Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 40
r ÞRIÐJUDAGIJR 27. OKTOBER 1981 Bankamenn boða til verkfalls: Knúnir til að grípa til örþrifaráða segir SÍB BANKAMENN boðuðu í gær til verkfalls frá og með 12. nóvember næstkomandi. Akvörðun um boðun vinnusliiðvunar var tekin á fundi stjórnar, varastjórnar, samninga- nefndar og formanna aðildarfélaga Sambands íslenskra bankamanna. A laugardag og sunnudag voru fundir samninganefnda bankamanna og samninganefndar banka og spari- sjóða hjá ríkissáttascmjara og stóð fundurinn í fyrradag frá hádegi og fram yfir miðnætti. Lítið hefur mið- að í samningaviðræðum og er það Aðilar ræðast enn við og er því ekki svart- sýnn, segir formaður samninganefndar banka og sparisjóða skoðun hankamanna að viðsemjend- ur þeirra vilji ekki semja fyrr en samið hefur verið um laun í landinu almennt. Eftir því vilja bankamenn Flugleiðir: Rekstur tveggja DC-10- breiðþota kannaður FI.I'fiLEIDIK kanna nú sérstaklega tilboð, sem þrjú flugfélög hvert í sínu lagi, hafa gert Flugleiðum um leigu eða kaup á IX'-IO breiðþotum, en hér er um að ræða flugfélögin Korean Airlines, Thai flugfélagið í Thailandi og Air New Zeeland, en athugun Flugleiða beinist annars vegar að rekstri einnar DC-IO og hins vegar að rekstri tveggja slíkra véla í apríl nk. Samkvæmt uppiýsingum Sig- urðar Helgasonar yngri, fram- kvæmdastjóra Fjármálasviðs Fiugleiða er verið að kanna þessi mál með það í huga að um eins sveigjanlega samninga sé að ræða og unnt er, þ.e. leigusamning með rétti til framlengingar og sömu- leiðis forgangsrétti til kaupleigu- samnings, en þess er að vænta á næstu vikum hvort Flugleiðir taka Tíu á ný í þjónustu sína. Aðspurður sagði Sigurður að mjög umfangsmikil könnun hefði farið fram á öllum þáttum máls- ins, enda væri umfram allt mikil nauðsyn að flana ekki að neinu í þessum efnum því það væri mikil áhætta að hefja rekstur á Tíum bæði vegna þess að leggja þyrfti í mikinn kostnað við þjálfun starfs- fólks og þá væri markaðsstaðan svo ótrygg að um mikla áhættu væri að ræða. Flugleiðir þurfa minnst tvær véiar á Norður-Atlantshafsleið- inni og að mörgu leyti er óhag- kvæmt að reka eina áttu og eina tíu, því þá er um tvenns konar viðhald að ræða, allt aðra sam- setningu áhafna og þarf um 30 fleiri flugliða ef um er að ræða tvær gerðir flugvéla á þessari leið. Sagði Sigurður að það kæmi al- veg eins til greina ef úr verður að hefja rekstur tveggja DC-10-véla, en stjórn Flugleiða mun taka ákvörðun í málinu á næstunni. ekki bíða og hafa því ákveðið að boða til verkfalls. Björgvin Vilmundarson, for- maður samninganefndar banka og sparisjóða, sagði í gær, að hann liti ekki svo á, að lok fundarins í fyrrinótt þýddi slit á samninga- viðræðum. Ennfremur sagðist hann ekki vera svo svartsýnn á samkomulag meðan aðilar rædd- ust við. „Við höfum nú í sex vikur reynt að ná samkomulagi um bráðabirgðalausn, en því miður hefur mönnum ekki tekizt að finna flöt á þeirri leið,“ sagði Björgvin. Aðspurður um hvort það væri stefna bankanna að semja ekki fyrr en samið hefði verið al- mennt um laun á vinnumarkaðn- um, sagði hann, að báðir aðilar hafi verið sammála um að í stöð- unni væri heppilegast að leita lausnar til nokkurra mánaða með- an séð yrði hver framvinda mála yrði á vinnumarkaðnum. Sveinn Sveinsson, formaður Sambands ísl. bankamanna, sagði að á fundinum um helgina hefði ekkert gerzt og því hefði verið gripið til þess ráðs að boða til vinnustöðvunar. Sjá greinargerð SÍB á bls. 31. Sáu ísbjörn V • V- -v- - Ljósm. Hafn Ólafsson Þegar rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson var á siglingu við ísjaðarinn um 100 mílur norður af Horni fyrir helgi sáu skipverjar ísbjörn. Var hann í mestu makindum að gæða sér á sel, sem hann hafði veitt. Lét hann komu varðskipsins ekkert raska ró sinni. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ: Uppsagnaryfirlýsing VMSÍ gildir^ einnig um sérsambönd innan ASÍ Var upphaflega hugsuð aðeins gagnvart félögum utan Alþýðusambandsins „ÞAÐ ER Ijóst, að sú yfirlýsing, að Verkamannasambandið segi upp samningum, ef aðrir launþegar semji um hærri kaupkröfur, verður einnig að gilda gagnvart sérsamböndum Al- þýðusambands íslands, en upphaf- lega var hún aðeins hugsuð gagnvart launþegasamtökum utan ASI,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for maður Verkamannasambands ís- lands í samtali við Morgunbiaðið í gær, er hann var spurður um kröfur byggingarmanna, sem að mati vinnu- veitenda eru á níunda tug prósenta. „Mér finnast byggingarmenn hafa hrakizt eitthvað af leið,“ sagði Guð- mundur um kröfur byggingarmanna. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður VMSI, sagði í gær, að ljóst væri eftir þessi síðustu tíðindi, að Verkamannasambandið stæði eitt í komandi kjarasamningum, ljóst væri nú, eins og hann raunar hefði spáð, að sérsambönd ASÍ ætluðu að vera utan samflots í kjaramálun- um, utan örfárra kjaraatriða. Guðmundur J. Guðmundsson kvað byggingarmenn hafa tekið flugið í kröfugerð „og ég veit ekki hvort vélaraflið þolir þessa hæð. Ég held að þetta sé hálfgert svif- flug hjá þeim. En þetta mun skýr- ast miklu betur á 72ja manna fund- * Olafur Ragnar Grímsson um stefnu ríkisstjórnarinnar: Meiri vinstri stjórn VTÐ UMRÆÐUR á Alþingi í gær slaðfesti Olafur Kagnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, að ríkisstjórnin fylgdi meiri vinstri stefnu í efnahags- og atvinnu- málum en ríkisstjórn Olafs Jóhann- essonar gerði. A fundi Efri deildar í gær voru m.a. umræður um frumvarp, sem flutt er til staðfestingar bráða- birgðalögum um gengisfellingu í ágúst og urðu þar nokkrar umræð- ur um atvinnu- og efnahagsmál. - en ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar Tók Lárus Jónsson m.a. þátt í þeim umræðum að gefnu tilefni viðskiptaráðherra, Tómasar Arnasonar, og Ólafs Ragnars Grímssonar. Spurði Lárus Ólaf Ragnar í tilefni af ummælum hans, hvort ekki væri rétt að stefna ríkisstjórnarinnar í at- vinnu- og efnahagsmálum bæri meiri svip af afstöðu Alþýðu- bandalagsins en stefna ríkis- j stjórnar ólafs Jóhannessonar. Játaði Ólafur Ragnar Grímsson þessu úr sæti sínu og einnig að- spurður að stefna núverandi ríkis- stjórnar væri lengra til vinstri en stefna vinstri stjórnar Ólafs Jó- hannessonar var. inum og verður yfirlýsing Verka- mannasambandsins um að ef sér- sambönd, sem hærra eru launuð, fengju meira en Verkamannasam- bandið ítrekuð og eins að hún gildi einnig um sambönd innan Alþýðu- sambandsins. Upphaflega var þessi yfirlýsing gefin út gagnvart BSRB og BHM og samtökum utan ASÍ. Þetta mun hins vegar gera yfirlýs- inguna mun víðtækari." I gær var fundur í framkvæmda- stjórn VMSI, þar sem málin voru rædd. Klukkan 10 árdegis kemur framkvæmdastjórnin aftur saman ásamt samninganefnd VMSÍ og klukkan 14 er fundur í 72ja manna nefndinni. Þá munu málin skyrast eins og Guðmundur komst að orði. Morgunblaðið spurði Guðmund J. Guðmundsson um gildistöku vísitöluákvæða „Ólafslaga", sem taka eiga gildi um næstu áramót. „Það er eitt aðalkjaramálið að svo verði ekki,“ sagði Guðmundur. „í kröfum okkar um óskerta vísitölu þá er það ekki tilviljun að, það er krafa númer 2, sem gæti eins verið númer eitt, því að þetta tvennt verður ekki sundur skilið, kaupið og vísitalan. Það þýðir lítið að leggja fram kaupkröfur, ef gamla Ólafslagavísitalan kemur síðan í gildi með svo mikilli skerðingu, að ailt er tekið aftur. Við erum með yfirlýsingar um að halda því, sem við náum. Við getum ekki sam- þykkt vísitölu, sem gulltryggði að allt, sem um semdist væri aftur tekið.“ Sjá greinargerð Sambands byggingarmanna á bls. 47. ii Eskifjörður: Fiska vel án „veiðarfæra FJOKIK litlir bátar frá Eskifirði fiska mjög vel þessa dagana án þess að dýfa veiðarfæri í sjó. Þeir halda sig mikið á Reyðar- firði í kringum nótabátana, sem þar eru á síldveiðum, og ef nótabátarnir fá það mikið í kasti, að síld er eftir í nótinni þegar búið er að ná síld- inni um borð, þá er gefið um borð í þessa litlu báta. T.d. kom Þorsteinn frá Eskifirði inn á sunnudaginn með 230 tunnur eða 23 tonn, sem báturinn hafði fengið gefins, en til gamans má geta þess að Þorsteinn er 19 tonn. Tveir menn eru á Þor- steini. Ævar Auðbjörnsson fréttaritari Mbl. á Eskifirði sagði í gær, að þótt þessir litlu bátar fengju síldina gef- ins hjá nótabátunum, þá væri ekki þar með sagt að þeir gerðu ekki sitt gagn fyrir þá. Mjög algengt væri að litlu bátarnir drægju nótaskipin út úr nótunum, og ennfremur væri ekki síður algengt að þeir finndu góðar torfur, lúrðu síðan yfir þeim, þar til nótaskip kæmi á staðinn. T.d. hefði einn litlu bátanna fundið góða torfu í firðinum kringum helg- ina. Verið yfir henni í 3 tíma þar til nótabátur kom á staðinn og fékk sá bátur 1000 tunnur í kastinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.