Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
21
• Hinn snjalli og marksækni framherji Lárus Guðmundsson Víkingi, tryggði liði sínu
sigur, 2—1, í hinum mikilvæga leik gegn lBV um helgina. Með sigri sínum í leiknum
eru Víkingar komnir með aðra hendina á íslandsmeistaratitilinn. Sjá bls. 24—25.
Ná Framarar Víking að
stigum og vinna mótið
á betra markahlutfalli?
NÚ er aðeins einni umferð í
íslandsmótinu í knattspyrnu
ólokið. Staðan er nú þannig að
aðeins tvö lið >?eta hreppt ís-
landsmeistaratitilinn. lið VíkinKs
og Fram. þessi: Staöan í 1. deild er
Víkingur 17 10 3 1 28:23 23
Fram 17 fi 9 2 2fi:22 21
Akranes 17 7 6 4 2fi:lfi 20
Breiðablik 17 fi 8 3 2fi:20 20
IBV 17 8 3 fi 29:20 19
KA 17 7 4 fi 22:16 18
Valur 17 7 \ fi 28:23 18
KR 17 3 fi 8 13:23 12
Þór 17 3 fi 8 17:33 12
FII 17 2 3 12 19:39,. 7
Næsti leikur í deildinni er á
föstudaKskvöldið á Akureyri. Þá
leika Þór og Valur. Þór verður að
sigra í leiknum ætli þeir sér ekki
að falla niður í 2. deild. Lið Vals
hefur að engu að keppa nema ef
vera skyldi fleiri stigum og metn-
aði að tapa ekki. Víst er að lið Vals
er sigurstranglegra í leiknum en
sýni leikmenn Þórs af sér baráttu
getur allt gerst. Á laugardag
verða þrír leikir. ÍA mætir FH, sá
leikur gæti skipt máli fyrir ÍA,
þar sem þeir hafa kært leikinn
gegn KR. Sú kæra verður tekin
íyrir í kvöld. Breiðablik og ÍBV
leika í Kópavogi og Fram og KA á
Laugardalsvelli. Fram verður að
sigra í leiknum ætli þeir sér að
eiga möguleika á titli. • Lið KA
verður án fjögurra fastra leik-
manna á laugardag. Þeirra Ás-
björns Björnssönar, Eyjólfs Ág-
ústssonar, Ormars Örlygssonar og
Erlings Kristjánssonar. Fram
ætti því að sigra í leiknum þegar á
það er litið hversu mikið er í húfi
fyrir liðið.
Sigri Fram KA eru þeir jafnir
Víkingi að stigum en með betra
markahlutfall og það ræður úr-
slitum séu stigin jöfn. Víkingar
eiga að leika gegn KR á sunnudag
kl. 14.00 í Laugardalnum. Sigri
Víkingar eða nái jafntefli er
íslandsmeistaratitillinn þeirra.
Tapi þeir hinsvegar leiknum og
Fram sigri KA verða Framarar
meistarar. Lið KR er í fallhættu
sigri Þór lið Vals. En hvort sem
KR-ingar eru í fallhættu eða ekki
má húast við því að þeir berjist vel
fyrir sigri í leiknum. Það væri jú
mikill sigur að vinna efsta liðið.
Víkingar eru með pálmann í
höndunum og ólíklegt að þeir
vinni ekki titilinn. En eins og allir
vita er knattspyrnan óútreiknan-
leg og allt getur gerst.
- I»R.
isiandsmötlð t. delld
„Vid sýndum hvers
við erum megnugir“
- sagöi Diörik Ólafsson, fyrirliði
Víkings eftir sigurinn í Eyjum
„ÉG LOFA engu fyrr en dómarinn
flautar til leiksloka og íslands-
mótinu er lokið. En við erum nú
komnir með aðra hönd á bikarinn
og vissulega eru möguleikar okkar
á að sigra í íslandsmótinu miklir,“
sagði Diðrik Ólafsson, fyrirliði
Víkings eftir sigurinn í Eyjum.
„Við sýndum hvers við erum
megnugir. Allir lögðu sig fram.
Mér fannst Ómar Torfason sýna
stórleik, Gunnar Gunnarsson
barðist eins og ljón á miðjunni, og
Lárus var hættulegur frammi, en
fyrst og fremst var þetta sigur
liðsheildar.“
Ertu ánægður með þína
frammistöðu?
„Ég er ánægður að hafa verið
með en ég var ekki ánægður með
frammistöðu mína í leiknum. Ég
hef misst mikið úr síðustu vikurn-
ar, verið frá æfingum og það tekur
tíma að komast í æfingu á nýjan
leik.“
„Héldum að sigurinn
væri í höfn“
- sagði Sigurlás Þorleifsson, fyrirliði
ÍBV, eftir ósigurinn í Eyjum
„VIÐ héldum að sigurinn væri í
höfn þegar Heimir Karlsson var
rekinn útaf og við vorum yfir í
leiknum; menn héldu að þeir
þyrftu ekkert að hafa fyrir sigrin-
um,“ sagði Sigurlás Þorleifsson,
fyrirliði ÍBV, eftir ósigur Eyja-
manna gegn Víkingum.
„Víkingar verðskulduðu sigur-
inn, þeir börðúst af krafti allan
leikinn og voru einfaldlega betri
en við, við hins vegar sýndum
aldrei okkar réttu hliðar, náðum
ekki upp baráttu fyrri leikja. Það
má segja að við höfum tapað þessu
Islandsmóti hér í Eyjum, árangur-
inn hreint hroðalegur, tap nú gegn
Víkingi en áður höfðum við tapað
gegn Breiðabliki, Akranesi og gert
jafntefli við Fram og KR.“
Sat ekki þreyta í ykkur eftir
leikina við Fram og Val?
„Það kann að vera að svo hafi
verið en fyrst og fremst vorum við
ekki með rétt hugarfar. Við héld-
um að sigurinn væri í höfn, það
fyrst og fremst varð okkur að fallí.
Én úr því að við höfum misst af
titlinum, þá vona ég að Víkingar
verði Islandsmeistarar; þeir eiga
það skilið," sagði Sigurlás Þor-
leifsson.
Landsliðið gegn
Tyrkjum valið
Á MORGUN. miövikudag.
leikur íslenska landsliðið í
knattspyrnu síðari leik sinn
í undankeppni lIM-keppn-
innar í knattspyrnu gegn
Tyrkjum. I.eikur liðanna
hefst kl. 18.15 á Laugardals-
vellinum. íslenska landsliðið
var tilkynnt í ga rdag og er
skipað eftirtoldum leik-
morinum:
t. Bjarni Sigurósson. ÍA
2. Ltiömundiir Baldurss.. Fram
3. Úlafur Bjurnsson. IIBK
I. Marteinn (ieirssun. Fram
5. Viðar llalldórsson. Fll
fi. Sigurður I.árusson. ÍA
7. Sigurður llalldórsson. |Á
8. Árni Svcinsson. ÍA
9. Atli Eðvaldss.. B. Dortmund
10. Magnús Bergs. B. Dortmund
11. Ómar Torfason. Víking
12. Lárus (iuðmundsson. Viking
13. Pétur Pétursson. Anderleeht
11. Pétur Ormslev. Fram
15. Örn Óskarsson. ( jrgryte
lfi. Stt'var Jónsson. Val.
Nokkuð er um meiðsli hjá
leikmönnum og því geta þeir
Janus Guðlaugsson, Trausti
Haraldsson og Þorsteinn
Bjarnason ekki leikið með
liðinu. Þá er Arnór meiddur
og treystir sér ekki að mæta
til leiks. Sigurlás Þorleifsson
ÍRV er á förum í leyfi til
Bandaríkjanna og gaf ekki
kost á sér í leikinn. Teitur
Þóröarson og Hörður Hilm-
arsson voru ekki valdir í 22
manna hópinn. Ásgeir Sigur-
vinsson gaf ekki kost á sér í
þennan leik þar sem hann er
aö keppa með liði sínu í
kvöld.
Að sögn Guðna Kjartans-
sonar mun hann stilla þrem-
ur leikmönnum upp í frant-
línuna og verður reynt aö
leika til sigurs. Lið Tyrkja
kom til landsins í fyrrakvöld
og æfði á Laugardalsvellin-
um í gærdag. Liðið er skipað
ungum leikmönnum og að-
eins þrír leikmenn eru úr
liðinu sem ísland sigraði 3—1
í Tvrklandi.
- ÞR.