Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 11 Frönsk myndlist Myndlist Bragi Asgeirsson Félagið Myndkynning er komið á kreik aftur eftir tveggja ára sýn- ingahlé og að þessu sinni öflugra en nokkru sinni fyrr. Tel ég að flestir munu því sammála er til þekkja, að sýningin frönsk mynd- list, sem nú stendur yfir að Kjar- valsstöðum sé merkasta framtak Myndkynningar til þessa. Fer hér saman fjölbreytt úrval grafík- mynda og fleiri heimsþekkt nöfn á myndlistarsviði en nokkru sinni fyrr. Öll fagvinna er sem áður í hæsta gæðaflokki og á stundum jafnvel í lygilega háum gæðaflokki enda eru hér færustu fagmenn virkjaðir til samstarfs við lista- mennina sjálfa. Þegar litið er á vinnubrögðin, frægð listamannanna og eintaka- fjölda mynda er ljóst að margur gerir hér góð kaup. Gæta skal þess, að myndirnar tvístrast um allar jarðir því að svo fullkomið er dreifikerfið sem hér er að baki. En það sem máli skiptir er hve heilleg þessi sýning öll er og í háum gæðaflokki, sem hlýtur að orka hvetjandi á iðkendur mynd- listar hérlendis. Við sjáum hér í senn sígild vinnubrögð meistara á borð við Picasso, Miro, Matisse, Giacometti, Braque, Bazaine, Vas- arely, Alechinsky, Corneille, Cha- gall, Hartung, Manessier, Herbin o.fl. til nútímalegri vinnubragða listamanna svo sem Ipousteguy, Monory, Dupre o.fl. — Eru tæknibrögð hins síðastnefnda með ólíkindum þar sem hann vinnur á silfurlitan flöt. Hvort sem fólk kann að með- taka það eða ekki þá er listamaðu- rinn Monory einn þeirra er mestr- ar hylli njóta í Parísarborg um þessar mundir og sýnir m.a. reglu- lega í hinum þekkta sýningarsal; Galerie Maegh. Á sýningunni eru sérstaklega eftirtektarverð verk eftir þá Picasso, Chagall og Miro og menn taki eftir því hve gjörólí- kir þessir listamenn eru og sterkir persónuleikar um leið. — Allir voru þeir frábærir teiknarar og meistruðu til hlítar frumgreinar myndlistarinnar og höfðu gífurleg áhrif á skreytilist hvers konar og listiðnað. Með frumgreinum myndlistar er átt við málun, höggmyndalist og teikningu. — Það er mjög fróðlegt að fylgjast með glimu ýmissa lista- manna við að virkja upphleypta áferð í byggingu myndheilda í þágu þess, sem á fagmáli nefnist heildarstrúktúr. Hér geta íslenz- kir margt lært og þá um leið í útfærslu agaðra en um leið hömlu- lausra myndheilda, — eins konar reglu í frjálslegri, umbúðalausri mótun. Upphenging myndanna hefur tekist mjög vel, er skýr, ákveðin og hnökralaus þannig að fram kemur sterkur heildarsvipur. Sýningar- skráin hefur að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar um stóran hluta listamannanna en þar koma fram alltof margar stafsetningar- villur í lesmálinu. Um leið og framtakið er þakkað þykir mér rétt að koma á framfæri þeirri ósk, að um árvisst framhald verði að ræða og í fjölbreytilegri mynd. Þægileg „Moody Bluesu-plata Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Long Distance Voyager. The Moody Blues. EMI TMB: Justin Hayward: gítar, söng- ur. John Ixrdge: bassi, söngur. Ray Thomas: flauta, munnharpa og söngur. Graeme Edge: trommur. Patrick Moraz: hljómborð. Þetta er fyrsta plata TMB eft- ir þriggja ára hlé. Hljómsveitin hefur verið nær óbreytt frá stofnun (1964), nema hvað á þessari plötu er Patrick Moraz (áður í Yes) í stað Mike Pinder. Hljómsveitin var stofnuð í Birmingham 1964. Önnur litla plata þeirra „Go On“ hafnaði í 1. sæti þess ameríska. Þar með voru þeir komnir af stað. Það sem hefur einkennt tón- list TMB í gegnum árin, er notk- un strengja á plötum þeirra, rétt eins og ELO, en ekki eins ráð- andi. Long Distance Voyager er engin undantekning. Á henni eru 10 lög sem öll eru dæmigerð fyrir Moody Blues, róleg og þægileg, full af fallegum melódí- um. Hljóðfæraleikurinn er góður og oft gott betri. Söngurinn er látlaus og fellur vel að fallegum lögum plötunnar. Tvö lög eru þó best, „The Voice", sem er hratt og grípandi, og „22000 Days“, sem er rólegt lag og magnað upp með kórsöng, þrumugott. I heildina er hér þægileg, melódísk plata sem lítið skilur eftir. Gallinn er, hvað þeir sneiða stundum nærri ELO. Það er ef til vill í lagi en dregur hana þó niður. Þetta er ekki besta plata TMB, en ekki sú versta. FM/AM SVARIÐvið arkukreppu og MITSUBISHI MOTORS COLT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eydsla 7I./100 km.). COLT er rúmgóður. COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. Komid, skoðið og reynsluakið COLT1982 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.