Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 15

Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 15 Foreldrasamtökum vangefinna synjað um norrænan útgáfustyrk FORELDRASAMTÖK vangefinna á Norðurlöndunum hafa samtök sín á milli sem nefnast Norræna sam- vinnuráðið. Landssamtökin Þroska- hjálp eru aðili að samtökum þessum af hálfu íslands. Samvinnuráðið hélt nýverið fund í Svíþjóð. Undanfarin tvö ár hefur Samvinnuráðið starfað að því að sjá um fræðslu aðstand- enda vangefinna á Norðurlöndunum, sem ekki tala mál þess lands sem þeir búa í. Fyrsta verkefnið var að þýða og gefa út tvo bæklinga um börn með Downs syndrom (mongoloid) fyrir Sama, sem búsettir eru í Finn- landi, Svíþjóð og Noregi. Sam- vinnuráðið hefur áformað að gefa út fleiri rit fyrir aðra minnihluta- hópa á Norðurlöndum, innflytj- endurna. Foreldrasamtökin töldu að það væri nánast formsatriði þegar sækja ætti um styrk til slíkra verkefna hjá Norræna menning- arsjóðnum. Hinni hógværu umsókn um 25.000 kr. styrk var hafnað. Ekki ætlum við að geta þess hér hvaða verkefni Norræni menning- arsjóðurinn taldi styrkhæf og tók framyfir samnorrænt verkefni fyrir minnihlutahóp, sem er vanur því að vera ýtt til hliðar, þ.e. fjöl- skyldur með vangefin börn á fram- færi. Þetta er dapurleg staðreynd, ekki síst þegar haft er í huga að brátt dregur að lokum árs fatl- aðra. Foreldrasamtökin biðja hina pólitísku fulltrúa landanna, sem standa að Norræna menningar- sjóðnum að athuga þá styrki sem veittir voru, og bera þá saman við þá umsókn, er hér um ræðir og sem var hafnað. Sagt er að menning þjóðar endurspeglist í kjörum þeirra sem minnst mega sín. Norræna sam- vinnuráðið telur, að út frá þessum forsendum sé full ástæða til að draga í efa gildi Norræna menn- ingarsjóðsins. (Fréttatilkynning.) „Konur og kosningar“ KVENRÉTTINDAFÉLAG fslands gengst fyrir ráðstefnu undir heitinu „Konur og kosningar" að Hótel Esju, 23. nóvember nk. og er hún framhald sveitar stjórnarráðstefnu félagsins í október í fyrra. Eitt af því, sem rætt var þá, var smár hlutur kvenna í sveitarstjórn- um hér á landi, en þær eru nú 6,1% og hvort grípa þyrfti til þess ráðs að bjóða fram sérlista kvenna í nafni flokkanna til að fjölga konum í sveitarstjórnum. Þeirri hugmynd var ekki hafnað þá og verður vænt- anlega framhald á þeirri umræðu nú. Ennfremur verður varpað fram spurningunum: Hvaða leiðir eru færar til áhrifa á vettvangi þjóð- mála? Hvernig geta þverpólitísk samtök eins og KRFÍ stuðlað að auknum framgangi kvenna á opin- berum vettvangi? Framsögumenn verða frá stjórn- málaflokkunum, úr atvinnulífinu og fjölmiðlamenn. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um þessi mál, en konum sem eiga sæti í sveitar- stjórnum og á Alþingi er sérstak- lega boðið, ásamt fulltrúum stjórn- málaflokka og samtaka aðila vinnu- markaðarins. Upphaflega var áformað að halda ráðstefnuna í þessum mánuði, en verður eins og fyrr segir 23. nóvember og hefst kl. 17.00 að Hótel Esju. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR OPIO í STARMÝRl fráki9~4 „ Svína AÐEINS hryggur 25 Stórir NAUTA hamborgarar í pakka \ QC Pakkinn ^,80 JL Js •"" / pr. stk. Kíndahakk Unghænur kr\ddaðir og tilbúnir AÐEINS pr. 42.00 Leyft verð AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2 Það er í dag Sigga Nanna Kristín hárgr.meistari hágr.sveinn hárgr.meistari sem við opnum nýju stofuna okkar og við erum auð- vitað með fyrsta flokks þjónustu og klippum dömur og herra og að sjálfsögðu börnin. Við vinnum úr heimsþekktum merkjum s.s. WFUA LOREAL vMIHl-fA-wcá f STHWARZKOPF Kíktu inn hjá okkur, þú verður ekki svikin(n) af því. Hárgreiðslustofa Siggu Finnbjörns, Engihjalla 8, Kópavogi, hús Kaupgarös, sími 44645. N V gagnageymslukerfi fyrirtölvunotendur SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMULA 38.105 REYKJAVIK. SiMI 85455. RO. BOX 272. CDRDELL örfilmuskoðarar V. SKRIFSTOFUTÆKNI HF. ARMULA, 38.105 REYKJAVIK. SiMI 85455. PO. BOX 272. y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.