Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
3
Ný skáldsaga eftir Guðmund Hagalín:
Þar verpir hvítur örn
ÚT ER komin ný skáldsaga eftir
Guðmund Gíslason Hagalín.
Nefnir hann þessa nýju bók sína
l»AR VERI‘IR HVÍTUR ÖRN og
hittist svo á að hún kemur út
rétt um þær mundir sem 60 ár
eru liðin frá því að fyrsta bók
þessa aldna ritjöfurs kom fyrir
almennings sjónir, BLIND-
SKER 1921. Eru þær orðnar
nokkuð margar persónurnar
sem Hagalín hefur skapað á
þessum 6 áratugum og mörgum
Islendingnum er hann búinn að
skemmta á þessum tíma með
sinni snjöllu og sérkennilegu
frásagnarlist.
Um þessa nýju skáldsögu
Hagalíns segir svo í bókar-
kynningu:
„Fjörleg frásögn, snilldarleg
samtöl og umfram allt kímni
eru einkenni þessarar bókar.
Hagalín bætir enn við þann
fjölskrúðuga persónugrúa sem
hann er búinn að lýsa á 60 ára
ritferli. Hér er það Hreggviður
sóknarnefndarformaður, kona
hans Arnkatla og skozki prest-
urinn sem rísa upp af blaðsíð-
unum í fullu fjöri, og auk þess
margar aukapersónur. Sagan
gerist á striðsárunum, fólkið
er farið að hugsa nokkuð nú-
tímalega.
Söguþráður: Biskup skrifar
sóknarnefndarformanni og
býður söfnuðinum skozkan
prest, sem auk þess að vera
nýútskrifaður úr Háskóla Is-
lands, er mikill meistari í
golfi. Vangaveltur og umræð-
ur hefjast og eftir harla
skemmtilegan og fjölmennan
safnaðarfund er samþykkt að
taka við prestinum, kannski
ekki fyrst og fremst af því, að
fólk vænti af honum skörulegs
embættisrekstur, heldur er
minnzt á skozkt sauðfé og
skozka fjárhunda í þessu sam-
bandi — presti ætti að vera
innan handar að útvega siíkt.
Presturinn birtist svo í fyrstu
snjóum haustsins og messar
fyrir fullri kirkju. Eftir þá
messu þarf víst enginn að
kvíða því að embættisrekstur-
inn verði nein lognmolla — en
hitt er ekki líklegt að prestur
hafi áhuga á því að útvega
bændum sauðfé og hunda.
Hagalín er sannarlega ekki að
prédika neitt í þessari sögu, en
hann er að sýna. Hann sýnir
hér mynd af heilu byggðarlagi,
og það er engin þokumynd.“
I»ar verpir hvítur örn er 158
bls. að stærð. Bókin er unnin í
Prentstofu G. Benediktssonar
og Félagsbókbandinu. Útgef-
andi er Almenna bókafélagið.
(Króttalilkynning.)
Leika sér að því, að
aka niður vegstaura
(■rindavík, 21. októh<‘r.
I»AD vckur yfirleitt ekki sérstaka athygli þótt vegagerðarmenn séu að sinna
viðhaldi vega um landið. Oftar heyrist hversu litlar framkvæmdir séu í gangi.
A meðfylgjandi mynd eru menn Vegagerðar ríkisins, að lagfæra staura með
endurskinsmerkjum meðfram fjöirdrnum vegi á Suðurnesjum.
Vitað er að einhverjir ökumenn æði eða kæruleysi um öryggi veg-
gera sér að leik, að aka niður þessa
staura, sem eru til mikils öryggis í
vondum veðrum, eins og í þoku og
snjókomu. Taldir hafa verið allt að
80 staurar, sem eknir hafa verið
niður eða brotnir í röð, svo auðsætt
er að framkvæmt er í skemmdar-
farenda.
Þrisvar á ári eða oftar lagfærir
Vegagerðin þessa staura og það fer
ekki hjá því, að peningunum væri
betur varið í einhverjar aðrar
framkvæmdir.
— Guðfinnur
VMSÍ hefur
sagt Arnmundi
Bachmann upp
ARNMUNDUR Bachmann, lög-
fræðingur, aðstoðarmaður félags-
málaráðherra, hefur verið lög-
fræðingur hinna ýmsu stéttarfé-
laga, þar á meðal Verkamanna-
sambands Islands. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
Arnmundi nú verið sagt upp störf-
um fyrir Verkamannasambandið,
en ástæðan fyrir þeirri uppsögn er
sú, að mönnum þótti óeðlilegt, að
aðstoðarmaður ráðherra væri ráð-
gjafi svo stórs sambands innan
verkalýðshreyfingarinnar um
lögfræðileg atriði.
Bókagerðarmenn
hjá sáttasemjara
FUNDIJR verður haldinn hjá ríkis-
sáttasemjara fyrir hádegi í dag um
kjarasamninga Félags ísl. bókagerð-
armanna og Félags prentiðnaðarins.
Þessir aðilar ræddust einnig við hjá
sáttasemjara í síðustu viku.
íslenzk hjón í Nígeríu:
Svæfð með gasi og húsið rænt
ÍSLENZKUR flugvirki og kona
hans voru svæfð með einhvers
konar gasi í húsi þeirra í Kano {
Nigeríu fyrir nokkru og þegar þau
vöknuðu næsta dag var búið að
stela öllu úr húsinu, öllum húsbún-
aði og fatnaði þannig að þau hjón
höfðu ekki einu sinni fót til að
klæða sig í.
Flugvirkinn, Brynjólfur Jóns-
son, og kona hans, voru nýlega
flutt í umrætt hús sem er í eigu
Adamu þess er leigir Boeing 727-
100 þotu Flugleiða og rekur undir
nafninu Kabo Travel. Nokkur
brögð munu vera að því að í þess-
um hluta Nígeríu að framin séu
ýmis ódæðisverk með því að nota
einhvers konar gastegundir til að
slæva fórnardýrin, en í vestur-
hluta landsins, sérstaklega í höf-
uðborginni Lagos, er mikið um
morð og rán, enda er borgin orðin
heimsfræg fyrir þá ógnaröld sem
hefur ríkt þar um árabil.,
Nokkrir Islendingar vinna
stöðugt í Kano við rekstur Kabo
Travel og einn þeirra er umrædd-
ur flugvirki. Ekki hafa borist
fréttir af því hvað tjón þeirra
hjóna er mikið.
Helgarferðir ÚTS YN AR
.aup-
manna-
höfn:
Brottför á föstudögum
*
HOTEL:
Absalon Hotel, Sel-
andía, Hotel Imperíal,
SAS Royal Hotel.
Öll hótelin staðsett í miö-
borg Kaupmannahafnar.
Innifalið: flugfargjald, gist-
ing og morgunverður.
Verö frá kr.
iStokk-
hólmur:
Brottför á föstudögum.
HÓTEL:
Flyghotellet
Turistahótel, staðsett 20
mín. lestarferð frá mið-
borginni. Sjónvarp og út-
varp í öllum herbergjum.
Charlton Hotel
3 stjörnu hótel staðsett í
hjarta Stokkhólmsborg-
ar. Innan dyra eru
skemmtilegir barir og
veitingastaðir.
Diplomat Hotel
4 stjörnu hótel í miðborg
Stokkhólms byggt 1911
og endurbyggt 1979.
Hótelið er mjög hlýlega
innréttað, með börum,
kaffistofu og öðru því
sem góð hótel bjóða, en
auk þess gufubaðsstofu.
Innifalið: flugfargjald, gist-
ing og morgunverður.
Verö frá kr.
Brottför á föstudögum
HÓTEL:
Hotel Hall — Pension.
Mjög vinalegt fjöl-
skylduhótel stutta
gönguleið frá miðborg-
innu í næsta nágrenni
eru skemmtileg veitinga-
hús.
Hotel Scandinavia
Mjög gott hótel í mið-
borginni. Innandyra eru
6 veitingasalir, barir,
næturklúbbar, sundlaug,
gufubað, trimm-herbergi
og háfjallasól.
Grand Hotel
Stendur fullkomlega
undir nafni. 6 veitinga-
salir, þar af dansaö í
tveim, 3 barir, sundlaug,
gufubað, háfjallasól og
trimm-herbergi.
Innifalið: Flugfargjald, gist-
ing og morgunverður.
Verð frá kr.
2.133.
2.647.- 1
Ferdaskrifstofan
ÚTSÝN
luxem-
borg:
Brottför á laugardögum.
HOTEL:
Aerogolf — Sheraton
Hótelið er staðsett við
flugvöllinn og gengur
hótelbifreið frá flugvelli
að hóteli. Einnig eru
reglulegar, fríar ferðir, til
og frá miðborg Luxem-
borgar. Um er að ræða
mjög þægilegt hótel í fal-
legu umhverfi.
Innifalið: flugfargjald, gist-
ing og morgunverður.
Akið sjálf í loigðum bíl á
ótrúlega lágu gjaldi.
Verö frá kr.
2.460.-
ondon:
5 dagar.
Brottför á fimmtudögum.
HÓTEL:
Regent Palace, Cumb-
erland, Gloucester Hotel
og Mount Royal Hotel.
Innifalið: flugfargjald, gist-
ing enskur morgunverður
og flutningur til og frá flug-
velli í London.
Verö frá kr.
2.900.-
London
vikuferdir
Brottför á laugardögum.
Austurstræti 17,
simar 26611 og 20100.