Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 39 Sigmundur Bjömsson Akureyri - Mimúng Kvcðja Sigmundur Björnsson, deildar- stjóri vátryggingadeildar Kaupfé- lags Eyfirðinga lést hinn 19. ágúst sl., nokkuð fyrir aldur fram. At- vikin höguðu því þannig, að ég og fjölskylda mín, sem vorum honum nákomin, gátum ekki verið við- stödd útför hans. Mig langar þó til, þó að seint sé, að minnast hans nokkrum orðum. Sigmundur var borinn og barnfæddur Eyfirðingur, fæddur hinn 13. maí 1916 á Ytra-Hóli í Kaupangssveit. Foreldrar hans voru Björn Sigmundsson, síðar starfsmaður og deildarstjóri um langan aldur hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, og kona hans, Guðrún Gunnlaugsdóttir frá Bakka í Svarfaðardal. Foreldrar Björns voru Sigmundur Björnsson, bóndi á Ytra-Hóli og kona hans, Frið- dóra Guðlaugsdóttir frá Þröm í Garðsárdal. Sigmundur eldri var bræðrabarn við Guðnýju Guð- mundsdóttur, sem var gift séra Matthíasi Eggertssyni í Grímsey og margir kannast við. Friðdóra var af Reykjaætt í Fnjóskadal og var systir hinna kunnu bræðra Kristins og séra Sigtryggs Guð- laugssona á Núpi í Dýrafirði, en þau voru systkinabörn við Jónas Tómasson, bóksala og tónskáld á ísafirði. Börn Sigmundar og Friðdóru á Ytra-Hóli voru auk Björns, sem lést árið 1975, Guðlaugur, land- póstur á Akureyri, látinn, Sigur- lína, húsfreyja á Ytra-Hóli, látin, en á lífi eru Finnur, fyrrum lands- bókavörður, Tryggvi, bóndi á Ytra-Hóli, Elínrós, áður iðnverka- kona á Akureyri, og Kristinn, bóndi á Arnarhóli í Kaupangs- sveit. Guðrún kona Björns var komin af dugmiklu hraustleikafólki úr Svarfaðardal. Föðursystir hennar var Lilja Sólnes, fósturmóðir Jóns G. Sólnes, fyrrum alþingismanns, og móðir Valgerðar Björnsdóttur, sem gift var Hannesi Guðmunds- syni, lækni í Reykjavík. Þau Björn og Guðrún áttu 4 börn og var Sigmundur þeirra elstur. Næst er Anna, gift þeim Anna Sólveig Vil- hjálmsdóttir - Minning Scnn slokkna öll m;n litlu ((lediljós ojj liT mill fjarar sem vió dauóans ós. húmió slóra hylur mína hrá ó herra Jesú, vertu hjá niér þá. MJ. Mánudaginn 3. ágúst sl. var til hinstu hvíldar borin að Búðum í Fáskrúðsfirði Anna Sólveig Vil- hjálmsdóttir húsmóðir í Tungu. Anna var fædd 27. október 1892 að Brekku í Mjóafirði, dóttir hjón- anna Vilhjálms Hjálmarssonar og Svanbjargar Pálsdóttur. Var heimilið á Brekku annálað fyrir reisn og myndarskap og þau hjón kunn fyrir mannkosti og dugnað. Anna unni æskustöðvum sínum og heimili og var það henni hjartfólg- ið umræðuefni, þegar aldurinn færðist yfir að minnast bernsku- áranna á Brekku. Foreldra- og bernskuminningarnar voru henni helgur dómur. Þann 14. okt. 1923 giftist Anna eftirlifandi manni sínum Gunnari Pálssyni bónda í Tungu í Fáskrúðsfirði. Börn þeirra Önnu og Gunnars eru fimm og talin hér eftir aldri. Ragnhild- ur, búsett í Reykjavík, gift Gunn- ari Sigurðssyni frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, Vilhjálmur, búsettur á Seifossi, kvæntur Steinunni Úlf- arsdóttur frá Vattarnesi við Reyð- arfjörð, Elínborg, búsett á Syðra- Hvarfi í Svarfaðardal, gift Sigur- jóni Sigurðssyni frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, Páll, búsettur á Fá- skrúðsfirði, kvæntur Olgu Sigur- björnsdóttur, og Friðmar, sem er bóndi í Tungu, kvæntur Jónu Sig- urbjörnsdóttur, en þær tvær síð- ast töldu eru systur ættaðar héðan úr sveit. Ævisaga Önnu verður ekki rak- in náið hér, en mig langar að minnast hennar frá þeim tíma er fundum okkar bar fyrst saman, en þó aldursmunur okkar væri mikill tókst með okkur sönn vinátta, sem ég ævinlega mun verða þakklát fyrir. Við fyrstu heimsókn mína að Tungu duldist mér ekki að hús- móðirin bar með sér mikilhæfan persónuleika. Anna var greind kona og þótt ekki hefði hún lang- skólanám að baki, bar hún með sér þá eiginleika, sem sönn menntun veitir. Hún bar með sér aðals- merki hinnar sönnu íslensku bændamenningar, menntun huga og handa til starfa fyrir heimili sitt, eiginmann og börn. Á milli hjónanna í Tungu ríkti kærleikur og virðing. Uppeldi og menntun barnanna var þeirra sameiginlega áhugamál. Anna var sönn móðir í þess orðs fylistu merkingu og eftir að barnabörnin komu til áttu þau hug hennar allan, hún gladdist svo innilega yfir hverju þeirra spori til menningar og mennta. Ljóð og söngelsk var hún svo af bar og má ég segja, að vart kæmi fyrir að ekki væri sest við hljóð- færin og sungið þegar skipst var á heimsóknum. Og þessara eigin- leika naut hún svo ríkulega að finna bæði í hópi barna og barna- barna sinna og gladdi það hana ósegjanlega mikið. Eftir að heilsa hennar þraut var lestur ljóða hennar mesta afþreying svo lengi sem getan leyfði. Með Önnu í Tungu er gengin góð kona og gegn kona sem skilaði hlutverki sínu með mikilli prýði. Seinustu árin var Anna farin að tapa kröftum og naut þá aðstoðar tengdadóttur sinnar við heimil- isstörfin og síðar algerrar umönn- unar þeirra hjóna Friðmars og Jónu. Oft minntist hún á það, þegar fundum okkar bar saman, hve ósegjanlega þakklát hún væri fyrir að mega dvelja heima og njóta þeirrar umönnunar og kær- leika, sem henni væri í té látið. Seinustu vikurnar komu dæturnar um langan veg og hjálpuðu til að hjúkra henni. En þrátt fyrir að allt væri gert sem unnt var, kom að því að flytja varð hana á sjúkrahús. Var hún flutt á Land- spítalann og lézt þar eftir stutta legu. Eiginmaðurinn aldurhniginn fylgdi henni í þessari ferð. Hann hafði ekki látið sitt eftir liggja í veikindum hennar að gera henni lífið bærilegra. Og nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta vináttu Önnu í Tungu. Ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar kveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Megi minningin um elskulega eiginkonu, móður og ömmu verma hugi þeirra um alla framtíð. Aðalbjörg Magnúsdóttir sem þetta ritar, þá Finnur, flug- virki í Reykjavík, og yngstur Vík- ingur, eldvarnaeftirlitsmaður á Akureyri. Sigmundur óist upp með for- eldrum sínum, fyrst á Ytra-Hóli til 8 ára aldurs, en síðan á Akur- eyri eftir að foreldrar hans fluttu þangað. Hann stundaði nám í Laugarvatnsskóla 1932—1934, en hóf árið 1935 störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann starfaði fyrst við matvörudeild félagsins, en varð síðan útibússtjóri hjá félag- inu í nokkur ár. Kjötbúðarstjóri félagsins var hann 1948 til 1965, en síðan deildarstjóri vátrygg- ingadeildar þess og gegndi því starfi til dauðadags. Starfstími hans hjá Kaupfélagi Eyfirðinga var þá orðinn 46 ár. Árið 1941 kvæntist Sigmundur cftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Gísladóttur frá Súðavík við Álfta- fjörð í Norður-ísafjarðarsýslu. Synir þeirra eru ívar, forstöðu- maður Skiðahótelsins í Hlíðar- fjalli, kvæntur Kristínu Einars- dóttur, og Björn, útvarpsvirki, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur. Auk starfs síns hjá Kaupfélagi Eyfirðinga gaf Sigmundur sig all- mikið að félagsmálum. Ilann tók virkan þátt í málum Starfs- mannafélags Kaupfélags Eyfirð- inga, var í stjórn þess og formaður þess um tima. Hann var í mörg ár fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags- ins og kjörinn fulltrúi þess á aðal- fundum Sambandsins um langt árabil. Hann var í stjórn Kaupfé- lagsins 1978—1980. Sigmundur var í áratugi félagi í karlakórnum Geysi, var í stjórn hans og for- maður hans um skeið. Þá var hann áhugasamur félagi í íþróttafélag- inu Þór, var í stjórn þess og lét yfirleitt íþróttamá! til sín taka. Hann var og áhugamaður um úti- vist, gönguferðir og fcrðalög, eink- um innanlands. Sigmundur hneigðist ungur að Samvinnuhreyfingunni og fylgdi Framsóknarflokknum að málum svo sem gert hafði faðir hans á undan honum. Sú þróun sem varð í landbúnaði og atvinnumálum í Eyjafirði og á Akureyri á síðustu áratugum virðist hafa rennt stoð- um undir skoðanir hans á við- skiptaháttum og samfélagsskipan hér um slóðir. Það var því mjög í samræmi við félagslegt viðhorf hans að hann helgaði Kaupfélagi Eyfirðinga starfskrafta sína og vann ævistarf sitt í þágu Sam- vinnuhreyfingarinnar. Sigmundur gekk heilshugar upp í starfi sínu og leitaði ekki eftir launuðum aukastörfum um ævina. Störf sín rækti hann alla tíð af trúmennsku, árvekni og ósér- plægni. Hann var maður stálheið- arlegur. Eljumaður var hann mik- ill, kom jafnan fyrstur á morgn- ana og fór síðastur af vinnustað og féll honum sjaldan verk úr hendi. Reglusamur var hann í hvívetna og hirðumaður. í starfi gerði hann ávallt mestar kröfur til sjálfs sín, en hafði jafnframt góða stjórn á þeim deildum Kaupfélagsins sem hann veitti forstöðu á starfsferli sínum. I þeim efnum kunni hann vel að rata meðalveginn milli stjórnleysis og ofstjórnar og var sanngjarn og tiliitssamur í skipt- um sínum við samstarfsfólk sitt. Gagnvart viðskiptavinum Kaupfé- lagsins var hann háttvis og þjón- ustufús og var það í samræmi við eðli hans, því að í rauninni vildi hann leysa hvers manns vanda. Hins vegar var hann þéttur fyrir, ef á deild hans var leitað af ótil- hlýðilegri tilætlunarsemi og ásækni, og var honum þá ekki þok- að. Sigmundur var með afbrigðum góður heimilisfaðir, hlúði að fjöl- skyldu sinni sem mest hann mátti og bar hana á höndum sér. Systk- inum sínum og vandamönnum var hann hin mesta hjálparhella og var óþreytandi í liðsinni sínu við þá, sem nærri honum stóðu. Var hann ætíð reiðubúinn að hlaupa undir bagga með þeim og sparaði sig þá ekki. Traustur var hann sem bjarg. Var sá ekki ber að baki, sem hann átti að bróður. Sigmundur var maður glað- sinna, félagslyndur og mann- blendinn. Þó var hann dulur um eigin hagi og flíkaði lítt tilfinning- um sínum og skoðunum. Ekki var mér kunnugt um viðhorf hans í trúmálum, en þó mátti ráða í, að hann væri óvissu- eða efasemdar- maður í þeim efnum. Hins vegar fór vart inilli mála, að kristileg verðmæti voru honum leiðarljós í lífinu. Umhyggja fyrir öðrum og hjálpsemi við náungann voru rík- ur þáttur í fari hans. Hann sóttist ekki eftir vindi, vegtyllum eða oöru sem mölur og ryð fá grandað. Á tímum, þegar tiltölulega fáir eru ósnortnir af eignahyggju og samkeppni, virtist Sigmundur lifa að vissu marki eftir reglunni: „Gef mér hvorki fátækt eða auðæfi en veit mér minn deildan verð.“ Sigmundur átti langlífa for- eldra og að honum stóðu end- ingargóðir stofnar. Ekki reykti hann og ekki neytti hann áfengis að heitið gæti. Var hann hófsamur á mat og drykk alla tíð og var hinn mesti reglumaður í háttum sínum og líferni. Ekki lét hann undir höf- uð leggjast að stunda líkamsrækt. Hann var sundmaður góður og iðkaði sund daglega öll hin síðari ár. Hann var og stilltur vel, jafn- lyndur og sjaldan bar honum þá hluti að höndum, að þeir stæðu honum fyrir svefni. Hann naut og lengst af ævi sinnar góðrar heilsu og virtist þróttmikill til allra hluta. Því mátti halda, að Sig- mundur yrði langlífur í landinu líkt og orðið höfðu foreldrar hans og frændur. En ekkert er einhlítt í þeim sökum og margt fer öðruvísi en ætlað er. í janúar sl. fannst hjá honum illkynja meinsemd, sem ekki reyndist unnt að ráða við. Dauðastríðið var langt og strangt. Sigmundi var fullljóst hvert sjúkdómur hans stefndi en tók ör- lögum sínum með æðruleysi og karlmennsku. Lést hann á Land- spítalanum hinn 19. ágúst eins og áður er getið og var þá 65 ára að aldri. Sigmundur var mjög kær vandamönnum sínum sem eiga nú um sárt að birda og hugsa til hans tíðum. Hann var vammlaus halur og vítalaus. Hann skipaði ekki þann sess í lífinu, sem blasir svo mjög við sjónum manna, en manngildi hans var ósmátt. Slíkir menn eru salt jarðar. Ég vil kveðja hann með vísuorðum, sem faðir minn kvað til gamals sam- starfsmanns sín látins: „En aldrei þú sveikst. Og þín holla hönd var hlaðin öll tryggðabaugum." Óíafur Sigurðsson Sigríður Bogadóttir — Minningarorð Fædd 4. júlí 1893 I)áin 19. október 1981 Sigríður móðursystir mín er lát- in, eftir stutta en erfiða legu í sjúkrahúsi. Hún fæddist í Búðardal hinn 4. júlí árið 1893, dóttir hjónanna Boga Sigurðssonar, kaupmanns þar, og konu hans, Ragnheiðar Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verda að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sigurðardóttur frá Flatey. Þau hjónin eignuðust 5 börn og eru nú fjögur látin af þeim systkinahópi. Eftir lifir Ragnheiður, móðir mín. Sigríður Bogadóttir var vel gef- in og vel menntuð. Hún gekk í Landakotsskóla sem ung stúlka og að því námi loknu fór hún til framhaldsnáms í Danmörku. í Landsbankanum vann Sigríður um árabil og þar kynntist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Jóni Halldórssyni, fyrrum skrifstofu- stjóra og söngstjóra, og gengu þau í hjónaband hinn 10. nóvember 1916. Jón og Sigríður eignuðust eitt barn, dótturina Ragnheiði, sem fæddist 10. september 1917. Hún giftist Donald Ream og bjuggu þau lengst af í Washington. Ragnheiður lést í blóma lífsins hinn 21. desember 1977, þá orðin þekktur listmálari, bæði hér heima og erlendis. Um þetta leyti varð samband okkar Sigríðar nánara en áður hafði verið, og dáðist ég alltaf að því hve sterk hún var. Sigríður var falleg kona með ljóst hár niður að mitti til hinstu stundar. Hún var afar vel vaxin, há, grönn og tignarleg, enda vöktu þau hjónin Sigríður og Jón hvar- vetna athygli. Hún hafði yndi af handavinnu, sem fór henni mjög vel úr hendi, eins blómaræktun, og bar garður- inn hennar við hús þeirra hjóna við Hólavallagötu 9 hér í borg þess merki, þar var ekki kastað til höndunum, hvert blóm átti sinn samastað. Nú, þegar ég kveð móðursystur mína í hinsta sinn, vil ég þakka henni fyrir öll skemmtilegu sam- tölin, sem við áttum næstum dag- lega hin síðustu ár, og hve mikinn áhuga hún sýndi mér, börnum mínum, tengdadætrum og barna- börnum. I huga mér verða þessi samtöl okkar mér sem dýrmæt- ustu perlur. Ég votta Jóni mína dýpstu sam- úð og bið Guð að vera með honum. Ingibjörg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.