Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 19 Korchnoi vill frest Meranó, 26. október. Al*. VIKTOR Korchnoi áskorandinn í einvíginu um heimsmeistaratitil- inn í skák óskaði í dag eftir frest- un á tíundu einvígisskákinni, sem tefla átti í dag. Setjast þeir Karpov að tafli að nýju á fimmtudag. Karpov vann níundu einvígis- skákina á laugardag, en það var samdóma álit sérfræðinga, að Korchnoi hefði teflt með ein- dæmum illa í þeirri skák. Aðstoðarmenn Korchnois sögðu að áskorandinn þyrfti á hvíld að halda, því hann væri út- keyrður eftir áttundu og níundu skákina. í þeirri áttundu hefði hann þrívegis lent í miklu tíma- hraki og þvi hefði hann verið dauðþreyttur er hann settist að tafli á laugardag. Sjá nánar skákskýringar á bls. 15. Áætlun um frelsi Namibíu kunngerð VESTRÆNAR þjóðir kynntu í gær stjórnlagatillögur, sem eiga að binda endi á yfirráð SuðurAfríkumanna í SuðvesturAfríku, Namibíu, og þar er m. a. ábyrgzt að grundvallarmannréttindi verði höfð í heiðri og heiðarlegar kosn- Rétt ákvörðun á réttum tíma ingar fari fram. Hvítir menn fordæmdu tillög- urnar þegar i stað, þar sem þær væru óljósar og í þeim skorti tryggingar fyrir minnihlutahópa. Leiðtogi klofningshóps blökku- manna hrósaði tillögunum. í tillögunum, sem voru afhentar stjórnmálaleiðtogum í Namibíu og embættismönnum í Höfðaborg, er gert ráð fyrir kosningu stjórn- lagaþings, þar sem allir stjórn- málaflokkar fái fulltrúa. Þingið skal semja stjórnarskrá, sem verður að fá tvo þriðju meirihluta. Það þýðir að samtök blökku- manna, SWAPO, verða líklega ekki allsráðandi á þinginu, þar sem ólíklegt er að þau fái tvo þriðju meirihluta. Ekkert er minnzt á pólitískar tryggingar til handa minnihluta 110,000 hvítra manna í tillögunum eins og í Rhódesíu á sínum tíma. Ekki er heldur tekið fram hvenær landið fær sjálfstæði, hvenær suður-afríska herliðið skuli flutt burt eða hvernig skuli stjórna landinu þar til það fær sjálfstæði. Talið er að þessi mál beri á góma þegar fulltrúar hinna fimm vest- rænu þjóða, sem standa að tillög- unum, koma til Windhoek í vik- unni. Blað hvítra manna, „Die Suid- wester", segir tillögurnar óljósar og ekki hafa að geyma tryggingar handa hvíta minnihlutanum. Leið- togi Þjóðarflokks hvítra manna, Kosie Pretorius, kvaðst telja að stjórnmálaflokkar landsins yrðu fyrir vonbrigðum með tillögurnar, þar sem í þeim væri of mikil áherzla lögð á alþjóðlegar hliðar málsins. „Það lítur út fyrir að um- heimurinn vilji segja Suðvestur- Afríku fyrir verkum," sagði hann. Andreas Shipanga, einn af stofnendum SWAPO sem seinna stofnaði sinn eigin stjórnmála- flokk, kvaðst „næstum 98%“ sam- mála tillögunum „Þetta er sú Namibía, sem við viljum," sagði hann. Hann kvaðst telja að allir nema SWAPO og hvítir menn gætu sætt sig við tillögurnar. Hann bjóst við að vestrænir full- trúar kæmu aftur til Namibíu seint í næsta mánuði eða í des- emberbyrjun til að ræða vopnahlé og kosningar. AP eftir Katrínu Eymundsdóttur bæjarfulltrúa Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til kjörs varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Ég get ekki látið hjá líða, að stinga niður penna og lýsa ánægju minni með þessa ákvörðun. Ragnhildur Helgadóttir, er góð- ur stjórnmálamaður, góður sjálfstæðismaður, skapföst, greind og vel menntuð kona. Hún er ein þeirra kvenna, er með störfum sínum hefur sýnt og sannað, að konur eiga fullt erindi í æðstu stöður þjóðfélagsins. Henni er því vel treýstandi að sinna varafor- mannsembættinu með prýði. Með því að kjósa Ragnhildi varaformann Sjálfstæðisflokks- ins, sýna sjálfstæðismenn í verki fordómaleysi sitt gagnvart kon- um. Sýna að þeir meta einstakl- inginn eingöngu eftir hæfileikum hans. Kosning Ragnhildar staðfestir þá viljayfirlýsingu sjálfstæð- ismanna, að þeir eru tilbúnir að veita konum ekki síður en körlum brautargengi innan síns flokks. Þeir viðurkenna nauðsyn þess, að stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins sé mótaður jafnt af konum sem körlum. Með kosningu Ragnhildar lýsa sjálfstæðisménn því yfir, að konur eiga að hasla sér völl innan stjórn- málaflokkanna við Jilið karla, en ekki einar sér í einhverju þverpólitísku samkrulli, þar sem engin veit hvaða stefna verður ofan á. Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir þeim vilja sínum, að fá konur í ríkari mæli til að leggja hönd á plóginn í flokksstarfinu. Ekki síst hafa karlmennirnir oft lýst því yf- ir að þeir leiti með logandi ljósi að konum til starfa, en þær fáist ekki til þess. Hér er kona, sem fæst til starfa. Kona, sem er vel hæf til að sinna, ekki aðeins málefnum sjálfstæðiskvenna heldur einnig málefnum sjálfstæðiskarla, mál- efnum Sjálfstæðisflokksins. Til þess hefur hún mennturi og reynslu. Það hefur ýmislegt dunið yfir okkur sjálfstæðisfólk þessi síðustu Katrín Eymundsdóttir misseri, og oft virðist mér, að frjálslega sé farið með stefnuyfir- lýsingar flokksins, svo ekki sé meira sagt. En við skulum virða þá viljayfirlýsingu að efla hlut- deild kvenna í flokksstarfinu. Tökum því rétta ákvörðun á réttum tíma sjálfstæðismenn. Þjóðfélagsumræðan í dag snýst mikið um stöðu konunnar og þátttöku hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. Tökum því höndum saman og kjósum Ragnhildi Helgadóttur varaformann Sjálf- stæðisflokksins á landsfundinum um næstu helgi. Húsavík, 25. október 1981. HM f bridge: Vid minnum á vetrar skodunina eigendur SKODA og ALFA ROMEO Auk mælingar á 28 gangstigum vélarinnar með fullkomnum mælingartækjum er vélarþvottur, vélarstilling, Ijósastilling og athugun á 26 öðrum atriðum bifreiðar- innar innifalið í skoðuninni, sem er seld á föstu gjaldi, kr.445,00 með söluskatti og gildir fram til 1. desember n.k. Línurnar skýrast f spennandi undankeppni New York, 26. október. Al*. Nll ER fjórum umferðum ólokið í karlaflokki á HM í bridge sem fram fer þessa dagana í New York. Telja fréttaskýrendur líklegt að í undan- úrslitum verði Brctland, sem hefír nú 115 stig, Argentína sem hefir 114 stig, Pólland sem er með 112 stig og bandaríska sveitin sem hefir 108 stig. Allar líkur benda til að Pakist- anar með 94 stig, Ástralía með 93 stig og Indónesía með 84 stig hafi misst af lestinni að þessu sinni. Þó má benda á að flestir leikirnir hafa verið mjög jafnir og má ekki mikið út af bregða til að röð sveitanna riðlist. I 10. umferð sem spiluð var sl. sunnudag vann Argentína Ástr- alíu 14—6. Pakistan vann Bretland 11—9 og Indónesía vann Banda- ríkin 11—9. Pólland sat yfir. í kvennaflokki er bandaríska sveitin með örugga forystu með 132 stig, brezku konurnar hafa 111 stig og brazilísku konurnar 109 stig. Átök milli danskra unglinga og lögreglu Kaupmannahörn, 26. október. Al' LÖGKEGLA beitti táragasi og bareflum gegn dönskum unglingum sem höfðu lagt undir sig gamla verksmiðjubyggingu í Kaupmanna- höfn á mánudag og handtóku 100. Ekki urðu nein alvarleg meiðsli í átökunum en þau voru hin mestu sem orðið hafa milli unglinga og lögreglu í Danmörku. Unglingarnir fóru í gamla gúm- míverksmiðju á laugardag og ætl- uðu að nota hana sem samkomu- stað. Þeir komu húsgögnum fyrir um helgina en þegar lögreglan ætlaði að reka þá út tóku 200 á móti. Eigandi verksmiðjunnar bað lögregluna að fjarlægja ungl- ingana úr byggingunni. V Með fullkomnum rafeindamælltæk/um sem tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má mæla öU gangstig af mikilli nákvæmni. Auk þess sem „Vetrarskoðunin" ætti að fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er ástæða til að vekja athygli bifreiða- eigenda á þeim bensínsparnaði sem rétt stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt vél getur hæglega kostað eigandann þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað á tiltölulega skömmum tíma. Markús Olfsson, móttokustjóri þ/ónustu- deildar, tekur við bókunum og veitir allar frekari upplýsingar um vetrarskoðunina. UÖFUR hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 ita J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.