Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 27

Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 35 „Hef viljað sýna þess ar myndir saman“ - segir Ilallsteinn Sigurðsson í tilefni af opnun höggmyndasýningar hans að Kjarvalsstöðum „EG IIEF ulltaf haft áhuua á því að sýna allar þessar myndir saman." saKði Iiallsteinn Sík- urðsson myndh«KKvari. um sýn- in^u sína að Kjarvalsstdðum. „Þessar högffmyndir eru unn- ar á árunum 1968—1981 og segja má að þær sýni ákveðna þróun, því elstu myndirnar eru „fíguru- tívar“ en þær yngri eru algjör- lega „abstract". Þær myndir, sem ég sýni hér eru unnar í steinsteypu, plötu- járn og epoxy-kvarz og er hér í ýmsum tilfellum um myndaseríu að ræða. „Ég hef lagt hreyfi- og vegg- myndirnar mínar á hilluna und- anfarið eitt og hálft ár og hef unnið með þessi efni nær ein- göngu. A sýningunni eru bæði stórar og litlar myndir. Þær stærri eru sýndar hér á stéttinni fyrir utan Kjarvalsstaði en þær minni eru innan dyra. Tel ég að þær stærri fari ákaflega vel við hús, sjó og himin,“ sagði Hallsteinn. „Ég hef haft aðsetur að Kjar- Bandamanna saga í skóla- útgáfu IÐUNN hefur gefið út Banda- manna sögu í útgáfu sem sérstak- lega er ætluð til lestrar í skólum. Óskar Halldórsson hefur séð um þessa útgáfu og samið ítarlegan formála. Gerir hann þar grein fyrir gerð sögunnar, listrænni byggingu hennar og stíl. Ennfrem- ur fjallar hann um handrit sög- unnar, en hún er varðveitt í tveimur aðalhandritum, Möðru- vallabók og Konungsbók sem geyma hvor sína gerð sem nokkuð eru frábrugðnar sín í milli. Hér er birtur texti Möðruvallabókar, en síðari tíma textarannsóknir hafa leitt í ljós að þar muni frumtext- inn betur varðveittur. I þessari útgáfu hefur útgefandi sýnt nokk- ur valin lesbrigði úr Konungsbók þar sem þau virðast helst skipta máli. Aftast í bókinni er skrá um nokkur rit og ritgerðir um Banda- mannasögu. Eins og í öðrum skólaútgáfum eru hér allmörg verkefni og athugunarefni handa nemendum að glíma við, og orð- skýringar og vísnaskýringar neð- anmáls. — Bandamanna saga er sautjánda bókin í flokknum Is- lensk úrvalsrit í skólaútgáfum. Hún er 64 blaðsíður, Oddi prent- aði. valsstöðum undanfarin ár án þess að þurfa að borga leigu og tel ég þá aðstöðu hafa verið betri en nokkur listamannalaun. Ég hef þó flutt vinnustofuna mína í eigið húsnæði upp í Breiðholt. Jafnframt því að vinna að höggmyndalistinni hef ég starf- að sem kennari eða steypt ann- arra manna myndir. Hér á Islandi eru tiltölulega fáir sem vinna eingöngu að höggmyndalistinni," sagði Hall- steinn. „Tel ég það vera vegna þess að hér hefur engin högg- myndadeild verið við Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrr en síðastliðið ár auk þess sem það er sennilega erfiðara að lifa af höggmyndalistinni en annar: list.“ Það er óþarfi að kynna Hall stein Sigurðsson frekar fyrii lesendum Morgunblaðsins, þv hann hefur haldið nokkrai einkasýningar auk þess sen hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði innanlands og utan. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari íyrir framan eitt verka sinna að Kjarvalsstöðum. Leiðrétting í frétt Mbl. á laugardag af viðurkenningum fyrir fagra garða í Garðabæ, misritaðist nafn ann- ars eiganda garðsins við Breiðás 1. Rétt á það að vera Ásrún Auð- bergsdóttir. Þá misritaðist nafn forstöðu- manns dvalarheimilis aldraðra á Eskifirði í frétt, en rétt nafn forstöðumannsins er Friðgerður Maríasdóttir. Viðkomandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. INGMASTER TRIDEX TÖLVUSTÝRDA TALKERFIP MEÐ ÓTAL EIGINLEIKA 5 * c FUNDUR Þú getur talað við 2-3 eða 4 samtímis, bætt þeim inn í samræðurnar einum í einu eftir óskum. TÖLVU STÝRING Stimpla inn númer og þú getur stjórnað fjar- stýrðum búnaði. ÞEGAR LIGGUR Á Ef stöð er á tali og það er áríðandi að ná til hennar fljótt, geturðu látið viðkomandi vita af þér, með því að senda honum tón. SJÁLFVIRK HRINGING Ef sá sem þú ert að reyna að ná til er á tali, stimplarðu 8 á tækinu, og mun það hringja þegar þið eruð á lausu. FLUTT TIL EINKARITARANS Hægt er að senda á sjálfvirkan hátt allar hringingar til einkarit- arans sem getur síðan gefið samband til baka eða afgreitt samtalið sjálf. HÓPKALL Möguleiki er á að kalia ákveðinn flokk stöðva í einu, með eða án þess að fá svar til baka. ALLAR STÖÐVAR Hægt er að senda skilaboð í gegn um allar stöðvar með eða án þess að fá svör til baka. Skilaboðin slíta ekki samtöl, sem eiga sér stað, en koma ofaní samtölin. LEITAÐ Hægt er að tengja númer stöðva saman, þannig að myndi keðju. Ef einhver stöðin er upptekin, fer samband- ið sjálfvirkt yfir á sam- tengda númerið, þar til fundiö, er laust númer. t’ FORGANGS- RÉTTUR Ákveðnum stöðvum getur verið gefinn þau forréttindi að slíta samtöl, ef þörf er á. HRAÐ KÖLL Á 3 til 4 stöðvum, sem oft þarf að ná til, er hægt að hafa aðeins 2ja stafa númer, það flýtir fyrir. MILLI HÚSA Fjarlægð er ekkert vandamál fyrir TRIDEX. ffr « SAMBAND VIÐ BÍLA Hægt er að tengja talstöð við TRIDEX- kerfið, sem gefur beint samband við sendibíl- inn, þannig að hægt er að hafa samband við hann hvenær sem er. Qý) Radíóstofan hf. Þórsgötu 14, simar 28377 - 11314 - 14131

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.