Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 37 Qpið bréf til Kópavogsbúa Menntaskóli í Kópavogi eftir IngólfA. Þor- kelsson, skólameistara Ýtt úr vör vid erfiðar aðstæður Við allmikla erfiðleika var að etja, þegar Menntaskólinn í Kópa- vogi hóf starf sitt 1973. Er skólinn var settur í fyrsta skipti, flutti þá- verandi menntamálaráðherra, Magnús T. Ólafsson, ávarp og sagði m.a.: „Það hefur verið ánægjulegt að vinna að því með bæjarstjóra Kópavogskaupstaðar, bæjar- stjórn, fræðslustjórum fyrrver- andi og núverandi og fræðsluráðs- mönnum að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um menntaskóla- kennslu í byggðarlaginu. Ýmsa erfiðleika hefur þurft að yfirstíga til að komast í þann áfanga sem náð er í dag, en með góðum vilja, einbeitni, ráðsnilld og tilhliðrun- arsemi margra aðila, sem of langt yrðu upp að telja, hefur tekist að ráða fram úr margskonar vanda, þannig að við má una að sinni." Ráðherra átti kollgátuna, ýmsa erfiðleika þurfti að yfirstíga, margan vanda varð að leysa, bæði fyrir og eftir að skólanum var formlega komið á fót, en það var gert í ofanverðum júnímánuði 1973. Starf skólans skyldi hefjast í septembermánuði, tveim mánuð- um eftir að skólameistari var skipaður til starfa. Ágætt hefði verið að fá tvö ár til undirbúnings, og vel hefði mátt sætta sig við eitt. En tveir mánuðir voru það, klippt og skorið. Skólastofnuninni varð ekki frestað. Svo ákaft var kallað á menntaskóla í Kópavogi, svo brýn var þörfin orðin. Um mánaðamótin júní—júlí 1973 var hvorki ákveðið, hve mik'ið húsnæði fengist í Kópavogsskóla — en þar hefur skólinn verið til húsa frá því starf hans hófst — né var það vitað, hve stórt það þyrfti að vera, því að um nemendafjöld- ann var allt á huldu. Allir menntaskólar í landinu, utan hinn nýstofnaði skóli í Kópavogi, höfðu að miklu eða öllu leyti skipulagt starfsemi sína fyrir skólaárið 1973—’74, m.a. ráðið kennara til starfa. Sökum kennaraskorts, sem þá var meiri en nú, var mikil sam- keppni milli skóla að fá sem hæf- asta kennara til starfa. Augljóst er, að án nemenda verður enginn rkóli. Ákvörðunin um stofnun skólans var tekin svo seint á ár- inu, að nemendur í Kópavogi, sem hugðust stunda menntaskólanám, höfðu sótt um skólavist í Reykja- vík. Ég skal játa það, að mér fannst ábyrgðin hvíla þungt á mér þessa sumardaga 1973 — ábyrgðin á þessari nýju menntastofnun, sem hafði ekkert endanlega ákveðið húsnæði, enga kennara, og ótrú- legt en satt, enga nemendur. Slík- ar aðstæður við skólastofnun eru þó ekkert einsdæmi á íslandi, og segir það sína sögu. Mér var ekk- ert vandara um en öðrum, og ekki dugði að víla verkefnið fyrir sér, heldur snúa sér ótrauður að því. Húsnæðismálin leystust furðu fljótt til bráðabirgða. Kennara tókst að útvega á einni viku, en ekki var það fyrirhafnarlaust, og varð að seilast eftir sumum inn í aðra skóla. Þannig fékkst sá stofn í kennaraliðið, sem ennþá starfar við menntaskólann. Það'má með sanni segja að góðir kennarar séu burðarásar hvers skóla. Nemendur létu ekki á sér standa. Obbinn af þeim, sem sótt höfðu um skólavist annars staðar, kom með umsóknir sínar eða sendi þær til skólans í júlímánuði — og var það vissulega mesta gleðiefn- ið. Tveir árgangar hófu nám í skólanum, því að menntadeild hafði verið starfrækt við Víghóla- skóla veturinn 1972—’73. Oþarft er að rekja þetta nánar. Skólinn komst á legg og var settur við há- tíðlega athöfn að viðstöddu fjöl- menni 22. september 1973 í Fé- lagsheimili Kópavogs. 110 nem- endur innrituðust í skólann. 2. grein Stefnan mörkuð Samþykkt bæjarstjórnar í öndverðum júlímánuði ræddi ég við menntamálaráðherra og Sigurjón Inga Hillaríusson, bæj- arfulltrúa, um framtíðarskipulag menntaskólans og vorum við á einu máli um að skólinn yrði með fjölbrautasniði í framtíðinni. Um þetta efni sagði ráðherra við fyrstu skólasetningu: „Þegar stofnun menntaskóla í Kópavogi var afráðin, var það ein- dregið og samdóma álit mennta- málaráðuneytisins, bæjarstjórnar og fræðsluyfirvalda Kópavogs, að þessi skólastofnun skyldi verða upphaf þróunar að fjölbrauta- skóla.“ Sumarið 1974 skipaði ráðherra byggingarnefnd, er skyldi sam- kvæmt skipunarbréfi „gera tillög- ur um framtíðarskipulag mennta- skólans í Kópavogi sem fjölbraut- „Ég skal játa það, að mér fannst ábyrgðin hvíla þungt á mér þessa sumardaga 1973 — ábyrgðin á þessari nýju menntastofnun, sem hafði ekkert endanlega ákveðið húsna'ði, enga kennara, og ótrúlegt en satt, enga nem- endur. Slíkar aðstæður við skólastofnun eru þó ekkert einsdæmi á Islandi, og segir það sína sögu. Mér var ekk- ert vandara um en öðrum, og ekki dugði að víla verkefnið fyrir sér, heldur snúa sér ótrauður að því.“ askóla og um byggingu fyrir skól- ann.“ I nefndinni áttu sæti: Andri Isaksson, prófessor, Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari (for- maður), Jóhann J. Jónsson, bæj- arfulltrúi, Páll Theódórsson, eðlis- fræðingur, Stefnir Helgason, bæj- arfulltrúi. Eftir bæjarstjórnarkosningar 1978 tók Rannveig Guðmundsdótt- ir, bæjarfulltrúi, sæti í nefndinni. Nefndin hóf störf á öndverðum vetri 1974—'75 og fjallaði fyrsta árið mest um byggingu fyrir skól- ann og staðsetningu hennar. Skipulagsnefnd Kópavogskaup- staðar gerði tillögu um það til bæjarstjórnar á fundi 18. desem- ber 1974, að menntaskólanum yrði úthlutað byggingarrétti vestast á miðbæjarsvæðinu, vestur undir Borgarholti. Bæjarstjórn Kópa- vogs fjallaði um framtíðarskipu- lag skólans og byggingu fyrir hann á fundi 13. febrúar 1975 og samþykkti einróma eftirfarandi: „Bæjarstjórn Kópavogs er sam- þykk áliti byggingarnefndar Menntaskólans í Kópavogi varð- andi stærð skólans og framtíð- arhlutverk. 1. Það er skoðun bæjarstjórnar, að byggja eigi skólann upp í áföngum, fyrst er hreinan menntaskóla, sem síðar þróist í menntaskóla með fjölbrauta- sniði, sem geti rúmað 600—700 nemendur. Þessi stærð skóla er hagstæð hámarksstærð með til- liti til yfirsýnar, stjórnunar og samvinnu nemenda og kennara. Gera þarf áætlun um þróun skólans. 2. Bæjarstjórn fagnar því, að Benjamín Magnússon, arkitekt, verði ráðinn til starfa með byggingarnefnd. Bæjarstjórn getur ekki tekið afstöðu til að- ildar bæjarins að fjölbrauta- skóla á þessu stigi. Endurskoða þarf kostnaðarþátttöku sveitar- félaga og ríkissjóðs í byggingu og rekstri fjölbrautaskóla frá því sem nú er og tryggja sveit- arfélögum nýjan tekjustofn til að standa undir þátttöku þeirra í fjölbrautaskólum. 3. Bæjarstjórn hefur samkvæmt tillögu skiþulagsnefndar út- hlutað menntaskólanum bygg- ingarrétti vestur undir Borg- arholti í samræmi við áður gef- in fyrirheit. Stærð og staðsetn- ing byggingarinnar miðast við 500—600 nemenda skóla eða gólfflatarstærð 4000—5000 m* 1 2. En lóðin hefur ekki endanlega verið afmörkuð. Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á, að skól- inn veröi á rrriðbæjarsvæðinu í nánum tenglum við umhverfið. Þarfir nemenda og almennings fara að nokkru leyti saman, t.d. hvað snertir menningarlega og félagslega þjónustu. Sem dæmi má nefnn fræðslu fullorðinna, bókasöfn, æskulýðsstarfsemi og almenna félagsstarfsemi. Bæj- arstjórnin vekur og athygli á því, að umræddur staður er einkar hagstæður miðað við samgöngur. Samkvæmt fram- ansögðu samþykkir bæjar- stjórn að ve'ta skólanum auk- inn byggingarrétt á miðbæj- arsvæðinu, ef þess gerist þörf — svo og úthluta honum lóð- (um) annars staðar síðar meir, ef nauðsyn krefur vegna nýrra starfshátta." Bréf rádherra Algjör samstaða Með þessari einróma samþykkt bæjarstjórnar á öndverðu ári 1975 var stefnan mörkuð um framtíð- arhlutverk skólans, stærð hans og staðsetningu. Skólinn skyldi byggður upp í áföngum, fyrst sem menntaskóli, er síðar þróaðist í fjölbrautaskóla. Bæjarstjórn lagði mikla áherslu á að byggt yrði yfir starfsemi skólans á miðba'jar- svæðinu. Við stjórnarskiptin á ofanverðu ári 1974 varð Vilhjálmur Hjálm- arsson menntamálaráðherra. Bæjarstjórn og byggingai nefnd ræddu ítarlega við hann og full- trúa hans í menntamálaráðuneyt- inu um framgang málsins. Niður- staðan af þeim viðræðum birtist í eftirfarandi bréfi, er ráðherra af- henti skólameistara við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju, þegar fyrstu stúdentarnir brautskráðust frá Menntaskólanum í Kópavogi 22. maí 1976: Hrunamannahreppur: Svóra Ijmgholti, 15. októher. í GÆK komu þeir fimm menn sem fóru í þriðju og síðustu leit, svonefnda eftirleit, til byggða. Voru þeir sex daga á fjöllum en hér taka leitir sex daga og er sntalað inn að Hofsjökli. Mennirnir fundu sex kindur, höfðu gott skyggni og gott færi en þeir þurftu að síga í Kerl- ingargljúfur eftir lambi. Aðeins þaulvanir menn veljast jafnan til að fara í eftirleit því „í framhaldi af viðræðum í Kópavogi föstudaginn 9. april tek- ur ráðuneytið frani: Við stofnun Menntaskólans í Kópavogi var áformað að hann sk.vldi verða fjölbrautaskóli. Þeg- ar hafist verður handa um bygg- ingu skólahúss ber að hafa þetta í huga þá fjallað verður um skipt- ingu stofnkostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Fyrst um sinn greiðir ríkissjóður kostnað við hönnun og undirbúning svo sem uni almennan menntaskóla væri að ræða. Þetta ráðuneyti hefir þegar samþykkt að ráða Benjantín Magnússon, arkitekt, til að starfa með byggingarnefndinni. Ráðuneytið samþykkir að skól- anum verði valinn staður á mið- bæjarsvæði Kópavogs austan Kópavogskirkju. Tryggð verði nægilega stór lóð á Auðbrekku- svæðinu fyrir verknámsþætti skólans, verksta'ði, véla- og tækja- hús o.s.frv. Þörf skólans fyrir íþróttahúsnæði verði fullnægt i tengslum við heildarlausn á þörf- um skóla og almennrar íþrótta- starfsemi í Kópavogi. Verður bæj- arstjórn og byggingarnefnd að skilgreina þessa þætti nánar áður en ráðuneytið tekur endanlegar ákvarðanir um þá í einstökum at- riðum. Hönnun mannvirkja miðast við allt að 700 manna skóla en ráðu- neytið gefur nánari fyrirmæli uni þetta atriði að höfðu samráði við byggingarnefnd. Leggja ber kapp á að haga hönnun þannig, að unnt verði að b.vggja í áföngum, sem hver um sig geti komið að notum fyrir skólastarfið, sem nú fer fram í skammtímahúsnæði." Vilhjálntur Hjálmarsson (sign) Birgir Thorlacius (sign) Eins og glóggt má sjá af þessu bréfi náðist algjör samstaða með ráðuneyti og sveitarfélagi um þetta mikla framfaramál. Það var mér óblandin ánægja að vinna að framgangi þess með fyrrnefndum ráðherrum, bæjarstjórn og bygg- ingarnefnd. Þá ríkti einhugur og stórhugur í skólamálum í Kópa- vogi. alira veðra er von, en fyrir hefur komið að veður og ófærð hafi hamlað leit. Einn eftirleitar- manna fór nú tuttugusta haustið í röð, en það er Magnús Gunn- laugsson í Miðfelli. Nú er einnig búið að leita afrétt- inn úr flugvél og má því segja að allar fjárleitir hafi gengið vel í Hrunamannahreppi í haust. Sig. Sigm. Fundu sex kindur í eftirleitunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.