Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Flutningar Arnarflugs til Líbýu athugaðir „ÞAD hefur komið ósk um það til Dugráðs, að rannsakaðir verði meintir vopnaflutningar með flugvélum Arn- arflugs milli Krakklands og Líbýu. Þessi frétt kom okkur Arnarflugs- mönnum mjög í opna skjöldu og við höfðum strax samband við forstöðu- mann loftferðaeftirlitsins og óskuðum eftir fundi með honum og fulltrúm utanríkis- og samgönguráðuneytis," sagði Gunnar Þorvaldsson, fram- kva-mdastjóri Arnarflugs, í samtali við Mbl. „Arnarflugsmenn hafa síðan far- ið yfir flutningsskjöl yfir farmana í þessum ferðum og ekkert fundið, sem ekki hefur haft útflutningsleyfi frá frönskum stjórnvöldum og inn- flutningsleyfi frá yfirvöldum í Líb- ýu. Auk heldur hafa allir þessir farmar verið innan IATA-reglna, sem íslenzkar loftferðareglur segja til um. Arnarflug hefur síðan boðið stjórnvöldum alla þá samvinnu og aðstoð í þessu máli sem óskað hefur verið eftir," sagði Gunnar Þor- valdsson ennfremur. Sérstakir fulltrúar ríkisins voru skipaðir til að rannsaka málið, en samkvæmt upplýsingum Mbl. hefur ekkert komið fram í þeirra athugun sem gefur til kynna að um vopna- flutninga hafi verið að ræða. Morgunblaðið innti Birgi Guð- jónsson, deildarstjóra í samgöngu- ráðuneytinu, eftir áliti hans á þessu máli. — „Að mínu mati er þetta í raun ekkert mál. Ástæðan fyrir því, að athugun fór fram er einfaldlega sú, að þessir flutningar fara fram á svæði, sem er eins og pólitískur suðupottur," sagði Birgir. að óskin um rannsókn á flutningun- um hefði komið frá Ragnari. Hann vildi hins vegar hvorki játa því né neita og kvaðst ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Litla Hraun: 4 í einangrun eftir fíkni- efnaneyzlu KJOKIK fangar voru úrskurðaðir í ein- angrun eftir að upp komst um notkun og ólöglega meðferð fanga á lyfjum og fíkniefnum á Litla Hrauni í vikunni. Fangelsisstjóri óskaði eftir því, að mennirnir sættu einangrun. Þar sem pláss reyndist ekki nægilegt á Litla Hrauni voru þrír þeirra fluttir til Reykjavíkur og dvelja nú í ein- angrun í fangelsinu við Síðumúla. Mál sem þetta hefur ekki komið upp á Litla Hrauni um nokkuð lang- an tíma. Eldur laus í skúr í Hveragerði llvcragerdi, 24. okt. SLÖKKVILIÐIÐ hér var kvatt út síðdegis í gær að húsi númer átta við Laufskóga. Þar var eldur laus í geymsluskúr sem stendur innarlega á lóðinni. Brann skúrinn til grunna á skammri stundu. Logn var og rigning svo ekki stafaði nein hætta af eldinum fyrir nærliggjandi hús. Á meðfylgjandi mynd er skúrinn fallinn en slökkviliðsmenn eru að slökkva í rústunum. Töldu menn trúlegast að um íkveikju væri að ræða, en ekkert skal um það fullyrt. Málið er í rannsókn. — Sigrún. Lánskjaravísitala hefur hækkað um 48% á einu ári Iæifur Magnússon, formaður flugráðs, vildi í samtali við Mbl. ekkert tjá sig um málið. Þá sneri Mbl. sér einnig til Ragnars Karls- sonar, sem sæti á í flugráði, en Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, staðfesti við Mbl. Vísitöluhækkanir launa eru hins vegar í kringum 38% SEÐLABANKI Islands hefur nýverið reiknað út lánskjara- vísitölu fyrir nóvember- mánuð og reyndist hún vera Fundur í yfirnefnd í gær og annar í dag YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar- úlvegsins koin saman til fundar kl. 17 í gær til að fjalla um almennt fiskverð. Kundinum lauk eftir góða klukkustund án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur verið boðaður í Yfirnefnd kl. 17 í dag. Þá fjallaði Yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins um verð á síld til frystingar í gær, og var það fyrsti fundur Yfirnefndar um slld- verð til frystingar. Fundur nefnd- arinnar stóð í eina klukkustund og mun vera nokkuð langt í að menn geti sæst á verð. 282, eða hefur hækkað um 2,92% úr 274 frá síðasta mán- uði. Ef hækkun lánskjara- vísitölu er skoðuð yfir heils árs tímabil, eða frá því í nóvember á sl. ári, kemur í ljós, að hækkunin er tæp- lega 48%. Vísitöluhækkanir launa á þessu sama tímabili eru hins vegar ekki nema í kringum 38%, sé reiknað með að laun hækki um 9% 1. desember nk. miðað við Landsfundur Sjálfstædisflokksins: Fimmtán starfshópar fjalla um ályktanir LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins, hinn 24. í sögu flokks- ins, verður settur á fimmtudag kl. 17.30 í Háskólabíói og verður störfum landsfundarins haldið áfram um kvöldið í Sigtúni. „Und- irbúningur fundarins hefur gengið vel og svo til öll félög, sem rétt hafa til að kjósa fulltrúa, eru búin að því og hafa fundargöng verið scnd út til fulltrúaráða," sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl. „Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins er sjálfkjörið, en að öðru leyti eru fulltrúar á fundinum kosnir af sjálfstæðisfélögum víðs vegar um landið í sem nán- asta samræmi við kjörfylgi og félagafjölda. Landsfundur er haldinn annað hvert ár og fer með æðsta vald í málefnum flokksins. Þar er stjórnmálayf- irlýsing samþykkt og ályktanir í hinum einstöku málaflokkum. Um 900 fulltrúar eiga sæti á fundinum, sem stendur í fjóra daga. Starfsemi Sjálfstæðisflokks- ins hefur að mestu leyti verið með hefðbundnum hætti frá síð- asta landsfundi, enda þótt stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsens, varaformanns flokks- ins, hafi óneitanlega haft nokkur áhrif á flokksstarfið. Þrátt fyrir þann ágreining, sem er uppi um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar, hefur hið félagslega starf verið með miklum blóma og fundir, sem hafa verið fjölmargir, hafa almennt verið vel sóttir. Almennt finnst mér góður hugur meðal sjálfstæðismanna og ljóst er, að áhugi fyrir fundin- um er mikill og stefnir í mjög góða fundarsókn. Fundurinn hefst með glæsi- legri samkomu í Háskólabíói og er ánægjulegt að landskunnir skemmtikraftar og listamenn munu leggja þar lóð á vogarskál- arnar. Að lokinni ræðu for- manns, Geirs Hallgrímssonar, munu Helga Bachmann og Helgi Skúlason flytja ljóð eftir skáldin Tómas Guðmundsson og Matthí- as Johannessen. Þá leika Gunnar Kvaran, sellóleikari og Gísli Magnússon, pianóleikari sam- leik. íslenzki dansflokkurinn sýnir og einsöngvarakvartettinn syngur. Hann skipa þeir Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson en undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson. Síðan verður störfum fundar- ins fram haidið í Sigtúni. Og vil ég sérstaklega vekja athygli landsfundarfulltrúa á því, að fundarstörf hefjast strax á fimmtudagskvöldið með almenn- um fundi í Sigtúni. Þar verður fjallað um starfsemi Sjálfstæð- isflokksins og skipulagsmál hans. Starf fundarins fer fram með tvennum hætti; í fyrsta lagi í 15 starfshópum, sem munu fjalla um ályktanir í hinum ein- stöku málaflokkum og í öðru lagi á almennum fundum landsfund- arins, en á þessum landsfundi er mikill tími ætlaður til almennra umræðna. Fundi lýkur svo á sunnudag og verður þá m.a. gengið til kosningar formanns, varaformanns og miðstjórnar," sagði Kjartan Gunnarsson. útreikning framfærsluvísi- tölu 1. nóvember nk. Sé hækkun lánskjaravísi- tölu skoðuð yfir tveggja ára tímabil eða frá nóvember 1979, kemur í ljós, að hún hefur hækkað um 131%. Vísitöluhækkanir launa á þessu tímabili eru hins veg- ar ekki nema í kringum 108%. Léttmjólk ídag LÉ7TMJÓLK kemur á markaðinn á sölusvæði Mjólkursamsölunnar í dag. Verið er að framleiða létt- mjólkurumbúðir en framleiðsla þeirra tckur nokkrar vikur. Kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Leggja niður vinnu vegna vangoldinna launa VEGNA vangoldinna launa hefur kennarafélagsfundur Kjölbrautaskóla Suðurnesja ákveðið að leggja niður vinnu þann 28. október næstkomandi. Segir í fréttatilkynningu frá kennarafélagsfundinum, að kennar- ar krefjist þeirra sjálfsögðu mann- réttinda að fá laun sín greidd á rétt- um tíma eins og aðrir launþegar og lýsa því yfir, að þeir telji ekki leng- ur ástæðu til að hlusta á aðskiljan- legar útskýringar ýmissa fulltrúa ríkisvaldsins á hinum ólíkustu stöð- um. Kennarar vilja sérstaklega benda á, að þeir hafi nú í sumar þurft að borga vexti og dráttarvexti af gjald- fölínum skuldum í nokkrar vikur og jafnvel mánuðum saman, meðan fjármunir þeirra rýrna í fjárhirsl- um ríkisins. Þá fer kennarafélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja fram á, að skóla- nefnd FS tryggi greiðslu fyrir þau aukastörf, sem skólameistari ræður kennara skólans til — en ráðuneytin samþykkja ekki þegar í stað. Krefj- ast þeir einnig, að gert verði út um nánara fyrirkomula þessarar trygg- ingar og verði það gert á milli skóla- nefndar Fjölbrautaskólans og kenn- arafélags FS. Hefðum borið blaðið út nú í þessari viku Með eða án aðstoðar póstburðarfólksins í Kópavogi „ÞETTA er ákaflcga leiðinlegt mál, og sennilega komið til af fljótfærni, því ef fólki líkar ckki skrif af einhverju tagi, á það að fara í mál, en ekki beita svona aðgerðum," sagði Jón A. Skúla- son, póst- og símamálastjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Er Jón var spurður álits á deilunni um útburð á hlaðinu Vogum í Kópavogi, þar sem pósthurðarfólk neitaði að bera út blað- ið vegna gagnrýni á það í því sama blaði. „Þetta gengur auðvitað ekki,“ sagði Jón ennfremur, „og við verð- um að taka hart á þessu. Það er ómögulegt að líða það, að fólk fái ekki það sent í pósti sem því ber, og Póstmannafélag íslands er mér sammála um það atriði. Á málið reyndi hins vegar ekki til fulls, þar sem ábyrgðarmaður tók blaðið til baka áður. Við hefðum hins vegar gert ráðstafanir til að bera það út eftir helgina, með eða án aðstoðar póstburðarfólksins í Kópavogi." Að öðru leyti kvaðst póst- og símamálastjóri ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi, hann hefði beðið um skýrslu þar sem allir málavextir kæmu fram, og fyrr en hún yrði til, vildi hann lítið meira segja. Málið hefði enda ekki verið kært ennþá, og því rétt að bíða átekta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.