Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 17 Norðan við stríð í enskri þýðingu K'ELAND Review hefur gefið út skáldsögu Indriða G. Þorstcinsson- ar, Norðan við stríð, í enskri þýðingu May oc> Hallbergs Hallmundssonar og ritar llallberg formála með kynn- ingu á höfundi og verkum hans. Skáldsagan Norðan við stríð kom fyrst út árið 1971, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur út á ensku. Bókin heitir á ensku North of War og er 128 blaðsíður að lengd. Auglýsingastofan hf. sá um útlit hennar, en setning var unnin af Prentsmiðju Morgunblaðsins. Elín Pálmadóttir: í framboði er stjórnmálamaður- inn Ragnhildur Helgadóttir ÞEGAR sjónvarpið sagði fyrir helgi þá frétt, að Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþing- ismaður, yrði í kjöri í sæti vara- formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsþingi og að sjálf- stæðiskonur hefðu hrundið því framboði af stað, þótti frétta- stofu ástæða til að láta fylgja hve margar konur sætu landsfund og hefðu kosningarétt. Þarna kom fram hugrenningavilla, sjálfsagt ómcðvituð, sem mér þykir nauð- synlegt að rétta, ef hún skyldi hafa — líka ómeðvitað — breiðst út. Það er alveg hárrétt, að það var þrýstingurinn af skyndilegri sprengingu í kvennahreyfing- unni, sem ýtti þessu framboði af stað. Á einni helgi tóku að berast til okkar í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna kröfur víðs vegar að af landsbyggðinni um að fá Ragnhildi Helgadóttur í fram- boð í þetta mikilvæga sæti í flokki okkar. Og skyndikönnun í samtökum hér í Reykjavík og í öllum félögunum úti um land, sannfærði okkur í stjórninni — og Ragnhildi sjálfa — um það, að um þessa kröfu væri samstaða meðal sjálfstæðiskvenna. Og að það mundi, ef landsfundur með- tæki skoðunina, sem að baki ligg- ur, vera flokki okkar styrkur út á við, í þjóðfélagi, þar scm helm- ingurinn er konur. Þótt konur séu á landsfundinum sjálfum enn ekki jafnfjölmennar sem karlar. Að vísu gerir sá mikið, sem upphafinu veldur. En einhver hópur fólks ýtir ávallt úr vör öll- um slíkum framboðum og af mis- munandi ástæðum. Hefur það ekki þótt tíðindum sæta, að iðu- lega eru það karlmenn sem það gera og þá að sjálfsögðu ekki ver- ið að velta fyrir sér, hvernig landsfundarfulltrúar skiptist eft- ir vaxtarlagi. Allir kjósa sér formann og varaformann — væntanlega eftir því að þeir telja þá hæfa til að leysa verkefnið, sem þeim er falið. Og þá kem ég að kjarna máls- ins. I framboði er stjórnmála- maðurinn Ragnhildur Helgadótt- ir, með langa og pólitíska reynslu á innlendum vettvangi og erlend- um, eftir 15 ára setu á Alþingi, forsæti í Norðurlandaráði með meiru og forustustörf í flokknum frá unga aldri. Ragnhildur hefur gegnt þessum störfum fyrir til- stuðlan flokksmanna og í umboði þeirra allra. Sú tiltrú á ekki síður hljómgrunn í röðum karla nú en áður. Það er því misskilningur að skipta landsfundarfulltrúum í flokka eftir kyni. Þeir eru allir að velja flokknum forustu, sem þeir telja honum fyrir bestu. Vara- formann, sem líklegt er, sakir reynslu og hæfni, að geti farsæl- lega stýrt þessum stóra flokki í anda stefnumála Sjálfstæðis- t flokksins í samvinnu við formann flokksins. Og til að geta, ef for- maður forfallast, tekið við — en til slíks eru allir varamenn kosn- ir. Hefur þá nægilega pólitíska breidd til að geta staðið í forsvari fyrir stærsta flokk þjóðarinnar og borið ábyrgð á utanríkisstefnu landsins, ekki síður en allri þjóð- málapólitík flokksins. Þetta hef- ur ekkert með karl eða konu að gera. Þetta gerir hver landsfund- arfulltrúi upp við sig. En sú staðreynd, að sjálfstæð- iskonur eru svo lánsamar að eiga innan sinna raða slíkan verðugan frambjóðanda, varð til þess, að þær vildu að Ragnhildur Helga- dóttir, fyrrverandi alþingismað- ur, yrði í framboði til varafor- manns, í þeirri trú, að það væri til farsældar fyrir flokkinn og það sem hann stendur fyrir. Dómur Hæstaréttar í stóðhestamálinu SVO SEM skýrt hefur verið frá í Mbl., féll á þriðjudag dómur í Hæstarétti í stóðhestamálinu svo- kallaða. Björn Pálsson, bóndi á Ytri-Löngumýri, höfðaði mál á hend- ur Jóni Ishcrg, sýslumanni í Húna- vatnssýslu, til ómerkingar uppboði, sem sýslumaður lét fara fram á tveimur stóðhestum Björns. Hæsti- réttur dæmdi, að uppboðið skyldi ómerkt og var sýslumaður dæmdur til að greiða Birni 2.500 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðfór að lögum. Björn krafðist þess, að hið áfrýj- aða uppboð yrði ómerkt á þeim for sendum, að stóðhestarnir hefðu ekki •verið lausagönguhestar, heldur hefðu þeir sloppið úr girðingu og átt að handsama næsta dag. Þá hefði uppboðið verið ólöglegt, vegna rétt- arfarsannmarka, þar sem réttur grundvöllur uppboðsins hefði ekki verið lagður og að sýslumaður hefði látið farast fyrir að úrskurða um ' þessi deilumál í héraði. Hér á eftir fer dómur Hæsta- réttar, þar sem málið er rifjað upp: „Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Logi Ein- arsson, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. júlí 1979. Krefst hann þess aðal- lega, „að hið áfrýjaða uppboð verði ómerkt, en til vara að uppboðinu verði vísað frá uppboðsrétti". I báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, að uppboðið verði staðfest, en til vara „að synjað verði um ómerkingu á sölu eldra stóðhestsins á umræddu uppboði". í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ýmis ný skjöl. Laust eftir hádegi laugardaginn 2. júní 1979 handsamaði Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Syðri- I Löngumýri í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, tvo stóðhesta, er hann taldi vera eign áfrýjanda, Björns Pálssonar, bónda á Ytri-Löngumýri þar í hreppi. Hestarnir voru í merahópi í landi Svínavatns í sama hreppi, að því er Þorsteinn segir. Hann ætlaði að afhenda hreppstjóra hestana, en hreppstjóri taldi sig ekki geta tekið við þeim. Voru þeir þá afhentir tveim lögreglu- mönnum, sem komnir voru í Auð- kúlurétt, þangað sem hestarnir höfðu verið fluttir. Fluttu þeir hestana til Blönduóss, að höfðu samráði við stefnda, sýslumann Húnavatnssýslu, og komu þeim fyrir til geymslu þar. Hestarnir voru skoðaðir af tveim mönnum. Segir svo í vott- orði þeirra 8. júní 1979: „Við undirritaðir, sem að ósk Lúðvíks Kaaber fulltrúa höfum skoðað tvo stóðhesta sem eru í vörslu Einars Svavarssonar, tamningamanns á Blönduósi, gef- um eftirfarandi lýsingu á hestun- um: 1. Brúnsokkóttur með hvíta slettu aftan við hægri bóg, fullorð- inn 6—8 vetra, óafrakaður. Mark biti aftan hægra blaðstýft framan og líkist fjöður aftan vinstra. Óvanaður. 2. Brúnsokkóttur með gráa slettu á hægri lend 2—3 vetra. Óafrakaður, óvanaður og markið eins, biti aftan hægra, blaðstýft framan og gæti verið fjöður aft- an.“ Áfrýjandi hefur ritað skýrslu um málavexti, og er hún dagsett 12. júní 1979. I henni segir, að á bæ sinum hafi verið einn stóðhest- ur, sem Björn sonur sinn hafi átt, og þriggja vetra hesttrippi, sem hann hafi sjálfur átt. Trippið hafi gengið úti, en eldri hesturinn verið í girðingu, eftir að honum var sleppt úr húsi 22. maí um vorið. Áfrýjandi kveðst hafa tekið eftir því 1. júní, að hestarnir voru báðir í hryssuhópi nálægt merkjum Svínavatns og Ytri-Löngumýrar. Hrossin hafi verið þar í girðingu, sem hafi legið niðri á kafla. Hann kvað Þorstein Gunnarsson hafa komið til sín um kvöldið og sagst ætla að taka hestana. Sakir anna við sauðburð og skepnuhirðingu kveðst áfrýjandi ekki hafa haft tíma til að senda eftir hestunum, fyrr en upp úr hádegi daginn eftir, en þá hafi hann sent þrjá drengi til að sækja þá. Hafi þeir verið byrjaðir að reka hrossahópinn heimleiðis, er Þorsteinn Gunn- arsson kom til þeirra og rak hrossin brott. Hann kveðst hafa komið til Auðkúluréttar og mót- mælt því við hreppstjóra, að hest- arnir yrðu fluttir úr sveitarfélag- inu. Hinn 14. júní 1979 voru báðir hestarnir seldir á uppboði, sem stefndi hélt á Blönduósi. Er þá bókað í uppboðsbók: Ár 1979, fimmtudaginn 14. júní kl. 14, var uppboðsþing Húna- vatnssýslu sett við Tamningastöð- ina á Blönduósi og haldið þar af sýslumanni Jóni Isberg við undir- ritaða votta. Fyrir var tekið: Uppboðsmálið nr. 1/1979. Að selja tvo stóðhesta. Uppboðshaldari leggur fram uppboðsskilmála, þingmerktir nr. 1. Ennfremur eru til staðar á þinginu ljósrit af lögregluskýrslu og markaskoðun á hestunum, þingmerkt nr. 2—3. Uppboðið fór þannig fram: Boðið í yngri hestinn kr. 80.000,- af Benedikt Jónssyni og hesturinn sleginn honum á því verði. Boðið í eldri hestinn kr. 152.000,- af Þorfinni Björnssyni og hesturinn sleginn honum á því verði. •Áður en gengið var til uppboðs lagði Björn Pálsson fram mótmæli þingmerkt nr. 4. Uppboðsandvirðið að viðbættum 3% innheimtulaunum var greitt á uppboðinu ...“ Mótmæli áfrýjanda voru svo- hljóðandi: „Óskast bókað. Hér með mótmæli ég þessu upp- boði sem ólöglegu, og mun áfrýja málinu til hæstaréttar. Blönduósi 14.6. 1979. Björn Pálsson." Það er þetta uppboð, sem áfrýj- að er. Aðilar eru sammála um, að upp- boðið hafi verið auglýst í Ríkisút- varpinu. Telur stefndi, að það hafi verið 11. júní, en um efni auglýs- ingarinnar er að öðru-leyti ekki vitað, þar sem hvorki frumrit hennar né afrit hefur komið í leit- irnar. Áfrýjandi byggir kröfu sína um ómerkingu uppboðsins á því í fyrsta lagi, að hestarnir hafi verið í heimalandi. Sá eldri hafi sloppið úr girðingu. Hinn hafi verið úti- genginn og ekki nýst hryssum. Hann hafi, strax og unnt var, gert ráðstafanir til að handsama hest- ana en verið hindraður í því. Hann hafi krafist afhendingar þeirra í Auðkúlurétt, en þeir hafi að lög- lausu verið fluttir úr þinghánni til Blönduóss. í öðru lagi telur hann, að hreppstjóri hefði átt að halda upphoðið, en ekki lögreglustjóri, eins og raunin hafi orðið. Þá hafi uppboðið ekki verið nægilega auglýst og ekki með tilskildum viku fyrirvara. Ekki sé að finna í gögnum máls afrit auglýsingar eða greinargerð fyrir henni. Þá hafi stefndi ekki sinnt leiðbein- ingaskyldu sinni gagnvart sér og ekki úrskurðað um framkomin mótmæli gegn uppboðinu, áður en það fór fram eins og honum hafi verið skylt. Loks hafi uppboðið verið haldið þó að dómsmálaráðu- neytið hafi bannað það. Stefndi byggir aðalkröfu sina á því, að taka hestanna hafi verið heimil og skyld samkvæmt 31. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973. Hér hafi verið um stóðhesta að ræða, sem gengu lausir í heimahögum. Þá hafi verið rétt og heimilt að afhenda sýslumanni hestana, þar sem hreppstjóri skoraðist undan að taka við þeim. Sýslumanni hafi verið fullheimilt að halda uppboð- ið. Skylt hafi verið að selja hest- analá uppboði skv. nefndri 31. gr. búfjárræktarlaga. Uppboðið hafi verið nægilega auglýst og ekki hafi verið skylt að auglýsa það með viku fyrirvara samkv. 40. gr. uppboðslaga nr. 57/1949. Hann kveður áfrýjanda sjálfan hafa ver- ið á uppboðinu og gætt þar hags- muna sinna og það eigi ekki að valda ómerkingu uppboðs, þótt uppboðshaldari kvæði ekki upp formlegan úrskurð um mótmæli áfrýjanda. Þá sé upplýst, að dómsmálaráðuneytið hafi ekki bannað sýslumanni að halda upp- boðið. Áfrýjandi hefur fullyrt hér fyrir dómi við munnlegan flutning málsins, að hann hafi sjálfur verið eigandi beggja hestanna, sem seldir voru á uppboðinu. Hestarnir voru báðir með sama marki. Verð- ur samkvæmt því við það að miða, að þessi yfirlýsing hans sé rétt, þrátt fyrir áður gefna yfirlýsingu hans um, að sonur hans hafi átt annan hestinn, en ekki nýtur við annarra gagna um þetta atriði. Ósannað er, að dómsmálaráðu- neytið hafi lagt fyrir sýslumann sem lögreglustjóra að fresta upp- boðinu. Það er nægilega upplýst, að um- ræddir stóðhestar gengu lausir í heimahögum, er þeir voru hand- samaðir. Skiptir þá ekki máli, hvort þeir voru í landi áfrýjanda eða annarra. Var þetta óheimilt og bar því að handsama hestana og flytja þá til hreppstjóra samkv. 31. gr. laga nr. 31/1973. Hrepp- sstjóri skoraðist undan að taka við þeim, og gat sýslumaður geymt héstana, þar sem hann ákvað. Uppboðið var nauðungaruppboð, þar sem það fór fram gegn mót- mælum áfrýjanda, og verður að telja, að um framkvæmd þess gildi reglur laga nr. 57/1949, þótt sú tegund uppboðs, sem hér er um að ræða, sé ekki nefnd berum orðum í 1. gr. laganna. í 2. gr. laganna seg- ir að sýslumenn haldi uppboð í sýslum, en í 3. gr. þeirra segir að rétt sé, að hreppstjóri haldi upp- boð á lausafé í vissum tilvikum. Ennfremur, að uppboðshaldari geti falið hreppstjóra að halda uppboð á sína ábyrgð að uppfyllt- um nánar tilteknum skilyrðum. Með hliðsjón af þessu verður að skilja 2. mgr. 31. gr. laga nr. 31/1973 svo, að hinum reglulega uppboðshaldara sé heimilt að halda þau uppboð, sem um er fjallað í greininni, enda er gert ráð fyrir því sem aðalreglu i III. kafla uppboðslaga, að sýslumaður haldi lausafjáruppboð. Verður ómerking uppboðsins því ekki á þessu byggð. Ekki verður heldur á það fallist, að ómerkingu varði, þótt uppboðið væri ekki auglýst með viku fyrirvara, enda verður 40. gr. uppboðslaganna ekki skilin svo, að slíkt hafi verið nauðsyn- legt. Hinsvegar var ekki lagt fram á uppboðsþinginu frumrit eða af- rit auglýsingarinnar, og hún er ekki meðal gagna máls, svo að ekki verður nú séð, hvað í henni stóð. Þá kemur fram af bókun í uppboðsbók, að áfrýjandi lagði fram á uppboðsþinginu, áður en gengið var til uppboðs, mótmæli gegn því að það yrði haldið, en uppboðshaldari sinnti þeim að engu. Þar sem uppboðshaldara mátti ljóst vera, að mótmæli þessi kynnu að snerta uppboðsheimild- ina, bar honum samkvæmt 114. og 190. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949 að leiðbeina áfrýjanda, sem er ólög- lærður, um mótmælin og taka síð- an afstöðu til þeirra í úrskurðar- formi. Þeim úrskurði hefði áfrýj- andi síðan getað áfrýjað til Hæstaréttar sbr. a lið 4. tl. 1. mgr. 21. gr. uppboðslaga. Þykja sam- kvæmt þessu vera slíkir annmark- ar á framkvæmd hins áfrýjaða uppboðs, að ekki verði hjá því komist að ómerkja það. Málskostnaður í héraði fellur niður, en rétt • þykir að stefndi greiði áfrýjanda 2.500,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hið áfrýjaða uppboð á að vera ómerkt. Stefndi, sýslumaðurinn í Húna- vatnssýslu, Jón ísberg, greiði áfrýjanda, Birni Pálssyni, 2.500,00 krónurí málskostnað fyrir Hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum “ Lögmaður Björns Pálssonar var Jón E. Ragnarsson hrl. og lögmað- ur sýslumanns var Guðmundur Pétursson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.