Morgunblaðið - 11.08.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981
45
Renesans og
barokk-tónleikar
menningarfélagsins". Hann hefur
orðið:
„Það var ekki ónýtt fyrir Hitler
sáluga að eignast ötulan hand-
langara í útrýmingarstríði á hend-
ur Pólverjum, þar sem var Jósef
Stalín." Og: „Pólskuum hermönn-
um, sem hörfað höfðu undan
innrásarliði nazista, buðu Rússar
gistingu í eyjaklasanum Gúlag."
Og og: „Meðan Þýzki herinn
streittist við að breyta gamalli
höfuðborg í malarhrúgu og val-
köst, naut hann þegjandi sam-
þykkis óvinahersins. Hersveitir
rússneskra kommúnista biðu ró-
legar á hinum bakka Vislu og létu
nazistaherinn murka lífið úr
pólskum andspyrnumönnum, sem
þorað höfðu að rísa gegn ofurefl-
inu.“ Og og og: „Enginn ber í
bætifláka fyrir skepnuskap naz-
ista. Þeir eru týndir og tröllum
gefnir, og er það vel. Megurinn
málsins er sá, að hinar Pólverja-
æturnar eru enn við góða heilsu og
ógna hverjum þeim, sem ekki fær
rönd við reist." Og vitnað lítið eitt
til baka: „Þessir tveir heiðurs-
menn (Hitler og Stalín) gerðu
friðarsamning sín á milli og
skiptu Póllandi með sér bróður-
lega.“
(framhald á morgun)
Anægður
farþegi
Pálína Þorleifsdóttir skrifar:
Mikið er búið að skrifa um
ferðir Samvinnuferða—
Landsýnar á Rimini, þá yndis-
legu sólarströnd, sem hún er.
Oftast skrifa þeir, sem finnst
nauðsynlegt að kvarta yfir
einhverju. En hinir ánægðu
sem eru allur fjöldinn, lætur
ekki í sér heyra.
Nú skrifa ég, sem er mjög
ánægður farþegi, sem fór í
ferð með Samvinnuferðum í
júnímánuði, til Rimini. íbúðin
var með ágætum og öll fyrir-
greiðsla. Og ferðir, sem þeir
buðu okkur upp á, Rómarferð
og til Feneyja svo eitthvað sé
nefnt, voru með afbrigðum
skemmtilegar. Var það ekki
síst að þakka okkar ágæta
fararstjóra Ólafi Gíslasyni,
sem fræddi okkur mikið vel
um þetta fagra land, Ítalíu.
Eins voru allir hinir farar-
stjórarnir, Óli Tynes, Otto
Jónsson og frú, öll mjög elsku-
leg, vildu og gerðu allt fyrir
okkur. Hafi þau mínar bestu
þakkir.
því um leið og gróður tekur
við sér þyrpast rollurnar að
og leggja allt í auðn. — Mér
finnst að bnændur ættu að
vera bótaskyldir fyrir
spjöll sem sauðir þeirra
valda á annarra manna
löndum, en það á sjálfsagt
langt í lapd að slík lög nái
fram að ganga hér á landi.
Að gera sitt besta
„Kona“ hringdi og sagði:
Það er bæði uppörvandi og
gleðilegt að heyra í ungmenni,
sem ekki gerir mestar kröfur tií
annarra, heldur fyrst til sjálfs sín.
Þá á ég við Einar Vilhjálmsson,
sem var að setja íslandsmet í
spjótkasti og viðtal var við í
útvarpinu.
Spyrjandinn var að reyna að fá
hann til að kvarta, einsog venjan
er, en þessi piltur hefur önnur
viðhorf og nýgtárleg, þau að hann
vilji gera sitt besta við þær
aðstæður sem fyrir hendi eru.
Sumarstjörnur
Ingvar Agnarsson skrif-
ar:
I.
Hinn fyrsti ágúst sl. var
mikill dýrðardagur hér á
suðvesturhorni landsins:
Ekki blakti hár á höfði og
sólin sendi heita geisla sína
frá alheiðum himni. Þeir
mörgu, sem voru á ferða-
lögum og í útilegu, gátu því
notið lífsins í ríkum mæli,
sem og þeir er heima sátu.
Og fegurð kvöldsins var
ekki síðri, þegar sólin seig
til viðar, rauð og fagurskín-
andi, nokkru fyrir kl. ell-
efu. Á slíku kvöldi er erfitt
að slíta sig frá dýrð sólar-
lagsins og ganga til náða.
Það getur meira að segja
verið ómaksins vert, að
vaka fram yfir miðnætti og
fylgjast með þeim breyt-
ingum sem himininn tekur,
þegar hann er eins heiður
og nú átti sér stað.
Undanfarið hafa allar
Hjarðmanninum og nokkr-
ar fleiri.
II.
Mikil ástæða er til að
fagna komu stjarnanna
þegar skyggja tekur eftir
bjartar sumarnætur. Fátt
lyftir sálinni hærra eða
heillar hugann meira, en að
horfa á þessa blikandi,
björtu depla í ríki himn-
anna og gera sér grein fyrir
hvað glóir þar svo undar-
lega.
Njótum fegurðar stjarn-
anna þegar tækifæri gef-
ast. Vitum, að allar eru þær
systur sólar í óendanlegum
geimi. Vitum einnig að ótal
jarðstjörnur njóta birtu
þeirra og yls. Gerum einnig
ráð fyrir að þær fóstri
milljónir mannkynja og að
sumar þeirra séu okkur
mönnum óumræðilega
miklu fremri á allan hátt.
I .i ' v .11 m II
Sólstjarnan Vega i Hörpumerki er ein af þeim björtu stjörnum sem
fyrst koma i ljós á himni þegar skyggja tekur. Hún er 50 sinnum
bjartari en ukkar sól og er i 27 ljósára fjarlægð. Meðal Islendinga
KenKur hún einnig undir þvi sérislenska nafni Blástjarnan.
stjörnur verið okkur huld-
ar, vegna bjartra nátta. En
nú er næturhiminn orðinn
skuggsýnn nokkuð um lág-
nættið, einkum að sunnan-
verðu, en að norðan leggur
enn geisla sólar hátt til
lofts í efri lögum gufu-
hvolfsins, þótt gengin sé
hún alldjúpt undir sjón-
deildarhringinn.
Ég gekk út um lágnættið.
Öll náttúran hafði sofnað
um stund eftir dýrðlegan
dag. Mér varð litið til
himins og þar gaf á að líta,
því fyrstu stjörnur síðsum-
arsins voru komnar í ljós.
Aðeins þær allra björtustu
voru sýnilegar: Debeb í
stjörnumerkinu Svaninum,
Vega í Hörpunni, Altair í
Erninum, Arktúrus í
Lífgeislan mun streyma
frá öllu lífi og því áhrifa-
meiri, sem fullkomnun er
meiri. Fjarlægðir munu
þar engin hindrun vera í
vegi.
Við jarðarbúar þurfum
að komast í nánari lífsam-
bönd við lengra komna íbúa
stjarnanna og njóta þaðan
þeirrar mögnunar og hjálp-
ar, sem svo mikil er þörfin
á. Og vitandi vits mætti
efla þessi sambönd ef sam-
tök og vilji væru fyrir
hendi.
Þar gætu íslendingar
verið fremstir í flokki, en
þyrftu ekki að vera ann-
arra þjóða eftirbátar.
Ingvar Agnarsson,
2. ágúst 1981.
Skilin á milli endurreisnar og
barokksins, um og eftir 1600, eru
eitthvert stormasamasta um-
brotaskeið mannkynssögunnar.
Það hriktir í undirstöðum sam-
félagsins og nýjar stéttir taka til
við að móta það eftir þörfum
sínum og smekk. Kirkjan snýst
gegn þessum umbrotum af
hörku. Brúnó er brenndur á báli
og Rannsóknarrétturinn heldur
öllu í kyrrstöðu á Spáni. í
þessum suðupotti er tónlistin
milli tveggja elda, þar sem
togast á ríkjandi stéttir, sem enn
hafa bolmagn til að einoka
meginhluta hennar og ört
stækkandi borgarastétt, sem í
óþökk kirkjunnar tekst að leysa
félagsleg vandamál sín með
opnun almenningsóperu 1637 í
Feneyjum og rjúfa þar með
einokun hástéttanna á öllu
skemmtanahaldi. Þó skilin séu
nokkuð glögg sögulega séð taka
breytingarnar langan tíma og
fram á 18. eru starfandi tón-
skáld, sem í stíl og tækni eru
samstæðir við tónskáld 17. ald-
arinnar. Því hefur verið haldið
fram að þessir gleymdu tónhöf-
undar hafi einfaldlega verið lé-
leg tónskáld, háft lítið að segja
og því hafi verk þeirra fallið í
gleymsku og skugga þeirra, er
meira höfðu til brunns að bera.
Það verður að segjast eins og er,
að sú tónlist sem Camilla Söder-
berg, Snorri Ö. Snorrason og
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir fluttu
á tónleikunum í Skálholti að
þessu sinni, bar ekki merki
þeirra átaka í túlkun tilfinninga,
sem einkenndi tónlist 17. aldar-
innar. Eina verkið sem eitthvað
stóð nálægt góðri tónlist var
Essex galliardinn eftir Renes-
ans-tónskáldið Dowland. Svip-
leysi annarra verka verður tæp-
lega yfirunnið með góðum leik.
Það einfaldlega vantar alla
skerpu og tök í tónmálDtón-
skálds eins og Visés, Ravet,
Ballard og Herwich, svo nokkur
nöfn séu nefnd. Ágætur leikur,
einkum Camillu Söderberg,
megnaði ekki að draga þessi verk
Tónllst
^ftir JÓN
ÁSGEIRSSON
^ Agætur leikur,
einkum Camillu Söder-
berg megnaði ekki að
draga þessi verk upp úr
grásmósku hlutleysis
og þægilegra sam-
hljóma.mm
upp úr grámósku hlutleysis og
þægilegra samhljóma.
Það besta, sem hægt er að
segja um þessa tónlist er, að hún
er fallega litlaus og þægilega
hljóðlát og hefur það aflað henni
vinsælda nú á tímum hávaða og
lífsgrimmdar.
Jón Ásgeirsson
Brlúge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Sumarbridge
Hótel Heklu
44 pör komust að á 10. sumar-
spilakvöldi B.D.R. Spilað var í 3
riðlum, 2x14 og einum 16 para.
Eftirtalin pör nældu sér í stig:
A-riðill: Ólafía Jónsdóttir
— Ingunn Hoffmann Magnús Oddsson 195
— Jón Oddsson Þórarinn Árnason 194
— Ragnar Björnsson B-riðiIl: 191
Friðrik Brynleifsson — Atli Konráðsson 202
Ármann J. Lárusson
— Ragnar Björnsson 180
Vigdís Jónsdóttir
— Steinunn Snorrad. 178
C-riðill:
Hrólfur Hjaltason
— Jakob R. Möller 278
Þórir Sigursteinsson
— Sigurður Sverriss. 261
Sigríður S. Kristjánsd.
— Bragi Hauksson 242
Meðalskor í A- og B-riðli 156.
210 í C. Keppnisstjóri var Her-
mann Lárusson.
Staðan i stigasmöluninni:
Þórir Sigursteinsson 14,5
Jónas P. Erlingsson 13
Sigríður S. Kristjánsd. 11
Bragi Hauksson 11
Að venju er spilað n.k.
fimmtudag, í kjallara Hótel
Heklu, og verður riðlum startað
kl. 19-19.30.
Lýkur þá skráningu.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU