Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum Knattspyrnumenn Breiðabliks, hafa nú endurnýjaú samning sinn sem síðastliðin tvö ár hafa leikið í við heildverslun Björgvins Schram, Adidas-búningum frá toppi til táar, umboðsaðila Adidas á Islandi. Kru v. - . w ** Afrritr£& mmm Broddi og Kristín sigruðu á Akranesi • Góðkunningi okkar Tony Knapp var fyrir fáeinum dögum að Ijúka samningi sínum hjá norska liðinu Viking frá Stavangri, en þar hefur hann verið við störf síðan hann hætti með íslenska landsliðið. „Napparinn" hefur staðið sig afar vel hjá norska liðinu, einu sinni hefur það orðið norskur meistari undir hans stjórn, einu sinni bikarmeistari, einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti deildarinnar. Það var einmitt á nýloknu keppnistímabili, að Viking varð í 2. sæti og á meðfylgjandi mynd sem fengin var að láni í norska Dagblaðinu, cr Knapp með strákunuin sínum og hampar hann siifurverðlaununum. Knatt hefur nú í hyggja að breyta til, en ekki er Ijóst hvar hann hafnar eftir Stavangursævintýri sitt. MINNINGARMÓT um Atla Helgason var haldið á Akranesi 4. október síðastliðinn. Atli var mikil driffjöður fyrir badmintoníþróttina á Akranesi, hann var gjaldkeri um árabil og Ijósmyndari B.A. Tii að heiðra minningu hans mun B.A. halda árlega minningarmót í fullorðinsflokkum þar sem allt besta badmintonfólk landsins mun keppa hverju sinni. Kiwanisklúbburinn Þyrill gaf mjög fallega verðlaunagripi í þetta mót, en" Atli var félagi í þeim klúbbi. I>á gaf prjónastofan Akraprjón uilarpeysur í aukaverðlaun í tvíliðaleik karla og kvenna í meistaraflokki. Úrslit í þessu fyrsta Atla-móti urðu þessi: Meistaraflokkur: Einliðaleikur karla: Broddi Kristjánsson TBR sigraði Jóhann Kjart- ansson TBR, 15:9 og 15:7. Einliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Kristínu Kristjánsdóttur TBR, 11:5, 10:12 og 11:5. Tvíliðaleikur karla: Víðir Bragason IA og Sigfús Æ. Arnason TBR sigruðu Hörð Ragnarsson og Jóhannes Guðjónsson í A, 15:3 og 15:12. Tvíliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir TBR sigruðu Sif Friðleifsdóttur KR og Ragnheiði Jónasdóttur ÍA, 15:11 og 15:5. Tvenndarleikur: Broddi Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir TBR sigruðu Jóhann Kjartansson og Kristínu Kristjánsdóttur TBR, 15:6, 6:15 og 18:16. A-flokkur: Einliðaleikur karla: Þórhallur Ingason ÍA vann Harald Gylfason ÍA, 17:16 og 15:12. Einliðaleikur kvenna: Inga Kjartansdóttir TBR vann Elínu Bjarna- dóttur TBR, 11:2 dg 12:10. Tvíliðaleikur karla: Þorsteinn Þórðarson Gróttu og Ari Edwald TBR unnu Óskar Óskarsson TBR og Jón Sigurjónsson TBR, 15:3 og 15:2. Tvenndarleikur: Ari Edwald TBR og Inga Kjartansdóttir TBR unnu Þórhall Ingason í A og Ingunni Viðarsdóttur ÍA, 15:3 og 15:4. Mánudaginn 12. október sl. mætti framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt heiðursforseta ÍSÍ, Gísla Halldórssyni, og starfs- mönnum ÍSÍ á heimili Dr. Kristjáns Eldjárn og konu hans frú Halldóru Eldjárn. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda Dr. Kristjáni Eldjárn gjöf frá ÍSÍ vegna þess mikla velvilja, sem hann sýndi íþróttahreyfingunni á starfstíma sínum sem Forseti íslands, svo og vegna þess, að hann hafði verið verndari ISÍ á sama tíma. Við þetta tækifæri flutti Gísli Halldórsson, heiðursforseti ÍSÍ, ræðu og minntist ýmissa atvika frá þessum tíma og afhenti síðan Dr. Kristjáni Eldjárn brefapres.su úr íslenskum grásteini með merki ÍSÍ og ágrafinni silfurplötu. AÐ lokum þakkaði Dr. Kristján Eldjárn hina ágætu gjöf og flutti ISÍ og fþróttahreyfingunni bestu framtíðaróskir. Við þessa athöfn var meðfyglgjandi mynd tekin, en á henni eru talið frá vinstri: Björn Vilmundarson skrifstofustjóri ÍSÍ, Þórður Þorkelsson gjaldkeri ÍSÍ, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti ÍSÍ, frú Halldóra Eldjárn, Dr. Kristján Eldjárn fyrrv. forseti ÍSIands, Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, Alfreð Þorsteinsson ritari ÍSÍ og Jón Ármann Héðinsson fundarritari ÍSÍ. • Dönsku knattspyrnustjörnurnar Allan Simonsen sem leikur fyrir F.C. Barcelona og Frank Arnesen sem leikur fyrir Valencia léku á móti hvor öðrum um daginn. Það fór vel á með þeim félögum eftir leikinn. Allan gat gefið vini sínum Arnesen mörg holl ráð varðandi spánska knattspyrnu enda búinn að vera lengi hjá Barcelona og þekkir vcl til. Það er Allan sem er til hægri á myndinni. Blikar þar með fyrstir íslenskra liða til að ganga frá samningi sínum við Adidas fyrir næsta keppnistímabil. Breiðabliksmenn hafa átt ánægju- legt samstarf við Adidas til þessa og er samningurinn fyrir næsta ár kærkomin búbót fyrir félagið. Á myndinni hér til hliðar má sjá lcikmcnn Breiðabliks árið 1981, ásamt formanni knattspyrnudeildar, Jóni Inga Kagnarssyni, þjálfara sín- um, Fritz Kissing, og Gunnari Steini l'álssyni, aðstoðarþjálfara. ItlovQunDln^i^ urraniira Knattspyrnulið UBK v.#' v.#' • * v.#' * « Breiöablik semur við Adidas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.