Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 15 kirkjugarðinn um bænhúsið, Glaumbæ var hafizt handa um að gera við á ny fyrir nokkrum árum, en þar er mikið verk óunnið, Lauf- ásbær var byggður upp öðru sinni fyrir fáeinum árum, á Grenjað- arstað þarf sitthvað að endurbæta þótt ekki sé langt síðan bærinn var gerður upp, á Þverá er viðgerð í miðjum kííðum, á Burstarfelli þarf mikilla endurbóta við og ekki hefur blásturskerfið, sem sett var í bæinn fyrir nokkrum árum, kom- izt enn í lag, langt er komið við- gerð bæjarins á Galtastöðum, Hofskirkju þarf að þekja að nýju, bænhúsið á Núpsstað var gert upp fyrir allnokkrum árum en þarf þó nokkurra endurbóta við innan tíð- ar, sauðahúsið sérkennilega í Álftaveri er nýlega uppgert, við- gerðin á Selinu er langt komin, viðgerð á smiðju í Bölta í Skafta- felli lokið en í ráði er að gera upp stór fjárhús þar, og hlöður tvær með fornu lagi í Selinu voru ný- lega endurgerðar, á Keldum fór fram stórviðgerð íyrir nokkrum árum, viðgerð stendur yfir á Nesstofu og Viðeyjarstofu, Stað- arkirkju var gert við fyrir hálfum öðrum áratug, Kirkjuhvamms- kirkju var gert við fyrir samskota- fé um sama leyti, en þar þarf að gera frekari endurbætur, húsið á Hofsósi er enn óviðgert en óhjá- kvæmilegt verður að hefja handa við það á næsta ári, Hóladóm- kirkja er í allgóðu standi, en nú þarf að leggja hitaveitu í kirkjuna og mála hana, húsin á Stóru- Ökrum eru í slæmu standi og vandséð, hvernig þar á að bregðast við, málarastofa Arngríms Gíslas- onar er óviðgerð, en væntanlega verður gert við hana innan tíðar, Frúarstofa í Árnesi er óviðgerð, Krýsuvíkurkirkja var afhent safn- inu viðgerð árið 1964, en hana þarf að gera við frá grunni að nýju, Sjávarborgarkirkja má heita full- viðgerð og klukknaportið á Möðru- völlum, frá 18. öld, þarf að smíða upp að mestu leyti. — Öll þurfa svo þessi hús meira og minna ár- legt viðhald og þyrftu mun ná- kvæmari umönnun en hingað til hefur verið hægt að veita. Þetta kostar mikið fé, en stóra vandamálið viðvíkjandi torfhús- unum er það, að nú orðið er leitun á mönnum, sem kunna að fást við hið gamla torverk svo lag sé á. Þeir, sem ólust upp við bygg- ingarvinnu af torfi, eru nú orðnir gamlir menn og víða í sveitum er enginn, sem kann til þessara verka. Yngri menn vilja allt annað en standa í torfverki, að minnsta kosti meðan næg vinna stendur til boða í landinu. Hér brennur eldur- inn heitast að þessu leyti. í rauninni þyrfti að gera mun meira að verndun hins gamla byggingararfs, taka fleiri hús á fornleifaskrá, en fé og aðrar að- stæður takmarka getun og er í rauninni útséð um að ráðast í fleiri slík verk að sinni meðan ekki er fé til að halda sómasamlega við þeim húsum, sem fyrr getur. Hins vegar hefur safnið meira og minna hönd í bagga með fleiri byggingum, sem ekki eru þó í þess eigu en það hefur útvegað fé til viðgerðar á, úr ríkissjóði, Þjóðhá- tíðarsjóði eða sem gert er við á vegum Húsafriðunarnefndar fyrir fé úr Húsafriðunarsjóði. Á síðustu árum hefur þannig meira og minna fyrir tilstiili safnsins verið gert við kirkjuna í Hvammi í Norðurárdal, kirkjuna á Staðarbakka í Miðfirði, Áuð- kúlukirkju í Húnavatnssýslu, Möðruvallakirkju í Eyjafirði, Bjarnarhafnarkirkju, Þingeyra- kirkju, Saurbæjarkirkju á Rauða- sandi (hina gömlu Reykhóla- kirkju), Vallakirkju í Svarfaðar- dal, Grundarkirkju í Eyjafirði, Snókdalskirkju og Möðruvalla- kirkju í Grímsnesi. Þá skal nefna Gömlu-búð á Eskifirði, Gömlu- búð á Höfn, Faktorshús og turn- hús í Neðstakaupstað á Isafirði, verzlunarhús í Ólafsvík, og Norska húsið í Stykkishólmi. — Hefur þó fjárstuðningur safnsins aðeins náð til hluta viðgerðar- kostnaðar, annað hafa söfnuðir eða eigendur lagt til eða fé fengizt úr Þjóðhátíðarsjóði eða Húsafrið- unarsjóði til viðgerðarinnar. Þannig hefur Þjóðhátíðarsjóð- ur, þ.e. sá hluti, sem Þjóðminja- safnið fær í sinn hlut, staðið að langmestu leyti að viðgerð Grund- arkirkju í Eyjafirði, glæsilegasta húss á íslandi, og að öllu leyti undir viðgerð bæjarins á Galta- stöðum, sem gott dæmi um hina sérkennilegu austfirzku bæjar- gerð. — Að auki hefur stjórn þess sjóðs sjálf úthlutað fé til viðgerð- ar nokkurra húsa, sem ekki skulu talin hér. Húsafriðunarsjóður varð til í tilefni húsaverndunarársins 1975 og fyrst úthlutað úr honum 1976. Þau hús, sem viðgerðarstyrki hafa hlotið úr þeim sjóði, eru: Norska húsið í Stykkishólmi, gamla bókhlaðan í Flatey, Vorsalir í Flatey, Félagshús (Gunnlaugshús og Benediktsenshús) í Flatey, Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, Bjarnarhafnarkirkja, Mosfells- kirkja í Grímsnesi, gamla verzlun- arhúsið í Ólafsvík, Villa-Nova á Sauðárkróki, Möðruvallakirkja í Grímsnesi, Gamla-búð á Eskifirði, Gamla-búð á Höfn, Hrunakirkja í Hreppum, gamla símstöðin á Seyðisfirði, Túliníusarhús á Akur- eyri, Þingeyrakirkja, Tjarnargata 22 í Reykjavík, gamla húsið frá Holti á Síðu (endurreist í Skóg- um), Kálfatjarnarkirkja, Valla- kirkja í Svarfaðardal, Norska sjó- mannaheimilið á Siglufirði, Þing- holtstræti 13 í Reykjavík, Húsið á Eyrarbakka og Amtmannsstígur 1 í Reykjavík. Hér sést, að mörg þessara húsa hafa hlotið viðgerðarstyrki eftir fleiri leiðun en einni og er reyndin sú, að reynt að mylgra fé í marga staði árlega og þoka viðgerðum áfram smám saman á mörgum ár- um, sem er í rauninni ekki það skynsamlegasta, heldur væri mik- ilvægast að geta unnið samfellt að viðgerð hvers einstaks húss þar til viðgerð þess er iokið. Eins og nú er bíða húsin hálfköruð árum saman, en þetta er í rauninni neyðarúr- ræði. Oft á tíðum er um það að ræða að hefjast handa um viðgerð til að bjarga húsi, sem sennilegast biði aðeins tortíming, og oft verð- ur framlag safnsins eða þeirra sjóða, sem um getur, til að örva eigendur til framkvæmda. Greinargerð um allar þessar út- hlutanir og upphæð fjárstyrkja er að finna í ársskýrslu Þjóðminja- safnsins, sem birt er í Árbók forn- leifafélagsins árlega, og vísast nánar til hennar. Einhvern kann að furða, hvers vegna allar þessar kirkjur séu komnar á framfæri Þjóðminja- safnsins að mejra eða minna leyti. Svarið er það, að margar kirkjur eru gríðarmerkar byggingarsögu- lega séð og oft með elztu húsum landsins. Sumar þeirra eru aflagð- ar sem sóknarkirkju (svo sem Kirkjuhvammskirkja, Sjávarborg- arkirkja, Grafarkirkja, bænhúsið á Núpsstað og Krýsuvíkurkirkja), en aðeins varðveittar sem menn- ingarminjar. Söfnuðir eru margir hverjir fámennir og treysta sér oft á tíðum ekki til að halda kirkjun- um við án fjárstuðnings, og er þá viðbúið, að ýmsar þeirra væru nú rifnar. Nokkrar eru bændakirkjur, í eigu viðkomandi bónda eða þjóna einu heimili. Þannig má nefna Bjarnarhafnarkirkju, þar sem aðrir bæir í sókninni en Bjarnar- höfn eru komnir í eyði, og Grundarkirkja er bændakirkja, en sú stórglæsilega kirkja var komin mjög á fallanda fót, þótt stæðileg virtist enn utanfrá séð. Hér er hreint björgunarstarf unnið, enda hefur viðkomandi fólk vel kunnað að meta þá aðstoð, sem því er þannig veitt. Hitt er svo annað mál, að hér mætti þjóðkirkjan sjálf hafa hönd í bagga með fjárveitingar, en ein- hverra hluta vegna hefur það ýzt yfir á Þjóðminjasafnið að hjálpa hér uppá. Er það sem víðar, að Þjóðminjasafnið hefur orðið að hlaupa í skarðið til björgunar menningarverðmæta, þar sem bú- ast hefði mátt við að öðrum stæði nær, en enginn orðið til að sinna. Sídari hluti greinarinnar birtist í Mbl. nk. fimmtudag 9. einvígisskákin: Korchnoi er heillum horf- inn en Karpov tefldi vel Með glæsilegum sigri í 9. einvíg- isskákinni jók Karpov á forskot sitt í einvíginu og er staðan nú 4—1, hon- um í vil. Karpov tefldi 9. skákina Ijómandi vel og nýtti vel þau færi sem buðust, en Korchnoi var hins vegar hcillum horfinn. Karpov þarf aðeins að vinna 2 skákir í viðbót til að sigra í einvíg- inu, og það mun varla reynast hon- um erfitt ef svo fer sem fram horfir. Á hinn bóginn verður Korchnoi að stórbæta taflmennsku sína, eigi hon- um að takast að vinna upp 3ja vinn- inga forskot heimsmeistarans. Rétt er að benda á, að Korchnoi vann upp 4ra vinninga mun í Baguio 1978, eins og frægt er orðið, en þá var taflmennskan líka snöggtum betri. Að öllu samanlögðu stefnir í sigur Karpovs í einvíginu, hitt er þó ekki útilokað, að „töframaðurinn" Korchnoi hristi eitthvað fram úr erminni í næstu skákum og breyti þar með gangi mála í einvíginu. Korchnoi Karpov í 9. einvígisskákinni kom Karp- ov andstæðingi sínum strax á óvart í 7. leik, er hann brá út af eftirlætisafbrigði sínu og valdi nær óþekkta leið þess í stað. I framhaldinu tókst áskorandanum ekki að finna haldgóða áætlun, tók að skipta upp á mönnum og hjálp- aði þar með heimsmeistaranum að bæta stöðu sína. Karpov tefldi mjög markvisst og bætti stöðu sína smátt og smátt og réði lögum og lofum á borðinu. I 35. leik braust Karpov í gegn á mjög skemmtilegan hátt og gerði út um taflið stuttu síðar. En sjón er sögu ríkari. Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 — e6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 — Be7, 4. RR — Rf6, 5. Bg5 — h6, 6. Bh t — 0-0, 7. Hcl — dxc4!? Korchnoi tók vel á móti Tarta- kower-afbrigðinu (7. — b6) í 5. og 7. skákinni og því er ekki úr vegi að brevta til. 8. e3 8. e4 svarar svartur best með 8. — c5. Eftir 8. — Rxe4!?, 9. Bxe7 — Rxc3, 10. Bxd8 — Rxdl, 11. Be7 — Rxb2 (11. — He8, 12. Ba3 og vinn- ur mann), 12. Bxf8 — Kxf8, ættu möguleikar hvíts að vega þyngra. 8. — c5, 9. Bxc4 — cxd4, 10. exd4 Oneitanlega skarpari möguleiki en 10. Rxd4, sem einnig kom til álita. Hvítur tekur á sig stakt peð með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. 10. — Rc6, 11.0-0— Rh5! Dæmigerður Karpov-leikur. Sérhver uppskipti á léttum mönnum draga úr sóknarmætti hvítu stöðunnar og auðvelda því svörtum að herja á staka peðið á d4. 12. Bxe7 — Rxe7, 13. Bb3?! Þessi leikur er full hægfara. Eðlilegra framhald er t.d. 13. De2 ásamt Hfdl. 13. — Rf6, 14. Re5 — Bd7, 15. De2 — Hc8, 16. Re4?! Eins og fyrr segir þjóna upp- skipti einungis hagsmunum svarts enda bætir svartur stöðu sína í næstu leikjum. 16. — Rxc4, 17. Dxe4 — Bc6, 18. Rxc6 — Hxc6, 19. Hc3? Eins og brátt kemur á daginn, lendir hvítur í óyfirstíganlegum erfiðleikum vegna staka peðsins á d-4. Hér hefði því verið skynsam- legast að tefla til jafnteflis með 19. Hxc6 — Rxc6, 20. d5 — exd5, 21. Bxd5. 19. — I)d6, 20. g3 20. h3 var eðlilegri leikur. 20. — Hd8, 21. Hdl — Hb6, Svartur undirbýr þreföldum á d-línunni og þar með eykst þrýst- ingur svarts á d-peðið. 22. Del — I)d7, 23. Hd3 — Hd6, 24. I)e4 — Dc6, En ekki 24. — Rf5, 25. d5 og hvítur sleppur fyrir horn. 25. Df4 — Rd5, 26. Dd2 — Db6, 27. Bxd5 Hvítur svarar hótuninni 27. — Rb4 með enn einum uppskiptum. Hugsanlega var 27. a3 betri mögu- leiki. Skák Jóhannes Gísli Jónsson Karpov hefur náð sannkallaðri óskastöðu. Menn svarts eru virkir meðan menn hvíts eru kyrfilega bundnir við að valda d-peðið, auk þess sem hótunin — e5 vofir yfir. 28. Hb3 — Dc6, 29. Dc3 — Dd7, 30. f4? Hvítur hyggst koma í veg fyrir 30. — e5 með peðsvinningi, en það reynist full dýru verði keypt. Hvíta kóngsstaðan verður alltof veik, eins og svartur sýnir fram á. 30. — b6, 31. Hb4 — b5, 32. a4 Svartur hótaði 32. — a5, 33. Hb3 — b4 ásamt 34. — Hxd4, og hvítur átti því ekki margra kosta völ. 32. — bxa4, 33. Da3 — a5, 34. Hxa4 — I)b5! Sterkur leikur sem þrengir enn meira að hvítu stöðunni. 35. Hd2 — e5! Eftir þetta skemmtilega gegn- umbrot fær svartur aðgang að e-línunni og þá er endalokanna skammt að bíða. 36. fxe5 — Hxe5, 37. Dal — De8! Karpov teflir lok skákarinnar af miklum þrótti. Aftur er hótað — Hel+ 38. dxe5 — Hxd2, 39. Hxa5 Aðrir leikir voru ekki betri; 39. Dcl eða 39. Del er svarað með 39. — Dd7 og eftir 39. Hc4 kemur ein- faldlega 39. — Dxe5. 39. — Dc6, 40. Ha8+ — Kh7, 41. l)bl+ — g6, 42. Dfl — Dc5+, Vitaskuld ekki 42. — Dxa8, 43. Dxf7+ og hvítur nær þráskák. 43. Khl — Dd5+ í þessari stöðu gafst Korchnoi upp, saddur lífdaga. Eftir 44. Kgl — Hdl vinnur svartur auðveld- Marin Francais — leiðrétting í grein um frönsku spítalana og spítalaskipin varð greinarhöfundi á í messunni, þar sem getið var höfund- ar eins af Ijóðunum um frönsku sjó- mennina auk þess sem prentvillur urðu í sjálfu Ijóðinu. Þar er um að ræða Ijóðið Marin Krancais, og höf- undur er Guðmundur Guðmunds- son. I.jóðlínan Adieu Marin Fran- cais er úr síðasta erindinu, en erind- in tvö sem birt voru, eru rétt svona: Vcslur í Víkurgarði voglojj er gröfin mörg. (inæta yfir gronum lciðum Cullrúnum Idruð björg. (Xal þar er aö líla einfalda krossa úr tré. lelrað er á þá alla aÓ4‘ins Marin Krancais Þá er myndarugiingur. Sú mynd, sem er í miðið efst á síðu, sýnir franska sjómenn, sjúklinga um borð í spítalaskipinu. En hér með birtist myndin úr sjúkrastofu spítalans í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.