Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
35
Framtíð einkarekstrar
Ríkisfyrirtæki
og þjóðnýting
Um stærri fjárfestingar er því
oft haldið fram, að þær séu ein-
ungis á færi hins opinbera. Þetta
er lævís áróður, sem allt of margir
trúa. Auðvitað ræður ríkissjóður
ekki yfir neinu fé nema því, sem
sótt hefur verið í vasa einstakl-
inga eða þá tekið að láni og er
ætlað skattgreiðendum að greiða
síðar ásamt vöxtum. Þessu trúa
menn hins vegar og öllum þykir
orðið sjálfsagt, að meiriháttar
fjárfestingar séu kostaðar af
ráðstöfunarfé ríkissjóðs.
A þessu sviði færist ríkissjóður
sífellt meira í fang bæði í sam-
starfi við innlenda og erlenda að-
ila. Má þar seinast nefna Járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga og heimildarlög frá sl. vori
um sjQefnavinnslu, stálbræðslu og
steinullarverksmiðju. Ríkissjóður
hefur einnig aukið hlutafjáreign
sín í starfandi fyrirtækjum og er
Flugleiðir hf. þar nýjasta dæmið.
Þótt undarlegt megi virðast í
ljósi þessa hefur verið frekar
hljótt um þjóðnýtingaráform á
starfandi fyrirtækjum. Gamlar
hugmyndir í þeim efnum heyrast
þó, og á þessu sviði skulum við
engu treysta. Allir íslenzkir
stjórnmálaflokkar geta staðið að
þjóðnýtingu og dæmin sanna, að
slæm reynsla af þjóðnýtingu stoð-
ar lítið. Franska þingið hefur nú
samþykkt að þjóðnýta stáliðnað-
inn, en stjórn Mitterands stefnir
að því að þjóðnýta 11 iðngreinar,
36 banka og tvö stórfyrirtæki, og í
Svíþjóð hefur ríkisstjón borgara-
flokkanna komið fleiri fyrirtækj-
um undir ríkisyfirráð á fjórum ár-
um en Sosíaldemókratar á fjórum
áratugum.
Sundurlyndi
og ósamkvæmi
Hér að framan hef ég tíundað
nokkuð þátt ríkisvaldsins í versn-
andi hlut einkarekstrar í atvinnu-
lífinu. I þessum efnum á einka-
reksturinn sjálfur mikla sök. Við,
sem störfum í einkarekstri, höfum
verið sjálfum okkur ósamkvæmir
og innbyrðis sundraðir.
í málflutningi okkar fylgjum
við markaðsbúskap, samkeppni,
einkaframtaki og einkaeign á at-
vinnutækjunum, en á sama tíma
standa menní biðröðum á opinber-
um skrifstofum og biðja um vernd
gegn samkeppni, styrki til at-
vinnurekstar og alls konar fríðindi
sér einum til handa. Við höfum
boðið ríkisvaldið svo hjartanlega
velkomið, að þannig er komið, að
Verzlunarráð Islands er að verða
algjör undantekning sem einu
samtök atvinnulífsins, sem ekki
nýtur fjárframlaga á fjárlögum.
Við látum það gott heita, að at-
vinnuvegum sé mismunað, og
fyrirtækjum sé mismnað eftir
rekstarformum og staðsetningu.
Við skiptum atvinnurekstrinum í
hagsmunahópa, þar sem hver
hugsar um sig. Þetta ástand nota
svo óvinir einkarekstar til að ná
auknum áhrifum í atvinnulífinu,
unz því takmarki er náð, að
stjórnmálamenn ráða orðið, hver
fær að lifa og hver deyr í íslenzk-
um atvinnurekstri.
Þessu getum við sjálfir breytt
og verðum að breyta. Við þurfum
að standa saman sameinaðir og
halda sjálfstæði okkar. Við þurf-
um að skapa einkarekstrinum nýtt
svigrúm til athafna og nýta þá
kosti, sem einkareksturinn hefur
umfram opinberan rekstur. Að
öðrum kosti versna lífskjörin í
þessu landi og frelsi okkar er
hætta búin.
Kostir
einkareksírar
Sagan sýnir okkur hvers einka-
rekstur, sem fær að starfa á
frjálsum markaði, er megnugur.
Þegar sú afrekaskrá er skoðuð,
virðist hreint ótrúlegt, að málum
okkar skuli svo komið.
Samanburður milli landa er
einnig fróðlegur. j upphafi þessar-
ar aldar stóðu Sovétmenn og Jap-
anir í sömu sporum. Japan valdi
markaðskerfið og öðlaðist beztu
lífskjörin í Asíu. Rússar völdu
ríkisforsjána og hafa aldrei getað
framleitt neytendavörur, sem
standast gæðakröfur eða nægilegt
magn landbúnaðarafurða. Ef
einkarekstur væri ekki til staðar í
landbúnaði, en bændur ráða sjálf-
ir um 1% af jarðnæðingu og sjá
þannig fyrir um 'A af landbúnað-
arframleiðslunni, þá væri hung-
ursneyð í Rússlandi.
Þannig er samanburðurinn
hvert sem litið er. Markaðsbú-
skapurinn í Kenya gengur vel, en
miðstýringin í Tanzaníu illa. A
Fílabeinsströndinni búa menn við
markaðsbúskap og velmegun, en í
nágrannaríkinu Gíneu búa menn
borgríki eins og Hong Kong, 400
fermílur með 4,5 milljónir íbúa,
býður í frjálsum markaðsbúskap
einhver beztu lífskjörin í Asíu.
Lokaorð
A þessu Viðskiptaþingi er ætl-
unin að ganga frá endurskoðun á
stefnu Verzlunarráðsins í efna-
hags- og atvinnumálum. Sú stefna
sem við höfum viljað fylgja er
stefna frjálsræðis og svigrúms til
athafna. Við viljum nýta kosti
einkarekstrar og skapa honum
skilyrði á fleiri sviðum þjóðlífsins
en nú er. Með þeim hætti teljum
við, að við getum bezt tryggt frelsi
okkar og lífskjör í framtíðinni.
Við sköpum það þjóðfélag sem
við búum í. Við mótum stofnanir
þess og leikreglur. Við getum
skapað skilyrði þess að frjálst
framtak einstaklinga hugvít
þeirra og atorka fái að njóta sín í
atvinnurekstri okkur öllum til
góðs. Við getum skapað okkur
þjóðfélag sem varðveitir og eykur
frelsi okkar, þjóðfélag sem heldur
ríkisvaldinu í skefjum og lætur
það þjóna okkur í stað þess að
segja okkur fyrir verkum. Sem
sjálfstæðir atvinnurekendur í
einkarekstri þá er þetta okkar
hlutverk.
Með þessum orðum vil ég segja
4. Viðskiptaþing Verzlunarráðs Is-
lands sett.
l>essir krakkar eiga heima í Hafnarfirði og þau efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir
Styrktarfél. aldraðra þar í bænum. Söfnuðu þau tæplega 240 krónum. Krakkarn-
ir heita ívar Þórisson, Gyða Þórisdóttir og Kinar Hjaltason.
Símamenn
urðu að
verja sig
fyrir skriðum
Slykkishólmi, 17. oklólHT.
í GÆR slitnaði símalínan niilli Hell-
issands og Ólafsvíkur. Var í fyrstu
talið að unt eitt slit væri að ra'ða og
voru því símamenn frá Stykkishólmi
beðnir að fara á vettvang og koma á
bráðabirgðasambandi. Var talið að
ekki myndi taka nema lítinn tíma að
gera við. En það reyndist lengur, því
þegar það slit sem vitað var unt var
komið í lag var síminn enn óvirkur
og var þá leitað að öðru sliti sem
re.vndist vera undir Ólafsvíkurenni.
Varð því að fara aftur í morgun með
efni til viðgerðar. Þá hafði brugðið til
þíðu og súld var einnig, óg er þá mjög
hætt við hruni úr Enninu. Enda kom
það á daginn að viðgerðarmenn
máttu vara sig að verða ekki fyrir
steinkasti úr hlíðinni. Þeir urðu að
láta skóflu gröfunnar skýla tjaldinu
sem þeir voru að vinna í og dugði
ekki til því tvær skriður lentu svo
nálægt tjaldinu að steinar lentu inni
í því. Var því mjög hættulegt að fást
við þessa viðgerð, en með lagi gátu
þeir haldið áfram og lokið viðgerð-
inni til bráðabirgða og er nú aftur
samband á símalínum við Hellissand.
Fréttaritari.
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
veröur haldinn fimmtudaginn 29. okt. 1981,
kl. 8.30 e.h., aö Hótel Esju, 2. hæö.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Samningamálin.
3. Önnur mál.
Mætiö vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Stór
r ■ ■
0« UTSOLU
Kjörgarði,
kjallara. (Gengiö inn frá Laugavegi oq Hverf
jsgötu.)
markaður
Kjörgarði
Ulpur barna, karla og kvenna. Verö frá kr.
250.-
Peysur karla og kvenna. Verð frá kr. 25.—
Skyrtur kvenna. Verö frá kr. 25.—
Þetta er sýnishorn af þeim stórkostlega
fatamarkaöi sem byrjar í dag.
Kíktu í
stóra hornið
sem ekkert
kostar meira
en 25kr'