Morgunblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
251. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Héðan í frá verður
Rússum ekki treyst“
Sænskur bátur fylgir rússn-
eska kafbátnum út úr
sænskri landhelgi í gærmorg-
un eftir að honum hafði verið
leyft að halda leiðar sinnar.
Hann er búinn tundurskeyt-
um með kjarnahleðslum, sem
hver um sig er jafn stór þeirri
sem eyddi Hiroshima.
Al*-símamynd.
Gífurleg reiði ríkir í Svíþjóð
- kjarnorkusprengjan álíka
stór og sú sem eyddi Hiroshima
Stokkhólmi, 6. nóvember. Al*.
„HÉÐAN í FRÁ verður Rússum ekki treyst," sagði í Stokkhólmsblaðinu Svenska
Daghladet í morgun, í sama mund og rússneski kafbáturinn var dreginn á ilot og
leyft að halda til móts við flota rússneskra herskipa, sem beið hans fyrir utan
sænska skerjagarðinn. Hneykslun, reiði og fyrirlitning eru þær tilfinningar, sem
bærast í brjóstum Svía um þessar mundir og víða hefur verið efnt til mótmæla við
sendiráðsskrifstofur Sovétmanna.
Fjölmennur útifundur var haldinn
í Stokkhólmi í dag og þar krafðist
Olof Palme, leiðtogi jafnaðarmanna
og stjórnarandstöðunnar, að Sovét-
menn færu umsvifalaust á brott úr
Eystrasalti með öll skip, sem búin
væru kjarnorkuvopnum, eða úr
„Hafi friðarins" eins og það heitir í
þeirra máli. „Ef Sovétmenn vilja
vera einhvers trausts verðir, eiga
þeir ekki um annað að velja," sagði
hann. I Kaupmannahöfn var einnig
efnt til mótmæla fyrir framan sov-
éska sendiráðið.
Svíar eru ekki allir á einu máli um
að stjórnin hafi haldið rétt á málun-
um hvað varðar kafbátinn, einkum
eftir að upp komst, að hann hafði
kjarnorkuvopn innanborðs. „Með-
höndlun stjórnarinnar er hreinasta
hneyksli. Hún hefði átt að vera
ákveðnari strax og sleppa ekki bátn-
um. Hvers vegna var ekki sagt frá
því fyrr, að það væru kjarnorkuvopn
um borð? Sænska þjóðin er í upp-
námi yfir því og Eystrasaltið er svo
sannarlega ekkert „Friðarins haf“,“
sagði Stig Nilsson, 53 ára gamall
bakari frá Gautaborg. „Þegar Rúss-
ar eru annars vegar kemur mér ekk-
ert á óvart. Þeir fara sínu fram án
nokkurs tillits til annarra þjóða,"
var haft eftir Jörgen Carlsson,
námsmanni í Karlskrona.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Dana, sagði í dag, að kafbáts-
málið sýndi, að lítt væri treystandi
orðum Sovétmanna, nú þegar fyrir
dyrum stæðu viðræður um takmörk-
un kjarnorkuvopna í Evrópu. „Það
gerir líka að engu allt tal þeirra um
Eystrasaltið sem „Haf friðarins“,“
sagði hann. í Noregi hafa orðið mikl-
ar umræður þetta mál og eftir hátt-
settum mönnum í norska hernum er
haft, að nú sé víst, að rússneskir
kafbátar, sem oft hefur verið elst við
i norsku fjörðunum, séu einnig búnir
kjarnorkuvopnum.
„Friðarhreyfíngin
gegn NATO er dauð“
- segir Henning Christopherson, formaður Venstreflokksins
Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra Svía, skýrir frá því á blaðamannafundi, sem
efnt var til í sænsku þinghöllinni í fyrrakvöld, að rússneski kafbáturinn hafi haft
innanbnrðs kjarnorkusprengju álíka öfluga þeirri, sem lagði Hiroshima í rúst í
síðustu heimsstyrjöld. Honum til hægri handar er Ola Ullsten, utanríkisráðherra.
Al’-símamynd.
kaupmannahófn, G. nóv. Al'
„HIN svokallaða friðarhreyfing gegn
NATO er dauð,“ sagði Henning ('hrist-
opherson, formaður Venstre flokksins
danska, í dag en í Danmörku fer nú
fram mikil umræða um njósnamálið
þar í landi og kafbátsmálið í Svfþjóð.
Þykir nú mörgum sem tími sé til kom-
inn að endurskoða afstöðu norrænna
þjóða til yfirlýsinga og friðarhjals Sov-
étmanna og gjalda varhug við því, sem
frá þeim kemur.
Aðeins viku eftir að sovéskur
kafbátur búinn kjarnorkuvopnum
var kominn upp á sænskt land
skýrðu dönsk stjórnvöld frá því, að
öðrum sendiráðsritara sovéska
sendiráðsins í Kaupmannahöfn hefði
verið vísað úr landi fyrir njósnir og
þekktur danskur rithöfundur og
friðarhreyfingarmaður handtekinn
fyrir sömu sakir. Honum er einnig
borið það á brýn að hafa haft um það
milligöngu fyrir sovéska sendiráðið
Er norska fridarhreyfíng-
in einnig kostuð af Rússum?
brottrekstur Merkoulovs, því að
það hafi gefið honum færi á að fela
öll tengsl sín við Tsjebotok.
í Noregi er fullyrt, að friðar-
hreyfingin þar í landi og baráttu-
samtök gegn kjarnorkuvopnum séu
fjármögnuð af Rússum. Sagt er, að
þar sé sá háttur hafður á, að ýmis
inn- og útflutningsfyrirtæki, sem
Rússar reka í Noregi, hafi milli-
gönguna en ekki sendiráðsmaður
eins og í Danmörku.
Osló, 6. nóvember. Krá fréltarilara Mbl.
NJÓSNAMÁLIÐ í Danmörku, brottrekstur KGB-mannsins og handtaka frið-
arhreyfingarmannsins Arne Herlöv Petersens, teygir anga sína einnig til
Noregs en í sovéska sendirádinu í Osló er fyrsti sendiráðsritarinn einnig
grunaður um njósnir. Hann gegndi áður störfum annars sendiráðsritara í
sovéska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og er talinn nokkurs konar lærifaðir
Merkoulovs, sem vísað var frá Danmörku.
Tsjebotok, fyrsti sendiráðsritari
sovéska sendiráðsins í Osló, er tíð-
ur gestur í norska Stórþinginu og
þó að norsku leyniþjónustunni líki
ekki hve dælt hann gerir sér við
norska stjórnmálamenn, hefur enn
ekki fundist næg ástæða til að vísa
honum á brott þaðan. í norskum og
dönskum blöðum kemur það fram í
dag, að norskir leyniþjónustumenn
séu reiðir Dönum fyrir að hafa
ekki látið þá vita um fyrirhugaðan
að greiða ýmsan kostnað fyrir
dönsku friðarhreyfinguna.
Anker Jorgensen, forsætisráð-
herra, sagði í dag, að kafbátsmálið í
Svíþjóð sýndi, að ekkert væri að
marka lengur orð Sovétmanna um
Eystrasaltið sem „Haf friðarins" og
ýmsir hafa látið þau orð falla, að
þessi tvö mál, kafbátsmálið og
njósnamálið, gerðu það að verkum,
að friðarhreyfingin, sem aðallega
beinir spjótum sínum að Atlants-
hafsbandalaginu, standi nú uppi
berskjölduð sem handbendi Sovét-
manna
Sjá nánar á bls. 22.
Samstarfsráð
Ira og Breta
London, 6. nóv. Al\
MARGARET Thatrher, forsætisráðherra Bretlands, og Garret Fitzgerald, forsæt-
isráðherra Irlands, ákváðu á fundi, sem þau áttu með sér í dag í London, að koma
á fót samstarfsráði beggja ríkisstjórnanna og sem einnig yrði skipað stjórnmála-
leiðtogum af Norðurírlandi til að reyna að finna lausn á vandamálum Norður
Irlands.
Garret Fitzgerald, forsætisráð-
herra Irlands, átti hugmyndina um
þetta samstarfsráð en með þvi bind-
ur hann vonir sínar við, að mótmæl-
endur á Norður-írlandi fáist til að
taka þátt í viðræðum um hugsanlega
sameiningu írsku ríkjanna. Viðbúið
er þó, að sú hugmynd hans eigi erfitt
uppdráttar og þeir öfgafyllstu meðal
mótmælenda hafa hótað uppreisn á
Norður-írlandi ef Bretar hyggist
„selja“ þa.
Ian Paisley, einn helsti leiðtogi
n-írskra mótmælenda, afhenti í
morgun Margaret Thatcher bréf þar
sem hann varaði við öllum tilraun-
um til að sameina írsku ríkin. Hann
sagði við fréttamenn, að mótmæl-
endur væru þess fullkomlega um-
komnir að sýna andúð sína á því í
verki. Þegar hann var spurður hvað
hann ætti við með því, sagði hann:
„Bíðið og sjáið."
Korchnoi vann
Morano, 6. nóvembor. Al\
VIKTOR Korchnoi vann sinn ann-
an sigur í einvíginu um heims-
meistaratitilinn í dag þegar gaf 13.
skákina, sem fór í bið í gær, án
þess að tefla hana frekar. Staðan
er nú þannig, að Karpov hefur fjóra
vinninga en Korchnoi tvo.
Skákskýrendur sögðu í gær, að
Korchnoi væri með miklu betri
stöðu eða jafnvel unnið tafl þeg-
ar skákin fór í bið. Þá hafði
Karpov misst drottninguna fyrir
hrók.
14. skákin á að hefjast á morg-
un, laugardag, en margir búast
við því að Karpov biðji um frest
vegnr. ófaranna í þeirri 13.