Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
UMFN heldur sínu striki
sigruðu lið KR örugglega
NJARÐVÍKINGAR halda sínu striki í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. ís-
landsmeistararnir sigrudu lið KR í gærkvöldi í Laugardalshöllinni með 69
stigum gegn 65. Htaðan í hálfleik var 38—35 fyrir UMFN. Allan síðari
hálfleikinn hafði lið Njarðvíkur forystu.
UMFN
— KR
l.josm. Kristján Kinarsson.
• Valur Ingimundarson skorar fyrir Njarðvík. Valur átti góðan leik í gær
kvöldi.
Minnsti munur á liðunum í síð-
ari hálfleiknum var þegar tvær
mínútur voru til leiksloka. Þá var
staðan 64—61 fyrir Njarðvík.
KR-ingar hófu sókn en mistókst
að skora, en Njarðvíkingar brun-
uðu upp og bættu 2 stigum við.
Síðan tókst þeim að breyta stöð-
unni í 68—61. KR-ingar börðust
vel síðustu mínúturnar en allt
kom fyrir ekki. Þrátt fyrir að þeir
skoruðu siðustu fjögur stig leiks-
ins nægði það ekki.
STAÐAN
Staðan í úrvalsdeildinni
körfuknattleik er nú þessi:
Njarðvík 4 4 0 328:282
Fram 3 3 1 325:312
KR 4 2 2 293:292
Vaiur 4 2 2 307:308
ÍR 4 1 3 309:324
ÍS 4
69:65
0 4
6
6
4
4
2
290:334 0
Lokaspretturinn
færði IR sigur
ÞFIK 12 áhorfendur sem mættu úti í
llagaskóla á sunnudagskvöld til
þess að sjá botnliðin í úrvalsdeild-
inni, ÍS og ÍK, leika þurftu að bíða í
20 mínútur eftir því að leikur lið-
anna hæfist. Samkvæmt leikskrá
átti leikurinn að hefjast kl. 20.00 en
hófst kl. 20.20. Virðist það ætla að
verða fastur liður í úrvalsdeildinni
að leikir hefjist ekki á réttum tíma.
Það var frekar fátt um fína
drætti í leik botnliðanna og varla
nokkur stemmning í leiknum þar
til síðustu fimm mínúturnar. Lið
ÍS sem hafði verið í forystu allan
tímann missti leikinn út úr hönd-
um sér, og IR náði á síðustu mín-
útu leiksins að merja sigur með
tveimur stigum. Lokatölur leiks-
ins urðu 65 gegn 63. I hálfleik
hafði lið ÍS forystu 32-28.
Fyrri hálfleikur var mjög dauf-
ur. Leikmönnum IS tókst til dæm-
is ekki að skora stig fyrstu fimm
mínútur leiksins. IR hafði forystu
fram í miðjan fyrri hálfleik en þá
tók ÍS-liðið völdin og lék mun bet-
ur. Og í hálfleik hafði IS 4 stiga
forystu.
Mikil deyfð var í leikmönnum
ÍR og virtust þeir lítinn áhuga
hafa á leiknum lengst af. í síðari
hálfleiknum hafði ÍS náð um tíma
10 stiga forystu 44-34 og virtist
ætla að sigra fyrirhafnarlítið. En
undir lok leiksins hresstust leik-
menn ÍR, fóru að taka á og þegar 1
mínúta var til leiksloka var staðan
jöfn, 61-61. Jafnt var á næstu töl-
um og mátti ekki á milli sjá hvort
' liðið ætlaði að sigra. ÍR-ingar voru
þó ávallt fyrri til að skora þessa
lokamínútu og tókst að tryggja sér
sigurinn.
Lið ÍS er því nú á botninum með
ekkert stig, og verður greinilega í
fallbaráttunni í vetur.
Það var gamla kempan í liði IR,
Kristinn Jörundsson, sem var liði
sínu dýrmætur á lokamínútunum.
Skoraði fallegar körfur og dreif
félaga sína áfram. Þá lék Banda-
ríkjamaðurinn í liði IR, Stanley,
vel undir lokin. Jón Jörundsson og
Ragnar Torfason áttu báðir ágæt-
an leik með liði sínu.
Hjá ÍS átti Bjarni Gunnar góð-
an leik, skoraði mikið og hirti
IS —
ÍR
mörg fráköst. Þá lék McGuier vel.
Aðrir í liði ÍS voru slakir.
Stig ÍR: Stanley 23, Jón Jör-
undsson 13, Ragnar Torfason 10,
Kristinn Jörundsson 7, Benedikt
Ingþórsson 6, Hjörtur Torfason 4,
og Björn Leósson 2.
Stig ÍS: McGuier 27, Bjarni
Gunnar 18, Gísli Gíslason 8, Ingi
Stefánsson 6, Árni Guðmundsson
2, Birgir Rafnsson 2.
— ÞR.
KörfuKnattieikur
^-----------------
LÍKAMSRÆKT
0RKUB0T
VID GRENSÁSVEG
Fyrir
konur og karla
Æfingar meö
áhöldum
Leikfimi
Gufa
Ljós
Freyöipottur
(Nuddpottur)
ORKUBÖT
LÍKAMSRÆKT
BODY
BUILDING CENTER
Sími 15888
Lið KR hafði frumkvæðið í
leiknum framan af og það var ekki
fyrr en á 16. mínútu sem Njarð-
víkingar jöfnuðu metin, 25—25.
Lengst af var leikur liðanna dauf-
ur og lítill kraftur í leikmönnum.
Bestu menn í liði KR voru þeir
Hudson og Jón Sigurðsson. Garðar
og Kristján áttu báðir sæmilegan
leik.
Hjá Njarðvík bar Danny Shouse
af að vanda. Valur Ingimundarson
átti og góðan leik. Þá var Jónas
góður í vörninni og hirti mörg
fráköst.
Stig UMFN: Danny 29, Valur 10,
Jónas 8, Gunnar 6, Júlíus 4, Jón
Viðar 6, Árni 6.
\
Stig KR: Hudson 20, Jón 15,
Garðar 12, Ágúst 10, Kristján 8.
— ÞR.
Auðveldur sigur
Fram á Víkingi
65-63
KVENNALIÐ Fram átti ekki í erfið-
leikum með að sigra Víkingsliðið í I.
deild kvenna í handknattleik í Laug-
ardalshöllinni á sunnudagskvöld.
Fram sigraði með 20 mörkum gegn
12 eftir að staðan í hálfieik hafði
verið 11—5.
Framarar hófu leikinn af krafti og
náðu strax þriggja marka forystu.
Hélzt sá munur í um 15 mínútur, en
þá skoruðu Kram stúlkurnar þrjú
mörk og komust í 9—4.
Víkingsstúlkurnar höfðu undir-
tökin fyrsta korterið í seinni hálf-
leik, en forysta Fram var aldrei í
hættu og breikkaði bilið jafnt og
þétt síðustu 10 mínútur leiksins,
er Fram skoraði sjö mörk gegn
þremur.
í liði Fram bar mest á „göml-
um“ nöfnum, leikreyndum konum,
og hafði það sitt að segja í þessum
leik. Einna bezt var Jóhanna Hall-
dórsdóttir, en þá áttu Kristín
Orradóttir og Oddný Sigsteins-
dóttir góðan leik einnig. Jóhanna
skoraði sjö mörk og fiskaði auk
þess tvö víti. Þá fiskaði Sigrún
Blomsterberg fjögur víti, en sam-
tals skoraði Fram sex mörk úr
vítaskotum. Fimm skoraði Guð-
ríður Guðjónsdóttir, sem tekin var
úr umferð mest allan tímann, en
hún varð að fara útaf vegna
meiðsla í seinni hálfleik.
I Víkingsliðinu var Ingunn
Bernótusdóttir bezt ásamt Eiríku
Ásgrímsdóttur. Stúlkurnar eru
margar ungar að árum og eiga
framtíðina fyrir sér, en greini-
legur getumunur var þó á liðum
Víkings og Fram að þessu sinni.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild: Fram 20
- Víkingur 12(11-5).
Mörk Fram: Jóhanna Hall-
dórsdóttir 7, Guðríður Guðjóns-
dóttir 5 (öll úr vítum), Oddný Sig-
steinsdóttir 3, Margrét Blöndal 3
og Fanney Einarsdóttir 2.
Mörk Víkings: Eiríka Ásgríms-
dóttir 4, íris Þráinsdóttir 3, Ing-
unn Bernótusdóttir 2, Sigurrós
Björnsdóttir 2 og Metta Helga-
dóttir 1.
Vikið af leikvelli:
Fram: Oddný Sigsteinsdóttir 2
mín. Víkingur: Ingunn Bernótusd.
2 mín.
Staðan í
1. deild
kvenna
STAÐAN í 1.
landsmótinu í
þessi:
FH
Fram
Valur
KR
Víkingur
ÍK
Þróttur
Akranes
deild kvenna í ís-
handknattleik er nú
0 0 78-59 8
0 0 67-43 6
0 0 61-37
0 2 53-52
0 3 67-66
0 3 50-59
4 4
3 3
3 3
3 I
4 1
3 1
3003 41-69 0
3003 34-66 0
Lið ÍR:
Jón Jörundsson
Benedikt Ingþórsson
Ragnar Torfason
Iljörtur Oddsson
Björn Leósson
Helgi Magnússon
Kristinn Jörundsson
Lið ÍS:
Bjarni Gunnar
Gísli Gíslason
Árni Guðmundsson
Ingi Stefánsson
Birgir Rafnsson
Albert Guðmundsson
LIÐ KR:
Ágúst Líndal
Jón Sigurðsson
Garðar Jóhannesson
Kristján Rafnsson
Bjarni Jóhannesson
LIÐ UMFN:
Valur Ingimundarson
Gunnar Þorvarðarson
Jónas Jóhannesson
Júlíus Valgeirsson
Jón Viðar Magnússon
Árni Lárusson
J5 J5 J5