Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 38
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Tel þetta þing hafa lagt góðan grunn að sókn Alþýðuflokksins „ÞKTFA var að mínu mati gott og starfsamt þing og afgreiddar voru margar tillögur, sem fram komu um skipulagsmál og álvklað um mörg önnur mál. Þingið var afkastamikið, um 30 tillögur afgreiddar, og sanr staða var um mörg mál og þau til lykta leidd, en eins og eðlilegt er skiptust menn auðvitað á skoðunum og komust að niðurstöðu með lýð- ræðislegum hætti. Kg er því bjart- sýnn á að þetta þing hafi lagt góðan grundvöll að sókn AlþýðuDokksins í þjóðmálabaráttunni," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins, um aukaflokksþing Al þýðuflokksins, sem haldið var um síðustu helgi, í samtali við Morgun- blaðið. „Meðal þeirra skipulagsbreyt- inga, sem samþykktar voru á þinginu, var fjölgun þingfulltrúa um allt að 3/4 þannig að fleiri taki þá þátt í stefnumörkun flokksins og lýðræði innan hans þannig auk- ið. Þá var samþykkt að nú mætti stofna fleiri en eitt Aiþýðuflokks- félag í hverju sveitarfélagi og á það helzt við stærri sveitarfélögin. Félagar í væntanlegum nýjum fé- lögum verða að sjálfsögðu að gangast undir lög flokksins, svo að umræður um það að með þessu geti hópar andstæðinga gengið í flokkinn, eru út í hött. Þá var samþykkt að formaður flokksins skyldi framvegis sem hingað til vera kosinn á flokksþingi, eins og er um aðra trúnaðarmenn flokks- ins, en felld tillaga um að allir flokksfélagar tækju þátt í kjöri hans. Þá voru gerðar nokkrar breytingar varðandi kjör í flokks- og framkvæmdaráð, sem miða að því að virkja fleiri í störf flokks- ins. Þá var samþykkt að próf- kjörsreglur yrðu í meginatriðum óbreyttar. Það verður því áfram - segir Kjartan Jó- hannsson um auka- þing Alþýðuflokks- ins um opið prófkjör að ræða, en nú mun kjósandinn raða frambjóð- endum í sæti á listanum. Fram- bjóðendur geta þó enn boðið sig fram í ákveðin sæti og orðið sjálfkjörnir í þau, komi ekki mót- framboð. Á hinn bóginn verða þeir að taka við lægra sæti, hafi niður- röðun orðið þannig. Um önnur mál var meðal ann- ars samþykkt stefnumarkandi ályktun um fjölskyldumál, á grunni vinnu starfshóps, sem er rammi að heildarstefnu Alþýðu- flokksins í fjölskyldumálum. Flokksstjórnin skal síðan ganga frá endanlegri stefnu á grundvelli þessarar ályktunar. Þetta tel ég að sé mikilvægt þar sem í henni eru vandamál þjóðfélagsins skoðuð af nýjum sjónarhóli, það er sjónar- hóli heimilanna í stað þess að skoða þau eftir hinni hefðbundnu deildarskiptingu stjórnarráðsins. Þá var samþykkt stefnumarkandi ályktun um byggðastefnu, þar sem áherzla er lögð á gerð byggðaáætl- ana í samvinnu við heimamenn, sem sé ekki innantóm pappírs- plögg, sem enginn tekur mark á. Raunhæfar byggðaáætlanir verða að vera þungamiðja byggðastefn- unnar í stað þess að framkvæmdin að undanförnu hefur verið að þró- ast æ meira út í fyrirgreiðslupóli- tík. Því viljum við breyta. Jafn- framt leggjum við áherzlu á að byggðastefnan eigi ekki aðeins að vera á sviði atvinnumála svo sem því að kaupa sífellt fleiri togara, sem hvergi er pláss fyrir, heldur einnig á sviði þjónustumála við fólk í hinum dreifðu byggðum og jöfnun á rétti og aðstöðu. I stjórnmálaályktuninni eru teknir fyrir nokkrir megin punkt- ar. Það er varað við því að íhaldsmenn hafi verið leiddir til öndvegis í ríkisstjórninni og að Alþýðubandalagið hafi rofið sam- vinnu sína við Alþýðuflokkinn innan verkalýðshreyfingarinnar og afhent íhaldsmönnum odda- aðstöðu þar. Með þessu hafi Al- þýðubandalagsforystan lagt grundvöll að stofnun nýs hægri- flokks, sem meðal annars hlyti að reyna að ná meirihlutaaðstöðunni af vinstrimönnum í Reykjavík. Þess vegna er lögð áherzla á sam- stöðu félagshyggjufólks gegn framrás íhaldsaflanna. í öðru lagi er fjallað um stöðu launafólks í landinu og þá kaupmáttarskerð- ingu, sem það hefur mátt þola að undanförnu og lögð sérstök áherzla á það að hinn mikli fjöldi láglaunafólks verði að fá raun- hæfar kjarabætur, því það sé smánarblettur á þjóðfélaginu að þúsundir manna hafi einungis 4.000 til 5.000 krónur í mánaðar- laun. Enn fremur var ályktað um nauðsyn á samstöðu meðal jafnað- armanna undir orðunum Eining er afl. Það var áskorun til manna um að standa saman og virða lýð- ræðislegar ákvarðanir flokksins og skaða hann ekki með málflutn- ingi sínum og stóryrðum um störf þeirra, sem flokkurinn treystir til trúnaðarstarfa. En megin atriði ályktunarinnar er ekkert síður að minna á að með samstöðu hafi jafnaðarmenn náð beztum árangri." Er þessari tillögu sérstaklega beint að Vilmundi Gylfasyni? „Þetta á auðvitað við um alla.en tilefnin hafa gefizt, bæði fyrr og síðar. Þingið snérist um stjórnmál og skipulagsmál, ekki einstakar persónur. Langflestar tillögur þingsins voru samþykktar samhljóða eða með miklum meirihluta atkvæða, en minnstur var munurinn við at- kvæðagreiðslu um prófkjörsregl- ur, en þó var ljóst að menn voru ekki sáttir við ákveðin framboð í ákveðin sæti. Það var því mikil samstaða á þessu þingi og ég er ánægður með það,“ sagði Kjartan Jóhannsson. Frá aukaflokksþingi Alþýðuflokksins. Fyrrverandi og núverandi formenn flokksins, þeir Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson. Aukaþing Alþýðuflokksins: „Fjöldahreyfing“ 40 manna getur samþykkt það sem henni sýnist, það kemur mér ekki við „ÞAD er alveg Ijóst að þessari álykt- un, sem ber nafnið Kining er afl, og var samþykkt á aukaþingi Alþýðu- flokksins nú um helgina, er beint gegn starfsmönnum Alþýðublaðins í sumar og þá um leið gegn mér. Kg tel svona málflutning fyrir neðan all- ar hellur og það kemur vel í Ijós við atkvæðagreiðsluna hve mikið fylgi hún hefur. A þinginu eiga 180 full- trúar rétt til setu, um 130 voru mætt- ir, en tillagan samþykkt með 44 at- kvæðum gegn 28,“ sagði Vilmundur Gylfason í samtali við Morgunblað- ið. „Ég sat ekki nema síðasta hluta þingsins og var með því að vonast til að ekki yrði um framhald þessa lágkúrulega leiks frá í sumar að UM ÞESSAR mundir er verið að ganga frá samningum um mestu tækjakaup til Landspítalans í áraraðir. Búið er að ganga frá kaupsamningi um kaup á sneiðmyndatæki frá General Kleetrir-fyrirtækinu bandaríska og cr aðeins eftir að ganga frá formsatriðum um ábyrgð á tækinu. Jafnframt er bú- ið að panta svokallað simuiatortæki frá Ilollandi. Með sneiðmyndatækinu kemur svokallað plönunartæki og auk þess tölvuútbúnaður til að halda ná- kvæma meðferðarskrá, sem nýtast mun öllum krabbameinssjúklingum. - segir Vilmundur Gylfason um sam- þykkt um nauðsyn samstöðu jafnaðar- manna ræða og til að firra þingfulltrúa slíkum leiðindum, en það tókst ekki. Þetta fylgi, sem tillagan fékk, undirstrikar enn frekar það sem ég hef haldið fram, að þessi fjöldahreyfing kringum forystu Álþýðuflokkins samanstendur af um það bil 40 manns og þingið getur því samþykkt nákvæmlega það, sem því sýnist, það kemur Væntanlega kemst sneiðmyndatækið, en það er af fullkomnustu gerð og gefur um 100 sinnum nákvæmari upp- lýsingar en röntgenmynd, í gagnið í marz-aprfl á næsta ári, plönunartækið um áramótin og simulatorinn í janúar. Sneiðmyndatækið, sem er tölvu- stýrt, mun hafa byltingarkennd áhrif á greiningu sjúkdóma og sim- ulatorinn mun að sama skapi hafa víðtæk áhrif við geislameðferð krabbameinssjúklinga. Jafnframt verður eftirlit með meðferð mun ör- uggara og nákvæmara. Samanlagt verð tækjanna nemur rétt um 13 milljónum króna, eða sem svarar 1,3 milljörðum gkrónum. „Við fáum fullkomið tæki, sem gerir okkur kleift að fylgja framtíð- arþróun og bæta við nýjungum, sem hugsanlega koma fram á næstu ár- um,“ sagði Jón L. Sigurðsson, yfir- læknir á röntgendeild Landspítal- ans í samtali við Mbl. „Hið nýja sneiðmyndatæki gerir okkur kleift að greina sjúkdóma í heila og mænu með mun meiri nákvæmni en áður. mér ekkert við og hefur engin áhrif á það, sem ég segi eða geri, ég bara blæs á þetta eins og það hafi aldrei verið samþykkt. Þegar Kjartan Jóhannsson lítur á sig sem tryggari í sessi eftir svona ályktun, lítur hann svolítið öðru- vísi á pólitík en ég. Vandinn er sá að þetta er dæmigerð samþykkt “litla flokksins". Það, sem hins vegar skiptir máli nú, er að skipulagsbreytingar hafa verið gerðar, það er stórfjölgað á flokks- þingum framtíðarinnar og vænt- anlega verða til miklu fleiri og valddreifðari flokksfélög og ég geri mér vonir um það, að eitt af því, sem það feli í sér, það að breyta litlum flokki í stóran flokk, sé það að svona bölvuð vitleysa Þá mun tækið nýtast vel við krabbameinsgreiningu, niðurstöð- urnar koma fram í tölvu, þar sem hinn skemmdi vefur er greindur og því verður hægt að beina geislun á mun nákvæmari hátt en áður. Þegar meðferð er hafin verður auðvelt að greina hvort, til að mynda, lyfja- meðferð ber tilætlaðan árangur. Jafnframt gefur tækið möguleika á að skoða æðakerfið. Þetta tæki var valið eftir ná- kvæmar athuganir á hvað fyrir hendi væri og hvað hentaði okkur best miðað við það fjármagn sem til staðar var. Flestar greinar læknis- fræðinnnar munu hafa gagn að þessu tæki. Það veldur byltingu í röntgengreiningu hjá okkur," sagði Jón L. Sigurðsson ennfremur. „Simulator er nokkurs konar eft- irhermutæki," sagði Þórarinn E. endurtaki sig ekki. Þessi flokssfor- ysta getur lýst eins miklu trausti á sjálfa sig og henni sýnist og eins miklu vantrausti á aðra og henni sýnist, það kemur mér ekkert við. Þetta hefur verið einn farsi frá því í sumar er forysta Alþýðuflokks- ins gerði sín herfilegu mistök, sem skýrð hafa verið. Því er ég mjög ánægður með það að þessar laga- breytingar hafa verið samþykktar, einkum og sér í lagi þessi mörgu félög og stækkun á flokksþingi, það eykur lýðræði innan flokksins og möguleika á öðru pólitísku mynstri og hegðan. Síðan eru þeir búnir að stækka Alþýðublaðið og fjölga þar mannskap sem svari við Nýju landi. Alþýðublaðið var í skapleg- um rekstri, ekki góðum og mér skilst, að í kynningarræðu á þing- inu hafi það komið fram, að það sé allt komið í kalda kol aftur. Ég skil ekki hverjum er gerður greiði með þessu, nú er Nýtt land hætt að koma út, að minnsta kosti um stundar sakir," sagði Vilmundur. Sveinsson, læknir á geisladeild Landspítalans. „Með tækinu er tek- in nákvæm mynd af því svæði, sem geislað er á með kobalt-tækinu. Þannig getum við hlíft svæðum, sem ekki eru sýkt. Tækið hefur sama hreifanleika og meðferðartæki. Jafnframt tölvusneiðmyndatæk- inu fáum við plönunarkerfi, sem færir mynd fram á skerm. Sést þá lega æxlisins og er þannig unnt, að nýta tölvu, er fylgir plönunarkerf- inu, til nákvæmra útreikninga á geislaskömmtun í æxlisvefinn. Hins vegar nýtast þessi tæki ekki fylli- lega fyrr en við fáum línuhraðara en það er geislatæki, sem leysti kob- alt-tæki af hólmi sem meðferðar- tæki fyrir 10 til 15 árurn," sagði Þór- arinn E. Sveinsson ennfremur. Mestu tækjakaup Land- spítalans um áraraðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.