Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 45 Saltpétursnotkun í ostagerð: Adeins lítill hluti hafnar í ost- inum — og eydist við gerjun „{ Velvakanda 15. okt. sl. beinir Auður Guðmundsdóttir fyrir- spurn til Osta- og smjörsölunnar varðandi notkun saltpéturs (nítr- ats) í ostagerð o.fl. Svarið við fyrstu tveimur spurn- ingunum er að nítrat er alltaf not- að í ostagerð, þá aðeins í mjög litlu magni. í einu landi, svo mér Sé kunnugt, hefur saitpétursnotk- un í ostagerð verið bönnuð, en þar hefur þurft að veita undanþágur frá reglugerðinni, en í staðinn settar strangar hámarksreglur um magnið. Saltpétur í örsmáum mæli er því talinn óhjákvæmi- legur, til þess að koma í veg fyrir gerjun sem skaðar ostinn. Heimilt er að nota allt að 20 g af saltpétri í hverja 100 ltr. af mjólk til ostagerðar. Mjólkursamlögin vinna þó eftir mun strangari kröf- um. Notkunarmagnið er stundum aðeins um 5 g/100 ltr, nokkuð mis- munandi eftir árstíðum og öðrum aðstæðum. Aðeins lítill hluti saltpétursins hafnar í ostinum. Hann hefur auk þess þá sérstöðu að saltpéturinn eyðist við gerjun ostsins. í full- þroskuðum osti er því að öllu jöfnu ekki mælanlegt magn nítr- ats, eða sáralítið, oftast minna en heimilað er í venjulegu neyzlu- vatni. Til frekari samanburðar má geta þess að jafnvel í ógerðjuðum osti er nítratmagnið aðeins Vio hluti þess magns sem heimilað er í unnum kjötvörum. í þriðja lagi Spyr Auður hvers vegna smurostur sé ekki talin ungbarnafæða i bæklingi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Fyrirspurn til Osta- og smjörsölunnar Auður Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að beina nokkrum spurningum til Osta- og smjörsöl- unnar. 1. Af hverju er saltpétur notaður í framleiðslu osta? 2. Er hægt að framleiða ost án saltpét- urs? í bæklingi Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur er smurostur ekki talinn ungbarnafæða. 3. Er það vegna fituinnihaldsins eða af öðrum ástæðum? _____ Spurningunni ætti hún auðvitað að beina til þeirra sem gefa út bæklinginn, en þar sem þessi dóm- ur um smurostinn kom mér á óvart tók ég af henni ómakið og forvitivaðist um málið hjá Heilsu- verndarstöðinni. Hjúkrunarfræð- ingur þar fræddi mig á því að hér væri eingöngu átt við ungbörn undir 5—6 mánaða aldri. Smur- osturinn, eins og margar aðrar mjólkurvöru, þótti full próteinrík- ur fyrir svo ung börn, og sama mátti t.d. segja um skyr. Af sömu ástæðu er mælt með því að mjólk ungbarna sé þynnt með vatni. Varðandi smurostinn sérstaklega er rétt að taka fram að við gerð hans eru notuð ákveðin viður- kennd sölt (steinefni), sem gefa ostinum mjúka áferð og koma í veg fyrir, að prótein og fita skiljist að. Magn saltanna nemur aðeins um 2%, en þegar ungbörn eiga í hlut, þykir þess vegna ekki rétt að mæla með smurosti í fæðu þeirra. Frekari fyrirspurnum varðandi ungbarnafæði, svo og um heilsu- fræðileg málefni, vísa ég til Heilsuverndarstöðvarinnar eða annarra heilbrigðisstofnana." Laugalæk 2. s. S«/tl svínaskrokkar 53 kr. kg. Tilbúnir í frystinn, úrbeinaöir, pakkaöir og merktir. Ath.: Eigum eftir ca. 200 helminga, sem viö seljum í dag og morgun. Þetta er eitt besta verö borgarinnar. Þessir hringdu . . . til Amnesty „Lesandi" hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Það koma stundum tilmæli frá Amnesty In- ternational um að skrifa bréf til að hvetja yfirvöld erlendis til þess að leysa úr haldi samviskufanga eða losa um fjötra á mönnum á einhvern hátt. Mig langar í því sambandi til að spyrja hvort skrifa eigi á ensku eða hvort skrifa megi á hvaða tungumáli sem er. I öðru lagi: Er nokkur hætta á því að þeir sem skrifa verði settir á einhverja skrá í við- komandi landi, þannig að svo gæti Svar frá Amnesty Hrafn Bragason, formaður Amn- esty International á íslandi, hringdi vegna fyrirspurnar til samtakanna: „Lesandi“ spyr um það á hvaða tungumáli menn eigi að skrifa bréf á vegum Amnesty. Svar: Best er að það sé gert á því tungumáli sem talað er í því landi er bréfið á að fara til, en annars á einhverri alþjóðatungu, svo sem ensku eða frönsku. í öðru lagi er spurt hvort hætta sé á að bréfrit- urum verði meinuð vegabréfsárit- un til viðkomandi lands. Auðvitað vitum við þetta ekki, en við höfum engar heimildir fyrir því, að svo hafi verið gert. Þúsundir manna skrifa slíkt bréf, og það ríki sem neitar manni um vegabréfsáritun vegna þess að hann hefur skrifað kurteislegt bréf til yfirvalda, þar sem spurt er um líðan einhvers fanga og óskað eftir því að hann verði látinn laus eða með mál hans sé farið að réttum lögum, það dæmir sig auðvitað sjálft. Bráðsmellnar auglýsingar P. Gunnarssón skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að bera fram fyrirspurn um það hver hann er Þessi J.G.J. sem gerir auglýs- ingarnar fyrir nýja diskótekið Manhattan. Mér finnst þessar auglýsingar bráðsmellnar og bera af öðrum auglýsingum. Ég er viss um að þær bera meiri árangur en allar innantómu skrumauglýs- ingarnar.1' ____ Svar við fyrirspurn P. Gunnarsson spyr hér í dálk- unum á laugardag um höfund auglýsingar diskóteksins Man- hattan, SGS (ekki JGJ eins og þar stóð). Velvakanda hefur verið tjáð, að SGS sé auglýsingastofa, tií heimilis að Klapparstíg 26, og stafirnir séu upphafsstafir í nöfn- um aðstandenda hennar. ir eru bara að prófa og síðan ekki meir. í lok greinarinnar stendur orð- rétt: „Niðurstaðan af þessu bæj- arrölti er náttúrulega engin. Það er síst til fyrirmyndar að krakkar séu að ráfa um bæinn um miðja nótt, dauðadrukknir, brjótandi rúður og lemjandi lögregluþjóna." Af þessu virðist að blaðamenn séu leiðir orðnir, en af hverju eru þeir þá að fara þarna um og mynda ólíklegustu hluti. Kannski til að hneyksla aðra. Hver veit? Það er talað um það í greininni að það verði að bæta þetta og gera eitthvað fyrir unglingana. Það góða er aldrei nefnt. Það er alltaf eitthvað að gerast hér í Þrótt- heimum. Við höldum skemmtanir og oft tekst vel til. En það er bara viss hópur sem þær sækir. Aðrir fara niður á H-plan og hitta aðra. Það er skrítið við blaðamenn, að yfirleitt fiska þeir bara eftir því hneykslanlega en nefna ekki and- stæða hluti. T.d. er blaðamönnum oft boðið að mynda í félagsmið- stöðvunum, en þeir koma ekki. Það þarf a.m.k. að ítreka það mörgum sinnum áður en þeir koma. Það er gott dæmi um það hvað þeir vilja gera og hvað ekki. Virðingarfyllst: Klúbburinn Heimalningar Þróttheimum. Borö fyrir skermtölvur Borö fyrir tölvuvinnu Vinna viö skermtölvur og innsláttarborö krefst sérstakrar vinnuaöstööu. Komiö í húsgagnadeild okkar, Hallarmúla 2, og skoðið B8 tölvuboröin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.