
tæp tvö og hálft ár á m/s Eldvík,
þá höfðu þau kynni mín af honum
þau áhrif á mig eins og ég hefði
þekkt hann alla mína daga.
Mér varð starsýnt á manninn og
spyr nærstaddan hver hann sé og
svarið var „þetta er nýji annar
meistarinn þinn“. Ég ætlaði að fá
mér kaffisopa með þeim er sátu í
borðsalnum, en eitthvað lítið var á
könnunni og spratt hann þá upp
og bauöst til að laga kaffi. Fór ég
með honum fram í eldhúsi, því
mér var forvitni á að kynnast
manninum og virða hann um leið
fyrir mér. Hann var meðalmaður
á hæð og sterklega vaxinn og
samsvaraði sér vel, hafði dökkt
litaraft og brún góðleg augu, hárið
var mikið og orðið fallega grátt.
Sagði hann mér seinna að þetta
væru hin sterku einkenni Vík-
ingslækjarættar, en þeir sem hafa
lesið bók frænda hans Guðmundar
Daníelssonar, Dómsdagur, vita að
menn af þeirri ætt hafa verið
myndarlegir menn og gengið í
augun á kvenfólkinu.
Síðan við Kiddi drukkum saman
fyrsta kaffibollann, höfðum við
drukkið þá marga saman í okkar
föstu kaffitímum kl. 10 á morgn-
ana og kl. 9 á kvöldin á siglingu og
rætt hin ýmsu mál varðandi skipið
og ýmis önnur mál, en hann kunni
frá mörgu að segja af langri
starfsævi, svo sem frá sjósókn á
litlum vertíðarbátum og velbyggð-
um síldarbátum á síldveiðum í
Norðursjó og við austurströnd
Bandaríkjanna og síðar er hann
hóf sjómennsku á kaupskipum
fyrir um 10 árum. Það vakti
athygli okkar er með honum voru
hve þroskaðan tónlistarsmekk
hann hafði. Hann safnaði Óperu-
tónlist bæði á hljómplötum og tók
sjálfur upp á segulbönd og hlust-
aði á er tími gafst til frá störfum.
hann hafði og gaman af því að
taka lagið í góðum hópi. Seinna
þegar ég kom á heimili Guðríðar
og Kidda á Neshaga 19 hér í
Reykjavík, þá sá ég að þar fóru
hjón sem voru samhent í að skapa
fallegt og listrænt heimili, hver
hlutur í góðu samræmi hver til
annars, en um leið notalegt og
hlýlegt, þar sem manni leið vel í
návist húsráðenda. Hinn 1.9. 1958
giftust þau Kristinn og Guðríður,
en hún er dóttir hjónanna Helgu
Bjarnadóttur og Jóhanns Árna-
sonar verkamanns í Reykjavík.
Guðríður kom með í búið tvö börn
af fyrra hjónabandi sem Kristinn
reyndist hinn besti faðir, en þau
eru, Olga f. 13.9. 1938 og á hún
einn son Snorra f. 23.10. 1979,
Konráð f. 4.9. 1941 en hann er
kvæntur Helgu Hallgrímsdóttir
og eiga þau þrjú börn, Bjarna f.
15.8. 1965, Vigdísi f. 3.7. 1968 og
Hallgrím f. 12.9. 1973.
Guðríður og Kristinn eignuðust
saman tvö börn en þau eru:
Elísabet, f. 22.1.0 1950, en hún var
gift Ingvari Sveinssyni viðskipta-
fræðinema, en hann lést 24.12.
1976 og áttu þau einn son Kristinn
f. 8.4. 1971. Síðan giftist hún
Sigmundi Stefánssyni, ættuðum
frá Siglufirði og eiga þau saman
eina dóttur Huldu f. 15.1. 1981, en
beðið var með að skíra hana þar
til Kristinn kom í sumarleyfi.
Og Kristinn Ómar, f. 1.2. 1957,
en hann er heitbundinn Þorbjörgu
Eddu Guðgeirsdóttur og eiga þau
eina dóttur Kolbrúnu f. 23.11.
1978. Okkur sem voru samskipa
Kidda var það snemma ljóst að
fjölskylda hans átti hug hans
allan, því hann bað okkur ávallt að
hafa ahgun opin er við fórum í
land að verzla og finna fyrir sig
eitt og annað sem einhvern í
fjölskyldunni vanhagaði um og
láta sig vita, eða kaupa fyrir sig,
en vélstjórinn hafði oft ekki mik-
inn tíma til að fara sjálfur því
oftast þurfti að vinna að viðgerð-
um í vél er skipið var í höfn.
Enginn var því útundan heima og
Föðursystir okkar og mágkona^^ MARTA INGIBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR, Starhaga 16, andaöist á Elliheimilinu Grund mánudaginn 10. ágúst. Valgerður Stefánsdóttir, Sigríöur Stefánsdóttir, Bjarnþóra Benediktsdóttir, Guórún Tómasdóttir. t Móöir okkar, MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR, Selvogsgötu 21, Hafnarfiröi, andaöist aö morgni 9. ágúst í Borgarspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Helgason, Erla M. Helgadóttir.
t Móöir okkar og tengdamóöir, REBEKKA ÁGÚSTSDÓTTIR, Hávallagötu 29, lést í Borgarspítalanum 7. ágúst sl. Vigdis Siguröardóttir, Ólafur Valur Sigurösson, Gylfi Már Guóbergsson, Sigurást Gísladóttír. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR JOHANNSDÓTTIR, Bárugötu 29, lést 10. ágúst. Gyöa Gísladóttir Keyser, Jóhann Gíslason, Guómundur Gíslason, Erna Adolphsdóttir, Gunnar Gíslason, Björg Hermannsdóttir, Geir Gíslason, Guðrún Þorleifsdóttir
Móöir okkar og fósturmóöir, INGVELDUR BJÖRNSDÓTTIR frá Grœnumýrartungu, lést í Hátúni 10b aö morgni sunnudagsins 9. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar. Sigríöur Gunnarsdóttir, Steínunn Gunnarsdóttír, Þóróur Guómundason. Stjúpmóöir okkar og systir, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR, Bjargi, lést 7. ágúst. Björg ísaksdóttir, Arnfrióur ísaksdóttir, Helga Valgeröur ísaksdóttir, Runólfur ísaksson, Guömundur Björnsson.
t Systir min, KRISTRÚN KONRADSDÓTTIR, Glerárgötu 8, Akureyri, andaöist aöfaranótt 8. ágúst í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Svava Hjaltalin. t Eiginmaöur minn, GUDMUNDUR Þ. SIGURDSSON, Álftamýri 36, • andaöist aöfaranótt 9. ágúst. Jaröarförin auglýst siöar. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Geirlaug Benediktsdóttir.
öllum gert jafnhátt undir höfði,
þrátt fyrir annir vélstjórans.
Nú er komið að leiðarlokum,
hann barðist við höfuðskepnurnar
í meira en 50 ár til sjós og lifði þá
baráttu af. Einnig bar honum
gæfa til að sleppa við að horfast í
augu við dauðann í baráttu við
erfiða sjúkdóma, fyrir þetta get-
um við er hann þekktum, verið
herra lífsins þakklát. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum honum góðar
stundir er við áttum öll saman í
síðustu ferð hans í maí og júní nú
í sumar, þá var á heimleið haldið
upp á afmælið þeirra fjögurra sem
átt höfðu afmæli í ferðinni og var
mikið um dýrðir. Við biðjum
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
hans og vini alla í mikilli sorg
þeirra. Við skipsfélagar hans á
m/s Eldvík þökkum Kristni fyrir
samfylgdina sem var allt of stutt,
en um leið og við horfum á eftir
skipi hans til æðri hafnar segjum
við með Valdemar Briem:
Stýr minu fari heilu heim
í hófn á fridarlandi.
þar mÍK í þinni gæslu Keym
Ó GuA minn allsvaldandi.
Ásgeir Pétursson
Sjaldan verður dauðinn velkom-
inn gestur. Kemur óboðinn, jafn-
vel óvænt og aldrei virðast menn
viðbúnir því að siíkt geti gerst.
Þannig vitjaði hann Kristins
Þórðarsonar. Sumir ganga heilir
til hvílu að kveldi, en eru örendir
að morgni. Spurning er, hvort
nokkur getur óskað sér hægara
andláts en að deyja í svefni, þótt
ástvinum verði slík raun full
hastarleg. — Aðrir glíma svo við
langa sjúkdómsþraut uns yfir lýk-
ur. Þrautina lifa ástvinirnir með,
þjást og líða, hafa ef til vill þegar
borið mestallan þunga missis og
sorgar þá þegar, svo að viðskilnað-
urinn sjálfur verður sem léttir að
vissu leyti. I raun og veru er þó
aðeins stigsmunur þarna á, eða
önnur niðurröðun. Reynslan lík,
þegar horft er um öxl, hvort sem
við höfum borið eitthvað af henni
fyrirfram eða aðlögun hugans og
tilfinninganna kemur eftir á. En
þegar óboðni gesturinn birtist
jafn snögglega og hér, virðist
höggið þungt og lamandi og við
sífellt varbúin, af því að við
reiknumjekki með því, sem gerist.
Niðurstaðan kemur út á eitt, þá
upp er staðið.
Eilíf huggun og lifandi von er
hjá Jesú Kristi og hvergi nema
þar. Okkur kom lát Kristins á
óvart. Við hittum hann að vísu
ekki oft. Leiðirnar lágu fremur
sjaldan saman, helst þegar afmæli
voru eða aðrir stórviðburðir hjá
frændfólkinu. Kristinn var alúð-
legur maður að kynnast, vingjarn-
legur, rósamur og jafnlyndur.
Hafði yndi af söng. Lifði fyrir
fjölskyldu sína og starf. Hann
fæddist 24. mai 1913, sjöundi í röð
níu systkina, sem náðu aldri
fullorðinsáranna. Foreldrar hans
voru hjónin Þórður K. Ólafsson í
Hávarðarkoti í Djúpárhreppi og
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATIIYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem hirtast á í
miðvikudagsblaöi, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasiö-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.