Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 31 Greinargerð Sambands fsl. bankamanna: „Nauðugir viljugir verða bankamenn að beita úrslitavopni“ SAMBAND ísl. bankamanna boðaði í ga*r til vinnustöðvunar frá og með 12. næsta mánaðar. Ákvörðun um boðun vcrkfalls var tekin á fundi stjórnar, varastjórnar, samninga- nefndar og formanna aðildarfélaga Sambands íslenskra bankamanna. Jafnframt var á fundinum samþvkkt að koma á fót verkfallsnefnd, sem hafi með höndum framkvæmd verk- falls cf til þess kemur. Alyktunin, sem samþykkt var á fundinum fer hér á eftir: „Fundur stjórnar, varastjórnar, samninganefndar og formanna aðildarfélaga Sambands íslenskra bankamanna, haldinn í Reykjavík mánudaginn 26. október 1981, samþykkir að boða í dag til vinnu- stöðvunar félagsmanna SÍB frá og með miðnætti aðfaranótt 12. nóv- ember 1981.“ í lögum um kjarasamninga bankastarfsmanna segir svo um verkfall: „Ákvörðun um vinnu- stöðvun ber að tilkynna sátta- semjara ríkisins og þeim sem hún beinist gegn, skemmst 15 sólar- hringum áður en hún skal hefj- ast...“ „Hafi verkfall verið boðað skal sáttanefnd leggja fram sáttatil- lögu um kjarasamninga eigi síðar en 5 sólarhringum áður en verk- fall skal hefjast...“ „Þegar sáttatillaga hefur verið lögð fram, getur sáttanefnd frest- að boðuðu verkfalli í allt að 15 sól- arhringa...“ Loks var eftirfarandi greinar- gerð samþykkt á fundinum og hún send til félagsmanna í SIB: í annað sinn á tæplega einu ári sjá samtök íslenskra bankamanna sig knúin till þess að grípa til ör- þrifaráða í kjaramálum og boða til vinnustöðvunar. I annað sinn á tæpu einu ári er þessu óyndisúr- ræði beitt sem svari við ósann- gjarnri framkomu samninga- nefnda bankanna, sem virðist hafa mótað sér þá meginstefnu í samskiptum sínum við banka- starfsmenn að svara aldrei nokk- urri málaleitan þeirra í kjaramál- um. I sumar kusu þessi sömu við- semjendur bankamanna að láta dómstól fella yfir sér dóm um launagreiðslur, heldur en að semja um réttmætar kröfur. Hvort þessi afstaða samninga- nefndar bankanna til viðsemjenda sinna er mótuð vegna dáðleysis og ráðleysis nefndarinnar, eða hvort nefndinni er stjórnað af þriðja að- ila og sé aðeins strengjabrúða í höndum hans, skal ósagt látið að þessu sinni. Hins vegar kemst Samband íslenskra bankamanna ekki hjá því að lýsa þeirri skoðun sinni, að samninganefnd bank- anna hafi ekki sýnt þá ábyrgð, sem lögin um kjarasamninga bankastarfsmanna leggja henni á herðar. Kjarasamningum Sambands ís- lenskra bankamanna var sagt upp hinn 26. maí sl. miðað við 31. ágúst, og jafnframt var þá lögð fram kröfugerð sambandsins. Allan þann tíma sem liðinn er frá upp- sögn hefur samband íslenskra Æskulýð.skór KKl'M og K tekur mikinn þátt í samkomunum og syngur m.a. á miðvikudagskvöld og sunnudagskvöld. „Kristsvakning ’81“: Þéttsetinn salur á fyrstu samkomunni KKISTSVAKNING 81 - nýtt líf með Kristi er heiti á samkomuherfcrð á vegum nokkurra kristilegra félaga í Keykjavík, sem hófst í fyrrakvöld. Ké- lögin, sem að henni standa eru KKUM, KKUK, KSS, KSK og Sam band ísl. kristniboðsfélaga. Samkom- urnar, sem hefjast kl. 20:30 í húsi KKUM og K við Amtmannsstíg og standa úl vikuna og verður síðasta samkoman na'sta sunnudag, 1. nó- vember. Fjórir ræðumenn skiptast á um að fjalla um efni vikunnar. Eru þeir Helga Steinunn Hróbjartsdóttir kennari, sr. Jón Dalbú Hróbjartss- on, Olafur Jóhannsson guðfræðin- emi og Sigurður Pálsson námsstjóri. í kvöld ræðir Ólafur Jóhannsson um efnið Kristur og syndarinn. Af öð- rum efnum sem rædd verða má nefna Kristur og efasemdarmaður- inn, Kristur og einmanaleikinn og Kristur og unglingurinn. Fjölbreyttur almennur söngur verður á samkomunum auk þess sem níu sönghópar litlir og stórir koma fram. Sönghópur, sem nefnir sig Saltkorn syngur í kvöld og einn- ig koma fram þær stöllur Laufey og Rósa. Að loknum samkomunum gefst fólki kostur á að staldra við í húsinu, spjalla við ræðumenn og aðra, nærast á kaffiteríu, syngja eða skoða og kaupa bækur. Stjórnandi samkomuvikunnar er Guðni Gunn- arsson guðfræðingur. Var fjölmenni á fyrstu samkomunni sl. sunnu- dagskvöld, en þessar samkomur eru opnar öllum almenningi. Bræla á loðnumiðum BKÆLA var á loðnumiðunum í gær, en í fyrrakvöld fór veður þar versnandi. Nokkur skip fóru til lands í fyrrinótt með allgóðan afla og í gærmorgun var vitað að mörg skip hugðu á landferð án þess að hafa tilkynnt um afla. Frá því kl. 15 í fyrradag þar til kl. 10 í gærmorgun tilkynntu 8 skip um afla til Loðnunefndar, samtals 5040 lestir og eru þau þessi: Guðmundur RE 550 lestir, Harpa RE 400, Súlan EA 640, Ársæll KE 400, Víkingur AK 900, Hilmir SU 1100, Bjarni Ólafsson AK 1100, Skírnir AK 330 og Albert GK 420. (Ljósm. KAX). Frá fundi stjórnar, samninganefndar og formanna aðildarfélaga SÍB í gær, en þar var tekin ákvörðun um boðun verkfalls. bankamanna knúið á um viðræður um kröfugerðina. Hinn 15. júlí í sumar var fyrsti fundur samninganefndar deilu- aðila haldinn og að undanförnu hefur ríkissáttasemjari haldið marga og tíða fundi með þeim. Allan þennan tíma hefur fram- koma samninganefndar bankanna einkennst af tvennu: Annars vegar ráðleysi og ótta við að horfast í augu við staðreyndir, hins vegar tilraunum til þess að drepa málinu á dreif, og hafa þær tilraunir fal- ist í því að segja eitt í dag og ann- að á morgun og taka aftur í öðru orðinu það sem hampað hefur ver- ið í hinu. Fyrir um það bil mánuði óskaði samninganefnd bankanna eftir að ræddir yrðu möguleikar á samn- ingi til skamms tíma, eða framyfir það að línur skýrðust á hinum al- menna launamarkaði, þar eð samninganefnd bankanna taldi sér með öllu ógerlegt að semja á undan öðrum, af ótta við að skapa fordæmi, svo notuð séu eigin orð nefndarmanna. Samninganefnd SÍB kom til móts við bankana og léði máls á viðræðum um slíkan samning, án þess þó að setja þar fram sérstak- ar kröfur. Engin formleg tilboð komu fram af hálfu samninga- nefndar bankanna á þessu tíma- bili, aðeins óformlegar hugmyndir og sumar hverjar mjög óljósar og þokukenndar. Virðist nú svo að samninganefnd bankanna hafi aldrei hugsað sér að ganga til slíks skammtímasamnings, heldur ein- ungis notað hugmyndina sem yfir- skyn til þess að draga samnings- málin á langinn. Samband íslenskra banka- manna telur sig hafa gert skyldu sína gagnvart viðsemjendum sín- um. Sambandið lagði fram kröfu- gerð sem það telur réttláta og samninganefnd þess hefur lagt sig í framkróka við að leita lausnar á kjaradeilunni og þar með komið verulega til móts við samninga- nefnd bankanna. Allt það starf sem nú hefur ver- ið unnið virðist unnið fyrir gýg. Nauðugir viljugir verða banka- menn að beita því úrslitavopni sem lög um kjarasamninga banka- starfsmanna heimila: vinnu- stöðvun. Samband íslenskra banka- manna heitir á alla félagsmenn sína að standa saman í þeim átök- um sem framundan eru. Styrkur samtakanna í vinnustöðvuninni fyrir tæpu ári fólst í samstöðu fé- lagsmanna og góðum málstað. Báðar þessar forsendur eru fyrir hendi nú. Sumbflsaetí eru sjóðheit á sumrin en ískóld á vetrum Þekkirðu vandamálið? í'/i En vissiröu aö á því höfum við Ijómandi góða lausn. Austi bílaáklæöin. Viðurkennd dönsk gæðavara, falleg og furðulega ódýr. Þau veita góða einangrun og hlífa bílsætinu. Framleidd eftir einföldu kerfi sem tryggir lágt verð og að áklæði séu fyrirliggjandi í flestar gerðir bíla. Austi bílaáklæði. Úrfallegum efnum, — einföld í ásetningu. Fást á öllum bensínstöðvum okkar. □ CD £U cc (-M Q CD m Vöruval og vönduð þjónusta STÖÐVARIMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.