Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
37
Forystumál Sjálf-
stæðisf lokksins og
framtíð f lokksins
- eftir Guðjón
Hansson
Anders Hansen skrifar í
Morgunblaðið 27. ágúst síðast-
liðinn, lofgrein til stuðnings
Geir Hallgrímssyni, jafnframt
er þessi grein árásargrein á
Gunnar Thoroddsen. Greinin er
öll eitt smjaður fyrir Geir Hall-
grímsson. Anders Hansen á
margt eftir ólært, enda ungur
maður. Það er ekki með þessum
hætti sem menn fá traust fólks-
ins, það fæst aðeins með því að
vera eitthvað sjálfur, en ekki
með því að vera að smjaðra fyrir
þeim ríku í þeirri von að þeir láti
mola detta af borðum sínum.
Venjulegt fólk fær fyrirlitningu
á svoleiðis mönnum. Þegar mað-
ur les skrif Anders Hansen
dettur manni helst í hug Hjálm-
ar tuddi í bókinni „Maður og
kona“, eftir Jón Thoroddsen, en
hann var að smjaðra fyrir séra
Sigvalda í þeirri von að húsbónd-
inn léti mola detta af borði sínu
eða agnar tóhakslús. Maður
hefði haldið að Anders Hansen
hefði unnið fyrir því að fá
spónapottinn refjalaust með
skrifum sínum í bókinni „Valda-
tafl í Valhöll", en svo virðist ekki
vera. Hver skyldi vera ráðskon-
an sem heldur fyrir skömminni
spónapottinum, það skyldi þó
ekki eiga eftir að koma fram á
næsta landsfundi, en þá verður
allt sjálfstæðisfólk í kjöri til
formanns eins og alltaf hefur
verið. Það þarf engin sérstök
framboð, sjálfstæðisfólk ritar
bara á kjörseðil nafn þess er það
vill fá sem formann. Þar af
leiðandi geta mörg hundruð
manns fengið atkvæði, en sá sem
fær flest atkvæði verður formað-
ur, hvort sem það verður Ragn-
hildur Helgadóttir eða einhver
annar góður flokksmaður.
Gísli Jónsson skrifar grein í
Morgunblaðið 24.8. síðastliðinn
þar sem hann hvetur til stofnun-
ar hræðslubandalags, til þess að
kjósa Geir Hallgrímsson sem
formann flokksins, svona hey-
pokar hugsa ekki um hag flokks-
ins. Morgunblaðið tekur þennan
málflutning upp á sína arma í
Leiðara 25. 8. síðast liðinn og
telst Gísli Jónsson því til fínni
heypoka í hræðslubandalaginu,
en sannleikurinn um Gísla
Jónsson er sá, að hann vildi ekki
láta fara fram prófkjör fyrir
norðan vegna þess að hann og
heypokarnir í hræðslubandalag-
inu fyrir norðan vissu að þá ytði
Jón Sólnes efstur og heypokarnir
í hræðslubandalaginu hafa per-
sónulega ekkert fylgi.
Fyrir nokkru síðan skrifaði
Björg Einarsdóttir lofgrein í
Vísi um Geir Hallgrímsson og
hræðslubandalag hans. Hún
hefði heldur átt að skrifa grein
um kynsystur sína Ragnhildi
Helgadóttur og stuðla að því að
hún yrði kosin formaður flokks-
ins, en á sama t íma og hún
skrifaði lofgreinina um Geir fór
hún suður með sjó og hélt fund
með þrjátíu konum um það að
auka fylgi sjálfstæðiskvenna í
Sjálfstæðisflokknum, en hún tók
ekki undir það að styðja Ragn-
hildi til formanns, þegar ég bar
þaö upp á Hvatarfundi. Allir sjá
hverslags hræsni þetta er í garð
kvenna, enda hefur Björg Ein-
arsdóttir ekki starfað mikið í
flokknum fyrr en nú upp á
síðkastið, er hún var kosin for-
maður Hvatar, enda veit hún
iítið um flokksmál samanber
hugmyndir hennar um lands-
fund. í grein sinni í Vísi segir
hún að aðal verkefni landsfund-
ar sé að kjósa formann, vara-
formann og miðstjórn, en for-
maður marki svo stefnuna, en
landsfundur fjalli aðeins um hið
liðna. gn jan(jsfun(jur er n(j
annað og meira, hann á meðal
annars að móta stefnu flokksins
sem forustan á svo að vinna
eftir. Fólkið í landinu er svo
hinn stóri dómur og það hefur
kveðið upp sinn dóm og dómur-
inn er sá, að fylgið hefur hrunið
Albert Guðmundsson
af flokknum, bæði til borgar-
stjórnar og Alþingis, undir
formennsku Geirs Hallgríms-
sonar, þess vegna meðal annars
getur hann ekki verið formaður
lengur og landsfundur þarf því
að kjósa nýja forystu.
Það hefur komið fram í viðtali
við Geir Hallgrímsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, að hann
sækist eftir endurkjöri sem
formaður, einnig hefur Gísli
Jónsson menntaskólakennari á
Akureyri hvatt til stofnunar
hræðslubandalags til stuðnings
Geir Hallgrímssyni og Björg
Einarsdóttir skrifaði í Vísi
lofgrein um Geir, en hvers vegna
sækist Geir eftir formannssæt-
inu? Hann hefur marg oft lýst
því yfir að það sé ekki spurning
um menn heldur stefnu, fyrst
svo er þá ætti Geir ekki að
sækjast svona eftir þessu emb-
ætti. I hans formannstíð hefur
hann tapað tveimur kosningum
og fylgið hefur hrunið af flokkn-
um. Fólkið vill ekki Geir Hall-
grímsson, en fámenn klíka sem
hefur haldið völdunum í flokkn-
um hefur tryggt honum for-
mannssætið þó að hann hafi ekki
tiltrú fólksins. Ég hef gagnrýnt
þessa hluti innan flokksins og
flutt tillögur, hef ekki viljað
bera þessi mál á torg, en
hræðslubandalag Geirs Hall-
grímssonar hefur kosið að ræða
þessi mál í blöðunum. Þó að Geir
sé kannski ágætis maður per-
sónulega, þá er hann ekki mað-
urinn sem hefur tiltrú fólksins
og verður því að fara frá. Geir og
hans félagar verða að meta
meira stöðu flokksins heldur en
persónulega stöðu Geirs Hall-
grímssonar. Það er flokkurinn
sem er númer eitt, en ekki Geir
Hallgrímsson. Hræðslubandalag
Geirs Hallgrímssonar hefur
hamrað á því að undanförnu, að
það væri hið mesta voðaverk að
Gunnar Thoroddsen hafi mynd-
að stjórn með kommunum, en
sannleikurinn er sá að á fjöl-
mennum fundi í fulltrúaráðinu í
Reykjavík sem haldin var áður
en núverandi stjórn var mynduð,
kom ég með tillögu um að
Sjálfstæðisflokkurinn færi ekki í
Guðjón Ilansson
stjórn með kommúnistum. Til-
lagan var studd af Ragnhildi
Helgadóttur og fleirum og urðu
miklar umræður um þetta mál.
Geir Hallgrímsson fór þá marg
Matthías Á. Mathiescn
oft í ræðustólinn og barðist gegn
því að þessi tillaga yrði sam-
þykkt, vegna þess að hann vildi
fara í stjórn með kommum, það
voru nú öll heilindin þá, en málið
var það, að Geir vildi verða
forsætisráðherra í þeirri stjórn,
en kommarnir vildu ekki Geir,
en þeir vildu mynda stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Framsókn
vildi ekki Geir, en vildi fara í
stjórn með Sjálfstæðisflokknum,
allir flokkar viljá vinna með
Sjálfstæðisflokknum, en enginn
með Geir sem forsætisráðherra.
Þess vegna vill hræðslubandalag
Geirs fórna flokknum nú fyrir
persónulegan metnað Geirs, en
það kemur ekki til greina,
flokknum verður ekki fórnað
fyrir Geir Hallgrímsson. Geir
Hallgrímsson kvartar í viðtali
við Helgarpóstinn yfir því að
skúmaskota áróðurinn sé verst-
ur, en hvar er skúmaskota áróð-
Ragnhildur Ilelgadóttir
ur fylgismanna hans sjálfs sem
þora yfirleitt ekki að taka
ákvörðun eða ábyrga afstöðu til
mála í flokknum, heldur hefur
Geir laumast til að láta aðra úr
hræðslubandalaginu lauma sín-
um áformum að og þykist svo
hvergi koma nærri. Hann gat
ekki tekið afstöðu í forsetakostn-
ingunum, en hann vann í skúma-
skotum gegn Alberti Guð-
mundssyni, fyrst átti að styðja
Pétur Thorsteinsson gegn Al-
berti, en þegar þeir sáu að Pétur
myndi ekki vinna Albert, þá var
Guðlaugur Þorvaldsson fenginn
í framboð og Pétur settur út í
kuldann. Þannig eru vinnubrögð
skúmaskotamanna í hræðslu-
bandalaginu. Allir vita svo
hvernig fór, flokkurinn tapaði og
beið ósigur vegna skúmaskota-
vinnubragða hræðslubandalags-
ins. Ef að hræðslubandalagið
fær Geir Hallgrímsson kosinn
áfram, þá hrynur fylgið af
flokknum og það getur ekki
endað með öðru en því að
flokkurinn klofni og frjálslynd-
ari menn myndi breiðfylkingu til
að standa vörð um lýðræðishug-
sjónina og Sjálfstæðisstefnuna.
Þess vegna er brýn nauðsyn
fyrir flokksmenn að standa sam-
an á landsfundi um það að
mynda nýja forystu, til þess að
koma í veg fyrir það, að flokkur-
inn klofni. Eftirtalið fólk getur
myndað nýja virka forystu sem
allir ættu að vera ánægðir með
og hefði tiltrú fólksins í landinu,
en það eru: Ragnhildur Helga-
dóttir, Albert Guðmundsson og
Matthías Á. Mathiesen í Hafn-
arfirði.
Gjör rétt þol ei órétt.
Guðjón ó. Ilansson
Góður
félagi
GF-8989H/E Glæsilegt ferðatæki
Stereo Portable Radio Cassette Kr. 3.910,-
Stereo ferðatæki frá kr. 1.900.-
Jbft-Töuch
Sott-Touch Operation
I y || CXXBY SVSTEM*] Aulo Proqram Search Syslem
Feröa- og kassettutæki meö 4 útvarpsbylgjum, FM stereó,
stuttbylgju, miðbylgju og langbylgju. 2x5,5 wött RMS. „2-way“
hátalarar, 2 innbyggðir míkrófónar. Óvenjulega góðir upptökueig-
inleikar.
Lengd 510 mm. Hæö 284 mm. Breidd 134 mm.
Útsölustaöir: Karnabær Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík —
Portið Akranesi — Patróna Patreksfiröi —
Epliö ísafiröi — Álfhóll Siglufiröi — Cesar
Akureyri — Radíóver Húsavík — Hornabær
QÍMI OCQQQ Hornafiröi — M.M. hf. Selfossi — Eyjabær
OIIVII 4lOyyy Vestmannaeyjum.
LAUGAVEGI 66