Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
47
Glit býður í
„gestastúdíó“
Hluti af hinu nýja Öðustelli sem Glit sendir nú frá sér.
Samband byggingamanna:
Mótmælir harðlega
útreikningum VSI
UM ÞESSAR mundir er að koma á
markaðinn nýtt handunnið stell frá
Glit hf. Starfshópur í Glit hefur
hannað stellið undir forystu Huldu
Marisdóttur, leirlistakonu og Eydís-
ar Lúðvíksdóttur, myndlistakonu.
Stellið hefur verið nefnt ÖÐU-
STELL, hefur silkimjúka gráa áferð
og þolir sterkustu kemísk efni og
uppþvottavélar.
Á fundi með blaðamönnum þar
sem framleiðslan var kynnt, kom
fram að undirbúningur þessa nýja
stells hefur tekið tvö—þrjú ár.
Fyrsta stellið sem Glit setti á
markaðinn 1974 hefur verið lækk-
að örlítið í verði, en það verður
selt áfram ásamt nýja stellinu og
lofuðu forsvarsmenn framleiðslu
til aldamóta. Nýja stellið er fram-
leitt úr steinleir en hann er
brenndur við 150—200° gráðu
meiri hita en jarðleirinn, og verð-
ur sterkari fyrir vikið.
Glit hf. hefur á undanförnum
árum komið með ýmsar nýjungar í
framleiðslu sinni og nægir að
nefna þar framleiðslu á stein-
blómum, en týndar eru villtar ís-
ienskar jurtir og blóm, þær síðan
baðaðar í glerungnum og oxíðum
og greyptar í rennblautan stein-
leir á sérstakan máta. Síðan er
verkið brennt við háan hita og
verður að einskonar steingerving.
Hönnuðir Steinblóma voru þau
Eydís Lúðvíksdóttir, myndlista-
kona og Þór Sveinsson, leirlista-
maður.
Þá stendur til að veita lista-
mönnum aðstöðu í svokölluðu
gestastúdíói sem tekið verður í
notkun nú á næstunni. Þar er gert
ráð fyrir að einn eða tveir lista-
menn geti unnið samtímis að á-
kveðnum verkefnum i stuttan
tíma í senn.
SAMBAND byggingamanna mótmælti
á fundi sínum á laugardag harðlcga
útreikningum Vinnuveitendasam-
bands íslands á kröfum sambandsins
í kjarasamningunum. í ályktun frá
hyggingamönnum segir að þessum
órökstuddu fullyrðingum verði svarað
opinberlega á næstu dögum og vcrður
þá gerð grein fyrir kröfugcrðinni á
blaðamannafundi.
Ásmundur Hilmarsson, starfs-
maður Sambands byggingamanna,
sagði að útreikningur VSI og full-
yrðingar Þorsteins Pálssonar um að
kröfugerðin fæli í sér yfir 80%
launahækkun væru fráleitar. í
hnotskurn væru kröfurnar þær, að
sama kaupmætti yrði náð og var hjá
iðnaðarmönnum árið 1974, en Ás-
mundur sagði að það ár hefði hann
verið um 113 stig, en útlit væri fyrir,
að hann yrði um 113 stig í ár.
Á fundi framkvæmdastjórnar,
sambandsstjórnar og formanna
þeirra félaga Sambands bygginga-
manna, sem ekki eiga aðild að þess-
um stjórnum, síðastliðinn laugar-
dag hefði verið fjallað um samþykkt
72 manna nefndar ASÍ um sam-
eiginlega kröfugerð. Samband bygg-
ingamanna ítrekaði á fundinum, að
sameiginlega verði fjallað um verð-
bætur á laun, skattamál, atvinnu-
mál, uppsagnarfrest og málefni fatl-
aðra á vettvangi ASI. Hins vegar
fjalli samninganefnd bygginga-
manna um breytingar á ýmsum
þáttum samninga sinna og ber þar
hæst leiðréttingu á reiknitölu
ákvæðisvinnu, sem sambandið telur
að hafi verið verulega skert í síðustu
samningum.
Breytingar á akstri
Strætisvagna
Reykjavíkur
„All that
Jass“
Ferfdld Óskars-
verðlaunamynd í
Stjörnubíói
STJÖRNIJBÍÓ er að hefja sýningar
á nýlegri amerískri stórmynd í litum
sem hlaut fjögur Oskarsverðlaun á
síðasta ári. Handrit og leikstjórn er í
höndum Bob Fosse sem margir
kannast við, en hann leikstýrði einn
ig „Cabaret” og „Lenny“ á sínum
tíma. Framleiðandi myndarinnar er
Robert Alan Arthur og vann hann
einnig að kvikmyndahandritinu með
Fosse.
Myndin fjallar um leikstjóra á
Broadway, Joe Gideon, sem talinn
er einn af þeim bestu þar um slóð-
ir. Hann á í miklum erfiðleikum í
einkalífi sínu, er háður bæði lyfj-
um og áfengi og fjallar myndin
um lífshlaup hans, samband við
fjölskyldu, börn og feril hans sem
leikstjóra.
Aðalhlutverk eru í höndum
Jessicu Lang og Roy Scheider, sem
m.a. hefur leikið í „Jaws“ og
„French Connection".
NOKKRAK brevtingar á akstri hafa
verið á döfinni hjá Strætisvögnum
Keykjavíkur. Þessar brevtingar komu
til framkva'mda sl. laugardag, fyrsta í
v etri, 25. október og eru þessar helst-
ar:
Hafinn verður akstur á nýrri leið
um eldri borgarhverfin á kvöldin og
um helgar eða m.ö.o. á þeim tímum
dags, sem akstur á öðrum leiðum þar
er strjálastur. Ekið verður frá
Hlemmi á hálftíma fresti um mið-
og vesturbæinn vestur á Haga og
Mela, en þaðan um Hringbraut og
Mikíubraut inn í Hlíðar og þaðan
aftur á Hlemm. Leið þessi verður
fyrst um sinn starfrækt í tilrauna-
skyni og verður ekki tölusett á með-
an, en ákvörðun um framkvæmd
þessarar þjónustu tekin síðan að
fenginni revnslu. Leiðin verður
nefnd MELAR-HLÍÐAR.
Þá verður leið 10, HLEMMUR-
SELÁS, lengd upp í Selási vegna
aukinnar byggðar þar efra, auk þess
sem vagnarnir munu framvegis aka
lengra niður í iðnaðarhverfið á Ár-
túnshöfða en áður. Vakin er athygli
á því, að í sambandi við þessa leng-
ingu leiðarinnar hefur brottför frá
HJÁLPARSVEIT skála í Keykjavík
gengst fyrir námskciði í meðferð átta-
vita og landabréfa fyrir ferðamenn á
morgun, miðvikudagskvöld, og
fimmtudagskvöld, og hefst námskeiðið
kl. 20 bæði kvöldin, í húsnæði hjálpar
sveitarinnar í kjallara Armúlaskóla,
Ármúla 10—12.
Fyrra kvöldið verður meðferð
Hlemmi verið flýtt um 5 mínútur frá
því, sem áður var.
Ennfremur verður akstur á leið 14,
LÆKJARTORG-SEL, aukinn þann-
ig að nú verða ferðir á hálftíma
fresti allan daginn, auk þess sem ek-
ið verður aðra hverja ferð um Jað-
arsel vegna nýbyggðar þar, en þang-
að hafa strætisvagnar ekki ekið áð-
ur. Hin ferðin á hverjum klukkutíma
(sú, sem hingað til hefur verið ekin)
verður óbreytt um Seljahverfi.
Aðrar breytingar á leiðum SVR
eru smávægilegar, einkum lagfær-
ingar á tímatöflu á einstaka stað.
Þess skal getið að ráðgerðar voru
breytingar á akstri leiða 8 og 9
HÆGRI/VINSTRI HRINGLEIÐ, en
þeim hefur nú verið frestað um sinn,
og bíða þær heildarendurskoðunar á
leiðakerfi SVR, sem nú er unnið að.
I sambandi við þessar breytingar
hefur verið gefin út ný leiðabók
SVR, og fellur hin eldri úr gildi um
leið. Er farþegum bent á að afla sér
nýju leiðabókarinnar til að forðast
óþægindi og tafir, en hún verður seld
á sölustöðum SVR í áningarstöðinni
á Hlemmi og miðasölunni á Lækj-
artorgi.
áttavita og landabréfa kennd og
notkun æfð innand.vra. Síðara kvöld-
ið er veitt tilsögn í ferðabúnaði og
farið í stutta verklega æfingu rétt út
fyrir bæinn.
Nánari upplýsingar fást í Skáta-
búðinni við Snorrabraut, og liggur
þar frammi þátttökulisti fyrir þá
sem ætla að taka þátt í námskeiðinu.
Námskeið í meðferð
áttavita og landabréfa
Jóhann með forustu
á haustmóti TR
JÓHANN Hjartarson hefur nú ör
ugga forustu á haustmóti Taflfélags
Keykjavíkur. l»egar 10 uniferðum er
lokið, hefur Jóhann 7 vinninga og á
eina frestaða skák. Jóhann sigraði
Elvar Guðmundsson í biðskák, sem
lauk í gærkvöldi.
Úrslit í 10. umferð, sem fór
fram á sunnudagskvöldið, urðu
þau, að Dan Hanson vann Arnór
Björnsson, Jóhann Örn og Björn
Sigurjónsson gerðu jafntefli, svo
og Sævar Bjarnason og Benedikt
Jónasson. Skák þeirra Sveins
Kristinssonar og Júlíusar Frið-
jónssonar fór í bið. Fresta varð
skákum Jóhanns og Björns Jóh. og
Jóns Þorsteinssonar og Elvars
Guðmundssonar. Tveimur skákum
Elvars var frestað undir lok síð-
ustu viku, þar sem hann brá sér til
ísrael til að keppa fyrir hönd
f.vrirtækis síns.
Staðan er nú:
1. Jóhann lljartarson 7 + I frestað.
2. Jóhann ()rn 6.
3. Sævar Hjarnason 5' 2 + 1 biðskák.
4. —6. Dan llanson. Júlíus Friðjónsson og
Henedikt Jónasson 5 + I biðskák.
7. Jón horsteinsson 4' 2 + I biðskák og I
frestað.
8. Elvar (>uðmundsson 4 + 2 frestað.
9. Arnór Bjiirnsson 3 + 1 bið og I frestað.
10. Sveinn Kristinsson 2' 2 + 2 biðskákir.
11. Björn Sigurjónsson 2' 2.
12. Bjcirn Jóhannesson 2 + 2 biðsk. og 1
frestað.
í A-flokki er Stefán G. Þórisson
efstur með 7 vinninga. í B-flokki
er Rögnvaldur Möller efstur með
6 Vi, í C-flokki Stefán Þór Sigur-
jónsson með 6 'h + biðskák og í
opnuin flokki hefur Þröstur Þór-
hallsson forustu með 8 vinninga.
11. og síðasta umferð hefst á mið-
vikudag kl. 19.30.
Sýnikennsla í
mataigerðarlist
Nú er tækifærið til að læra réttu
tökin við matargerðina.
Dómhildur Sigfúsdóttir hús-
stjórnarkennari, frá Osta og
smjörsölunni, sér um sýnikennslu
í matreiðslu í Leifsbúð kl. 17:00
ídag.
Þátttökugjald er kr. 30.
Verið velkomin -
meðan húsrúm leyfi
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
KAUPMANNASAMTÖK
ISLANDS
VERZLUNARSKÓLI
ÍSLANDS
NAMSKEIÐ
fyrir afgreiðslufólk
Námskeið í afgreiðslustörfum 40 tímar.
Námskeiðsgjald kr. 800.- 2.—14. nóv. síðdegis
(ekki fimmtudaga og föstudaga).
6 t. verzlunarréttur
1 t. vélreikningur
2 t. tölvunotkun
1 t. þjófavarnir
1 t. hreinlæti
9 t.tjáning og framkoma
3 t. réttritun
4 t. verzlunarrekstur
3 t. verzlunarstörf
4 t. vörufræöi
6 t. sölumennska.
Námskeið í blindskrift á búðarkassa.
Námskeiösgjald kr. 200 - 4.—12. nóv. miðviku-
daga og fimmtudaga, árdegis.
12 æfingar á reiknivélar.
Námskeiöin eru haldin í Verzlunarskóla íslands í samræmi
viö ákvæöi kjarasamnings Kaupmannasamtaka islands og
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og gefur rétt til kaup-
hækkunar svo sem þar segir.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Kaupmannasam-
taka íslands í síma 28811 fyrir 30. október nk.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA
SÍMINN ER:
22480