Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 33 Hátíð í Hallgrímskirkju í kvöld, þriðjudaginn 27. október kl. 20.30, verður Hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. í tilefni 307. ártíðar sr. Hallgríms Péturssonar, en hann andaðist á Ferstiklu 27. okt. 1674. Allt frá stofnun Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur 27. október verið kirkjudagur safnaðarins og er þá séra Hallgríms minnst með sérstakri guðs- þjónustu, þar sem messusöngur er sá sami og tíðkaðist á hátíðum um daga sr. Hallgríms og sálmarnir eru allir eftir hann. Einnig er sunginn lof- gjörðarsálmurinn forni , Te Deum, „þig Guð vorn göfgum vér“, sálmur frá 4. öld. Fyrir 40 árum var slík „Hall- grímsmessa“ fyrst flutt í Dómkirkj- unni af fyrstu prestum Hallgríms- safnaðar, þeim sr. Jakobi Jónssyni og sc. Sigurbirni Einarssyni. Þá var Hallgrímskirkjusöfnuður að stíga sín fyrstu spor til þjónustu í fjölmenn- asta hluta ört vaxandi borgar. Þá var söfnuðurinn kirkjulaus, en með lögum falið að reisa enga venjulega safnað- arkirkju, heldur þjðarhelgidóm í minningu Passíusálmaskáldsins. Nú hefur smíði Hallgrímskirkju staðið í 36 ár. Ef til vill er það ekki langur tími borið saman við byggingarsögu hinna stóru guðshúsa, sem reistar voru í Evrópu fyrr á öldum, en langur tími á okkar tæknivæddu velmegun- aröld. En byggingarhraðinn ræðst af framkvæmdafé, sem að stærstum hluta berst í formi gjafa og áheita einstaklinga um land allt. Hallgríms- kirkja hefur frá fyrstu tíð átt fjöi- marga og örláta vini, sem hafa tryggt það, að byggingarsjóðurinn hefur aldrei tæmst — alveg, þótt oft hafi tómahljóðið orðið skuggalegt og útlit- ið óneitanlega dökkt. Nú er unnið að því að koma kirkjuskipinu undir þak, og ljúka kirkjunni að utan, Við köll- um enn á vini Hallgrímskirkju að koma þar til liðs, svo unnt verði að ljúka þeim áfanga á næsta ári og hefja af kappi lokaátakið við að full- gera Hallgrímskirkju. í Hátíðarmess- unni í kvöld prédikar biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, og sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn organistans, Antonio Corveiras, sem einnig leikur einleik á orgelið frá kl. 20.00. Strengjakvartett leikur og í mess- unni. Hann skipa: Bryndís Gylfadóttir, Gréta Guðnadóttir, Svava Bernharðs- dóttir og Vera Steinsen. Að lokinni messu verður tekið við framlögum til kirkjubyggingarinnar. Gleðilega hátíð! Karl Sigurhjörnsson Brídge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Sl. fimmtudag lauk fimm kvölda tvímenningskeppni með sigri Magnúsar Halldórssonar og Þorsteins Laufdal, sem hlutu 952 stig. Háðu þeir harða keppni við Olaf Ingimundarson og Sverri Jónsson, sem hlutu 940 stig, en þeir leiddu keppnina fyrir síðasta kvöldið. Röð næstu para: Stig Ólafur Valgeirsson — Ragna Ólafsd. 921 Guðjón Kristjánsson — • Þorvaldur Matthíass. 918 Jón Pálsson — Kristín Þórðard. 905 Jón Guðmar Jónss. — Magnús Oddsson 900 Erla Sigurjónsd. — Ester Jakobsd. 885 Óskar Þráinsson — Sveinn Helgason 882 Asa Jóhannsd. — Sigríður Pálsd. 879 Hans Nielsen — Hilmar Guðmundss. 874 Ingibjörg Halldórsd. — Sigvaldi Þorsteinss. 874 Albert Þorsteinss. — Sigurður Emilsson 869 Meðalárangur 825 Miklar sviptingar voru í síð- ustu umferðinni. T.d. fengu Erla Sigurjónsdóttir og Ester Jak- obsdóttir 226 stig, en þær spil- uðu sem 7. par í B-riðli og end- uðu í 7. sæti í keppninni. Þó fengu aðrar konur enn hærri skor. Guðbjörg og Ólafía Þórð- ardætur spiluðu í C-riðli og fengu 237 stig, en meðalskor á kvöldi var 165. Er þetta um 70% skor. Næsta keppni félagsins verður aðalsveitakeppnin og hefst hún á fimmtudaginn kemur. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilað er í Hreyfilshús- inu og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Reykjavíkur Fjögurra kvölda hausttví- menningi félagsins lauk sl. mið- vikudag, 21. okt., með yfirburða- sigri Sævars Þorbjörnssonar og Þorláks Jónssonar. Þeir tóku forustu strax í upphafi keppn- innar og stóðu að lokum uppi með 749 stig, sem er rúmlega 60% skor. í fyrrahaust vannst nákvæmlega eins keppni hjá fé- laginu á 713 stig. Röð efstu para á mótinu varð sem hér segir: Stig Sævar Þorbjörnss. — Þorlákur Jónsson 749 Guðmundur Péturss. — Hörður Blöndal 710 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 710 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartars. 704 Jónas P. Erlingsson — Þórir Sigursteinss. 699 Sigurður Sverrisson — Þorgeir Eyjólfsson 690 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 675 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 674 Páll Valdimarsson — Steinberg Ríkarðsson 672 Ágúst Helgason — Hannes Jónsson 671 Meðalskor 624 Næsta miðvikudag, 28. okt., hefst aðalsveitakeppni félagsins, sem áformað er að standi næstu átta kvöld. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi, einföld umferð, allir við alla. Þeir, sem hyggja á þátttöku, en hafa ekki enn skráð sig, eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eða ekki síðar en á mánudags- kvöld. Ekki er hægt að tryggja þeim þátttöku, sem tilkynna sig eftir þann tíma. Formaður tekur við þátttökutilkynningum í síma 72876, vinnusími 82090. Þátttöku má einnig tilkynna til annarra stjórnarmanna. Bridgedeild Rangæinga Staðan eftir tvær umferðir í tvímenningnum: Eiríkur — Baldvin Karl — Jóhann Lilja — Vilhjálmur Gunna — Freysteinn Erlendur — Sveinn Alls verður spilað í fimm kvöld og taka 16 pör þátt í keppninni. Spilað er í Domus Medica á miðvikudögum kl. 19.30. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kol til sölu Leonard M. Andersen, P.O. Box 1529, N.Y. NY 10116, U.S.A. Frúarkápur og pelsjakkar Skinnkragar til sölu. Sauma kápur eftir máli, á úrval af ullar- efnum. Stytti kápur og skipti um fóður. Kapusaumastofan Diana. sími 18481, Miötuni 78. Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa í verslanir okkar. Uppl. í sima 28222. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauöakross íslands. Víxlar og skuldabréf í umboössölu. Fyrirgreiöslu- skrifstofan, Vesturgötu 17, sími 16223, Þorleifur Guömundsson, heima 12469. Hilmar Foss löggiltur skjalaþýðandi. 231 Latymer Court, LONDON WC 7LB simi 01-748-4497 Viðskiptafræöingur 23 ára stúlka meö BA próf i viðskiptafræði og BA próf í hótel- og veitingahúsarekstri óskar eftir starfi. Talar ensku og er að læra islensku. Uppl. í síma 41314. Fíladelfía Ðænavikan heldur áfram. Bæna- samkomur hvern dag kl. 16 og 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. r.rbt»v«akntofl%| llýtt líf meó Kristi [ Efni samkomunnar í kvöld er: Kristur og syndarinn. Ólafur Jó- hannsson talar Vitnisburöur: Vil- borg Jóhannesdóttir. Söngur: Laufey og Rósa, Saltkorn. Samkomur vikunnar eru í KFUM og K húsínu viö Amtmannsstig 2b. og hefjast kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. □ Edda 598110277 — I.Atkv. □ Edda 598110277 =2. IOOF 8= 16310288 r = u IOOF Rb. 1 = 13110278V2 — 9. II. AD.KFUK Fundur fellur inn í kristvakningu 81. AD.KFUK. Aðalfundur félagsins Anglia veröur haldinn i veitingahúsinu Torfan. Amtmannsstig 1, miö- vikudaginn 28. október kl. 8. Fundarefni. Venjuleg aöalfund- arstörf. Stjórn Anglia raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Fulltruaráð Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík Kosning kjörnefndar Fulltrúaráösmeölimir eru minntir á kjörnefndarkosningu Fulltruaraös- ins vegna skipunar á framboöslista Sjálfstæöisflokksins viö borgar- stjórnarkosningar voriö 1982. Kosningin hófst þriöjudaginn 20. okt. og lýkur kl. 18.00 þriöjudaginn 27. október og skulu fulltrúar skila atkvæöaseölum sínum persónu- lega (samkv. ákvæöi í reglugerö um kjörnefndarkosningu) í innsiglað- an kjörkassa á skritstofu Fulltrúaráösins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á venjulegum skrifstofutima. Laugardaginn 24. okt. verður skrifstofan oþin frá kl. 14—17, sunnudaginn 25. okt. kl. 14—16, mánudaginn 26. okt. og þriöjudaginn 27. okt. til kl. 18. Hamli veikindi fulltrúaráösmanni aö skila atkvæöaseöli sínum per- sónulega, er trúnaöarmanni Fulltrúaráösstjórnar heimilt aö sækja seöilinn. Ber fulltrúum í slikum tilvikum aö hafa samband viö skrif- stofu Fulltrúaráösins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, simi 82963 eöa 82900 Stjórn Fulltrúaráösins. Sjálfstæðiskonur Landssamband sjálfstæðiskvennaog Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna i Reykjavík, efna til kvöldveröarfundar meö konum sem eru fulltrúar á 24. landsfundi Sjálfstæöis- flokksins, fimmtudaginn 29. október nk. kl. 19.00 í Sigtuni, Suöurlandsbraut 26, 2. hæö. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaö- ur veröur gestur fundarins. Ariðandi aö sem flestar mæti. Stjórnirnar. Launþegafélag sjálfstædis- fólks á Suðurnesjum heldur fund i kvöld i Sjálfstæöishúsinu Keflavik kl. 20.00. Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Ungir landsfundar- fulltrúar ' Sameiginlegur fundur ungra fulltrúa á komandi landsfundi Sjálfstæö- ! isflokksins veröur haldinn i Atthagasal Hotel Sögu kl. 15—17. fimmtudaginn 29. október. Fundarefni: i Undirbúningur landsfundar. Stjórn SUS Heimdallur Friðrik Sófusson alþingismaöur mætir á full- truaráösfund Heimdallar þriöjudaginn 27. október kl. 20.30 i Valhöll. Friörik mun ræöa um stjórnmálaástandiö viö upphaf þings. innanflokksmál Sjálfstæöisflokksins, og svara spurningum um þessi mál. Fundar- stjóri veröur Gunnar Þorsteinsson. Fulltrúa- ráösmeölimir eru hvattir til aö mæta. Stjórn Heimdallar Kriílrik Sofusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.