Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 26
34 LANDSSMIDJAN 0 DEXION DEXION Fyrir vörugeymslur, verslanir, iðnfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAR, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI . , W LANDSSMIÐJANI 'IT 20 6 80 ^ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Frá Vidskiptaþingi Við þurfum að skapa einka- rekstrinum nýtt svigrúm Fyrir skönimu var haldið fjórða Viðskiptaþingið, sem Verzlunarráð íslands stendur fyrir. Á þinginu var fjallað um framtíð einkarekstrar. Morgunblaðið mun á næstunni birta kafla úr nokkrum framsöguræðum, sem fluttar voru á þessu þingi en hér fer á eftir í heild setningarræða Hjalta Geirs Kristjáns- sonar, formanns Verzlunarráðs íslands: Góðir félagar og gestir. I dag erum við saman komnir til að taka þátt í Viðskiptaþingi Verzlunarráðs Islands, því fjórða í röðinni frá því að lögum ráðsins var breytt á árinu 1975, en þá var ákveðið að boða til Viöskiptaþings á tveggja ára fresti, þau ár sem aðalfundur er ekki haldinn. Er Viðskiptaþingi ætlað að marka stefnu ráðsins og taka til meðferð- ar þau málefni, sem hæst ber í viðskiptalífinu hverju sinni. Við upphaf þessa þings er tímabært að spyrja: Hvernig hefur til tekizt? Hvaða árangri hafa fyrri Við- skiptaþing skilað? Árangur fyrri Viðskiptaþinga Fyrsta Viðskiptaþingið var haldið vorið 1975 í þeim tilgangi að skapa hugarfarsbreytingu, svo að frjáls verðmyndun og virk sam- keppni fengi að njóta sín í atvinnulífinu. Þetta markmið náð- ist í stórum dráttum. Mönnum er nú almennt ljóst, hversu gagnlaus og iðulega skaðleg verðmyndunar- höftin eru. Það er því aðeins spurning um tíma og samsetningu ríkisstjórnar, hvenær lögin um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti fá að taka gildi í sinni upphaflegu mynd, þannig að frjáls verðmynd- un fái að sýna gildi sitt, en tillögur Verzlunarráðsins og málflutning- ur þess réðu mikiu um, hvernig þar tókst til. Annað viðskiptaþing Verzlun- arráðsins, sem haldið var haustið 1977, tók fyrir fjármagnsmarkað- inn í landinu undir yfirskriftinni „Nýsköpun íslenzkra fjármála". Tilgangur þess var að endurvekja gildi frjáls sparnaðar í þágu arð- bærs reksturs og framkvæmda, þannig að arðsemi yrði helzta leið- arljós í fjárfestingum og atvinnu- rekstri. Skoðun Verzlunarráðsins var og er sú, að vexti eigi að gefa frjálsa, og breyta þurfi reglum um skattlagningu áhættufjár m.a. til samræmis við þær, sem gilda um annað sparifé. Samhliða þurfi að gefa verðmyndunina frjálsa, halda gengisskráningunni raunhæfri og draga stórlega úr verðbólgunni. Þótt sú breyting, sem síðar varð á vaxtakrefinu, hafi vlssulega leitt til aukins sparnaðar vegna raun- hæfari vaxta, hefur hún samt ekki tekizt sem skyldi, þar sem efna- hagstefnan á öðrum sviðum hefur ekki fylgt eftir breyttri stefnu í vaxtamálum. Er brýn nauðsyn, að svo verði gert. Vorið 1979 tók síðasta Við- skiptaþing fyrir gjaldeyris- og utanríkisviðskipti. A því sviði hef- ur síðan þá verið sett ný löggjöf, sem er nokkur framför, þótt hún gangi ekki eins langt og við vilj- um. Afgreiðsla á erlendum gjald- eyri til ferðalaga er nú öll einfald- ari og rýmri en áður, og heimiit er nú að nota kreditkort á ferðlögum erlendis. Lögin heimila einnig, að innlendir bankar opni ávísana- reikninga á gjaldeyrisreikninga fyrirtækja, en sú heimild hefur enn ekki komizt í framkvæmd. Frjálsræði í utanríkisviðskiptum hefur aukizt nokkuð, en stærstu breytingarnar eru framundan á sviði tollamála, en nefnd sem „Við látum þad gott heita, ad atvinnuvegum sé mis- munað og fyrirtækjum sé mismunað eftir rekstrar- formum og staðsetningu. Við skiptum atvinnu- rekstrinum í hagsmuna- hópa, þar sem hver hugsar um sig. Þetta ástand nota svo óvinir einkarekstrar til að ná auknum áhrifum í atvinnulífinu, unz því takmarki er náð, að stjórnmálamenn ráða orð- ið, hver fær að lifa og hver deyr í íslenzkum atvinnu- rekstri.“ Verzlunarráðið átti fulltrúa í, hef- ur nú skilað tillögum til fjármála- ráðherra um frumvarp til laga um gjaldfrest á aðflutningsgjöldum ásamt tillögum að reglugerð. Er stefnt að því, að frumvarpið komi fram á þingi nú í haust. Loks má nefna, að lög um tollskrá eru nú í endurskoðun, þannig að við sjáum vonandi fram á verulega einföldun á þessu sviði og samræmingu á aðflutningsgjöldum skyldra vara. Framtíð einkarekstrar Við getum sennilega öll verið sammála um, að nauðsynlegt var að fjalla um þau viðfangsefni sem Viðskiptaþingin hafa tekið fyrir til þessa. I upphafi þessa þings er því eðlilegt að menn spyrji: Ber jafn brýna nauðsyn til þess að koma nú saman og ræða framtíð einkarekstrar? Skoðun stjórnar Verzlunarráðs íslands er, að svo sé. A undanförnum árum hefur ríkisvaldið stöðugt fært út kvíarn- ar. Stutt upptalning sýnir okkur að með sama áframhaldi mun einkareksturinn gegn sífellt minna hlutverki í atvinnulífinu: • Skattar bæði beinir og óbeinir verða sífellt stærri hluti launa okkar. Árið 1950 voru skattar til ríkis og sveitarfélaga 25% af þjóðartekjum, árið 1970 35% og búizt er við, að um 45% af tekj- um íslendinga fari í skatta í ár. Með sama áframhaldi verður skattheimtan komin í nær 75% árið 2000. • Við vinnum nú 5‘k mánuð, þ.e. frá janúar fram í miðjan júní til þess að fjármagna rekstur og umsvif hins opinbera, sem lætur sér ekkert óviðkomandi. • Árið 1967 var 1 maður í þjón- ustu hins opinbera fyrir hverja 7 í þjónustu atvinnuveganna. Tíu ár- um síðar er 1 maður í þjónustu hins opinbera fyrir hverja 4 hjá atvinnuvegunum. • Árið 1968 fóru tæp 20% af skatttekjum ríkisins í launa- greiðslur. Tíu árum síðar fóru tæp 30% af skatttekjum ríkis- ins í launagreiðslur. Þessi stutta upptalning sýnir okkur hvert stefnir. Ríkisvaldið stækkar, en athafnarsvið einka- rekstrar dregst saman. Ríkisvald- ið lætur sér hins vegar ekki ein- ungis nægja að soga til sín sívax- andi hluta þjóðartekna og vinnu- afls, það skammtar einkarekstrin- um einnig starfsvettvang og starfsskilyrði: • Ríkisvaldið bannar einka- rekstri að stofna til atvinnu- rekstar á þeim sviðum, sem það vill sinna. • Opinber þjónusta er skipulögð og fjármögnuð þannig, að sam- keppni frá einkarekstri er úti- lokuð. • Á flestum sviðum í daglegum rekstri þurfa forsvarsmenn fyrirtækja að lúta fyrirmælum hins opinbera sem í reynd ræð- ur orðið afkomumöguleikum nær alls atvinnurekstrar í land- inu. Hér er dregin upp dökk mynd af aðstæðum í þjóðfélagi okkar. Því miður er hún sönn. Málum einka- Ræða Hjalta Geirs Kristjánssonar, formanns Verzl- unarráds íslands við setningu Viðskiptaþings rekstar er svo komið, að þess er ekki lengur að vænta, að einkaað- ilar ráðist í meiriháttar fjárfest- ingar. Hugsum okkur, að við sem hér erum, vildum ráðast í meiri háttar fjárfestingu, t.d. að reisa orkuver og stóriðju í samvinnu við erlenda aðila, og menn kunna einmitt að spyrja hvers vegna einkaaðilar ráðist ekki í slíka framkvæmd, fyrst ríkisstjórnin stendur sig ekki betur í þessum málum en raun ber vitni? Ástæðurnar eru m.a. þessar: • Einkaaðilar mega ekki reisa orkuver sem er stærra en 2MW án leyfis alþingis. • Einkaaðilar mega ekki taka lán erlendis án leyfis. • Erlendir aðilar mega ekki eiga meirihluta í slíku fyrirtæki. • Raforku má ekki selja á frjáls- um markaði. • Beinir og óbeinir skattar gera fjárfestingu sem þessa senni- lega óarðbæra. • Loks sjá skattalög til þess, að peningum okkar væri sennilega betur varið í kaup á spariskír- leggja þá í áhættusama fjár- festingu í hlutafé í atvinnu- rekstri. Hringiö í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.