Morgunblaðið - 27.10.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
13
tvö ár. Er þar ekki fegursta rósin
fundin í hnappagat ríkisstjórnar-
innar og þar með Alþýðubanda-
lagsins skv. röksemdafærslu þing-
flokksformannsins? Hér er um
mjög gegnsæja talnablekkingu að
ræða fyrir þá, sem fylgjast grannt
með íslenzkum efnahagsmálum,
en sláandi áróðurspunkta til að
villa um fyrir almenningi og til
þess mun leikurinn gerður. Þegar
ríkisstjórnin tók við, hækkaði
framfærsluvísitala (verðbólgan
eins og hún er oftast mæld) um
9,15 1. febr. i fyrra og nú hækkar
hún á þriggja mánaða fresti um
nánast sömu prósentutölu (sjá
meðf. töflu). Á valdatíma ríkis-
stjórnarinnar hefur verið um
meiri hækkanir að ræða og mest
varð hækkunin 14,3% 1. febr. sl.
Þá beitti ríkisstjórnin þeirri
gamalkunnu aðferð (í samræmi
við afstöðu Alþýðubandalagsins?)
að skerða vísitölubætur á laun um
7—8%, sem auðvitað varð til þess
að vísitalan hækkaði minna en
ella síðar á árinu. Hækkun dollar-
ans varð og til þess að innflutn-
ingsverð frá Evrópu hækkaði
minna en það hefði gert að öðrum
kosti. Þessu til viðbótar má minna
á hugvitsamlegt fikt ríkisstjórn-
arinnar við vísitöluna, sem ég hef
áður líkt við krakka í skollaleik.
Þótt þannig hafi verið að staðið,
stendur upp úr sú staðreynd, að
pappírsvísitalan er svipuð og hún
var þegar ríkisstjórnin tók við, en
þó eiiítið lægri vegna ytri að-
stæðna en stundum áður á valda-
tíma ríkisstjórnarinnar. Veruleiki
nýrra samninga, hækkunar fisk-
verðs nú og um áramót, tómra
kassa opinberra þjónustufyrir-
tækja og ráðstafana til þess að
halda atvinnuvegunum gangandi,
a.m.k. á horriminni, eru framund-
an. Því miður er því verðbólgu-
vandinn í veruleikanum, að
óbreyttri stefnu, sýnu verri en
hann var þegar ríkisstjórnin tók
við, hvað sem pappírsvísitölu líð-
ur.
„Árangurinn er að
koma í ljós“
Og enn skal vitnað í Ólaf Ragn-
ar (enda hefur hann gaman af því
að tolla í umræðunni). Árangur-
inn af efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar, alías Alþýðubandalags-
ins, er áþreifanlega að koma í ljós.
Hér skulu að lokum rifjuð upp
nokkur meginatriði:
1) Islenzkir atvinnuvegir eru á
barmi hengiflugs.
2) Þjóðarframleiðslan hefur nán-
ast staðið í stað síðustu 3 árin,
samtímis því sem árlega er
ausið tugum þúsunda tonna
viðbótarþorskafla úr Selvogs-
bönkunum umhverfis landið.
3) Kaupmáttur heimilanna hefur
„sigið“ að sögn Guðmundar J.
og allt að 20% kauphækkun
skortir á að sumir launþega-
hópar hafi þann kaupmátt eftir
þriggja ára stjórnarsetu Al-
þýðubandalagsins sem krafist
var af ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar 1978.
4) Verðbólgan er á pappírnum sú
sama og þegar ríkisstjórnin tók
við, en í veruleikanum illvígari
en áður.
Við þetta má bæta, að erlendar
lántökur hafa verið geigvænlegar í
tíð núverandi ríkisstjórnar og síg-
ur þar enn á ógæfuhliðina, en það
hefur verið fangaráð stjórnvalda
að taka erlend lán, m.a. til þess að
fjármagna taprekstur bæði einka-
og opinberra fyrirtækja, hvað sem
slíkt á lengi að ganga. (Sbr. lán-
töku til Verðjöfnunarsjóðs vegna
ákvörðunar á loðnuverði nú síð-
ast.)
Til ljósari punkta fyrir forráða-
menn í stjórnarráðinu má ef til
vill að lokum telja, að 70—80
milljarðar gamalla króna streyma
í ríkissjóð í ár vegna skattahækk-
ana vinstri stjórnarinnar og óska-
stjórnar Alþýðubandalagsins, sem
nú situr. Þetta auðveldar fjár-
málaráðherra að ná jöfnuði í
ríkisbúskapnum en ekki skatt-
borgurunum að ná endum saman
á heimilum sínum.
Tónleikar í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 15. okt.
HINGAÐ komu til Stykkishólms í
þessum mánuði góðir gestir, en það
voru listamennirnir Gísli Magnús-
son pianóleikari og Gunnar Kvaran
sellóleikari. Héldu þeir hér tónleika
í félagsheimilinu við hinar ágætustu
undirtektir. Félagsheimilið er mjög
gott til hljómleikahalds og hljóm-
burður góður, svo hljómleikarnir
nutu sín ágætlega. Fengum við að
heyra verk snillinga leikin af þess-
um ágætu mönnum og eftir dag-
skrána spiluðu þeir nokkur aukalög.
Vissulega hefði ég óskað eftir að
fleiri hefðu notið þessara ágætu
tónleika, því það er ekki oft sem
slíkir snillingar eru á ferð, en þeir
voru ánægðir með aðsóknina, enda
var þetta besta aðsókn í þessari ferð
þeirra. Við, sem nutum þessara
tónleika, færum þeim Gísla og
Gunnari bestu þakkir fyrir komuna.
— Fréttaritari
Hafnirnar:
Vantar 13% upp á
ráðgerðar tekjur
Einkaumboð
á íslandi
fyrir
CHESTERTOIÍ
í skýrslu sem verkfræðiþjón-
usta Gylfa ísakssonar hefur unnið
fyrir Hafnasambandið og lögð var
fram á fundinum, kemur m.a.
fram, að einungis u.þ.b. tólf hafnir
á landinu eiga nú umtalsverðan
tekjuafgang.
Leiðrétting
í RITSMÍÐ minni, „Stemma til
Kristmanns", sem birtist í Mbl. sl.
föstudag, 23. þ.m., urðu þau mis-
tök á einum stað í greininni, að
niður féll aukasetning og í beinu
framhaldi af því í aðalsetningu
var prentvilla. Hið rétta á að
hljóða á þessa leið: „Niðurstaðan
af þessum orðræðum og fyrstu
kynnum af Kristmanni var sú, að
hann væri rithöfundur og skáld
vegna talentu (hæfileika) eða öllu
heldur vegna náðargáfu, en ekki
gervihöfundur. Um annað má deila
endalaust."
Lesendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
— stgr
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53333
MIÐAÐ við óbreyttar forsendur
vantar 13% upp á að hafnir landsins
nái þeim heildartekjum sem að var
stefnt á árinu, en vegna hagstæðari
ytri aðstæðna en búist hafði verið
við, er heint tekjutap hafnanna
7-8%.
Þetta kom fram í máli Gunnars
B. Guðmundssonar, formanns
Hafnasambands sveitarfélaga á
ársfundi sambandsins, sem hald-
inn var 23. og 24. þessa mánaðar.
Að sögn Gunnars, stafar tekjutap-
ið af því að gjaldskrá hafnanna
hefur ekki fengist hækkuð, en
einnig veldur greiðslutregða út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja
höfnunum verulegum rekstrar-
fjárskorti.
Gunnar sagði ennfremur, að
upphæð sú, sem í fjárlögum væri
ætluð til hafnarframkvæmda,
væri ekki í samræmi við hafnar-
gerðaráætlun sem samþykkt var í
fyrra. Gert væri ráð fyrir 41 millj-
ónar króna fjárveitingu til þessa í
fjárlögum, en ef vel ætti að vera,
þyrfti sú upphæð að nema 62
milljónum króna.
Á fundi með blaðamönnum, þar sem hauststarf Norræna Sumarháskólans
var kynnt. Þorlákur H. Helgason formaður íslandsdeildar NSH situr við
gluggann.
Haustfundur Norræna
Sumarháskólans
„AÐALTILGANGUR þessa fundar
með blaðamönnum er tvíþættur"
sagði Þorlákur H. Helgason. „Við vilj-
um annars vegar auglýsa skólann
þannig að fleiri taki þátt í honum og
jafnframt því kynna það starf sem
Norræni Sumarháskólinn býður upp á
í vetur.“
„Haustfundur skólans verður
haldinn í dag, þriðjudag kl. 17.30 og
vonum við að sem flestir sýni
starfsemi skólans áhuga, og vil ég
sérstaklega taka fram að skólinn er
öllum opinn konum og körlum, og
fólki úr öllum starfsgreinum, og
engin sérstök menntun er skilyrði
fyrir inngöngu. Starfið fer fram í
námshópum og er fundað að meðal-
tali einu sinni í mánuði, ákveðið les-
efni sem er sameiginlegt á öllum
Norðurlöndunum liggur til grund-
vallar, það er síðan rætt og unnin
verkefni. Við vitum ekki hve margir
nemendur verða starfandi með
okkur í vetur fyrr en eftir haust-
fundinn, en í fyrra voru nemendur
milli 30 og 40, og vonumst við til að
þeim fjölgi í vetur."
„Hvaða hópar verða starfandi í
vetur?“
„Það verða starfandi a.m.k. 7
hópar, einn fjallar um þróun og
þróunarkenningu, annar um tölvu-
væðingu og áhrif hennar á vinnu-
skilyrði. Sá þriðji fjallar um
valmöguleika í tónlist, þá er einn
hópur um efnahagsástand í heimin-
um og breytta stöðu smáríkis.
Einnig er fjallað um öryggismál og
friðarhreyfingu, kvennamenningu
og kvennabaráttu og að síðustu
fjallar einn hópurinn um félags-
mótun."
Fulltrúar nokkurra hópa gerðu
síðan grein fyrir því starfi sem unn-
ið var í fyrra og í ljós kom að einn
hópurinn, sá sem fjallar um
kvennamenningu og kvennabaráttu
er ekki opinn karlmönnum og sögðu
forsvarsmenn hópsins það vera
vegna þess að karlmenn ættu ekk-
ert erindi í slíkan hóp að sinni.
Aðspurður um fjármögnun Nor-
ræna Sumarháskólans sagði Þor-
lákur að skólinn fengi úthlutað
ákveðinni upphæð frá Norræna
Menningarmálasjóðnum og færi
mestur hluti þess sem kæmi í Is-
lands hlut í ferðastyrki. Þess má að
lokum geta að niðurstöður hópanna
eru birtar í tímaritinu NORDISK
FORUM og er m.a. hægt að nálgast
það á bókasafni Norræna hússins.