Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 25 Bergsveinn Þórarinsson brýst í gegn um vörn Vals og skorar eitt af mörkum sínum. Ljósm. Emilía. dór Guðfinnsson átti ágæta spretti í leiknum, en var um tíma fremur óheppinn. Þá ber ad geta, að þau fáu skipti sem sókn Vals sýndi lit, var Brynjar Harðarson þar að baki. Eru Ijósu punktarnir þar með upp taldir. Lið HK lék ekki ýkja vel sem heild, leikmenn gerðu sig oft seka um Ijótar villur. En í liðinu var mik- Valsmenn lakari en byrjendur og HK gekk auðvitaó á lagið ÞAD EK skammt öfganna á milli hjá Valsmönnum, einn daginn vinnur liðið Víkinga fyrst allra liða í óra- tíma. I næsta leik er liðið tekið í kennslustund af litla HK úr Kópa- vogi. Jæja, kennslustund er kannski full mikið sagt, en sannast sagna var sigur HK aldrei í raunverulegri hættu, svo afspyrnulélegir voru Valsmenn að þessu sinni. Þeir hafa kannski vanmetið andstæðinginn, hugsað sem svo eftir árangurinn gegn Víkingi þyrfti ekki annað en að mæta til leiks og þá væru stigin í höfn. Hvað um það, Valsmenn verða vafalítið fyrstir að játa, að verra hef- ur liðið líklega aldrei leikið. HK- menn léku ekki glæsilegan hand- knattleik og þeir voru á köflum ráð- leysislegir og mistækir, en HK-menn bæta upp vankanta sína með óvenju- lega góðri baráttu og leikgleði sem önnur lið ættu að tileinka sér og læra af HK. Sigur HK var afar vcrðskuldaður miðað við gang mála á vellinum, lokatölur leiksins urðu 20—16, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—6 fyrir HK. Jafnræði var framan af leiknum og lítið skorað, þannig var staðan 2—2 eftir 13 mínútur. Var mikið um mistök á báða bóga og HK-menn sendu knöttinn hvað eftir annað í lúkurnar á Valsmönnum, sem þökk- uðu ekki fyrir sig með því að skora mörk. Valur komst síðan í 4—2, en HK jafnaði og voru þá 9 mínútur til leikhlés. En frá því að Valur skoraði 4. mark sitt og þangað til liðið bætti því fimmta við, liðu eigi færri en 13 mínútur og voru Valsmenn svo slak- ir um þessar mndir, að menn stóðu agndofa og horfðu á sjónarspilið. HK-menn þurftu ekki að sýna stór leik, það virtist sem liðið gæti vart annað en sigrað. HK skoraði þarna 5 mörk í röð og náði forystu sem reyndist nokkuð létt verk að halda til leiksloka. í síðari hálfleiknum sáust tölur eins og 11—6 og 17—11 fyrir HK. Þegar skammt var til leiksloka virtust Valsmenn um hríð Valur — HK 16:20 vera eitthvað að rumska, þeir skor uðu þá þrjú mörk í röð, breyttu stöð- unni í 14—17, og fengu síðan víta- kast. Á þessu mikilvæga augnabliki kom Einar Þorvarðarson markvörð- ur HK til skjalanna, hann varði meistaralega vítakast Jóns Péturs og HK skoraði tvö næstu mörkin. Þar með var síðasta von Vals rokin. Ekki er möguleiki á því að eyða mörgum orðum um ágæti Valsliðsins að þessu sinni. Er varla mögulegt hjá 1. deildar liði að leika annan leik jafn illa. Markvarslan var afleit, varnarleikurinn gloppóttur og sókn- arleikurinn hreinasta hörmung. Verra var kannski, að áhugaleysis virtist gæta hjá Valsmönnum. Ekki eru þó allir undir þeim hatti, Theo- ill kraftur og leikgleði. Varnarleikur inn var yfirleitt góður og markvarsla Einars Þorvarðarsonar mjög góð. Sóknarleikurinn var hins vegar oft ósannfærandi og byggðist á ein- staklingsframtaki. Auk Einars gerðu bræðurnir Kagnar og Kristinn Olafssynir, Bergsveinn Þórarinsson og Þór Ásgeirsson góða hluti. í stuttu máli: Islandsmótið í handknattleik, 1. deild: Valur — HK 16—20 (6—9). Mörk Vals: Theodór Guðfinnsson 5, Jón Pétur Jónsson 4 (3v), Þor björn Guðmundsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Gunnar Lúðvíksson og Stefán Gunnarsson 1 hvor. Mörk HK: Kagnar Ólafsson 6 (lv), Bergsveitt Þórarinsson og I>ór Ásgeirsson 4 hvor, Kristinn Olafs- son 3, Kristján Guðlaugsson, Hörður Sigurðsson og Gunnar Eiríksson 1 hvor. Víti í súginn: Einar hirti eitt hjá Jóni Pétri. — ee HandknattlelKur Elnkunnagjðfin Lið Vals: Jón Gunnarsson Þorlákur Kjartansson Theodór Guðfinnsson Þorbjörn Guðmundsson Þorbjörn Jensson Jón Pétur Jónsson Steindór Gunnarsson Gunnar Lúðvíksson Friðrik Jóhannesson Stefán Gunnarsson Lið HK: Einar Þorvarðarson Kagnar Olafsson Kristinn Olafsson Þór Ásgeirsson Bergsveinn Þórarinsson Hörður Sigurðsson llafliði Halldórsson Kristján Guðlaugsson Lið FH: 3 Haraldur Ragnarsson 4 3 Gunnlaugur Gunnlaugsson 6 7 Sæmundur Stefánsson 7 5 Hans Guðmundsson 5 4 Guðmundur Magnússon 6 3 Theodór Sigurðsson 4 5 Óttar Mathiesen 7 4 Kristján Arason 8 3 Sveinn Bragason 4 4 Pálmi Jónsson 5 Valgarð Valgarðsson 7 Lið KR: 8 Brynjar Kvaran 8 6 Gísli F. Bjarnason 4 6 Gunnar Gíslason 7 6 Haukur Ottesen 6 6 Haukur Geirmundsson 5 5 Alfreð Gíslason 6 5 Olafur Lárusson 5 5 Friðrik Þorbjörnsson 6 Kagnar Hermannsson 7 Jóhannes Stefánsson 7 Víkingur: Kristján Sigmundsson 8 Hilmar Sigurgíslason 6 Steinar Birgisson 6 Ólafur Jónsson 6 Guðmundur Guðmundsson 5 Páll Björgvinsson 6 Óskar Þorsteinsson 7 Árni Indriðason 6 Þorbergur Aðalsteinsson 7 Jakob Þórarinsson 5 Heimir Karlsson 6 Fram: Jón Árni Rúnarsson 5 Hannes Leifsson 7 Egill Jóhannesson 6 Dagur Jónasson 6 Hermann Björnsson 5 Kagnar Sigurðsson 5 Björn Eiríksson 6 Sigurður Þórarinsson 7 l»róttur: Olafur Benediktsson Sigurður Kagnarsson Olafur H. Jónsson Sigurður Sveinsson Páll Ólafsson Gunnar Gunnarsson Einar Sveinsson Jón Viðar Sigurðsson Sveinlaugur Kristjánsson Lárus Lárusson Gísli Oskarsson Magnús Margeirsson KA: Magnús Gauti Þorleifur Ananíasson Magnús Birgisson Friðjón Jónsson Jóhann Einarsson Guðmundur Guðmundsson Sigurður Sigurðsson Jakob Jónsson Kristinn Sigurðsson Erlingur Kristjánsson FH — KR ÞAÐ VORU ekki nema 4 sekúndur til leiksloka, er Kristján Arason FH-ingur komst að marki KR í hraðaupphlaupi og skoraði sigur markið, er liðin mættust í 1. deild-____________________________________________ inni á sunnudagskvöldið. Staðan var 20—20 og Kristján fékk knöttinn í kjölfarið á misheppnaðri skyndisókn KR. Og ekki nóg með það, heldur kom KK-skyndisóknin í kjölfarið á hraðaupphlaupi FH, þar sem Pálmi Jónsson komst í dauðafæri, en Brynjar Kvaran markvörður varði snilldarlega. Þess má geta, að þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum, var staðan 20—18 fyrir KR. Lokatölurn- ar urðu því 21—20 fyrir FH, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11—10 fyrir KR. Fyrsta sóknarlota þessa leiks sýndi glögglega hvað í vændum var, FH-ingar brun- uðu upp og Kristján fór eins og loftsteinn gegn um vörn KR og skoraði. Þar með var tónninn gefinn og undirritaður hefur ekki séð marga leiki betri eða jafn spennandi. En þrátt fyrir þetta mark, voru það KR-ingar sem byrjuðu betur, þeir léku vörnina vel og í sókninni gekk línuspil þeirra skemmtilega upp. Þeir komust í 4—2, 5—3 og 7—5. FH-ingarnir sóttu sig þá mikið og jöfnuðu metin í 7—7, þegar 10 mínútur voru til leikhlés. Síðan var jafnt upp í 9—9, með FH-inga fyrri til að skora. KR náði á síðustu mínútunum tveggja marka forystu, 11—9, en Ottar Mathiesen átti síðasta orðið í fyrri hálfleik, því 11—10 í hálfleik. KR náði síðan þriggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks, 13—10, og hélt liðið síðan frumkvæðinu, 1—2 marka forystu fram í miðjan hálfleikinn. Þá jafnaði FH í 16—16, eftir að KR-ingar höfðu klúðrað vítakasti. Hófst nú æsispennandi lokakafli. Kristján Arason kom FH í 17—16 og voru þá 9 mínútur eftir. KR svaraði með tveimur mörkum, FH jafnaði, en tvö mörk til viðbótar frá KR virtust myndu færa liðinu bæði stigin, enda staðan 20—18 og tvær mínútur eftir. En FH nældi í tvö víti og darraðar- dansinum lokasekúndurnar hefur þegar verið lýst. FH-sigur slapp því naumlega í höfn, en án þess að kasta rýrð á þá Hafnfirðinga, þá hefði ekki verið ósanngjarnt að liðin deildu stigunum. Þetta var sannkallaður hörkuleikur og virkilega gaman ef boðið væri upp á fleiri slíka. Lið FH lék á köflum prýðilegan handknattleik. Kannski heldur mikið á Krist- ján Arason treyst í sókninni, en hann skoraði 12 af 21 marki liðsins. Eftir gloppóttan varnarleik framan af, náðu FH-ingar að þétta hlutina og léku oft stórgóðan varnar- leik, sérstaklega tókst að hafa góðar gætur á hættulegustu skyttu KR-inga, Alfreð Gíslasyni. Kristján Arason átti sannkallaðan stórleik að þessu sinni, skoraði mörg mörk og var sem klettur í vörninni. Sæmundur, Valgarð og Óttar áttu einnig góðan leik og aðrir voru jafnir. KR-liðið var mjög jafnt. Helst ber þó að geta Jóhannesar Stefánssonar, hann skoraði falleg mörk af línunni og fiskaði vítaköst. Þá voru Ragnar, Friðrik og Gunnar Gíslason góðir. Alfreð átti erfitt uppdráttar að þessu sinni, enda í mjög strangri gæslu. Annars lék KR-liðið oft og tíðum ágætan handknattleik, hvort heldur í vörn eða sókn. Reyndar fékk liðið tvívegis dæmda á sig leiktöf, en það er skoðun undirrit- aðs, að liðið hafi ekki átt slíkt skilið í síðara tilvikinu. Þá blésu dómararnir í flautuna í miðri leikfléttu KR-inga, sem var á góðri leið með að opna vörn FH. í stuttu máli: íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: FH — KR 21—20 (10—11) Mörk FH: Kristján Arason 12, 6 víti, Óttar Mathiesen 3, Sæmundur Stefánsson 2, Guðmundur Magnússon 2 og Valgarð Valgarðsson 2 mörk. Mörk KR: Alfreð Gíslason 5, 3 víti, Ragnar Hermannsson 3, Jóhannes Stefánsson 2, Ólafur Lárusson 2, Haukur Ottesen 2, Gunnar Gíslason 2, Haukur Geirmundsson 2 víti og Friðrik Þorbjörnsson 1 mark. Brottrekstrar: Sæmundur Stefánsson var tvírekinn út af og Kristján Arason einu sinni í 2 mínútur. Víti í súginn: Haraldur Ragnarsson varði vítakast frá Alfreð Gíslasyni og Haukur Geirmundsson skaut í stöng. Dómarar voru Óli ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson. —gg. Skammarræóuna hefðu Þrótt- arar þurft fyrir leikinn ÞROTTARAR sluppu með skrekkinn og tvö sig frá leiknum við KA í 1. deildinni á iaugardag. Þróttur vann leikinn með aðeins einu rnarki, 23—22, og liðið var í órafjarlægð frá því, sem það bezt getur í íþróttinni. Olafur H. Jónsson söng hressilega yfir mönnum sínum að leiknum loknum, en slíka skammaræðu hefðu Þróttararnir þurft fyrir ieikinn, þá hefði kæruleysið kannski ekki verið eins algjört og raunin varð. Lið KA barðist vel í þessum Þrótt, Erlingur svaraði fyrir KA Þróttur - KA 23:22 leik, en getumunurinn var augljós á liðunum þá kafla, sem Þróttarar léku á fullu. Akureyringarnir eiga mikið hrós skilið fyrir þennan leik. Þeir náðu að minka muninn úr sex mörkum, 17:11, í þrjú mörk, 19:16, og áfram héldu KA-menn- irnir. Þeir börðust af miklu kappi og er tvær mínútur voru eftir var aðeins eins marks munur á liðun- um 22:21 og allt virtist geta gerzt. Sigurður Sveinsson skoraði fyrir og Síðan misstu Þróttarar boltann þegar 7—8 sekúndur voru eftir. KA-menn brunuðu upp og auka- kast vár dæmt á Þrótt. Leiktíminn var liðinn og KA tókst ekki að skora úr aukakastinu enda hefði verið ósanngjarnt að liðið hlyti annað stigið, þó svo að Þróttur hafi e.t.v. ekki átt þau bæði skilin miðað við kæruleysið í leik liðsins. Framan af þessum leik var jafn- ræði með liðunum og jafnt upp í 1. deild kvenna ÍR vann Þrótt án teljandi erfiðleika Ragnar Hermannsson skoraði nokkur falleg mörk gegn FH. Hér er eitt peirra i uppaigr ingu. Ljósm. Emilía. Sigurmark FH kom 4 sek. fyrir leikslok 21:20 ÍR VANN öruggan sigur á Þrótti í 1. deild kvenna í handknattleik á laug- ardag. Úrslitin urðu 17:14 eftir að jafnt hafði verið, 9:9, í leikhléi. Þrátt fyrir að jafnt hafi verið um miðbik leiksins þá fór það vart á milli mála, að ÍR-stúlkurnar höfðu allan tímann sterkara liði á að skipa, en áhuga- leysi þeirra á tímabili jafnaði leikinn og Þróttararnir gengu á lagið. Er leið á síðari hálfleikinn varð þó Ijóst að sigur ÍR yrði ekki í hættu. Erla Rafnsdóttir er með skemmtilegri leikmönnum í kvennahandknattleiknum um þessar mundir, ekki mikil skytta, en útsjónarsöm og lagin með knöttinn svo af ber. Hún beitti sér þó ekki eins og best getur að þessu sinni. Auk hennar átti Ásta Sveinsdóttir góðan leik fyrir ÍR að þessu sinni. I liði Þróttar stóð markvörður- inn, Nína Rafnsdóttir, sig best, en varnarleikurinn fyrir framan hana var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mörk ÍR: Erla 5, Ásta S. 4, Svanlaug 3 (2v), Katrín 3, Ásta Ó. 1, Guðný 1. Mörk Þróttar: Unnur 5 (4v), Kristín 3, Ágústa 3, Ásta 2, Guð- rún 1. 7:7, en þá kom góður sprettur Þróttara og munurinn var fimm mörk í leikhléi, 15:10. Síðari hálf- leikinn byrjuðu KA-menn einum færri fyrstu fjórar mínúturnar, þar sem Guðmundi Guðmundssyni var tvívegis vikið af leikvelli. Þróttur komst í 17:11, en þar með hófst þáttur KA-manna og er hon- um áður lýst í stórum dráttum. Lið KA er baráttulið, sem getur velgt flestum liðum 1. deildar und- ir uggum. I liðinu eru engar stórar stjörnur, en leikmenn liðsins hafa gaman af því, sem þeir eru að gera og með aðeins meira sjálfstrausti og yfirvegun á leikur liðsins eftir að batna mikið. Beztu menn liðsins voru Þorleif- ur og Sigurður Sigurðsson, Frið- jón skoraði nokkur falleg mörk og Magnús Birgisson átti góðan leik í vörninni. Um leik Þróttar að þessu sinni er óþarfi að hafa mörg orð, liðið lék langt undir getu. Eins og venjulega skoruðu Sigurður og Páll falleg mörk og þrumuskot þeirra voru nánast það eina, sem yljaði stuðningsmönnum Þróttar að þessu sinni. Þar með er ekki sagt, að þeir félagar hafi átt góðan leik. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 9, Páll Ólafsson 6 (2v), Ólafur H. Jónsson 2, Jón Viðar 1, Magnús Margeirsson 1, Gísli Óskarsson 1, Sveinlaugur Kristjánsson 1, Lárus Lárusson 1. Mörk KA: Sigurður Sigurðsson 5, Þorleifur Ananíasson 5, Friðjón Jónsson 5, Guðmundur Guð- mundsson 3, Erlingur Kristjáns- son 2, Jóhann Einarsson 2. Misnotuð vítaköst: Sigurður Sveinsson átti vítakast í þverslá og yfir, Gunnar Gunnarsson skaut í stöng úr vítakasti, Gauti varði vítakast Gísla. KA fékk ekki víta- kast í leiknum. Brottvísanir: Guðmundur Guð- mundsson í 2x2 mínútur, Magnús Birgisson í 2 mínútur, Erlingur Kristjánsson í 2 mínútur. Allir eru þeir í KA. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Árni Tómasson dæmdu leikinn rétt sæmilega, en mikið Var um hnoð og pústra er leið á leikinn. — áij. Haukar misstu nióur fimm marka forskot Kristján jafnaði þegar aðeins 30 sek voru eftir HÖRKULEIK Fylkis og UBK í 2. deild í fslandsmótinu í handknatt- leik síðastliðinn laugardag að Varmá í Mosfellssveit lauk með jafntefli 24-24. Það var lið IJBK sem jafnaði metin þegar aðeins 30 sek. voru til leiksloka. Fylkir hafði náð 4 marka forystu í leiknum en með baráttu og dugnaði tókst UBK að minnka met- in og jafna. UBK náði sér þar í dýrmætt stig því að Ijóst er að bar áttan í 2. deild verður hörð í ár eins og svo oft áður. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Léku liðin allvel. Sér í lagi var varnarleikur liðanna góður. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Fylki. I síðari hálfleik voru Fylkis- menn öllu ákveðnari í leik sínum og höfðu frumkvæðið. En leik- menn UBK börðust mjög vel og gáfust ekki upp. Þvert á móti sóttu þeir í sig veðrið og náðu að jafna leikinn alveg í lokin eins og áður sagði. Bestu menn UBK voru þeir Kristján Þór og Brynjar Björns- son. Lið Fylkis var mjög jafnt að getu í þessum leik. Mörk UBK: Kristján Þór 8, Stef- án Magnússon 4, Brynjar Björns- son 5, Ólafur Björnsson 2, Krist- ján Halldórsson 4, Björn Jónsson 1. Mörk Fylkis: Haukur Magnús- son 6, Einar Ágústsson 4 (3v.), Andrés Magnússon 3, Gunnar UBK — Fylkir 24-24 Baldursson 6 (2v.), Magnús Sig- urðsson 2, Jón Leví 2, Jóhann Ásmundsson 1. — ÞR. HAUKAR fóru illa að ráði sínu gegn Þór frá Vestmannacyjum, er liðin mættust í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardaginn. Haukarnir léku á heimavelli sínum og höfðu töglin og hagldirnar fram- an af leiknum, en á dularfullan hátt tókst liðinu að leika lokakaflann jafn illa og liðið lék vel framan af. Lokatölurnar urðu 20—18 fyrir Þór, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12—7 fyrir Hauka. Hálfleikstalan gefur til kynna talsverða yfirburði Hauka í fyrri hálfleik og var það sannarlega uppi á teningnum. En í síðari hálf- leik mættu allir leikmenn Hauka til leiks með tíu þumalfingur og tókst fæst af því sem reynt var. Þórarar skynjuðu tækifæri sitt og dæmið snérist gersamlega við, þeir skoruðu hvert markið af öðru og tryggðu sér góðan sigur. Haukar - Þór V 18:20 Staðan í 2. deild STADAN í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú þessi: ÍR Stjarnan Þór Ve. Haukar Fylkir Afturelding Breiðablik Týr 2 0 0 41-28 200 57-45 202 78-79 1 1 1 69-64 1 1 0 44-40 2011 36-42 1 2011 36-43 1 3 0 0 3 58-78 0 islandsmótlð 2. dellú Gunnar þjálfari Stjörnunnar skoraði 11 mörk gegn liði Týs STJARNAN átti ekki í neinum erfiðleikum með að hala inn tvö stig í 2. deildinni um helgina, þegar liðið mætti slöku liði Týs í Eyjum. Stórsigur Stjörnunnar, 30 21. Um þennan leik þarf svo sem ekki að hafa mörg orð, Stjarnan tók strax í upphafi öll völd á vellinum og komst fljótlega í 5—1 og Ijóst var, að hverju stefndi. Á meðan allt gekk upp hjá Stjörnunni, klúðruðu Týrarar hverri sókninni á fætur annarri og misnotuðu meira að segja tvö víti. Staðan í hálfleik var 15—8 fyrir stjörnuna. Síðari hálfleikurinn rann í sama ir góðan leik í liði Stjörnunnar og farveg og sá fyrri, Stjarnan skor- aði jafnt og þétt, en vörn Týs og markvarsla var mjög slök. Skot- menn Týs læddu inn marki og marki, en Týsliðið var aldrei einu sinni líklegt til þess að ógna for- ustu Stjörnunnar. Öruggur og auðveldur stórsigur Stjörnunnar. Gunnar Einarsson, Eggert ísdal og Guðmundur Óskarsson áttu all- markvörður Iiðsins, Höskuldur Ragnarsson varði mjög vel, m.a. tvö víti. Stjörnuliðið er líklegt til þess að blanda sér í toppbaráttuna í 2. deildinni í vetur, leikur ágætis handknattleik. Enginn var öðrum betri í liði Týs, sem horfir nú fram á harðan og erfiðan vetur. Liðið verður að gera gott betur en þetta ef það ætlar sér að hanga í deild- inni. Hitt er svo annað mál, að liðið hefur oftast áður byrjað illa í mótinu, en spjarað sig þegar fram í sækir, tapaði t.d. þremur fyrstu leikjum sínum í fyrra. MÖRK Týs: Stefán Halldórsson 10 (2v), Sigurlás Þorleifsson 6 (lv), Benedikt Guðbjartsson 2, Þor- steinn Viktorsson 1, Egill Stein- þórsson 1, Gylfi Birgisson 1. MÖRK Stjörnunnar: Gunnar Ein- arsson 11 (4v), Eggert ísdal 9, Guðmundur Óskarsson 4, Magnús Andrésson 2, Björgvin Elíasson 1, Gunnlaugur Jónsson 1, Eyjólfur Bragason 1, Viðar Símonarson 1. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.