Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
Sovézkur búnaður í Angóla
— A myndinni eru hermenn frá Suður-Afríku með vopn af
sovézkum uppruna, sem þeir handsomuðu í Aniíóla. Á palli
voruhílsins er eldflauKabúnaður, en fremst til vinstri á
myndinni er loftvarnabyssa.
Rússneski hermaðurinn scm suður-afriskir her-
menn náðu í Anuóla í síðustu viku. Ilcrmaðurinn
náðist þar sem hann neitaði að yfirKefa lík
eÍKÍnkonu sinnar, scm féll í barddKunum.
Atlantshafsflugið:
Fargjöld hækka
um 5% til 20%
BREZK fluKmálayfirvold hafa
fyrir sitt lcyti samþykkt 5 — 20%
farj;jaldaha“kkanir á Atlants-
hafsflugleiðinni, ok er búist við
þvi að hin ýmsu fluKféldK til-
kynni hækkanir næstu daKa.
Flest fluKfélaKanna munu hækka
farKjold sin á milli 5% ok 14%, cn
Air Florida hefur i hyKKju að
hækka farKjdld á þessari fluKleið
um 20%.
í lok síðustu viku hækkuðu Pan
America, Laker og Trans World
fargjöld sín.á Atlantshafsflugleið-
inni, British Airways og British
Caledonian hækka í þessari viku
og Air Florida um miðjan mánuð.
Flugfélögin grípa til þessara
hækkana vegna aukins rekstrar-
kostnaðar, vegna verðhækkana á
eldsneyti og öðrum vörum. Einnig
hafa þau mörg lent í rekstrarfjár-
örðugleikum vegna minnkandi
ferðamannastraums. Fargjöld á
Atlantshafsflugleiðinni hækkuðu
að meðaltali um sjö af hundraði í
vor.
Gífurlegur hallarekstur hefur
verið í Atlantshafsfluginu síðustu
ár, en um 30 flugfélög keppa á
þessari flugleið. Gert er ráð fyrir
að heildartapið nemi 500 milljón-
um dollara á ári. Örfá flugfélög
græða á Atlantshafsfluginu, sem
var mjög ábatasamt fyrir nokkr-
um árum.
Efnahagsástæður hafa leitt til
farþegafækkunar á Atlantshafs-
flugleiðinni. Einkum hefur brezk-
um túristum til Bandaríkjanna
fækkað vegna veikrar stöðu
pundsins gagnvart dollar.
Hinar nýju hækkanir ná ein-
vörðungu til flugfélaga sem fljúga
milli Bretlandseyja og Bandaríkj-
anna, en fastlega er gert ráð fyrir,
að flugfélög ann'ars staðar í Evr-
ópu tilkynni a.m.k. samsvarandi
hækkanir von bráðar.
Þá er því einnig spáð, að á fundi
IATA í Cannes í október komi
fram mikill þrýstingur á að far-
gjöld verði almennt hækkuð um
heim allan næsta vor, ef ekki
jafnvel fyrr.
Sadat bannfærir
kristinn patríarka
hairo. 7, spptombor AI*.
ANWAIl Sadat. Egyptalandsfor-
scti, bannfærði Shenouda III,
patríarka koptísku kirkjunnar í
Egyptalandi á sunnudag og hon-
um var ráðlagt að halda sig
innan vegKja St. Bishouy klaust-
ursins. FylKjendur kirkjunnar
tóku fréttunum illa. en aðrir
leiðtogar hcnnar reyndu að róa
þá.
Mayo, málgagn þjóðarflokks
Sadats, sagði að Sadat hefði haft
sönnunargögn sem sýndu að kopt-
íska kirkjan hefði birt greinar í
tímaritum þar sem Sadat var
gagnrýndur persónulega og ráðist
á islömsku kirkjuna í Egypta-
landi.
Sadat skýrði frá bannfæringu
Shenouda í þriggja tíma ræðu sem
hann hélt á laugardag. Hann
greindi einnig frá handtökum 1536
manna sem hann sagði að hefðu
stofnað til spennu milli kristinna
manna og múhameðstrúarmanna í
landinu undanfarið. Hann lagði
fram tillögur í 12 liðum til að
leysa þann vanda þjóðarinnar og
mun egypska þingið greiða at-
kvæði um þær á fimmtudag.
Dagblaðið Al-Akhbar spurði
vegfarendur í Kairó álits á tillög-
um og aðgerðum Sadats um helg-
ina og voru allir hlynntir ákvörð-
unum forsetans.
\T/
ERLENT,
Bani Sadr fyrrum íransforseti tekur sér hvíld frá störfum og
lcikur borðtennis að heimili sínu skammt fyrir utan Paris.
Mitterrand vill að
Concorde verði lagt
Mitterrand Frakklands-
íorseti hefur óskað eftir því
að framtíð Concorde-þot-
unnar verði rædd á fundi
hans ok Thatcher forsætis-
ráóherra Breta í Lundúnum
síðar í mánuóinum. en talið
er að nái hann fram vilja
sínum í málefnum Con-
corde. séu endalok hennar á
næstu grósum.
Mitterrand vill að öllu starfi
er lýtur að Concorde-áætluninni,
bæði í Frakklandi og Englandi,
verði hætt nú þegar. Framleiðslu
þotunnar sjálfrar var hætt fyrir
nokkrum misserum, en nauðsyn-
legt reyndist að halda áfram
ýmiss konar starfsemi tengdri
henni, svo að rekstur flugvél-
anna væri mögulegur.
Concorde-áætluninni var
þannig hagað, að leggi annar
aðili niður allt starf, er ekki
lengur grundvöllur fyrir rekstri
þotunnar. Hvorki Englendingar
né Frakkar munu í stakk búnir
til að halda þotunni út einir sér.
Mitterrand sagði í viðtali við
Le Figaro fyrir skömmu, að ekki
væri lengur hægt að réttlæta
útgjöld hins opinbera vegna
Concorde, og samgöngumálaráð-
herra Frakka kallaði þotuna
„flugvél millanna".
Það hefur gert Mitterrand
harðari í afstöðu sinni til Con-
corde, að flugfélagið Air France
hefur hótað því að hætta rekstri
Concorde ef ríkissjóður taki ekki
á sig 90% af árlegum rekstrar-
halla þotunnar, sem eru 38
milljónir dollara, í stað 70%. Air
France rekur sjö Concorde-þotur
og British Airways sjö.
Brezka ríkisstjórnin ákvað í
apríl sl. að halda áfram að veita
fé til Concorde-starfsins, þrátt
fyrir að þingnefnd legði til að því
yrði hætt þegar í stað. Sam-
kvæmt niðurstöðum nefndarinn-
ar kostaði Concorde-áætlunin
brezka skattborgara jafnvirði
1,6 milljarða dollara frá 1962 þar
til framleiðslu hennar var hætt
1979. Rekstur þotunnar hefur
auk þess verið óhagstæður.
Stjórn Thatcher sagði, að það
yrði kostnaðarsamara að leggja
þotunni og hætta öllu starfi á
sviði Co#corde-áætlunarinnar
yrði enn meiri en að niðurgreiða
rekstur hennar. British Airways
hefur orðið fyrir 18 milljón
dollara rekstrartapi vegna Con-
corde frá því í janúar 1976, og er
búist við að rekstur þotunnar á
þessu ári verði jákvæður, miðað
við þriggja milljón dollara tap í
fyrra.
British Airways hætti í fyrra
að nota Concorde á flugleiðunum
til Bahrain og Singapore. Er
þotan eingöngu notuð til flugs til
Bandaríkjanna, fer þrjár ferðir í
viku til Washington og tvær
ferðir daglega til New York. Að
sögn British Airways hækkar
stöðugt hlutfall túrista sem ferð-
ast með Concorde til og frá
Bandaríkjunum, en hingað tii
hafa kaupsýslumenn og efnafólk
verið yfirgnæfandi. Voru fjórð-
ungur allra farþega á flugleið-
inni London-Washington í
sumar túristar.
Atvinnuleysi í
Noregi eykst
Osló. 7. septrmber. AP.
Vinnumálaskrifstofa stjórnar-
innar tilkynnti í dag, að atvinnu-
lausum hefði fjdlgað i ágústmán-
uði og væru 1,8 af hundraði
atvinnufærra manna án atvinnu.
I júlí voru 1,4 af hundraði
atvinnufærra manna atvinnulaus-
ir í Noregi. Alls voru 30.806
Norðmenn atvinnulausir í lok ág-
ústmánaðar. Hafði þeim fjölgað
um 5.868 frá því í júlílok og um
7.093 miðað við ágúst 1980.
Sameiningu
Senegal og
Gambíu spáð
Dakar. 7. soptombrr. AP.
ABDOU DIOUF forseti SencKal
hélt upp á afmæli sitt í dag, en hann
cr 46 ára, ok lýsti þá yfir, að
Senegal yrði samcinað Gamhíu
fyrir 1. janúar næstkomandi.
Forsetinn sagði að sameiningin
væri hagkvæm báðum ríkjum efna-
hagslega séð. Nefndi forsetinn hitt
nýja land „Senegambia".
Lengi hafa átt sér stað viðræður
um sameiningu milli Senegal og
Gambiu, en það var ekki fyrr en eftir
að Senegal sendi 1500 hermenn til að
kæfa uppreisn og byltingartilraun í
Gambíu, að Sir Dawda Jawara
Gambíuforseti lýsti sig fylgjandi
sameiningunni.
Diouf sagði i dag, að viðræður um
sameiningu hefðu gengið framar
vonum að undanförnu. Diouf hefur
verið við völd í Senegal í átta
mánuði.
Manntjón í
hvirfilbyl
SpouI. Miami. 7. soptombor. AP.
HVIRFILBYLURINN AKncs hcíur
reynst mannskæður á fdr sinni um
Suður-Kóreu, en þegar síðast frétt-
ist var vitað um að 93 höfðu farist
og 33 var enn saknað. Gifurlegt
cignatjón hefur orðið, cn það cr
áætlað að upphað 109 milljónir
Bandarikjadala.
Um 25.000 hús eru umflotin eða
ónýt, 439 skip af ýmsum tegundum
er saknað, rúmlega 96 þúsund hekt-
arar ræktarlands eru undir vatni og
140 kílómetrar þjóðvega stór-
skemmdir.