Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 29 fUtrfm Útgefandi nliTaíi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Örlög Ungverja Þess var minnst í síðustu viku, að 25 ár voru liðin síðan frelsishreyf- ing UnKverja var kæfð í blóðbaði, þegar skriðdrekar Rauða hersins voru sendir inn í Búdapest. Enn sitja þeir menn við völd í Ungverja- landi, sem þá tóku við stjórnartaumunum úr blóðugum höndum Kremlverja, og það er svo sannarlega kaldhæðnislegt, að ýmsum í lýðræðisríkjunum þyki einmitt á 25 ára afmæli valdatöku þeirra ástæða til að láta að því liggja, að Ungverjar séu betur settir en aðrar kommúnistaþjóðir. Að vísu má færa rök fyrir slíkum fullyrðingum, ef menn leggja efnahagslega mælistiku á allt mannlífið og taka mið af hungursneyðinni í Póllandi eða matarskömmtun í sjálfum Sovétríkj- unum. Til að leiða þjóð sína út úr sárústu fátæktinni hafa ráðamenn IJngverja leyft einkaframtakinu að njóta sín en þó í eins litlum mæli og kostur er. Hitt blasir jafnframt við, að ungverskum valdhöfum er það jafn mikið kappsmál og öðrum ráðamönnum kommúnistaríkja að hefta hið andlega frelsi. Ættum við íslendingar í því sambandi að minnast þess manns sérstaklega, sem lagði á sig að þýða Passíusálm- ana á ungversku, hann heitir Ordass Lajos og má sæta frelsissviptingu vegna trúar sinnar og líklega telja kommúnistaleiðtogar Ungverja- lands Passíusálma Hallgríms Péturssonar ögrun við vald sitt. A sama tíma og örlaga Ungverja er minnst berast þær fréttir frá Póllandi, að herinn hafi verið kallaður til undir því yfirskyni, að án aðstoðar hans við matardreifingu geti Pólverjar ekki lifað af veturinn. Kremlverjar hikuðu ekki við að beita grímulausu valdi í Ungverja- landi, í Póllandi nota þeir hungurvofuna sér til framdráttar. Meira bákn í Reykjavík Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur lagt fram tillögur um fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21. Opinberu rökin fyrir þessari fjölgun munu vera þau, að með henni sé verið að auka lýðræðið í borginni. Þessi rök eru fremur léttvæg, þegar haft er í huga, að vinstri menn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa um langt árabil haft þá skoðun, að þeim mun fleiri sem borgarfulltrúarnir yrðu þeim mun minni líkur væru á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði einn meirihluta í borgarstjórn. Af þeim hugmyndum, sem vinstri flokkarnir hafa um frekari breytingar á stjórnkerfi borgarinnar, má ráða, að þær miðist allar við það, að glundroðaflokkarnir sitji áfram við völd og silkihúf- urnar í þeirra röðum fái aðra stöðu og þurfi ekki að kallast venjulegir borgarfulltrúar, vinstri menn dreymir nefnilega um að borgarstjór- arnir í Reykjavík verði að minnsta kosti 7. Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, hefur í viðtali hér í blaðinu ítrekað andstöðu sjálfstæðismanna gegn þessari fjölgun. Þau sjónarmið eru rétt hjá sjálfstæðismönnum, að engin knýjandi þörf er á fjölgun borgarfulltrúa, stjórnsýsla borgarinn- ar verður aðeins þyngri í vöfum, kostnaður eykst og skriffinnska. Þá bendir Davíð Oddsson á þá reynslu frá öðrum þjóðum, að með fjölgun í borgarstjórnum minnkar ábyrgð hvers kjörins fulltrúa og við það aukast völd flokksforingja. Minnkandi ábyrgð kjörinna fulltrúa hefur einnig í för með sér aukin áhrif embættismanna, þannig að af fjölgun borgarfulltrúa leiðir minna Iýðræði og meira bákn í Reykjavík. Herstöðvaandstæð- ingum úthýst Um nokkurra mánaða skeið hafa herstöðvaandstæðingar sagst keppa að því, að þeir „kæmust inn í hina norrænu umræðu“ um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Nú um helgina var þeim úthýst af skoðanabræðrum sínum í Noregi. Augljóst er, að mál- flutningur Ólafs R. Grímssonar og fleiri talsmanna herstöðvaand- stæðinga um að Island sé „lykilþáttur í kjarnorkuvopnakerfi Banda- ríkjanna" á Norður-Atlantshafi leiðir til einangrunar herstöðvaand- stæðinga á Norðurlöndunum eins og hér á landi. Gerist þetta þótt sovéska og íslenska „friðarnefndin" hafi fagnað því, að Island væri komið inn í „áætlun" á Norðurlöndunum um þetta mál. Þótt herstöðvaandstæðingum sé úthýst af þeim á Norðurlöndunum, sem þeir leggja höfuðkapp á að starfa með, eru íslensk stjórnvöld auðvitað virkir þátttakendur í umræðum ríkisstjórna Norðurlandanna um kjarnorkuvopn og aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Ríkisstjórnirnar byggja auðvitað á staðreyndum eins og þeirri, að engin kjarnorkuvopn eru á Norðurlöndunum. Þær vilja ekki gefa einhliða yfirlýsingu um að aldrei verði gripið til kjarnorkuvopna til varnar Norðurlandaþjóðunum, heldur telja, að um það mál verði að fjalla í samhengi við afvopnunarviðræður stórveldanna og stefnumót- un innan Atlantshafsbandalagsins. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, ítrekaði einmitt þessa samnorrænu stefnu á fundi í Osló um síðustu helgi. Ljósm.: Bertil P.B. Sxnska krónprinsessan, Victoria, og Philip prins, bróðir hennar, fylgjast með athöfninni í hallargarðinum. Forseti íslands í opin- berri heimsókn í Svíþjóð 26. nóvemher. Krá (iuófinnu Kagnarsdóttur fréttaritara Mhl. í Stokkhólmi. „ÞAÐ ER leitt að veðrið skuli hafa verið svona leiðinlegt,“ sagði prins Bertil Hallands-hertogi þegar hann bauð forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur velkomna á Arlanda-flugvellinum í morgun í rigningarsudda og kulda. „I»etta er nú allt í lagi, ég er ekki óvön rigningunni," svaraði forsetinn, „við höfum nóg af henni heima.“ Auk prinsins tóku á móti forset- anum utanríkisráðherrann, Ola Ullsten, sendiherra íslands í Stokkhólmi, Ingvi S. Ingvason, sendiherra Svía á íslandi, Ethel Wiglund, og fleiri. Til heiðurs for- setanum og fylgdarliðinu flugu tvær orrustuþotur úr sænska flughernum lágt yfir flugvöllinn. Síðan var haldið til Stokkhólms til hersafnsins þar sem Karl Gústav konungur tók á móti for- setanum. Þaðan óku konungurinn og forsetinn í opnum hátíðarvagni dregnum af fjórum hestum gegn- um miðborg Stokkhólms til hall- arinnar. Og til beggja hliða stóðu hermenn heiðursvörð og hljóm- sveitir léku. Islenski og sænski fáninn blöktu við hún. Fjöldi fólks hafði safnast saman á götunum þrátt fyrir leiðinlegt veður og fagnaði forsetanum. Hin stífi borgarbragur sem annars ein- kennir Stokkhólmsbúa hvarf eins og dögg fyrir sólu þar sem Vigdís fór um og gleðibros og veifandi hendur mættu henni ti) beggja hliða. Utan við konungshöllina beið ríkisstjórnin og mikill mannfjöldi. þ.á m. hópur íslenskra barna veif- andi islenska fánanum. Og úr há- tíðarvagninum stigu forsetinn og konungurinn, hún í mosagrænni dragt með feldvíðu pilsi, brúnum hælaháum skóm og með brúnan hatt og litla hliðartösku. íslenski þjóðsöngurinn og sænski voru leiknir og síðan kannaði forsetinn heiðursvörðinn ásamt konungin- um. Móttökuathöfnin fór mjög há- tíðlega fram og öll höllin skartaði sínu fegursta. Heiðursverðir skrautklæddir í gömlum stíl stóðu í hallargöngunum þegar forsetinn ásamt fylgdarliði gekk til móts við drottninguna. Forsetinn afhenti síðan konungshjónunum að gjöf ofið veggteppi frá Ásthildarmýri á Skeiðum eftir Hildi Hákonardótt- ur og hrafntinnu með inngreiptri silfurskeifu. Á skeifuna er letrað „Mikit má konungsgæfa" úr Heimskringlu. Börnum kon- ungshjónanna gaf forsetinn lopa- peysur og húfur. Sænsku kon- ungshjónin gáfu forsetanum tvær bækur um gömul sænsk leikhús og konungurinn sæmdi í dag forset- ann sænsku Serafimer-orðunni. Forsetinn snæddi síðan hádegis- verð með sænsku konungshjónun- um og skoðaði víkingasýninguna eftir hádegi. Hádegisverðurinn var fiskur í kavíarrjómasósu, steiktir kjúkl- ingabitar á teini, ostabátar og mintsvali. í kvöldverð var krækl- ingasúpa, laxbúðingur í smjör- deigi, villiandarbrjóst, brie-ostur og hnetuíshlaup. Síðdegis tók forsetinn á móti sendiráðsmönnum og í kvöld héldu sænsku konungshjónin kvöldverð- arboð með 150 gestum til heiðurs forsetanum. Á þriðjudagskvöld mun svo forsetinn halda boð til heiðurs konungshjónunum. Forseti íslands dvelur í Svíþjóð í þrjá daga og heldur heimleiðis fimmtudagsmorgun 29. okt. For- setinn mun skoða ýmsa merka staði í Stokkhólmi, sitja hádegis- og kvöldverðarboð konungshjón- anna, ríkisstjórnarinnar og borg- arstjórnar Stokkhólmsborgar og halda veislu til handa konungs- hjónunum. Hún mun einnig taka á móti íslendingum búsettum í Sví- þjóð og heimsækja Uppsali þar sem hún m.a. skoðar hina forn- frægu dómkirkju. -í sambandi við heimsókn forsetans munu íslensk útflutningsfyrirtæki, Flugleiðir, Ferðamálaráð, Útflutningsmið- stöð iðnaðarins og Sambandið einnig standa að landkynningu. í fylgdarliði forsetans er Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra, Hörður Helgason ráðuneytis- stjóri, Halldór Reynisson forseta- ritari ásamt eiginkonum þeirra, auk Vigdísar Bjarnadóttur full- trúa á forsetaskrifstofunni. Mér kom það á óvart eftir Halldór Blöndal alþingismann Mér kom á óvart, að Pálmi Jónsson skyldi gefa kost á sér til formannskjörs með sérstakri yfir- lýsingu. Formaður Sjálfstæðis- flokksins verður ekki sjálfkjörinn, þótt hann sé einn í kjöri. Samt sem áður verður að kjósa hann leynilegri kosningu og eru lands- fundarfulltrúar með öllu óbundnir hvaða nafn þeir skrifa á kjörseðil- inn. Yfirlýsing Pálma Jónssonar var þó óþörf ef fyrir honum vakti að kanna fylgi Geirs Hallgríms- sonar í formannskjöri. Það hefði hvort eð er komið í ljós. Yfirlýs- ingin þjónaði öðrum tilgangi, sem nauðsynlegt er að íhuga. Þess vegna kom hún mér á óvart. Kru sættir í sjónmáli? Þegar tímasetning landsfundar var ákveðin var þungt á metunum, að nægilegt svigrúm gæfist til sátta. Viðræðurnar hófust fyrir nokkrum vikum, að áliðnu sumri. Reynslan hefur sýnt, að ekki stóðu efni til þess að hefja þær fyrr. Ólafur G. Einarsson hefur sagt mér, að þær hafi verið vinsamleg- ar. Og það ætti að gefa vísbend- ingu um viðleitni, að báðir aðilar skyldu vilja halda þeim áfram síð- ast þegar hitzt var og ákveða og tímasetja nýjan fund nú strax á mánudag áður en þeir kvöddust. Kannske væri von til þess þrátt fyrir allt, að landsfundurinn yrði fundur samherja eins og jafnan áður? Þvert ofan í þetta kemur hins vegar yfirlýsing Pálma Jónssonar ráðherra, þegar hann segir, að „sér virðist ekki ástæða til að formaðurinn sé einn í kjöri". Þau ummæli eiga meira skylt við ögr- un en sáttfýsi og friðarvilja. Þess vegna komu þau mér á óvart. Vill Pálmi verða formaður í raun? Þorri sjálfstæðismanna er í stjórnarandstöðu eða hefur orðið fyrir sárum vonbrigðum með rík- isstjórnina, myndun hennar og að- draganda, feril og afleiðingar eins og þær horfa við nú frá flokkslegu og þjóðhagslegu sjónarmiði. Eng- inn dregur í efa, að Geir Hall- grímsson muni leggja sig fram um Halldór Blöndal að vinna eftir þeim línum sem landsfundur markar, ef hann verður endurkjörinn formaður. Það yrði hlutverk hans og mórölsk skylda nema landsfundur lýsti yf- ir stuðningi við ríkisstjórnina, — þá myndi hann að sjálfsögðu ekki taka kjöri. Ef sá flötur yrði uppi á teningnum, yrði hins vegar komið að Pálma Jónssyni. Eða getur hann hugsað sér að ganga inn í það hlutverk að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Alþingi og rýma ráðherrastólinn fyrir Eggert Haukdal? Við óbreyttar aðstæður yrði hann að gera það, ef hann yrði formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þess vegna kom yfirlýs- ing hans mér á óvart. Við getum líka orðað spurning- una öðruvísi: Getur Sjálfstæðis- flokkurinn óskiptur gengið inn í stjórnarsamstarfið án þess að ráðuneytisskiptingin sé stokkuð upp, og stendur það yfirleitt til boða? Um það leyfi ég mér að hafa efasemdir. Ég minni á þessar staðreyndir: Framsóknarflokkurinn hefur fjóra ráðherra og fimm ráðuneyti. Alþýðubandalagið hefur þrjá ráðherra og fjögur ráðuneyti auk Hagstofunnar. Ráðherrar úr þingflokki Sjálf- stæðisflokksins eru þrír og ráðu- neytin sömuleiðis. Þeirra hlutur er því lakastur og langt fyrir neð- an þau mörk, sem óskiptur Sjálfstæðisflokkur getur gengið að. Það skýrir til fulls hvers vegna ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens varð til. Sú leið er með öðrum orð- um ekki fyrir hendi, að Sjálfstæð- isflokkurinn skipi sér óskiptur að baki ríkisstjórnarinnar. Það mundi leiða til falls hennar. Þess vegna kom yfirlýsing Pálma Jónssonar mér á óvart. (Fyrir utan rýran hlut sjálfstæðisráð- herranna er svo málefnasamning- urinn, sem vitaskuld er með öllu óviðunandi.) Æ fleiri horfa til Sjálfstæðisflokksins Þeira fækkar óðum öðrum en framsóknarmönnum og alþýðu- bandalagsmönnum, sem láta sér nægja að vera stuðningsmenn rík- isstjórnarinnar út á það eitt, að hún var mynduð fyrir tæpum tveim árum. Verk hennar eru um- deild og frjálslyndir menn, — þeir sem trúa því að einstaklingurinn eigi hlutverki að gegna í atvinnu- lífinu —, una illa því mikla valdi sem samansafnað er hjá þeim hlutfallslega fáu mönnum sem grímulaust stefna að auknum ríkisumsvifum. Opinber forsjá er enginn Kínalífselexír í augum okkar sjálfstæðismanna, — nema síður sé. Gamall skólabróðir minn að norðan, vinstri sinnaður, sagði við mig í samtali eftir að Pálmi Jóns- son hafði gefið yfirlýsingu um framboð sitt, að hann hefði af því miklar áhyggjur að Sjálfstæðis- flokkurinn næði ekki aftur sömu stöðu og áður. Hann dró ekki í efa þá miklu þýðingu, sem styrkur og staðfesta Sjálfstæðisflokksins hefði haft á liðnum áratugum og sá satt að segja ekki, hvernig at- vinnulífinu yrði komið á réttan kjöl nema Sjálfstæðismenn næðu aftur saman. Ég skal ekki rekja þetta samtal nánar. En það vakti mig enn einu sinni til umhugsunar um það, hversu mikil ábyrgð hvílir á herðum okkar, sem nú erum í forystustörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Það er ekkert launung- armál, að ég hef frá öndverðu vilj- að hafa línurnar skýrar. Ég hef aldrei verið trúaður á, að saman dragi að nýju. En á hinn bóginn vil ég heldur ekki trúa því, að menn geti fengið sig til þess að setjast að sáttaborði viku eftir viku, ef þeir eru fyrirfram ákveðn- ir í því að ekki skuli draga til sátta nema með úrslitakostum. Ef ráð- herrarnir ætla sjálfum sér for- mannssæti og varaformannssæti í Sjálfstæðisflokknum að öðru óbreyttu, ber það ekki vott um sáttarorð eða sáttfýsi nema þeir lýsi því samtímis yfir, að þeir hafi sagt stjórnarsamstarfinu slitið. Mér kom því yfirlýsing Pálma Jónssonar á óvart. Éf menn vilja halda sáttaleiðinni opinni, virðist sízt af öllu ástæða til þess að einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar bjóði sig fram í formannskjöri á móti Geir Hallgrímssyni. Lítum meö hlýju til Svía sem traustrar brœðraþjóðar Rœða forseta Islands í veizlu Svíakonungs Ljósm.: Loftnr. Vigdís Finbogadóttir, forseti fslands, og Karl Gústaf, Svíakonungur, rxóast við Forsetanum á hxgri hönd situr Bertil prins. Sameiginlegur menn ingararfur frá því Garðar Spavarsson kom til íslands Rœða Svíakonungs til heiðurs forseta Islands Yðar hátignir, konunglegu tignir og góðir gestir. Árið 1219 var á ferð hér í Svíþjóð mikið skáld af Islandi. Þar fara fyrst sögur af því á vorum slóðum að ís- lenskur maður hafi þegið skáldalaun hér í landi, en vér vitum að það hefur síðan endurtekið sig svo minnisvert er. Þetta var Snorri Sturluson, sem lagði leið sína hér austur á Gautland á fund Áskels lógmanns Magnússonar og Kristínar konu hans, sem áður hafði átt norskan mann. „Snorri hafði ort um hana kvæði það sem „And- vaka“ heitir ... og tók hún sæmilega við Snorra og veitti honum margar gjafir og sæmilegar. Hún gaf honum merki það, er átt hafði Eiríkur Svía- konungur Knútsson ...“ Snorri fór síðan út til Íslands og skrifaði snilld- arverk sitt, Heimskringlu. í hugmyndaheimi manna á íslandi hefur Svíþjóð jafnan verið land ævintýra og skáldskapar. í fjarlægð- inni lék sagnaljómi um land og þjóð. í upphafi Heimskringlu, Ynglingasögu, lætur skáldið gamminn geisa og lýsir Snorri landinu þannig: „I Svíþjóð eru stór héruð og mörg. Þar eru og margs konar þjóðir og margar tungur. Þar eru risar, og þar eru dvergar, þar eru blámenn og þar eru margs konar und- arlegar þjóðir. Þar eru og dýr og drek- ar furðulega stórir." I Eddu Snorra, sem lýsir trú for- feðra vorra og heimsmynd, Gylfa- ginningu, er það sænskur konungur, Gylfi, sem Snorri lætur fara á fund goða í Ásgarði og fá fregnir af hlut- verkum þeirra og gjörðum. Þegar forfeður vorir leyfðu sér að slaka á raunsæi í frásögnum og gáfu sig ævintýrinu á vald, flúðu þeir með frásagnirnar til hinnar fjarlægu Sví- þjóðar; þegar þeir gerðust bersögulli en venjulega og sömdu gleðisögur, voru þær einnig látnar gerast í Sví- þjóð. Sá flokkur íslenskra miðalda- bókmennta sem nefnist Fornaldar- sögur Norðurlanda gerist að verulegu leyti í Svíþjóð og var gefinn út í Upp- sölum á 17. öld. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en Svíþjóð hef- ur jafnan verið land söngs og gleði, farsældar og öryggis í vorum huga. Vér íslendingar höfum einnig jafn- an fagnað því, þegar Svíar hafa ýmis- legt sagt af Islandi. Eins og yðar há- tign hefur þegar minnst á var Garðar Svavarsson meðal hinna fyrstu nor- rænu manna sem til íslands komu og var landið um tíma nefnt eftir honum, Garðarshólmi. — Oft er þess einnig getið að lýsing Alberts Engströms frá skcmmtilegri íslandsferð hans 1911 gefi litríkari mynd af landi og þjóð en margar aðrar bækur er síðar hafa verið skrifaðar til að töfra og upplýsa ferðamenn sem vilja forvitnast um eyjuna í norðri. ÖII munum vér að hann bjó yfir þeirri gamansemi að nefna þá bók sína „Til Heklu“, en eitt sinn var það orðatiltæki notað til að segja mönnum að snauta beina leið til miður æskilegri staðar. Það má vera oss öllum umhugsun- arefni á hverri stund að hvaðcina sem vér gerum og segjum verður að sagnfræði. Vér búum við það lán á Norðurlöndum að orð manna og at- hafnir hafa ekki fallið í gleymsku. Hver og einn sem lætur orð falla set- ur sig undir dóm umhverfisins og af- komenda, ef ekki á blöðum heildar- sögu þjóða vorra þá í minnum fjöl- skyldna og ætta. Islendingar standa í mikilli þakk- arskuld við Svía fyrir uppörvun og þá þekkingu sem vér höfum iðulega sótt til þessa lands. Hingað til Svíþjóðar koma menn hvaðanæva úr heiminum til þess að njóta viðurkenningar fyrir unnin af- rek í vísindum og listum. Ég þakka yður fyrir að þér standið í dag vörð um félagslegt öryggi og andleg verð- mæti veraldarinnar sem vér byggjum. Þér dragið fram í heimsljósið snill- inga, jafnvel af lítt þekktri eyju við heimskautsbaug. Vér erum hreykin af því nú eins og í tíð Snorra að íslenskir rithöfundar og listamenn hafa ratað til Svíþjóðar og eru metnir í landi yðar á sama hátt og sænskir lista- menn hafa fundið leið til íslands og eru jafnan velkomnir gestir. Ég hef lengi haft mætur á speki sem hljómar á þann veg: Þau orð sem þú hefur ekki enn mælt eru þrælar þínir — en orðin sem þú hefur þegar mælt eru meistarar þínir. Vér höfum nú minnst manna í sameiginlegri for- í konungsveizlunni í gxrkvöldi. tíð vorri sem kunna að segja þannig frá, að meistaranna, orða þeirra, verður minnst um aldir. Mér er það mikið gleðiefni að fá að þakka fyrir þá gestrisni sem Svíþjóð hefur sýnt Islandi með þessu heim- boði og hef nú djörfung til að segja stór orð og gera þau að meisturum mínum: Vér íslendingar lítum með virðingu og hlýju til yðar Svía sem traustrar bræðraþjóðar og megum ekki til þess hugsa að vera án þeirra bræðrabanda. Ég lyfti glasi mínu til heilla yðar hátignum, Karli Gústav konungi Sví- þjóðar og Silvíu drottningu, yðar kon- unglegu tignum, og til heilla Svíþjóð — og sænsku þjóðinni allri. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir. Það er drottningunni og mér mikill heiður að bjóða yður, forseta Islands, innilega velkomna til Svíþjóðar. Vér — og reyndar öll sænska þjóðin — höfum beðið heimsóknar yðar með mikilli eftirvæntingu. Það er vottur um þau sterku vináttubönd, sem tengja saman þjóðir vorar í norrænu bræðralagi. Ein af fyrstu sænsku frásögnum um ísland er í bréfum, sem Uno von Troil, sem síðar varð erkibiskup, skrifaði um íslandsferð sína. Bók hans, sem kom út 1772, var þýdd á fjölmörg tungumál og vakti mikla at- hygli og varð til þess að auka þekk- ingu á íslandi um alla Evrópu. Hann hefur frá mörgu að segja um siði og háttu, um fólkið og viðhorf þess. Hann segir m.a.: „Islendingar eru haldnir áköfum kærleika til átthaga sinna og þeim líkar hvergi betur að vera og yfirgefa þá sjaldan." Þess vegna metum vér það sérlega mikils að þér hafið tekizt ferð á hendur og komið hingað í þessa heimsókn. Síðast hitti ég reyndar forsetann í strætisvagni í London. í opinberri heimsókn minni til ís- lands sumarið 1975, varð ég hug- fanginn af stórbrotinni og óspilltri náttúru íslands og sérkennileika hennar. Afstaða íslendinga til nátt- úruumhverfisins og hafsins hafði einnig djúpstæð áhrif á mig. Þessi fagra og stórbrotna náttúra býr þó einnig yfir voldugu afli, sem stundum leysist úr læðingi og veldur eyðilegg- ingu og raunum. Vér Svíar höfum með aðdáun fylgst með baráttu íslendinga við þessi öfl og vér höfum hrifizt mjög af þeim styrk og óbugandi vilja, sem þeir sýna við að byggja upp á ný, það sem orðið hefur eyðileggingu að bráð. Fjarlægðin milli landanna og að mörgu leyti ólík skilyrði eru þó ekki nein hindrun fyrir samhug og nálægð. Vinfesta íslenzku þjóðarinnar og samkennd hennar við Norðurlönd eru velþekkt í Svíþjóð. Ég vona, að ís- lenzkt æskufólk sem hefur hlotið menntun sína í Svíþjóð eða nú er við nám í landi voru, finni það, að það á vini og frændur í Svíþjóð. í hugum margra er Island sögueyj- an. Náttúrufegurðin og óviðjafnanleg- ur bókmenntaarfur skyggja stundum á aðra þætti. Barátta Íslands og þróun um alda- raðir er líka nokkurs konar saga, sem geymir baráttu, afrek einstaklinga og viðleitni kynslóða við að afla sér við- urværis og byggja upp land sitt. Það er einnig ákveðinn vilji fyrir því, að koma öllu í nútímalegt horf og fylgj- ast með í hinni öru þróun á sviði efna- hagsmála, menningar, tækni og vís- inda. Það sem Island hefur afrekað á þessu sviði er vert aðdáunar vorrar. I dag, þegar vér gengum saman um víkingasýninguna, vorum vér minnt á þau bönd, sem þúsund ára sameigin- legur menningararfur tengir oss — alla tíð frá því að Garðar Svavarsson fyrstur sænskra víkinga kom til ís- lands á sjöunda tug niundu aldar. Það er ekki eingöngu saga, tunga og siðir, sem tengja þjóðir vorar böndum, heldur einnig frelsi vort og réttar- skyn, lýðræðishugsjónir og vaxandi efnahagsleg samskipti, sem eru til gagns fyrir þjóðir vorar. Það er líka eðlilegt, að vér höfum samvinnu á sviði alþjóðamála og við mótun afstöðu til mikilvægustu mála samtíðarinnar. Það er engin tilviljun að norræna hugsjónin á svo sterk ítök á íslandi og að Island gegnir oft hlutverki hvetj- andans í norrænni samvinnu. Vér höfum ekki hvað sízt mikið að læra af íslendingum þegar um er að ræða að standa vörð um eigin menningararf og tungu, á tímum, þegar menning og tungumál stórþjóðanna geta svo hæglega haft ómótstæðileg áhrif á oss. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir. Island hefur enn á ný reynzt yera í fararbroddi og vísað veginn, þegar þér, fyrst allra kvenna i heiminum, voruð xjörin í hið háa embætti yðar. Hlýr persónuleiki yðar og góð mennt- un hafa vakið virðingu og aðdáun í Svíþjóð. Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir munn allrar þjóðarinnar, þegar ég enn einu sinni lýsi yfir gleði vorri yfir því að sjá yður sem gest vorn. Ég lyfti glasi mínu og skála fyrir forsetaíslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, fyrir Islandi og íslenzku þjóðinni með óskum um hamingju og velfarn- að. Skál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.