Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
Á kristniboðsári
Spurt er:
Er ekki skírnin eins í kirkjunni. Leyfist prestum að haga athöfninni eftir eigin
höfði? Ég var við skírn á sunnudaginn og þá lásu afarnir úr biblíunni og
faðirinn hélt um höfuð barnsins þegar faðirvorið var lesið.—
íslcnska kirkjan tók nýja hand-
bók í notkun á þcssu ári, kristni-
boósárinu. t>ar kveður á um ad
guófeðgin skuli gjarnan lesa upp-
hátt þá texta úr Biblíunni sem
liggja til grundvallar skírninni,
vióstaddir taki meiri þátt en áóur
hefur verió í athöfninni, til dæmis
skuli foreldri en ekki presturinn
leggja hönd á höfuð barns síns
þegar lesin er bæn fyrir framtíó
þess.
Sú skírn sem bréfritari hefur
verió vióstaddur, hefur augsýni-
lega verið flutt samkvsmt nýju
handbókinni.
Form þeirrar athafnar fer hér á
eftir svo að fólk geti áttaó sig á því
og fylgst betur meó þegar þaó
verður vióstatt skírn í framtíðinni.
Heyrum ennfremur þessa
frásögn: Menn færðu börn til
Jesú, að henn snerti þau, en
lærisveinarnir átöldu þá. Þegar
Jesús sá það, sárnaði honum og
hann mælti við þá: „Leyfið börn-
unum að koma til mín og varnið
þeim eigi, því að slíkra er Guðs
ríki. Sannlega segi ég yður: Hver
sem tekur ekki við Guðs ríki eins
og barn, mun aldrei inn í það
koma.“ Og hann tók börnin sér í
faðm, lagði hendur yfir þau og
blessaði þau. (Mark. 10. 13—16.)
(Við skírn fullorðinna er í stað
þessarar frásögu lesið Jóh. 3.
3-5):
Jesús sagði við Nikódemus:
laug endurfæðingarinnar. Tak
það að þér og svo sem sonur þinn
hefur sagt: „Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna,
knýið á og mun fyrir yður upp
lokið verða," svo gef þú þessu
barni gjafir þínar og ljúk upp
fyrir því dyrum náðar þinnar,
svo að það megi hljóta eilífa
blessun og inngöngu í ríki þitt,
sem þú hefur heitið fyrir Drottin
vorn Jesú Krist.
Svar:
Amen.
b) Almáttugi faðir, skapari vor.
Vér þökkum þér það undur sköp-
unar þinnar, sem þú hefur leyft
oss að reyna og sjá í þessu barni,
ræðis í heilagri kirkju þinni
fyrir heilagan anda þinn. Lát
þetta barn og öll þín börn stöðug
standa í þinni skírnarnáð og fá
að lyktum að birtast fyrir augliti
þínu í skírum skrúða réttlætis
þíns í Kristi Jesú, Drottni vor-
um.
Svar:
Amen.
í beinu framhaldi biður prest-
urinn þessarar bænar yfir skírn-
arsánum:
Hversu dýrlegt er nafn þitt
um alla jörðina, eilifi Guð. Send
anda þinn yfir þessa skírnarlaug
svo sem í upphafi, er þú skapaðir
Ijósið og lífið með orði þínu og
andi þinn sveif yfir vötnunum.
Hvernig á skírnar-
athöfnin að vera ?
Skírnin er
sakramenti,
heilög athöfn,
sem Jesús
sjálfur stofn-
aói. Guð tek-
ur barnið að
sér í skírn-
inni sem sitt
barn.
Veki lesturinn spurningar hjá les-
andanum, mun þeim fúslega veróa
svaraó á þessari síóu. (A kristni-
boósári, c/o sr. Bernharður Guð-
mundsson, Ritstjórn Morgun-
blaðsins, Rvík.)
Skírn
Sama form er notað við skírn
barna og fulltíða manna. Aður
en barn er skírt, skal prestur
ætíð gæta þess, að nafn þess sé
skráð. Skírnarvatn skal vera
hreint og helst ylvolgt. Guðfeðg-
in eru að jafnaði þrjú. Þau skulu
ekki vera fleiri en fimm. Ef for-
eldrar koma með skírnarkerti
handa barninu, má láta með-
hjálpara tendra það, um leið og
harnið er skírt. Réttir prestur-
inn foreldrum eða guðfeðginum
kertið að loknu ávarpinu (10. lið-
ur) með þeim orðum, sem þar
eru.
Þegar skírt er við messu er
skírt strax eftir lið 1, upphafs-
bæn, eða milli pistils og guð-
spjalls. Við skírn í heimahúsum
má nota þetta form eða form
fyrir skírnarguðsþjónustu. Söfn-
uður situr, nema þar sem annað
er tekið fram. Prestur og skírn-
arfólk gangi samtímis að skírn-
arsánum í upphafi skírnarsálms.
1. Sálmur
Eftir upphafsbænina er sung-
inn skírnarsálmur nr. 250, 251,
252, 254 eða 255.
2. Avarp
Að loknum sálminum flytur
presturinn eftirfarandi ávarp:
Náðin Drottins vors Jesú
Krists, kærleiki Guðs og samfé-
lag heilags anda sé með oss öll-
um. Heilög ritning segir: Sjáið,
hvílíkan kærleika Guð faðir hef-
ur auðsýnt oss, að vér skulum
kallast hans börn. Guð og faðir
Drottins vors Jesú Krists hefur
elskað oss að fyrra bragði. Svo
elskaði hann heiminn, að hann
gaf einkason sinn, til þess að
hver sem á hann trúir, glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf. Jesús
Kristur er vegurinn, sannleikur-
inn og lífið. Hann tekur oss að
sér í heilagri skírn, að vér verð-
um hans eign og börn vors himn-
eska föður í eilífu ríki hans.
3. Ritningarlestur
Presturinn:
Heyrum nú vitnisburð Guðs
orðs um heilaga skírn.
Presturinn eða lesari (t.d. eitt
guðfeðgina) segir:
Jesús segir: „Allt vald er mér
gefið á himni og jörðu. Farið því
og gjörið allar þjóðir að læri-
sveinum, skírið þá í nafni föður,
sonar og heilags anda og kennið
þeim að halda allt það sem ég
hef boðið yður. Sjá, ég er með
ður alla daga, allt til enda ver-
aldar."
I beinu framhaldi segir prest-
urinn (eða annar lesari):
„Sannlega, sannlega segi ég þér:
Enginn getur séð Guðs ríki,
nema hann • fæðist að nýju.“
Nikódemus segir við hann:
„Hvernig getur maður fæðst,
þegar hann er orðinn gamall?
Skyldi hann geta komist aftur í
líf móður sinnar og fæðst?“ Jes-
ús svaraði: „Sannlega, sannlega
segi ég þér: Enginn getur komist
inn í Guðs ríki, nema hann fæð-
ist af vatni og anda.“
4. Skírnarbænir
Presturinn:
Látum oss biðja. (Eóa: Biðj-
um.)
Beðið er einnar eftirfarandi
bænar:
a) Almáttugi, eilífi Guð, faðir
Drottins vors Jesú Krists, vér
áköllum þig fyrir þetta barn og
biðjum þig að veita því skírn-
argjöf þína, hina eilífu náð fyrir
............. — . ! ■ ■ ■
þá dýrmætu gjöf, sem þú auðgar
oss með og það traust sem þú
sýnir oss. Veit hjörtum vorum og
höndum hlýju og alúð, styrk og
festu, að vér getum annast það
vel og miðlað því af kærleika
þínum. Vér færum þér það í
trausti til fyrirheita þinna og
biðjum: Veit því fyrirheit skírn-
arinnar. Gef því heilagan anda,
að hann veki og glæði allt gott,
sem þú hefur fólgið í sálu þess.
Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Svar:
Amen.
c) Almáttugi Guð, eilífi faðir.
Veit þessu barni blessun þína og
eilífa lífgjöf við þessa skírnar-
laug, sem helgast af orði þínu og
fyrirheitum. Lauga það lífsins
vatni, að sála þess verði skír,
fæðist að nýju til lífs í þér,
íklæðist Kristi og dafni til hjálp-
Fyrir Jesú Krist sé þér heilagi
faðir, + í einingu heilags anda,
heiður og dýrð um aldir alda.*
Svar:
Amen.
*Við þessi orð geri presturinn
krossmark yfir vatninu.
5. Trúarjátning
Söfnuðurinn standi.
Presturinn:
Lofaður sé Guð og faðir Drott-
ins vors Jesú Krists, sem eftir
miskunn sinni vill endurfæða
þetta barn til lifandi vonar fyrir
upprisu Jesú Krists frá dauðum.
Játum öll saman trúna, sem
vér kristnir menn erum skírðir
til.
Allir:
Ég trúi á Guð, föður almáttug-
an, skapara himins og jarðar. Ég
trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn, sem getinn er af
heilögum anda, fæddur af Maríu
mey, píndur á dögum Pontíusar
Pílatusar, krossfestur, dáinn og
grafinn, steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá
dauðum, steig upp til himna, sit-
ur við hægri hönd Guðs föður
almáttugs og mun þaðan koma
að dæma lifendur og dauða. Ég
trúi á heilagan anda, heilaga al-
menna kirkju, samfélag heil-
agra, fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Signing
Söfnuður standi.
Þá mælir presturinn:
Drottinn varðveiti inngöngu
þína og útgöngu héðan í frá og
að eilífu.
Siðan gerir presturinn kross-
mark á enni og brjóst hverju
barni, um leið og hann mælir:
Meðtak þú tákn hins heilaga
kross bæði á enni + þitt og brjóst
+ til vitnisburðar um, að hugur
þinn og hjarta á að helgast fyrir
trúna á hinn krossfesta og upp-
risna Drottin Jesú Krist.
7. Skírnarspurning
Söfnuður standi.
Presturinn:
Hvað á barnið að heita? Eóa:
Hvert er nafn barnsins?
Svar:
N
Presturinn leggur hönd á höf-
uð barninu og biður:
Drottinn Guð, faðir vor, þú
kallar oss með nafni og gleymir
oss aldrei. Rita þú nafn þessa
barns, N, í lífsins bók og lát
hann/hana aldrei villast frá þér.
8. Skírnin
Söfnuður standi.
Þá eys presturinn barnið vatni
þrem sinnum, um leið og hann
segir:
N, ég skíri þig í nafni föður,
sonar og heilags anda.
Þá leggur presturinn hönd á
höfuð barninu og mælir:
Almáttugur Guð, faðir Drott-
ins vors Jesú Krists, sem nú hef-
ur endurfætt þig fyrir vatn og
heilagan anda, tekið þig í ríki
síns elskaða sonar, þar sem er
fyrirgefning syndanna, líf og
sáluhjálp — hann styrki þig með
náð sinni til eilífs lífs. Friður sé
með þér.
Foreldrar og guðfeðgin svara:
Amen.
Eða: Almáttugur Guð, faðir
Drottins vors Jesú Krists styrki
þig með náð sinni til eilífs lífs.
Friður sé með þér.
Svar:
Amen.
Eða: Almáttugur Guð, faðir
Drottins vors Jesú Krists, sem
nú hefur með skirninni tekið þig
í samfélag sonar síns, þar sem er
fyrirgefning syndanna, líf og
sáluhjálp — hann styrki þig með
náð sinni til eilífs lífs. Friður sé
með þér.
Svar:
Amen.
9. Fyrirbæn
Þegar barnið hefur verið skírt,
segir presturinn:
Biðjum öll saman fyrir barn-
inu bænina sem Drottinn hefur
kennt oss.
Foreldri eða guðfeðgin geta
lagt hönd yfir höfuð barni sínu.
Allir:
Faðir vor, þú sem ert á himn-
um. Helgist þitt nafn, til komi
þitt ríki, verði þinn vilji svo á
jörðu sem á himni. Gef oss í dag
vort daglegt brauð. Og fyrirgef
oss vorar skuldir svo sem vér og
fyrirgefum vorum skuldunaut-
um. Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu. Því að
þitt er ríkið, mátturinn og dýrð-
in að eilífu. Amen.
Presturinn:
Blessun almáttugs guðs + föð-
ur og sonar og heilags anda sé
með þér.
Svar:
Amen.
Presturinn:
Góð systkin. Þér eruð vottar
þess, að þetta barn er nú skírt í
nafni föður, sonar og heilags
anda. Með því er lögð sú ábyrgð
á yður, ástvini þess, að ala það
upp í ljósi fyrirheitis skírnarinn-
ar, kenna því að elska Guð, til-
biðja hann, varðveita orð hans
og sakramenti og þjóna náung-
anum í kærleika. Guð veiti yður
til þess náð sína. Amen.
Éf barninu er gefið kerti, skal
prestur rétta það með þessum
orðum (er lokasetningu ávarps-
ins: „Guð veiti yður til þess náð
sína. Amen.“ þá sleppt):
Takið við þessu ljósi. Það sé
yður til merkis um hið nýja líf,
sem barnið hefur nú fæðst til við
þessa skírnarlaug. Jesús segir:
„Ég er Ijós heimsins, hver sem
fylgir mér, mun ekki ganga í
myrkrinu, heldur hafa ljós lífs-
ins.“ Og um oss segir hann: „Þér
eruð ljós heimsins. Þannig lýsi
ljós yðar mönnunum, til þess að
þeir sjái góðverk yðar og veg-
sami föður yðar, sem er í himn-
unum.“ Lát/ð Ijósið minna yður á
þetta. Kveikið á því, er þér biðjið
með eða fyrir barninu og hvenær
sem þér hafið tilefni til fyrir-
bænar eða þakkargjörðar. Guð
veiti yður náð sína. Amen.
Þá er sunginn skírnarsálmur
eða annar sálmur (t.d. nr. 26).